Alþýðublaðið - 23.12.1950, Síða 4
é
AI.ÞYÐUBLAÐID
Laugardagui’ 23. des. 1950.
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndai; þing-
fréttaritari: Helgi Sæmundsson: auglýs-
ingastjóri: Emilia Möller. Ritstjórnar-
eímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími
4306. Afgaeiðslusími 4900. Aðsetur: Al-
þýðuhúsi'ö.
AIþýðuprent»miðjan h.f.
Aufcin úisvör - aukið
sfcrifsiofubáfcn
BÆJARSTJÓRN REYKJA-
VÍKUR hefur nú, á ofanverðri
jólaföstu, afgreitt fjárhagsáætl
un bæjarins fyrir næsta ár.
Eins og venjulega settust hinir
fimmtán bæjarfulltrúar, sem
kjörnir hafa verið til að stjórna
höfuðborg landsins, umhverfis
borð undir hanabjálka í skrif-
stofuhúsi við höfnina, héldu
uppi deilum heila nótt, en
gengu að lokum til atkvæða um
f járhagsáætlunina í þann mund,
er verkamenn gengu tii vinnu
sinnar morguninn eftir. Þar
var ákveðið, með atkvæðavaldi
meirihlutans, að leggja tæp-
lega 70 milljónir króna í út-
svörum á bæjarbúa, og síðan
bvernig verja skuli þessu fé á
árinu 1951.
Að þessu sinni kom hin marg
lofaða fjármálastjórn íhaldsins
í Reykjavík fram á þann hátt,
að svo til allir kostnaðarliðir,
er lúta að skrifstofubákni, bíla
kostnaði og öðru slíku, stór-
hækkuðu, en framlög til veric-
legra framkvæmda, það er at
vinnu verkamanna, iðnaðar-
manna og bílstjóra í bænum,
voru lækkuð, og dregið úr fram
lagi til íbúðabygginga. Þetta
leiddi til þess, að enn voru út-
svörin hækkuð, og voru þó ærið
þung byrði fyrir. Þetta er
stefnan, þannig mætir Sjálf-
stæðisflokkurinn þeim erfið-
leikum, sem nú steðja að þjóð-
inni al’ri, og þá ag sjálfsögðu
bæjarfélögunum líka.
Andstöðuflokkarnir þrír, sem
fulltrúa eiga í bæjarstjórn,
skiptust í tvær fylkingar í þessu
máli. Annars vegar stóð full-
trúi Framsóknarflokksins einn,
og hefur hann að þessu sinni
yfirboðið sjálft erkiíhaldið, cg
lagt til enn meiri niðurskurð á
verklegum framkvæmdum. í-
haldið vildi veita sömu fjár-
hæð og áður til gatnagerðar, en
sökum vaxandi dýrtíðar er
þetta jafngildi 20% lækkunar,
bví að fyrir sama fé fást 20%
færri dagsverk en áðuf. Þetta
vill fulltrúi Framsóknarflokks-
ins lækka enn meira. eða um
heila milljón. Þá vill íhaldið
lækka framlög til íbúðarhúsa-
bygginga um heilar þrjár mill-
jónir, og má nærri geta, að það
eru ekki gleðilegur jólaboðskap
ur til þeirra mörgu, sem búa
við óviðunandi húsnæði eða
eru algerlega húsnæðislausir.
Þetta vill fulltrúi Framsóknar
flokksins skera enn meira nið-
ur, eða um heila milljón til við
bótar. Fleira er svipaðs efnis í
tillögum hans, en þessi dæmi
inægja til þess að sýna hug
Framsóknarflokksins til vinn-
andi fólks í Reykjavík.
Fulltrúar Alþýðuflokksins
gerðu verulegar breytingatillog
ur við fjárhagsáætlunina, en
þær hnigu í öfuga átt við tillög-
ur, Framsóknarfulltrúans. Þeir
lögðú til verulegan sparnað á
skrifstofubákni bæjarins, bíla-
kostnaði og öðru slíku, en vildu
verja öllu því fé, sem 'þannig
fengist, til þess að efla fram-
kvæmdir og halda þannig við
atvinnu í bænum. Annar full-
trúi flokksins, Jón Axel Péturs
son, fylgdi þessum tillögum úr
hlaði og deildi hann harðlega á
bæjarstjórnarmeirihlutann fyr
ir óhófseyðslu á mörgum svið-
um og taldi litla viðleitni hafa
verið sýnda til þess að spara
á nokkurn hátt. Benti hann í
því sambandi á bílakostnað
bæjarins, sem hefði stóraukizt
með hverju ári, sem liðið hef-
ur. Minnti Jón á, að fyrir
nokkrum árum hefði þótt nægja
að borgarstjóri, bæjarverk-
fræðingur og byggingafulltrúi
hefðu bílastyrk vegna starfs-
síns, en nú hefði svo til annar
hver starfsmaður bæjarins slík
hlunnindi. Fannst Jóni einnig
vera lítil takmörk fyrir því,
hvað rúmaðist af starfsfólki í
hinum ýmsu skrifstofum bæj-
arins, þar sem sífellt væri ver-
ið að bæta við fólki.
Það er tvímælalaust, að í-
haldsmeirihlutinn hefur enga
alvarlega tilraun gert til þess
að spara í rekstri bæjarins, en
hækkar hins vegar ár eftir ár
útsvörin á bæjarbúum til þess
að mæta vaxandi kostnaði við
skrifstofubáknið. Er þetta jafn-
vel látig ganga út yfir nauð-
synlegustu framkvæmdir, eins
og íbúðabyggingar, og er þó
ærin þörf á auknum aðgerð-
um á því sviði, ef sá smánar-
blettur, sem húsnæðismálin
eru á bænum, á nokkurn tíma
að hverfa.
Næturfundurinn í hana-
bjálkaherberginu í fyrrinótt
boðar engin gleðitíðindi fyrir
Reykvíkinga. Þar samþykkti
meirihlutinn, íhaldið, að leggja
enn þyngri álögur á bæjarbúa
alla, draga úr þeirri atvinnu-
von, sem verkamenn, iðnaðar-
menn og bílstjórar hafa hjá
bænum, en leyfa skrifstofu-
bákninu að vaxa og blómgast
rneira e nnokkru sinni. Færri
vinnústundir fyrir verkamenn,-
meira en
íhaldsins.
nokkru sinni. Færri
virðist vera
Þetta
kjörorð þess fíbkks, sem bæn-
um stjómar.
Slysavarnaíélagið
heiðrar þrjá sfarfs-
menn björgunar-
flugsins
STJÓRN Slysavarnafélags
íslands hefur sæmt þrjá starfs-
menn björgunarflugsins á
Keflavíkurflugvelli heiðurs-
skjölum í viðurkenningu fyrir
þá miklu aðstoð, er þeir hafa
veitt Slysavarnafélagi íslands,
er á aðstoð þeirra hefur þurft
að halda.
Eru það þeir Francis B.
Chalifoux yfirflugumferðar-
stjóri, Grover Davies flugum-
ferðarstjóri og Henry Hall flug-
stjóri; en tveir þeir síðar
nefndu hafa stjórnað björgun-
arflugvélunum um mörg ár.
Skjölin voru afhent í tilefni
af því, að Grover Davies er á
förum héðan, eftir að hafa
stjórnað ‘ björgunarflugvél • á
Keflavíkurflugvelli í SV2 ár.
Síðasta flug' hans hér fyrir
slysavarnafélagið var að leita
að bátnum, sem fórst á Húna-
f!óa. Er honum barst beiðnin,
var hann' staddur miðja vegu
milli íslands og Englands, og
brá hann strax við og hélt
beint norður á Húnaflóa.
Það var Haukur Claessen
cand. jur., fulltrúi flugvallar-
stjóra ríkisins á Keflavíkur-
flugvelli, sem afhenti skjölin
fyrir hönd stjórnar slysavarna-
félagsins í viðurvist hinna
amerísku stjórnenda Keflavík-
urflugvallarins og flutti ávarp
við það tækifæri og þakkaði
þá mikilsverðu aðstoð, er björg
unarflugvélarnar hafa veitt.
Hisnæður
Kaupið jólahangikjötið strax.
Birgðir senn á þrotum.
Samband tsl. samvinnuféfaga
Breytt borg. — Jólaljósin og skreytingarnar. —
Dimmt er í heimi, Drottinn minn! — Samtai við
kunnan gáfumann, sem hlakkar tii jólanna.
— Fegurstu jólaljósin.
ALDREI HEFUR BORGIN vegi, í Bankastræti, Áustur-
veriff eins mikiff skreytt fyrir ’ stræti og Aðalstræti undanfarna
jólin og nú. Stóru jólatrén setja ' daga svo mikið hefur mannhaf
siim sérstaka svip á hana, enn ið verið. Flestar verzlanir hafa
fremur skreytingar verzlana, en ( verið fullar af fólki, en þó fyrsí
þó ekki sízt aff ýmsir bæjarbú- og fremst bókaverzlanirnar.
ar hafa sett upp rafmagnsperur
á tré í görffum sínum og getur
þar nú aff líta marglit Ijós. —
Þaff er aff skapast hefff um
þetta og tel ég þaff gott. Einnig
aff þessu Ieyti hefur borgin tek ^ndrað króna*seðiL
iff algerum breytingum fra þvi
sem var fyrir áratug.
EN ÁNÆGJA fólks er bland-
in. Verðlag á öllum vörum,
nema ef til vill bókum, hefur
stórhækkað frá því í fyrra. Það
fæst ekki neitt fyrir hvern
UM ÞESSI JÓL skelfur mann
kynið af ótta. Ný heímsstyrjöld
BORGIN ER orðin mjög stór virgist vera á næstu grösum, hin
og fólkið margt. Það hefur varla þrigja a einni mannsævi. Það er
verið hægt að þverfóta á Lauga
Hvað varðar þá um þjóðarhag?
ÞAÐ ER EKKI að því að
spyrja, að Þjóðviljinn er hug
kvæmur í lygunum og blekk-
ingunum. Nú hefur hann kom
izt í vandræði með að verja
Einar Olgeirsson, hinn ske-
legga baráttumann „frjálsrar
verzlunar", eftir að Alþýöu-
blaðið hefur bent á, hvers
eðlis athæfi hans sé. Þjóðvilj
anum dettur ekki í hug að
bera á móti einu einasta at-
riði í ummælum Alþýðublaðs
ins. Hann veít, að það er von
laust verk. Þess vegna gerir
hann sér hægt um vik og stað
hæfir, ag Einar Olgeirsson
sé að berjast fyrir þjóðarhag
með kröfu sinni um hiifn
„frjálsa gjaldeyri11! Niður-
staða þessarar staðhæfingar
Þjóðviljans er svo auðvitað
sú, að Alþýðublaðið sé að
berjast gegn þjcðarhag fyrst
það falli ekki í stafi yfir ráð
shilli Einars!
MEÐ ÖÐRUM ORÐUM: Bar-
átta kommúnista fyrir yöru
skiptaverzluninni við lepp-
ríki Rússa, sem stórhækkar
vöruverðið í landinu, eins og
dæmið um -ungverska kornið
sannar gleggst, stafar af um
hyggju fyrir þjóðarhag. Bar-
átta Einars Olgeirssonar fyrir
því, að viðskipti þessu lík séu
enn stóraukin með því að gefa
gjaldeyrinn fyrir útfluttar
fiskafurðir bátaflotans frjáls-
an, er af sömu rótum runnin!
Þeir, sem vara við þessu, eru
hvorki meira né minna en
fjandmenn þjóðfélagsins. En
kommúnistaforsprakkinn, sem
tekur upp gamla og nýja
kröfu heildsalanna og stórút
gerðarmannanna af því að
hann sér fjárhagslegan vinn
ingsleik á borði fyrir flokk
sinn, — hann er hinn eini og
sanni vinur þjóðarinnar, og
umhyggjan fyrir henni er
honum æðri og göfugri en
allt annað!
ÍHALDSBLÖÐIN verða svo
sem ekki í vandræðum, þeg-
ar þau taka sig til að þjóna
sameiginlegum hagsmunum
heildsalanna og stórútgerðar
mannanna annars vegar og
Einars Olgeirssonar hins veg
ar. Þau þurfa auðvitað ekki
annað en vitna í það, að
Þjóðviljinn hefur slegið því
rækilega föstu, að barátta
fyrir „frjálsum gjaldeyri“
stafi af umhyggju fyrir þjóð
arhag. Og hvað er þá um það
að fást, þó að þessi ráðstöfun
kæmi til með að stórhækka
og
að
allt vöruverð í landinu
hefði þær afleiðingar,
„vörugæði11 ungverska hveit-
isins yrðu síður en svo eins-
dæmi? Hvað væri við því að
víst að í innstu trefjum þjóða-
líkamans er ægilegur sjúkdóm-
ur. Annars yrðum við ekki fyrir
þessari reynslu. í raun og veru
tapa allir trú á allt þegar tím-
arnir eru þannig. Maður finnur
þetta í fari heilla þjóða og mað
ur verður þess var í fari ein-
staklinganna, og jafnvel mest í
fari hinna beztu þeirra.
ÞETTA ER MESTA BOLVTTN
samtímans. Það er hetjuskapur
að tapa ekki trú á það góða og
, , , , * . . . i göfuga — og það eru ekki allir
segia, þo að®her yrðu tekmr < f ■ ■ . .
v J ... hetjur. — Eg hitti emn daginn
upp verzlunarhættir, ’
sem
gerðu þá fátæku fátækari og
þá ríku enn ríkari? Þjóðvilj-
inn hefur gefið þessari við-
leitni einkunnina: Hún stafar
af umhyggju fyrir þjóðarhag!
UMMÆLIN FRÆGU, sem Þór
oddur Guðmundsson viðhafði
um árið, rifjast upp í þessu
sambandi. „Hvað varðar mig
. um þjóðarhag?" voru orð
hins norðlenzka kommún-
istaforsprakka. Hann var ekk
ert að leyna því, hvað fyrir
honum vakti. En Þjóðvilj-
inn var ekkert feiminn við að
fullyrða, að Þóroddur væri
hið mesta göfugmenni og bæri
hag ættjarðarinnar fyrir
brjósti öllum öðrum fremur!
Nú eru viðbrögð hans hin
sömu, þegar Einar Olgeirsson
breytir samkvæmt kenningu
Þórodds Guðmundssonar,
enda þótt orð hans séu önn-
ur. Báðir telja þeir sér þjóð-
arhag óviðkomandi, o^ sann-
arlega verðskulda þeir einn
og sama dóm landsmanna.
kunnan gáfumann. Hann var
glaður og kátur. Hann kvaðst
alltaf fara að hlakka til jólanna
fyrsta desember, en nú hlakkaði
hann enn meira til þeirra en áð-
ur. Hvers vegna? — Þau hjón-
in höfðu ekki eignazt barn, en
fyrir nokkru tekið barn til sín
og gjört að sinni eign. Og svo
sagði hann mér margar sögur
ljómandi af barninu, hvernig
það biði við gluggan þegar
hann kæmi heim úr vinnunni og
fagnaði honum. Þegar hann
kvaddi mig og gekk hratt burt,
var mér létt í skapi.
ER ÞAÐ LÍKA ekki þánnig,
að í barnsaugunum sjáum við
fýrirheitið um fegurri og betri
heim? Eru þau ekki beztu jóla-
ljósin sem við eigum? Ef nokk
uð getur gefið okkur trú á sak-
leysi og sannleiká, þá eru það
barnsaugu. Gleðileg jól! —
Hannes á horninu.
Leslð Aiþýðubiaðlð!