Alþýðublaðið - 22.12.1950, Síða 4

Alþýðublaðið - 22.12.1950, Síða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fösíudagur 22. des. 1950. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedlkt Gröndal; þing- fréttaritari: Helgi Sæmundsson: auglýs- ingastjóri:. Emilia Möiler. Ritstjórnar- símar: 4901 og 4902. Auglýsingasími 4906. Afgieiðslusimi 4900. Aðsetur: Al- þýðuhúsið. AlþýðuprenWiiðjan h.f. sveitin SYMFÓNÍUHLJÓMSVEITIN hefur nú starfað um hríð hér í Reykjavík, og átt erfitt upp- dráttar. Munu fá menningar- fyrirtæki hafa mætt slíkum erfið’eikum og orðið jafn um deild og þessi hljómsveit, en sjálft alþingi hefur tvívegis neitað að veita henni stuðning. Hefur nú verið ákveðið að leita beint til almennings og hefja samskot til hljóm^veitar- innar, og er þess að vænta, að vel verði við þeim tilmælum hrugðizt, enda getur á því olt- ið, hvort hljómsveitin lifir eða lognást út af. * íslendingar eru listræn þjóð og hafa verið það öldum sam- an. En listiðkun þeirra hefur mjög takmarkazt af ytri að- stæðum, einangrun og fátækt. Þess vegna var það hin ódýr- asta allra lista, hið talaða orð, sem fyrst komst til vegs hér á landi og síðar varðveittist í lituðu máli. Myndlistinni gekk á ýmsan hátt verr, en þó kom tilhneiging til hennar fram í heimilisiðnaði snemma á öld- um, en ekki náði þessi list al- mennum blóma fyrr en á síð- ustu áratugum, og munu fáir hafa reynt að leggja stein í götu hennar. Loks er tónlistin, og sýndu íslendingar þar einnig snemma bæðj hæfileika og ást á listinni, og teljast til dæmis tvímælalaust vera mikil söng- þjóð. Hljóðfæraleikur varð þó ekki a’mennur fyrr en á síð- ustu áratugum, og valda þar efni og ytri aðstæður. Er því ekki of djúpt tekið í árinni í ávarpi því, sem nú hefur verið gefið út um hljómsveitina, að tónlistin hafi öllum öðrum listum frekar orðið að gjalda fámennis íslendinga, fátæktar og einangmnar. Þau rök eru færð fram gegn symfóníuhljómsveitinni, að al- menningur kunni ekki að meta æðri tónlist og hún sé því að- eins fyrir fámennan hóp manna. Vafalaust er fámenni þess hóps, sem hefur mætur á æðri tónlist hér á landi, ýkt, og kemur það bezt fram í þeirri breytingu, sem orðið hefur á eftirspum eftir hljóm- plötuip. Hitt kann að vera satt, að allur almenningur hafi enn ekki kynnzt slíkri tónlist til hlítar, en það stendur vafalaust til bóta, og þarf enginn að halda því fram, að íslendingar muni ekki, þegar þeir fá tækifæri til, stunda þessa list, njóta hennar og leggja sinn skerf til hennar eins og aðrar menningarþjóðir. Það er viðurkennt, að gefa þarf út góðar bækur, þótt þær séu ekki fjárhagslegt gróða- fvrirtæki og verði sumar ekki strax almennings eign, og hef- ur jafnvel verið til þess veitt af almanna fé. Það er og við- urkennt, að málara. og högg- myndalist skuli ganga sínar eigin brautir, enda þótt almenn viðurkenning ekki komi ávallt þegar í stað, og þeirri list eru allir sammála um að halda uppi og styrkja. Eins hlýtur hin klassíska tónlist, sem nýtur ört vaxandi vinsælda í landinu, að teljast til þess, sem þjóðinni ber að veita sér í menningar- málum. Alþingismenn höfðu að sjálf sögðu mismunandi sjónarmið í þessu máli, Óg kom þar ekki að- eins til mála, hvort rétt væri að styrkja symfóníuhljómsyeit- ina (fyrir því er vafalaust meirihluti á alþingi), heldur hitt, hvort unnt sé að gera það nú, þegar allir eru samála um, að sparnaður skuli vera kjör- orð dagsins hvað fjármál snertir. Mikið er þó í veði, að sú til- raun takist, sem hafin er í hljómsveitarmálinu. Hér er verið að fylla stærsta skarðið í menningarlífi þjóðarinnar, og oft mun þau hátíðleg tækifæri bera að höndum, er öll þjóðin gleðst yfir því að eiga hljóm- sveitina til að leggja fram sinn skerf. Nægir að minna á vígslu þjóðleikhússins í því sambandi. Þess vegna er sjálfsagt að styðja hljómsveitina og tryggja henni líf. Hún hefur sannað til- verurétt sinn með afrekum, sem glatt hafa þúsundir manna, og hún á eftir að gleðja enn fleiri þúsundir. Þess vegna er nú heitið á íbúa höfuðstaðarins að bregðast vel við þeim sam- skotum, sem hafin era, svo að hljómsveitin geti starfað á- fram. kirkjusamband Norðurland- anna. Guðmundur Einarsson frá Miðdal skrifar um Soumi (Finnland), þá er kvæði eftir Jakob Thorarensen skáld, smá eaga Ljónabúrið, eftir sænska skáldið Verner von Heidenstam, saga þessi er ein af perlum nor rænna smásagna og er þýdd af Helga Hjörvar. Guðmundur Gíslason Hagalín á þarna prýði lega smásögu er hann nefnir, „Táp og fjör og frískir menn", Broddi Jóhannesson, kennari, skrifar um veðgildið og lánið, hugleiðingar í leikritsformi. Magnús Gíslason, skólastjóri skrifar ferðaminningar frá Sví þjóð. Auk þess eru í ritinu mynd ir af leikhúsum norðurland- anna ásamt kvæðinu Annáll árs íns 1950 í myndum og frá þjóð leikhúsinu. Norræn jól komin út TÍUNDI árangur Norrænna jóla er nú kominn út. Ritið hefst á ínngangsorðum eftir ritstjórann, þá er ávarp menntamálaráðherra Björns Ólafssonar. Prófessor Ásmund Framlög til radio- miðunarstöðva EINS og kunnugt er, þá hef ur Kvennadeild Slysavarnafé- lags íslands í Reykjavík stutt að því að koma upp radiomið- unarstöðvum fyrir sjófarend- ur þar sem þeirra er talin mik- il þörf. Fyrir nokkru var þess getið, að kvennadeildin greiddi kr. 12.000.00 —- til radiomið- unarstöðvarinnar sem verið er að reisa á Garðskaga og s. 1. laugardag afhenti form. kvenna deildarinnar frú Guðrún Jónas son kr. 7.200.00 til radiomið- unarstöðvar þeirrar, sem Slysa varnafélag íslands hefur látið setja upp á Stórhöfða í Vest- mannaeyjum og nú er lokið við að reisa. Er það tilgangur kvennadeildarinnar að framlög þessi gangi til að greiða leigu fyrir tæki stöðvanna næstu 10 ár, og hafa þessi framlög kvennadeildarinnar verið á- kveðin í samráði við stjórn Kaupið jólahangikjötið strax. Birgðir senn á þrotum. Samband ísl. samviitnufélaga ur Guðmundsson skrifar um Slysavarnafélagsins. Menningarbarátta þjóðarinnar. — Ilornsteinar hennar. — Hverju svarar íslenzka þjóðin? MENNIN G ARB ABÁTTA ÞJÓÐARINNAR er ekki gíður gruiulvöllurinn untlir sjálfstæði iiennar en fjárhagsleg- afkoma. Sá menningararfur, sem við byggjum á, er styrkasta stoðin undir sjálfsforræði okkar. Það verður staðfesting á rétti okk- ar til aff vera sjálfstæff og full- valda þjóff hvernig viff verndum þennan arf og hvort okkur tekst aff halda áfram á þeirri braut, aff efla menningu landsins barna og nema ný lönd á því sviffi. MENNTASTOFNANIRNAR, skólarnir, háskólinn, þjóðleik- húsið og söfnin eru tæki okkar Alþingismaðurinn og Kvíabryggjumálið UPPLÝSINGAR ALÞÝÐU- BLAÐSINS um Kvíabryggju- málið, dularfulla liðinn á fjárlögunum, hafa vakið svo mikla athygli, að Sigurður Ágústsson alþingismaður hefur komizt úr jafnvægi og fer á stúfana í Morgunblað- inu í gær til að reyna að losa sig við leiðinlegan grun, sem á hann hefur fallið. En því miður er lítið á grein al- þingismannsins að græða. Hann dregur heiðarleika Al- þýðublaðsins í efa, en Alþýðu blaðið efast um, að hann sé vaxinn hinu göfuga en vanda sama hlutverki siðameistar- ans. SIGURÐUR ÁGÚSTSSON segir, aff eigandi Kvíabryggju sé Reykvíkingur og því hvorki kjósandi hans né skjól stæðjngur. En er þetta allur sannleikurinn? Eigandi jarð arinnar að Kvíabryggju er ef til vill búsettur Reykvíking- ur sem stendur. En er hann ekki gamall Snæfellingur, sem tekizt hefur á hendur margs konar íhaldsþjónustu í kjördæmi Sigurðar Agústs- sonar og lagt honum lið? Og hefur hlutaðeigandi ekki ríkra hagsmuna að gæta þarna vestra, þrátt fyrir Reykjavíkurdvöl sína? Og er ekki eigandi húsanna á Kvía bryggju skjólstæðingur Sig- urðar Ágústssonar, búsettur vestur á Snæfellsnesi? Vill ekki alþingismaðurinn úr Stykkishólmi gefa skýr og hreinskilin svör vig þessum hógværu spurningum í nýrri og skárri Morgunblaðsgrein. ORÐ ALÞINGISMANNSINS um nauðsyn þess að komið verði upp vinnuhæli í því skyni að reyna að koma betri skipan á greiðslu meðlaga ó- skilgetinna barna eru góð og gild út af fyrir sig. En þau koma ekkert við gagnrýni Al- þýðublaðsins í tilefni af hin- um dularfulla lið fjárlaganna. Alþýðublaðinu hefur aldrei dottið í hug að mæla því í mót, að ríki og bær stæði á rétti sínum gagnvart óskil- vísum barnsfeðrum, og því er gersamlega ókunnugt um, og telur sér alls kostar óvið- komandi, hvernig þessir-vand ræðamenn skiptast milli stjórnmálaflokkanna í Iand- inu. En það efast um, að Kvía bryggja, eyðijörð vestur í Grundarfirði, sé heppilegur staður fyrir þessa fyrirhug- uðu stofnun. Og það unir því ekki, að ríkisstjórnin skuli færast undan því að svara fyrirspurnum fjárveitingar- nefndarmanns á alþingi um þennan dularfulla lið fjárlag enna, sem fyrst kemur fram við þriðju umræðu þeirra og nemur hvorki meira né minna en 125 000 krónum. Sú þögn er í senn óviðurkvæmileg og grunsamleg. Almenningur á heimtingu á því, að þetta mál sé ekki hjúpað þögn manna, sem hafa vonda samvizku vegna afskipta sinna af því, hvort sem þar á í hlut dóms- málaráðherra landsins, borg- arstjórinn í Reykjavík eða bara Sigurður Ágústsson, kaupmaður úr Stykkishólmi, og fyrir náð íhaldsins þing- maður Snæfellinga. Það er einmitt hiutverk heiðvirðra blaða að láta ekki slíkt hneyksli afskiptalaust. KVÍ ABRY GG JUMÁLIÐ er sveipað þögn og'grun, þrátt fyrir Morgunblaðsgrein Sig- urðar Ágústssonar alþingis- manns. Alþýðublaðið vildi vita mun meira um þetta mál en raun er á, og þess vegna hefur það hreyft því, svo að hið sanna og rétta geti kom- ið í ljós. En svo mikið veit það, að grein Sigurðar Agústs sonar í Morgunblaðinu í gær er vífilengjur og útúrsnún- ingur sakbitins manns, sern temur sér tilburði faríseans. Honum hefði verið sæmra að þegja eins og síðar á vonandi eftir að sannast. i menningarbaráttunni. Við höf um á ótrúlega stuttum tíma lagt þessa hornsteina og við höf um einskis látið ófreistað að auka og efla þær byggingar, sem á þeim hafa risið. Tónlistarskól- inn var nýtt landnám og árang- urinn af starfi hans er mjög glæsilegur. HANN HEFUR SKAPAÐ skil yrði fyrir frjótt og alhliða tón- listarlíf í landinu. Fyrir atbeina hans og á grundvelli hans hefur verið stofnuð symfóníuhljóm- sveitin, og slíkar hljómsveitir eru í öllum menningarlöndum taldar vottur um hámenningu, enda eru með þeim sköpuð skil- yrði til að túlka hina göfugustu list allra lista, tónlistina. HÁSKÓLI ÍSLANDS átti við örðugleika og vantrú að stríða í upphafi — og jafnvel heyrðust raddir um það, að það væri þýð ingarlaust fyrir okkur að vera að 'halda uppi háskóla. Þannig er oft um það sem til mestra framfara horfir. Symfóníuhljóm sveitin á einnig við vanþekk- ingu og tómlæti að stríða. Það eru til hér menn, sem taka und- ir með þeim, sem hæst tala um • það erlendis, að' við séum ekki færir um að vera sjálfstæðir og ; rækja þær skyldur, sem sjálfs- ; forræðinu fylgja. EN ÍSLENDINGAR eru í eðli sínu djarfir og bjartsýnir. Þess vegna lyfta þeir grettistök um. Við höfum stofnað symfóníu hljómsveitina — og þó að hún eigi við fjárhagsörðugleika að stríða, þá finnast þó nógu marg- ir, sem vilja leggja s(g alla fram til þess að hún geti lifað og dafnað. Þeir hafa snúið bök- um saman til varnar því glæsi lega menningarstarfi sem hljóm sveitin vinnur. í GÆR birtu blöðin ávarp frá mörgum ágætum mönnum um stuðning við starf hljómsveitar innar. Það er fylgst með þess um málum. Það er beðið' eftir því að í ljós komi hvort við sé um menn til að heyja okjcar menninparbaráttu einir og ó studdir. Það er skylda alls al mennings að leggja sitt fram til þess að svarið verði íslenzku þjóðinni til sóma. Hannes á horninu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.