Alþýðublaðið - 27.07.1951, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.07.1951, Blaðsíða 5
Föstudágur: 1 27. "'júlít«> 1951» AIíÞÝf) U B LAf)IÐ Hver vill verða sinn e ALLUR ALMENNIN GUR stynur undan sívaxandi dýrtið, síaukinni fjárplógsstarfssemi og okurmennsku — og maður spyr mann — Hvar endar þetta? En meðan spurt er heldur ís- lenzka £i|ðvaldsstjórnin í ró og næði áfram að uppfylla ósk- Ir ,,yfirstéttar“-klíkunnar að hrinda til framkvæmdar stór, kapitalisma á íslandi. Jafnvel Hermann Jónasson, átrúnaðar- goð almennings fyrir síðustu kosningar, gengur af afkvæmi sínu dauðu til hjá’par hinum nýja fóstbróður sínum, Birni Ólafssyni í því skyni gert að auðvelda honum leiðina inn í dýrðarríki hins fullkomna auð- valdsskipulags. ,,Tíminn“ sem áður fyrr var málgagn fram- farasinnaðs og frjálslynds sveitafólks, hefir fylkt sér und- ir merki fasistab’aðsins ,,Yísis“ þótt reynt sé enn um sinn að dylja þau sannindi, með alls kyns upphrópunum og ívitnun- am, jafnvel gengið svo langt í blekkingum að nefna nöfn vel þekktra jafnaðarmanna í ýms- um löndum Evrópu sér til stuðnings, er augljóst mátti telja að ráðstafanir stjórnar Steingríms myndu vekja rétt- 3áta reiði og andúð, hins vinn- andi fólks. — Hví þá ekki að .grípa til falsana til að kveða niður gremjuna? — Þetta gerði Attlee, þetta gerði Gerhardsen hinn norski og Erlander hinn sænski! Hrópar ,,Tíminn“ nær daglega, er forsvarsmenn hans óttast að ryðlast muni fylking- In er síauknar álögur eru lagð ar á alþýðuna. Það er eina von þeirra að unnt muni vera að sefa og jafnframt að blekkja með því að bendla nöfn vel- þekktra alþýðuleiðtoga við ó- sómann. „Allt er betra en íhaldið var eitt sinn kjörorð Framsóknar- flokksins, en ,,allt fyrir íhaldið“ virðist kjörorð hans nú vera Gengislækkunin var fyrsta hnefahögg Framsóknarflokks. Ins í andlit alþýðunnar eftir að skipt var um stefnu. Flokkur- inn, sem hefði stimp’að sig sem hinn eina og sanna vin dreif- býlisins, notaði traust það, er bændur og búalið hafði sýnt honum til að færa nokkrar millj ónir úr höndum þess í pyngjur auðkýfinga Reykjavíkur. Á reikning Framsóknarflokksins verður fyrst og fremst að færa hina örtvaxandi skuldasöfnun efna minni bænda. Á hans reikn ing á einnig fyrst og fremst að færa, að æskunni er meinað að yfkja jörðina, eða var gengis- lækkunin það bjargráðið, er duga ætti efnalausum ungmenn um til að komast yfir jörð og bústofn? Framsknarflokkinn má telja verndara fallandi torf bæja, er enn eru dreifðir um sveitir landsins á sama hátt og Sjá’fstæðisf’okkurinn er vernd ari braggahverfa Reykjavíkur. Vill ekki Hermann Jónasson taka það til athugunar, hvað mikið muni vera eftir af-15—20 þúsund kr. árstekjum bús á niðurskurðarsvæði eftir að nauðsynja og rekstrar vörur hafa verið greiddar? Eflaust mun honum finnast það all- mikil fúlga og því hafi verið nauðsynleg að gefa auðkýfing unum enn betra tækifæri til að ná til sín ögn meira ef ofsa- gróða smábóndans. Og ráðið var handhægt og ósköp auðvelt. Bara að? afnema allt verðlags- eftirlit og verðlagsákvæði. „Björn Óiáfsson & co. gerið þið svo vel, leiðin er opin í fjárhirzlu grósserans í sveit- inni“! Og klær auðvaldsins eru eflaus tilbúnar að hirða ráns- fengin. Enginn stjórnmálamaður hefur fyrr né síðar gefið jafn gul in loforð um bætt lífsskil- yrði og formaður Framsóknar- flokksins fyrir síðustu kosning sr. Fólkið trúði loforðunum, Framsóknarílokkurinn jók fylgi sitt að mun. En hvað skeð ur? Hermann hinn ,,víðsýni“ og ,,frjálslyndi“ stjórnmálamaður klæðist gervi ieppsins. Á hans ábyrgð og. flokks hans hafa ár- ásirnar á alþýðuna jsfnt við sjó og í sveit verið unnar. Geng's- lækkunin og hinar geigvæn- !egu afleiðingar hennar fyrir lífskjör almennings, verður að skrifa á reikning Framsóknar- flokksins. Það er hsnn sem hef ur svikið. Það er hann sem hef- ur gefið forréttindastéttinni það tækifæri, sem hún nú hefur til að geta leikið hlutverk arðræn- ingjans óáreitt. Tíl að breiða yfir þessi s'annindi er aðalhlut- verk „Tímans“ í dag og því eru þeir Attlee, Gerhardsen og Erlander leiddir fram í dálk- um ,,Tímans“ í örvæntingar- fullri tilraun til að sannfæra ísenzka bændur að álögurnar hafi verið nauðsynlegar og í því skyni lagðar á að einmitt þeir arðrændu fari ekki á von- arvöl! ! Jafnframt eru skrifað- ar mærðarfullar greinar, er lýsa eiga ást loddaranna- á afreksverkum þinna erjandi handa í sveitum landsins. Það er reynt sem unnt er að draga úr sárindum löðrungsins með orðskrúðugri kjassmælgi og um eið nartað ögn í hæl húsbónd- ans Björns Ólafssonar & Co. svona til áréttingar þeirri full- yrðingu, að Framsóknarflokkur inn sé, sem áður fyrr skelegg- asti málsvari alþýðunnar. Iívort það sjónarspil getur blekkt skal eigi fullyrt hér, það er aðeins von mín, að al- þýðan hætti að verða sinn eig- inn böðull. Hvernig getur nokk ur alþýðumaður fylgt Sjálf- stæðisflokknum, sem vitað er og sannreynt er orðið að hann er máttugasta hreiður íslenzka auðvaldsins, og hvernig getur Framsóknarflokkinn, því það er fyrst og fremst á hans á byrgð, hve langt er komið á leið með að skapa hér stór- kapitaliskt þjóðfélag. Hvort nú- verandi ríkistjórn tekst til fulls að ná þeim áfanga skal engu um spáð, en alþýðan hefur vopn, sem duga til að rífa hreiðrið til grunna, kosninga- réttinn; með því vopni er hægt að sigra loddarana og forrétt- indastéttina sjálfa. Sjálfs síns böðull má enginn vera. Hags- munir hins vinnandi fjölda á ekki samleið með gróðahyggju afætulýðsins. Hví ekki að muna löðrungana, gengislækkunina, hliðarráðstafanirnar frægu, lög boðna svartamárkaðinn ásamt ótalfleiru og nú síðast óskorað vald kaupsýslumannanna til að okra svo sem auðið er á lífs- neuðsynjum a’mennings? Forréttindastéttin veit, að þetta getur gerzt og því munu öll bellibrögð verða notuð til að afstýra þeim voða. Það mun kannski verða lætt í lófa þinn nokkrum skildingum og hvíslað í eyra að „kjósa nú rétt“! En minnstu að þessir skildingar eru ágóði af erfiði þinna eig;n handa. Stolnir peningar og því ákveðnari verður þú í því að kjósa rétt. Það munu verða semdar fjölskrúðugar stefnu- yfirlýsingar, þar sem þér er lofað allskyns gæðum og lysti- semdum aðeins ef bú „kýst rett“. En hver man ekki eftir hinum rauðu skellum, Fram sóknar fyrir síðustu kosning ar og gerðir hennar að sigri loknurn og því muntu kjósa réít. Það mun verða þyr’að upp áróðri og blekkingum gegn lýðræðissósialisma. Hvers vegna? Vegna þess að hann er eina úrræði alþýðunnar til að ná rétti sínum. Iívers vegna heldur þú að hatur kommúnista á lýðræðissósialistum sé svo b’ind og rógur auðvaldsins svo rotinn, ef þessir tveir óvinir alþýðunnar vissu eigi að aukin áhrif hans útilokaði von þeirra með öllu að ná algerum völd um og þar með gera hinn vinn andi fjölda að ánauðugum þræl um klíkunnar. Hver einstakl- ingur er borinn til frelsis en eigi til ánauðar. íslenzkir verka menn og þændur eru þar eng- in undantekning Lýðræðissósi- Vika sameinuðu þjóðanna í London s ,v * / *• ' &v'Ój? ^ Jr Myndin sýnir Attlee forsætisráðherra Gretlands draga fána sameinuðu þjóðanna að hún á Traíalgar Spuare við hátíðlegvi athöfn, er fram fór þar fyrsta aaginn í viku sameinuðu þjóð- anna í London í vor. alisminn bendir á leiðina út á- nauð yfirstéttarinnar. Hví þá ekki að hætta að styrkja gróða- hít hennar, því að hver vili vera sinn eiginn böðull? Sigurjón Jóhannsson. Nýja vafnsvei NÝJA VATNSVEITAN I HAFNARFIRÐI var tekin í notkun fyrir nokkru. Haf'ði vinnan við gerð hennar þá staðið í rúmlega tvö ár. Vatnsveita þessi er mikið mann- virki, er fullnægja mun vatnsþörf bæjarins um langa framtíð, þótt hann sé og verði í örum vexti. Vatnsveita var fyrst lögð fyrir Hafnarfjörð árið 1909. Var það 3 tommu leiðsla, lögð úr Lækjarbotnum. Reyndist hún fljótt of lítil og var henni breytt á kafla árið 1912 í 4 og 6 tommu leiðslu, og 1917 var síðan lagður stokkur fyrir vatn yfir hraunið frá Kaldá í Sléttuhlíð til þess að áuka vatnsmagnið í Lækjarbotnun- um. Síðan var ný vatnsveita lögð úr Lækjarbotnum árin 1924—1925, tíu tommu víð tré pípa, og á stríðsárunum var ORDSENDING ð íil}; Áugfýsendur Alþýðublaösins, er ætla að koma auglýsingum í sunnudagsblaðið, eru vinsamrega beðnir að skila auglýsingahandnfum fyrír kl. 7 e.*h. á fösfudag. > sía'jai. - " ..iváíJyfe . svo sú leiðsla endurbætt og dæla sett á kerfið. Hafizt var handa um nvju vatnsveituna í maí 1949. Lengd æðarinnar frá Kaldá til bæjarins, en þar er vatnið tek- ið, er um 7 km. Leiðslan er 18 og 16 tommu í þvermál. Rörin eru stálrör, mjög vandlega var in með húð úr asfalti að inrian, en asbest og asfalt að utan. Á öllum hæðarpunkt’im eru loft- ventlar og á öllum lægðar- punktum eru tæmingarlokur. Leiðslan er þannig útbúin,. að hægt er að taka vatn úr henni fyrir Sléttuhlíðina og viðar. Rörin eru sett saman þannig, að röraendarnir mætast, en ut an yfir þá er settur hólkur. og 2 gúmmíhringir, sem festir eru méð ,,flöngslúrh“ og boltum. í KcþdrþeÚ^eypt stífla. með inntaki fyrir æðina. í bví eru tvær síur og loka. Stíflan er í um það bil 86 m. hæð yfjr sjáv armáli. í Mosahlíð er yíirfall á leiðsl unni. Þar er byggð þró, sem tekur við því vatni, sem af- gangs er. Úr henni rennur það jafnóðum í leiðslu niður í læk. F.arið hefur fram rannsókn á vatninu úr Lækjarbotnum og Kaldá og h.efur það reynzt á- gætt. neyzluvatn. ,;T 'ý . i Vatásinágnið í léiðslurini sr um 170 1. á sek., en til saman- burðar má geta þess að vatns- magn vatnsveitu Reykjavíkur eru rúmir 500 1. á sekúndu og' er það aætlað nóg fyrir 1.00 þús. íbúa. Kostnaðurinn er nú þegar orðinn rúmar 3.3 milljónir kr. Er þó ýmislegt óunnið, svo sern að hylja aðaleiðsluna ó kafla og ýmislegt fleira. Allir aðilar hafa lagt sig' mjög fram um að leysa verkið vel og samvizkusamlega af hendi, bæði verkstiórinn, Þor- leifur Guðmundsson, og verka- menn þeir, sem við yerkið hafa unnið. Eiga þeir miklar þakkir skilið fyrir sinn hluta starfs- ins. Sigurður J. Ólafsson bæjar- verkfræðingur hefur haft um- sjón með verkinu. Harriman vongóður um samkomulag í oliudeilunni X£ >w §0 S'i 1/G isi í FREGNUM FRÁ TEHER- " AN í gær var sagt frá því, að betri horfur væru nú á sam- komulagi milli deiluaðila í olíumálinu en undanfarið. Harriman, sendifulltrúi Tru- mans Bandaríkjaforseta, hvatti í gær brezku stjórnina til að taka síðasta boðj íranstjórnar ‘ tíj' framhalds ' a.ý Viðræðúnum’- urii olíudeiluna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.