Alþýðublaðið - 05.07.1951, Page 7
Fimmtudagur 5. júlí 1951
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
Félagslíf.
FIMLEIKADEILD
ÁRMANNS.
Sjálfboðavinna
á íþróttasvæði
Ármanns í Höfðatúni á
hverju fimmtudagskvöldi kl.
8. í kvöld fá stúlkur tilsögn i
málaralist og piltar læra að
halda á spöðunum.
S K i ^AVTGCRÐ
RiKISINS
rrfií'
rr
austur um land til Siglufjarðar
hinn 9. þ. m.
Tekið á móti flutningi til
Hornafjarðar, *Djúpavogs',
Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarð-
ar, Mjóafjarðar, Borgarfjarð-
ar, Vopnafjarðar, Bakkafjarð-
ar og Flateyjar á Skjálfanda í
dag og á morgun.
Farseðlar seldir árdegis á
laugardaginn.
r
Armann
Tekið á móti flutningi til
Vestmannaeyja daglega.
Framhald af 1. sxðu.
upp háttu vora. Eigi leitumst
vér heldur við að auka auð
vorn á kostnað annarra.
Vér höfum heitið því að
starfa með öðrum frjálsum og
fullvalda þjóðum að því að
koma á og viðhalda friði í heim
inum, er byggist á lögum og al-
þjóðlegu samstarfi. Vér erum
þess fullvissir, að sameiginleg
átök allra frjálsra þjóða muni
færi heiminum frið.
Vér munum standa fast gegn
öllum þeim öflum, er skerða
frelsi mannkynsins, á sama
hátt og vér höfum áður fyrr
risið gegn ofbeldi.
Þetta er hlutverk allra
frjálsra manna, hvar sem er í
heiminum.“
Brezka stjórnin
ræðir úriausn
oiíuflufninga
FULLTRÚAR Anglo Iranian
olíufélagsins ásamt brezku
stjórninni og forustumönnum
st j ór nar andstöðu nnar héldu
fund í London í gær til þess að
ræða hvernig hægt myndi að
komast að samkomulagi um út-
skipun á olíu frá höfninni í Aba
dan án þess að skipum þeim, er
þar er nú haldið, verði gert það
að afhenda olíuna til írönsku
stjórnarinnar. Mikil hætta er á
því að olíuvinnslan stöðvist ef
flutningar frá Abadan stöðvast,
en talið er að innan viku muni
olíuvinnslan af þessum ástæð-
um minnka um einn fjórða og
svo algerlega ef ekki verður úr
þessu bætt.
Fréltir frá Fiateyri
Frá fréttaritara Alþýðublaðsins
FLATEYRI, 3. júlí.
TÍÐ hefur verið allgóð í júní
mánuði hér í Önundarfirði og
gæftir góðar til sjávar. Hefur
verið hér ágætur afli á hand-
færum, enda hafa margir notað
sér það.
Bestu fiskimenn munu hafa
dregið fyrir um og yfir 5000
kr. yfir mánuðinn. Atvinna í
landi hefur aftur á móti verið
mjög stopul, því auk báta
þeirra, sem stundað hafa hand
færaveiðarnar, hafa aðeins 2
dragnótabátar lagt hér upp
afla. Togarinn Ákurey kom
hingað í vor og lagði hér upp
nokkra túra og var þá atvinna
góð á meðan, enda virðist svo
sem togveiðar fyrir hraðfrysti-
húsin hér sé það eina, sem
tryggt getur nokkuð stöðugan
rekstur þeirar og atvinnu land
verkafólks. Síðustu vikuna í
júní bárust hingað um 1000
mál síldar til fiskimjölsverk-
smiðju h.f. ísfells. Síldin veidd
ist á ísafjarðardjúpi og var
stór og falleg.
2000 SUNDGESTÍR Á MÁN-
UÐI.
Sundnámskeið var haldið hér
í júnímánuði í sundlaug íþrótta
félagsins Grettis, og var það
fjölsótt. Taldist svo til að 2000
sundgestir hefðu sótt laugina í
mánuðinum.
Áhugi manna fyrir samnor-
rænu sundkeppninni mun nokk
uð hafa ýtt undir aðsókn, því
ýrnsir komu nú, íem, ekki hafa
mætt árum saman. M. a. hóf
82 ára gamall maður sundiðk-
anir að nýju, og hafði þá ekki
komið í vatn að heitið gæti í
fuT 40 ár. Ekki mun hann þó
geta lokið keppni, en hefur á
orði að láta hér ekki staðar
numið með sundið fyrst hann
sé farinn að iðka það á ný.
SLÁTTUR HEFST UM
MIÐJAN JÚLÍ.
Spretta er hér fremur léleg
enn, en hefur farið mikið fram
síðustu daga, því þá brá til
rigninga. '
Sláttur mun þó ekki byrja
alment fyrr en 1—2 vikur af
júlí. H. H.
stjérni
Framhald af 3. síðu.
Og víst er það, að Eðvarð Sig
urðsson sagði ekki Dagsbrúnar
samningnum upp fyrr en for-
menn tveggja iðnfélaga hér í
bænum, þei-r Óskar Flal'gríms-
son og Sigurjón Jónsson, sögð-
ust ekki mundu bíða lengur en
til 18. maí eftir samfloti Dags-
brúnar.
Þá fyrst, þegar Eðvarð var
orðið fullkomlega ljóst, að svik
semi har.s myndi leiða til
þess að Dagsbrún einangi-aðist
og málið ynnist án þátttöku
Dagsbrúnar, lét hann segja
upp samningunum 18. maí eða
48 dögum eftir að hægt var að
fá vísitöluna leiðrétta. Þetta
kostaði okkur Dagsbrúnar-
menn vísitö'umismuninn í tvo
rnánuði, eða 260 350 kr.
Þegar samningaumleitanir
hófust, var Eðvarð fulltrúi
okkar í samninganefndinni.
Það vakti undrun og reiði okk-
ar Dagsbrúnarmanna, þegar
við frétíum, að Eðvarð hefði
kallað saman 100 manna ráðið
og borið undir það tillögu um
að samið væri um að vísitalan
breyttist á 6 mánaða fresti, og
ekki minnkaði rei'ði okkar í
garð þessa huglausa manns,
þegar við fréttum, að hann
hefði ymprað á þessari tillögu
í samninganefndinni. Góðu
helli hafði 100 manna ráðið
vit fyrir Eðvarð og fyrirbauð
Iionum að iáta þessa tillögu
heyrast framar.
Við Dagsbrúnarmenn höfum
orðið að búa lengi við marg-
i háttað misrétti, sem við vonuð
um að leiðrétt yi'ði í hinum
nýja sanmingi.
En ful!trúi okkar gleymdi því
algjörlega, að óska eftir end-
urskoðun á þeim liðum samn-
ingsins, sem eru úreltir. Þann-
ig höfum við, sem vinnum fyr-
ir tímakaup, hvorki uppsagn-
arfrest eða veikindadaga, þótt
við höfum verið mörg ár og
!áratugi hjá sama atvinnurek-
enda, en það hafa þeir, sem
vinna fyrir mánaðarkaupi. Við
vonuðum að þessu yrði kippt
í lag' og spurðum Eðvarð um
það á fé'agsfundinum, sem
lofiröingabuo
Þaðf setn oss dreymir
Framh. af 5. síðu.
Og hér er ég kominn að því
atriði, sem einna mikilsverðast
er til rétts skilnings á draum-
um: í langflestum draumum er
allt það, sem fyrir oss ber, al-
gerlega ókunnugt. Þessir menn
og hlutir og staðir, sem vér
þykjumst þekkja í draumun-
um, eru í rauninni frábi'ugðn-
ir þeim, sem vér þýðum þá fyr
ir, sé nógu vel að gáð. Oft er
hægt að gera sér grein fyrir
þessu óbeint. T. d. dreymdi mig
fyrir nokkru mann sem mér
þótti vera Gísli nokkur. En
þessi maður var miklu lávaxn
ari en sá Gísli sem ég þýddi
hann fyrir. í einum draumi
þótti mér að siglt væri í suðaust
ur frá Boi’garnesi, án þess að
nokkursstaðar yrði land fyrir.
í enn öðrum draumi þótti mér
ég ganga eftir hellulögðum stíg,
sem lægi yfir samfelldan gras-
völl frá Háskólanum yfir að
Barónsstíg. Slíka ósamkvæmni
draumanna víð veruleikann má
athuga á hverjum einasta
morgni, og sýnir hún að ekki
er þarna í draumunum um að
ræða lireina uppriíjun endur-
minninga, heldur aðfengnar
skynjanir, sem svo náttúrlega1
ýta við þeim minningum, sem
dreymandinn á. — Það mun
sönnu nær, að ókunnugir séu
99.9 prósent þeirra manna, sem
vér sjáum í draumum, né nógu
vel að gætt, en ekki 43% eins
og draumsögumönnum Calvins
Halls sýndist. Hitt mun hafa
verið missýningar, því að það
er sjaldgæft að menn fái ná-
granna sína að draumgjöfum.
Þetta læt ég nægja um daum
ana að sinni, þótt nokkuð sé
það slitið úr samhengi, að
fjalla aðeins um þann þátt
draumrannsókna, sem snýr að
missýningum. En það er þó
einna mest áríðandi, ef menn
vilja skilja drauma, að gera
sér grein fyrir hvað missýn-
ingar eru þar ríkur þáttur.
Hitt mun vera mönnum ekki
ókunnugt, að höfundur drauma
fræðinnar, Helgi Pjeturss, setti
draumana í samband við stjörn
urnar. Eklci relc ég þá sögu hér
að sinni, en rakin hefur hún
verið annars staðar, og' verður
það vafalaust víða gert, þegar
fram líða stundir.
samþykkti samningana, hvort
þetta fengizt lagfært. Hann
sagðist hafa borið þessar kröf-
ur fram og umræður héldu á-
fram um þær. Nú spvr ég,
hvað líður þeim umræðum?
Eða er hitt sannleikurinn, að
Eðvarð bar þessar kröfur aldrei
fram á meðan á samningaum-
leitunum stóð og að hann sagði
ósatt á fundinum, þegar hann
var krafinn sagna?
Kommúnistar vita allt þetta
og sjálfsagt meira um afstöðu
Dagsbrúnarstjórnarinnar og
Eðvarðs til kaupdeilunnar.
Þegar þeir sáu, að ekki myndi
takast að eyðileggja málstað
verkafólksins, og að baktjalda
makkið við viðskiptamálaráð-
herrann og atvinnurekendur
var runnið út í sandinn, þurftu
þeir að ti-yggja undanhaldið og
það skyldi gert með því að
auglýsa Eðvarð Sigurðsson sem
sigurvegarann í deilunni. Þess
vegna vorum við látnir hylla
hann sérstaklega á Dagsbrún-
arfundinum og stórar ínyndir
birtar af honum í Þjóoviljan-
um. Eðvarð, maðurinn, sem
dró kjarabæturnar á langinn,
og æt'aoi að semja um sex
mánaðalega vísitölu, gleymdi
öllum kröfum okkar við sarnn-
ingaborðið og makkaði við aft-
urhaldið á bak við tjöldin á
meðan i'eynt var að leysa mál-
ið. Hann var maðurinn, sem
kommúnistar vildu láta hylla
að leikslokum. Þannig er bar-
átta þeirra fyrir málstað okk-
ar og heilindi í stefnu og starfs
aðferðum,
Ðagsbrúnarmaöur.
13. iðnbingi íslend-
inga lauk á föstudag
ÞRETTÁNDA iðnþingi ís-
lendinga lauk á Akranesi s.l.
föstudagskvöld.
Úr stjórn Landssambands iðn
aðarmanna áttu að ganga: For-
seti landssambandsins, Helgi
Hermann Eiríksson skólastjóri,
og Tómas Vigfússon bygginga-
meistari, og voru þeir báðir
endurkjörnir með samhljóða at
kvæðum.
Samþykkt var einróma að
sæma forseta landssambands-
ins, Helga H. Eiríksson skóla-
stjóra, heiðursmerki Landssam
bands iðnaðarmanna úr gulli.
Hann hefur verið forseti Lands
sambands iðnaðarmanna allt
frá stofnun þess, en það verður
20 ára nú á þessu ári. Þá var
einnig samþykkt einróma að
sæma Jóhann Guðnason bygg-
ingarfulltrúa, Akranesi, heið-
ursmerki landssambandsins úr
silfri, en Jóhann hefur um
langt skeið verið ötull og áhuga
samur þátttakandi í samtökum
iðnaðarmanna.
Á föstudag sátu þingfulltrúar
kaffiboð Iðnaðarmannafélags
Akraness. Á laugardag bauð
bæjarstjórn Akraness þingfull-
trúum til skemmtiferðar um
Borgarfjörð. Var þá komið til
Borgarness og snæddur þar
Um 160 norsk
síldveiðaskip við
ísland í sumar
Meiri áherzla lögð á
þorskveiðar við
Grænland en áður
hefur verið.
FÆRRI norsk skip verða á
síldveiðum við ísland í sumar
en undanfarin sumur og mun
tala þeirra verð'a um 160 að því
er Rögnvald Svinö fiskifræð-
ingur með norska eftirlitsskip-
inu Soroy tjáði fréttamanni Al-
þýðublaðsins í gær.
Sagði Svinö, að mörg þeirra
skipa, sem verið hefðu að síld-
veiðum við ísland. í fyrra sum-
ar, væru nú á þorskveiðum við
Grænland, þar sem vart hefði
þótt .treystandi á Íslandssíldina,
þar sem hún hefur að mikíu
leyti brugðizt undanfarin ár.
Nokkur hluti hinna norsku
sxldveiðiskipa eru þegar komin
til Norðurlandsiixs, en önnur
voru ekki lögð af stað frá Nor-
egi. Einnig var í Noregi allstór
finnskur síldveiðifloti á leið til
íslandsmiða.
Mikið hefur verið rætt um
það í nox’skum blöðum, að Norð
menn legðu áherzlu á síldarút-
gei'ð frá Jan Mayen, en Svínö
taldi að ekki vrði gert mikið sp
því að auka útgerð þaðan í ár,
nema ef síldin brygðist hér við
land.
Rögnvald Svinö hefur venð
með norskum eftirlitsskipum
hér við land í fjögur undanfai’-
in ár. Sagði hann að útlit vær'i
fyrir góða síldarvertíð ef tíðar-
farið yrði gott.
Yfirmaður eftirlitsskipsins
Soroy er Bruskor ýfirforingi'.
er dvaldi hér í byrjun síðustú
heimsstyrjaldar.
Höfðingleg gjöf til
slysavarnafélagsins
HELGI JÓNSSON húsgagna
smiður, Grettisgötu 43, afhentí
í gær Slysavarnafélagi íslands
2000 krónur frá honum og öðr-
um aðstandendum til minn-
ingar um son hans Jón Magnús
Helgason, sem fórst af botn-
vörpungnum- Hallveigu Fróða-
dóttur síðast liðinn vetur.
Stjórn Slysavai'nafélags "ís-
lands hefur beðið blaðið að
bera þakkir fyrir hina rausn-
arlegu gjöf.
morgunverður í boði Iðnaðar-
mannafélags Borgarness. Aðrir
áfangastaðir voru: Hvanneyri,
Reykholt og Andakílsárvirkj-
un. Um kvöldið sátu þingfull-
trúar síðan veizlu í boði bæjar-
stjornar Alvraness.