Alþýðublaðið - 27.07.1951, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 27.07.1951, Blaðsíða 8
Gerfzt áskrifendur að Alþýðublaðims. ; Alþýðublaðið inn á hvert heimili. Hring- ið í síma 4900 og 4906 > Alþýðublaðið Föstudagur 27. júlí 1951. Börn og unglingarj Komið og seljið ALÞÝÐUBLAÐIÐ Allir vilja kaupa 1 Alþýðublaðið r k annað hundruð norrænna isfa Ssland í vikunni IÞœr komu rneð skipinu Brand V i gær. --------------------------- ■ EITT HIJNDTíAÐ FIMMTÍU OG SJÖ konur frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Færé.vjum stigu á lar.d í Reykjavik í gær. eftir mjög skemmtilega ferð frá Bergen í Noregi. Hinar nor- ramu konur komu með norska skemmtiferðaskipinu Brand V og munu dveljast hér á !andi í viku. Hér í Reykjavík munu þær dveljast í nokkra daga og fara á Þingvöll og að Geysi, en síðan er ferðinni heitið til Norðurlandsins. Sifreiðastjóri dæmd- ur fyrir éfengissöiu DÓMUR hefur verið kveö- Niels Bohr kemur hingað heimsókn eflir viku i inn upp í máli bifreiðarstjór- gns, ,=em í vetur varð uppvís að því að selja aikaholbiöndu með merkjum áfengisverzlun- ar ríkisins, en áfengið bafði hann blandað sjálfur, og seldi það sem „Svarta dauða“. Var maðurinn dæmdur i 8000 króna sekt og komi 2 mánaða varðhald í stað sekt- arinnar hafi hún ekki verið greidd innan gjögurra vikna. ---------» Hann flMtur fyrirlestur í hátíöasal há- skólans föstudaginn 3. ágúst. ----------------—♦--------- HINN HEIMSKUNNI DANSKI VÍSINDAMAÐUR, Niels Bohr, kemur hingað til Reykjavíkur í boði Háskóla íslands 2„ ágúst og dvefJst hér vikutíma. Flytur prófessor Bohr fyrirlestur í hátíðasal háskólans föstudaginn 3. ágúst, og hefst hann kL 8,30 sí'ðdegis. Niels Bohr er einn af kunnustu atómfræðingunu heimsins og forseti danska vísindafélagsins. Hinn vinsæli farastjóri, sem ferðafólkið þakkar mest það tækifæri að komast í þessa skemmtiför, er frú Stella Kornerup frá Birkenröd í Dan- mörku. Frú Kornerup hefur lengi barizt fyrir auknum kynnum milli Norðurlandabúa og hefur án þess að hafa haft nokkurn félagsskap á bak við stg barizt fyrir því að þessi ferð var farin. Lðftfimleikamenn og sæljón sýna lislir sínar í Tivoli ------------»------ Fegorðarsamkeppni þar 18. ágúst n. k. UM ÞRJÁTÍU ÞÚSUND MANNS hafa sótt Tívolígarðinn frá því að hann var opnaður 26. maí í vor. Nokkrir erlendir gestir hafa skemmt í Tívolí í sumar, og um þessar inundir sýnir þar loftfimleikaparið 2 Larowas, og auk þess er staddur hér danskur dýratemjari með tvö sæljón, er sýna ýmsar listir. Fréttamenn höfðu tal af frú Kornerup urn boi'ð í ferða- mannaskipinu í gær. Sagði hún a'ó ferðin hefði verið hin á- kjósanlegasta og hefðu konurn- ar komið til Færeyja í Ijómandi sólskini. í færeyjum slóust 7 konur með í förina. Það var árið 1936 að frú Kornerup fékk hugmynd um að stofna til félagsskapar til kynn- ingalr milli Norðurlandaþjóð- anna, og vann hún að því með dugnaði í nokkur ár. Síðan stofnaði hún félag. og var á- kveðið, að konurnar skyldu raæta til fundar til skiptis í hverju landinu fyrir sig. Er fyrirhugað var ferð til ís lands bárnst yfir eitt þúsund umsóknir, og þó hefðu fleiri viljað vera með ef ferðin hefði verið auglýst í blöðum og út- varpi. Frú Kornereup sagði að áhugi fyrir íslandsförinni hefði verið mjög mikill og hefðu þús Framhald á 7 síðu. í gær átti framkvæmdar- stjóri Tivolis tal við blaða- menn og skýrði þeim frá starf seminni í Tivoligarðinum í sumar. Fyrstu erlendu gestirn ir sem skemmtu í Tivoli á þessu sumri komu í júní, var það parið Charly Bux og skopleik- ari frá Þýzkalandi. 3. júní söng Kantötukór Akureyrar í Ti- voli, er kórinn kom heim úr Norðurlandaförinni og loks sýndi finnski þjóðdansaflckk- urinn þar nokkrum sinnum, og var mikið aðsókn að sýning- unum. Um verzlunarmannahátíðina verða þriggja daga hátíðahöld í Tivoli á vegum Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, og verður sérstaklega til þeirra vandað að þessu sinni í tilefni af 60 ára afmælis félagsins á síðasta vetri. FEGURÐARSAMKEPPNI 18. ÁGÚST. Á afmælisdegi Reykjavíkur- bæjar 18. ágúst verður Fegr- unarfélag Reykjavíkur með skemmtun í Tivoli, en meðal skemmtiatriða verður fegurð- arsamkeppni, eins og í fyrra, en þó mun keppnin fara fram með nokkuð öðrum hætti að þessu sinni. Fleiri ,,stórhátíðar“ eru ekki ákveðnar í Tivoli, enn sem komið er, en vænta má, að ýmislegt skemmtiefni verði þar á boðstólum öðru hvoru í sumar. Listafólkið, sem nú dvelur hér byrjaði sýningar í gær- kvöldi. Ldftfimleikaparið Larowas, var fyrsta erlenda fólkið, sem Tivoli fékk til lands ins 1947 og sýndu þá við mikla hrifningu, og eru nú hingað komin á ný vegna fjölda á- skorana. Dýratemjarinn, Captein Flemming hefur meðferðis tvö sæljón, sem sýna ýmsar listir. Meðal annars bera þau regnhlífar og kyndla, og sýna margs konar brögð. Klappa þau ákveðið fyrir sjálfum sér eftir hverja sýningu, er þau fara niður af leiksviðinu. ■----------♦---------- Drotfning fer héðan kl. 2 í dag DRONNING ALEXANDRINE kom til Reykjavíkur í gær- morgun og fer aftur kl. 2 í dag áleiðis til Færeyja og Kaup- mannahaínar. Drottningin er fullskipuð farþegum lit. Þýikir ungkommúnislar handleknir á flokksfimdi 1 »...... Albýðulögregfan réðist á þá með gúmmíkylfum fyrir að syngja síagara -----------------»—------ KAUPMANNAHAFNARBLAÐIÐ Social-Demokraten flytur þá frétt frá Berhn, að fimmtán ungkommúnistar hafi verið handteknir af alþýðulögreglunni í borginni Chemnitz á Austur-Þýzkalandi, handjárnaðir og hafðir á brott. Ástæðan til handtökunnar var sú, að ungkommún- istarnir sungu „vestræna slagara11 á fundinum. Kom til handalögmáls á fundarstaðnum, er alþýðu- lögregluna bar að. Hún réðist á slagarasöngvarana með gúmmíkyTum, en ungkommúnistarnir þrifu barefli, sem voru hendi næst, og ráku hina óboðnu gesti burt. Nokkru síðar fór alþýðulöðreglan fylktu liði heim til ungkommúnistanna og handtók þá hvern fyrir sig. Voru hinir handteknu dæmdir til refsingar samkvæmt „lögunum um verndun friðarins“. Niels Bohr fæddist í Kaup- mannahöfn árið 1885, og er hann sonur prófessors Krist- inn Bahr og bráðir Haralds heitins Bohr. Niels varð próf- essor í eðlisfræði við Hafnar- háskóla árið 1916, en nóbels- verðlaunin hlaut hann árið 1922. Hann er heiðursdoktor við fjölmarga erlenda háshóla og núverandi forseti danska vísindafélagsins. Niels Bohr er heimáfrægur fyrir atómrarm- sóknir sínar. Prófessorinn býr nú ásamt fjölskyldu sinni í heiðuisbú- stað á Carlsberg, sem Gerls- bergsjóðurinn nýi lætur fræg- asta vísindamenn Dana á hverjum tíma hafa til umráða. í fylgd með prófessor Niels Bohr verður kona hans, frú Margrethe Bohr, fædd Nör- lund. Þau hjónin munu búa í Niels Bohr. danska sendiráðinu, þau dveljast hér á landi. — • ) fyrrinótf, en var misjöfn i -------♦------ í gær var bræla og stormur á miðunum oé engin veiði. j í FYRRINÓTT var töluverð* síldveiði fyrir norðan og komu allmörg skip inn til Raufar liafnar og Þórshafnar, en að eins 3 tii Siglufjarðar. Veiðin var mjög misjöfn, og höfðu sumir bátar innan við 100 tunnur, en aðrir komust allt upp í 1400 mál. í gærdag var strekkingur á miðunum og eng in veiði. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk í gærkvöldi hjá síldarleitinni á Siglufirði, var veiði bátanna í fyrrinótt norð- austur af Hraunhafnartanga, eða á svipuðum slóðum og fyr- ir óveðrið. Til Siglufjarðar komu aðeins 3 bátar í gærdag, og voru þeir með 300—400 tunnur, sem fóru í salt. Til Raufarhafnar og Þórs hafnar komu hins vegar all- margir bátar og lögðu afla sinn upp bæði til bræðslu og sölt- unar. Aflinn var mjög misjafn. Sumir bátanna höfðu innan við 100 tunnur, en aðrir allt upp í 1400 mál. í gærdag var bræla og storm- ur á miðunum og engir í bát- um. íslenzk glíma á ÓlaSs vökunni í Þorshöfn ÍSLENZK GLÍMA vcrður meðal skemmtiatriða á Ólafs- vöku Færeyinga í ár. Er þa?S glímuflokkur úr KKR, sem fer til Færeyja í þessu skyni, og' tekur hann sér far með Dronm ing Alexandrine annað kvöld., Líklegt er, að glímuflokkur inn ferðist um Færeyjar að lok inni sýningu á Ólafsvökunni í Þórshöfn, en heim kemur hannt aftur 9. ágúst. Ferð þessi er farin í boði íþróttasambands- ins í Færeyjum. Fararstjóri KR-inganna er þjálfari þeirra Þorsteinn Krist jánsson, en glímumennirnir eru þessir: Guðmúndur Márus- son, Aðalsteinn Eiríksson, ,'órt as Jóhannesson, Elí Auðuns- son, Sigurður Þorsteinsson, Matthías Sveinsson, Ólafur Ií. Ólafsson, Ólafur Jónsson, Tóm as Jónsson og Sigurður Sigur- jónsson. J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.