Alþýðublaðið - 22.12.1950, Síða 5

Alþýðublaðið - 22.12.1950, Síða 5
Föstudagur 22. des. 1950. ALÞYÐUBLABIQ & Greinargerð frá fétagi sérleyfishafa: oðva Frá stjórn Félags sérleyfis- hafa hefur blaðinu borizt eftirfarandi greinargerð: STJÓRN FÉLAGS SÉR- LEYFISHAFA telur sér skylt að gera öllum almenningi grein fyrir þeim ástæðum sem til þess ligg'ja að akstur sérleyf's- bifreiða kunni að stöðvast eftir áramótin, ef sérleyfishafar Verða neyddir til að grípa íil íieyðarráðstafana vegna þeirra fjárhagsörðugleika, sem rekst- ttr sérleyfisbifreiða er háður, (Dg sem er bein afleiðing hinna þungu skattaálagna, sem rík- ísvaidið hefur l?gt á sérleyfis- Irafanna. En skattar þessir og álögur eru langtum þyngri en á öðrum flutningatækjum lands manna. Skattar þeir, sem sérleyfis- 'liafar greiða rikissjóði umfram aðra aðila, sem annast flutninga eru: þungaskattur, sem er kr. 36.00 á hver 100 kg. þunga bif- teiða og sérleyfisgjald, sem Eemur 7% af öllum seldum far Sniðum. Auk þess er sérleyfis- liöfum gert að skyldu að flýtja póst ókeypis, eftir reglum sém ^áðherra setur að fengnum til- lögum póst- og símamálastjórn arinnar, án samráðs við sérleyf- Ishafa. Þeir verða hins vegar að bera ábyrgð á póstinum, og gkila póstinum á hverja þá póst afgreiðslu sem til fellur, þótt ór leið sé. — Auk þeirra skatta, Eem sérleyfishafar verða að greiða umfram aðra aðila, hafa allar rekstrarvörur til bifreiða Stórhækkað í verði vegna hækk andi verðlags erlendis, gengis- lækkunar og síhækkandi tolla og skatta af hálfu hins opin- Sbera. — Loks má geta þess að bifreiðagúmmí það, sem flutt var inn frá Tékkóslóvakíu s. 1. sumar reyndist gjörsamiega ó- iiýt vara, og er það vafalaust jþyngsti skatturinn, sem á okk- nr hefur verið lagður. Til þess að mæta þessum Btórauknu rekstrarútgjöldum var um tvær leiðir að ræða; að hækka fargjöldin e. a. a. draga túr þeim sköttum og álögum sem lagðir hafa verið á þenn- an rekstur. Fyrri leiðin, hækk- mn fargjalda, hefur áður verið reynd, árið 1948, og var þá leyfð 25% hækkun, en far- gjaldahækkun hefði þá þurft að vera 37%, samkvæmt út- reikningi, sem gerður var í sam ráði við verðlagsstjóra. Mis- snuninn urðu sérleyfishafar að taka á sig. Þessi fargjaldahækk tin náði þó ekki tilætluðum ár- angri, þar sem hækkunin leiddi strax af sér samdrátt í flutning ium. í þessu sambandi mætti einnig benda á það, að hækkun jbessi fékkst fyrst og fremst fram vegna þess að ríkið sjálft átti í vök að verjast með rekst- ur sérleyfisleiða þeirra, er það hafði með höndum. Reynslan frá 1948 leiddi ótví rætt í í ljós, að sú leið að hækka fargjöldin, var ekki fær þá og því síður nú, því ráð- stafanir sem leiða það af sér að fólk verður að neita sér um að nota þessi ódýrustu flutninga- tæki, sem til eru -í landinu, eru engin lausn á þessu vandamáli, því ;það er engin lausn á mál- Inu að gera ráðstafanir, sem banna fólki að nota sérleyfis- bifreíðar. Þá væri miklu fljót- virkara að banna rekstur sér- leyfisbifreiða með öllu. Með tilliti til þessa taldi stjórn Félags sérleyfishaía, að ekki væri nema um eina leið að ræða, til þess að halda rekstr- inum áfram, þ. e. að létta af rekstrinum einhverjum þeirra gífurlegu skatta og tolla, sem á honum hvíla. Árið 1948 fengum við, að tíl hlutan þáverandi ríkisstjórnar, eftirgjöf á 3%. söluskattinum og 20 %• söluskatti af seldum bif- reiðum innanlands, fyrir það ár, einnig fengum við þá inn- flutningslevfi fvrir varahlutum og bifreiðagúmmíi, sem var miklu betra en það gúmmí, sern flutt hefur verið inn á síðari árum, og viljum við hér með þakka þáverandi ríkisstjórn fyr ir þá aðstoð. Síðan höfum við fengið lítilsháttar innflutning til rekstursins, en hvergi nærri fullnægjandi. Um áramótin 1948—49 bár- um við fram kröfur um niður- fellingu á sérleyfisgjaldi, mið- að við 1. jan. 1948. afnám þungaskatts af sérleyfisbifreið um og fleiri skatta og'tolla. Auk þess voru gerðar kröfur um inn flutning á mótorum og bif- reiðagrindum. Ríkisstjórnin hefur enn ekki fengizt til að afnema sérleyf- isgjaldið eða þungaskattinn og hún hefur heldur ekki getað fallizt á að við þyrftum ekki að greiða 20% söluskattinn, af sölu bifreiða innanlands, en þeirra hlunninda nutum við ár. ið 1948 eins og áður segir Snemma á árinu 1949 gaf rík isstjórnin okkur loforð fyrir inn flutningi á 25 bifreiðagrindum, og með bréfi dags. 25. nóv. 1949 sendi ríkisstjórnin fjár- hagsráði skýlaus fyrirmæli um að veita félagi okkar innflutn- ings- og gjaldeyrisleyfi fyrir 25 bifreiðagrindum. Fer afrit af bréfi ríkisstjórnarinnar hér á eftir: „Reykjavík 25. nóv. 1949. Ríkisstjórnin samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja fyrir fjárhagsráð og viðskipta nefnd að veita Félagi sérieyf ishafa innflutnings- og gjald- eyrisleyfi fyrir 25 bílagrind- um frá Bandaríkjunum. Emil Jónsson Þórhallur Ásgeirsson. Til fjárhagsráð og viðskipta- nefndar, R“ Eftir að við fengum vit- neskju um þessar fyrirskipanir ríkisstjórnarinnar fórum við margsinnis á fund fjárhagsráðs til þess að ræða mál þetta og afgreiðslu innflutnings- og gjaldeyrisleyfa fyrir bifreiða- grindunum. Ennþá hafa engin svör fengizt hjá f járhagsráði, og virðist ráðið ætla að hafa fvrir skipanir ríkisstjórnarinnar að engu. Er hér um að ræða eins- dæmi í embættisfærslu, þar sem ein ríkisstofnun leyfir sér að hafa að engu beinar fyrirskip- anir ríkisstjórnarinnar, sem gerðar eru í því augnamiði að tryggja áframhaldandi rekstur þeirra^flutningatækja, sem á annast 9/10 hluta allra fólks- flutninga í landinu. Eins og fram kemur af því sem að framan segir, hafa þær ívilnanir sem ríkisstjórnin veitti okkur fyrir árið 1948 ekki fengizt á árunum 1949 t'l 1950. Þá má einnig benda á það, að þegar rekstur sérleyfisbifreiða var skipulagður með sérstakri löggjöf, var lagt bann við því að selja laus sæti í öðrum bif reiðum á sérleyfisleiðum. Þetta átti að tryggja sérleyfin og rekstur þeirra. í framkvæmd- inni hefur þetta verið þannig, að mönnum hefur, með fáum undantekningum, haldizt uppi að auglýsa laus sæti með smá- bílum á sama tíma og sómu daga og sérleyfisbifreiðarnar ganga, auk þess hefur fólk verið flutt í jeppabifreiðum í Hafið sfefnumóf r b .■> s r a«2 © i e Rafskinnu- gfuggann þúsundatali, án þess að þæi 1 væru trj'ggðar til fólksflutninga ' eða að ökumenn þeirra hefðu bifreiðapróf til mannflutninga. Loks hefur flugfélögunum ver ið látið haldast uppi að reka I skipulagslaust farþegaflug á sérleyfisleiðum, án þess að þau hafi þurft að taka á sig nokkr ' ar -skyldur um slíka ílutninga, og virðast þau vera sérstaklega ! verðlaunuð af hálfu hins opin- bera, með lægra verði á benz- íni, en flugvélabenzín kostar j nú kr. 1.25. -— pr. líter, en við ' greiðum hins vegar kr. 1.51 pr. líter, þótt bifreiðabenzín sé ó- dýrara í innkauupi en flugvéla- benzín, þá er innflutningur flugvéla og varahluta til þeirra tollfrjáls. Flugfélögin hafa í hinni skipulagslausu sam- keppni sinni eytt benzíni gegndarlaust, algjörlega að ó- þörfu og sóað með því gjaldeyri þjóðarinnar. Virðist svo sem ríkisvaldið beinlínis stvrki flugfélögin til þessarar gjald- eyriseyðslu, með því að veita þeim alls konar skatta- og tolla ívilnanir. Flugfélögin fljúga að eins þegar þeim þóknasr, en aðra daga verða sérleyfishaí- ar að taka upp farþega og eru skyldir til að sjá öllum farþeg- um fyrir farkosti, hversu marg-' ir sem þeir eru. Þeir, sem engar skyldur hafa um mannflutninga hér á landi, fá skatta- og tollaívilnanir, en Nýjustu jólabækurnar Kalli sklpsdrenpr Þórir Þrastarson Krislín í Mýrarkoti Góðir foreldrar og barnavinir gefa börnunum góðar bækur. — Þeir velja því Lilju-bækur. — Lilju-bækur eru óskabækur allra barna. Y «- Bókagerðin þeir, sem með lögum og reglu- gerðum eru hlaðnir margvisleg um skyldum um mannflutn • inga, eru þrautpíndir með skött um og skyldum, sem eru að sliga atvinnurekstur þeirra, sem leitt getur af sér algjöra stöðvun þeirra flutningatækja, sem almenningur í landinu not- ar langsamlega mest. Eins og áður er sagt hefur rekstur sérleyfisbifreiða verið rekinn með halla undanfarin ár. Þær smávægilegu ívilnanir, sem hið opinbera hefur veitt þessari atvinnugrein hafa eng- an veginn getað jafnað hallann. Nú er þessum málum svo kom ið að fvrirsjáanlegt er að rekst urinn muni stöðvast á næst- unni, ef ekki verður þegar í stað greitt úr þeim vandræð- um, sem nú eru í rekstri sér- leyfisbifreiða í landinu. Nú, þegar sýnt er að rekstri sérleyfishifreiða verður ekki lenguf haldið uppi, mætíi vænta þess, að póst- og síma- málastjórnin, sem í upphafi tókst á hendur það trúnaðar- starf að skipuleggja fólksflutn- inga með bifreiðum hér á Iandi, myndi nú, af eigin raun og enn þá raunalegri rekstri eig in bifreiða. bregðá við og beita áhrifum sínum til þess að tryggja rekstur þeirra sérleyf- isleiða, sem reknar hafa verið af einstaklingum með stórhalla á undanförnum árum. En póst- og símamálastjórnin, sem ú und anförnum árum hefur rekið þær sérleyfisleiðir, sem mestan halla hafa sýnt, hefur ekki á neinn hátt átt frumkvæði a'ð því að sköttum og tollum yrði létt eitthvað af þessum atvinnu rekstri, en til þess liggja aðrar orsakir, sem ef til vill verður nauðsynlegt að rifja upp síðar ásamt öðru sem nauðsynlegt er að almenningur fái að vita i þessum málum. Þrátt fyrir þá örðugleika sem sérleyfishafar eiga nú við að etja, eins og skýrt hefur verið hér að framan, þá viljum við mega vænta þess að nú verði horfið að því að gera gagngerð ar ráðstafanir til þess að tryggja þennan rekstur, og koma í veg fyrir að grípa þurfi til þess ó- yndisúrræðis að stöðva rekst- urinn. Reykjavík, 17. desember 1-950. Stjórn Félags sérleyfishafa. un S. L. HAUST var að tilhlut- Borgfirðingafélagsins í Reykjavík tekin kvikmynd af tvennum fjárréttum í Borgar- fjarðarhéraði, Þverárrétt og Oddsstaðarétt. Er það upphaf af væntanlegri kvikmynd er félagið hyggst láta taka af hér aðinu. Hugmynd þess er að láta kvikmynda sem flesta atvinnu- hætti og staði héraðsins.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.