Alþýðublaðið - 14.12.1950, Page 6
6
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Fiinnitudagur 14. des. 11)50
Fiilpua
Ressason
iu'eppstjórf:
AÐSENT BSÉF.
Ritstjóri sæll.
I raun réttri ®r þetta bréf alls
ekki þér ætlað, nema að sára-
litlu leyti. Ég hef nefnilega
fengið snert af stórmennsku-
brjálæði eins og fleiri góðir
menn, og segir það meðal ann-
ars til sín á þann hátt, að' ég hef
afráðið að skrifa þjóðinni, og þó
einkum hennar forráðamönn-
um, opið bréf. Geri ég mér þó
engar vonir um, að það valdi
neinum straumhvörfum í stjórn
málum eða þjóðlifi, því að enn
geng ég ekki í bamdómi. Og
kunni þá einhyer að spyrja
hvers vegna ég sé að gera mér
slíkt ómak, fyrst ég örvænti
fyrir fram um árangurinn, þá
er því í einlægni og hreinskilni
til að svara, að mér gengur ein-
ungis fordild til. Ég reikna
dæmið nefnilega lengra en að
útkomunni, og hugsa sem svo:
Einhvern tíma, — ef til vill að
áratugum, ef til vill að.: öldum
liðnum, — mun sú kynslóð, er
þá verður ofanjarðar, vitna í
þetta bréf mitt og segja eitthvað
á þá leið, að þá hefði allt farið
betur, hefði þjóðin og forráða-
menn hennar borið gæfu til að
hlýða ráðum Filipusar hrepp-
stjóra Bessasonar. Hver veit
líka, nema mín verði getið í
sögum og háskólafyrirlestrum
fyrir bragðið og mér reistur
minnisvarði fyrir samskotafé,
og séð svo um, að þröngvað
verði inn í. hugskot efnilegra,
vel gefinna skólakrakka ártöl-
um úr ævisögu minni, ásamt frá
sögnum a£. afreksverkum, er
sagnfræðingar þeirrar tíðar
hafa gert sér að doktorsbak-
þúfu.
Og þá hefst nú bréfið, — að-
alatriðið og mergurinn málsins.
ViS forráðamenn þjóðarinnar
segi ég þetta: Þið eruð að fara
með allt okkar ráð út í kvik-
syndi suadurlyndis og sér-
byggju. Þið sitjið skakkir í
hnökkunum til þess að þið getið
ýmist þrefað og skammazt eða
tekið í nefið hver úr annars
dósum, leggið taumana á
makka og andskota kornið, sem
ykkur verðnr á að gefa lestinni
svo mikið sem hornauga. Nei,
ykkar vegna má hver klyf snar-
ast undir kvið, móttök og
gjarðir bresta og klárarnir fá
blæðandi baggasæri. Mikil ó-
sköp, já. Og ykkar vegna mega
ykkar eigin reiðskjótar ana
með ykkur út í botnlausa mýr-
ina; — þið hafið öðrum hnöpp-
um að hneppa en að líta til
leiða; þrefa, taka í nefið og
hressa ykkur á lögginni úr vasa
fleygnum. Ég er skrambi hrædd
ur um, að slíkir lestamenn
hsfðu ekki verið látnir fara
nema eina Bakkaferð í ggmla
daga, og var þó ekki ævinlega
allt í sómanum í þeim ferðum.
Það kom til dæmis fyrlr, að
þeir, sem áttu að sjá um lest-
ina, urðu svo ölvaðir, að forsjá
þeirra varð ekki fyllilega
treyst, en konur og unglingar,
sem slegizt höfðu í förina, tóku
stjórnina í sínar hendur, — og
gafst vel. Og það er einmitt
þetta, sem ég ætla að segja við
þjóðina, konurnar og ungling-
ana. Leiðið þeim, sem lestinni
ráða, það fyrir sjónir, að þeir
séu ekki til þess færir, og að
forsjá þeirra stefni öllu í voða.
Farið að þeim með lempni, en
þó fullri einurð, og fáið þá til
að sleppa við ykkur lestinni!
Og það sem fyrst, — áður en
allt situr á taglmarki úti í mýr-
inni, og þeir fara að bjóða ykk-
ur forustuna að fyrra bragði.
Sem sagt, — bölvað! En getur
orðið gott, eða að minnsta kosti
sæmilegt, ef farið yrði að mín-
um ráðum, — en að því verður
; ekki horfið. Mýrarkviksyndið
bíður, — ég ætla bara að vona,
að lestafólkið bjargist upp úr,
— þótt ekki væri til annárs en
að reisa mér minnisvarðann,
þegar það hefur jafnað sig eftir
volkið.
Virðingarfyllst.
Filipus Bessason
hreppstjóri.
Kaupum luskur
Baldursgöfu 30.
Alfabókin.
Álfasögur. — Álfakvæði.
Stefán Jónsson kennari valdi efnið.
Halldór Pétursson teiknaði myndirnar.
Þetta verður alltaf þjóðlegasta barnabókin.
Sígild jólabók lenzkra barna.
BokabuSin ARNARFELL
* Laugavegi 15.
F r ank Y erb y
HEITAR ASTRIÐUR
„Ég er orðin fimmtug/' hvísl-
aði kona hahs. „Minnstu þess,
Inch, — ég er fimmtug kdhá'1!
„Þú ert fögur“, svaraði Inch.
,,Og hvað hefur aldur:nn þá
að segja“.
Desirée brosti við og þerr-
aði hvarma sína.
, Mér þykir vænt um þetta
hús“, mælti hún lágt. „Hér hef
ur okkur jafnan liðið vel og
mér þykir fyrir því, að við
skulum verða að yfirgefa þenn
an stað. En við eigum ekki
annars úrkosta, geri ég ráð fyr-
ir“.
Inch varð alvarlegur á svip-
inn.
„Já“, svaraði hann. „Við
eigum ekki annars úrkosta. En
það má vera okkur huggun, að
við hverfum úr heimi hvítu
mannanna, flytjum til friðsæll
ar vinjar, þar sem við að síð-
ustu megum njóta þess, er við
höfum alltaf þráð, — friðar
og öryggis. Loks verður hög-
um ökkar svo háttað, að örlög
þín verða að engu leyti háð
litar hætti mínum. Sú tilhugs-
un ætti að gleðja þig“.
„Hún gerir það“, svaraði
kona hans, en það var enginn
sannfæringarhreimur í rödd
hennar. "
Það segir hún ekki satt,
hugsaði Inch og hristi hófuðið.
Flona hans var fædd og uppal-
in í New Orleans; hvít kofta
og skilgetin dóttir þeirrar
borgar. Það var aðeins stig-
munur á framkomu hennar og
annarra hvítra kvenna í borg-
inni gagnvart svertingjum, en
eðlismunur var þar enginn. í
rökfastri hugsún var hann eina
undantekningin, hvað það
snerti. Hann varp þungt önd-
inni. Engum var það ljósara er.
einmitt honum, hversu til-
gangslaust það er að reyna að
breyta hugarfarsafstöðu. sem
byggist öllu meira á tilfinn-
ingúm og viðteknum venjum
heldur en rökföstu mati. í
raun réttri vorkenndi hann
henni. Alla sína ævi hafði
hann einbeitt vilja sínum, hnit
miðað allt sitt nám ay því að
losa hugsun sína úr viðjum
fordóma og erfðaforms, og það
hafði ‘tionum tekizt, jafnúél
hvað snerti afstöðu til þeirra,
sem ofsó.ttu hann og kynbræð-
ur hans. Nú var það of seint
fyrir . Desirée að leggja út á
þá þroskaleið • . . það hafði
verið of seint þegar í upphafi.
Hann lagði höndina mjúklega
á öxl hennar.
Hún leit á hann, björtum
augum.
,,Ég vona, að nágrannar okk-
ar reynist líkir þér“, mælti
hún. „Eins góðir og göfugir,
.... og prúðir.“
„Ég þaklca þér orðin“, mælti
Inch og sneri sér aítur að
starfinu.
Þau myndu háfa orðið til
muna fljótari í förum, ef þau
hefðu farið með járnfcrautar-
lestinni, en Inch vissi það af
sárri raun, að slíku ferðalagi
fylgdi óhjákvæmilega marg-
vís’.eg auðmýking. Þótt ekki
væri annað en það að verða
að þola það augnatillit, sem
hvítir samferðamenn sendu
þeim hjónum jafnan, þegar
þau voru á ferðalagi. Þegar
norðar dró, gat það meira að
segja reynzt honum sjálfúm
beinlínis hættulegt að vera á
ferð í margmenni með hinni
hvítu konu sinni. Nei. Þeim
mundi verða það á allan hátt
auðveldara að ferðast í sínum
eigin vagni, enda þótt, förin
gengi Jpá seinna. og .vferi á
ymsan hátt óþægdeg.
Þegar hann hafði gengið frá
bokum sínum og öðrum far-
angri, gengu þau bæði inn til
þess að drekka kaffisopa í síð-
asta skiptið í sínum gömlu hí-
býlum. Þau vor uvarlá setzt,
þegar þjónustustúlka þeirra
kom inn og kvað gest nokkurn
kominn, sem æskti þess að
mega hafa tal af húsbóndan-
um.
Inch reis á fætur, meira en
lítið hissa. Hver gat það verið,
sem átti erindi við hann svo
ár’.a dags? Klukkan var að
ganga sjö, og enn ekki full
bjart af degi.
„Hvítur herramaður“, hvísl-
aði stúlkan, þegar liún sá
undrunarsvip hans. „Ákaflega
geðþekkur maður“.
Uppboð
Opinbert uppboð verður
haldið í geymsluskála við
Langholtsveg hér í bæn-
um, (beint á móti mat-
vælageymslunni) föstu-
daginn 15. þ. m. kl. 2 e. h.
og verða þar seld síldar-
söltunaráhöld, þorska- og
lúðulóðir, bátur o. fl. —
Greiðsla fari fram við
hamarshögg.
Borgarfógetinn í
Reykjavík.
LQFT.GUÐMUNDSSQN
er vinsœlasta
barnabókin!
Úra-viðgerðir.
Fljót og góS afgreiðsla.
GUÐL. GÍSLASON,
Laugavegi 63,
sími 81218.
hjá
okkur
EGILL JAC0BSEN H.F.
Austurstræti 9.