Alþýðublaðið - 26.09.1951, Qupperneq 8
Gerizi 'áskrifendur;
að Alþýðublaðlnu.
( Alþýðublaðið inn á
hvert heimili. Hring-
ið í síma 4900 og 4906
Alþýðublaðið
Miðvikudagur 26. sept. 1951.
Komið og seljið |
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Allir vilja kaupa
Alþýðublaðið
Útgefandi 25 þús.
íxiisiii
nir!
MyVTTHÍAS BJABNASON
(ki-öðir Björgvins), íhaids-
forsetinn í bæjarstjórn Isa-
fjarðar, sem ekki hefur þótt
taka því að setja af, til-
kynnti í Morgunbiaðinu í
gær, a’ö hann hafi gert ráð-
stafanir til að stefna rit-
stjóra Aiþýðub'aðsins fyrir
frásögn þess af 25 þúsuntl
króna víxlinum, sem hann
gaf á sínum tíma út í nafni
bæjarstjórnar Isafjarðar,
án leyfis hennar, meðan í-
haldsmenn voru ráðandi á
Isafirði, og sí'ðan lá í van-
skiium, þangað til blaðið
Skutu''! á ísafirði skýrði frá
hneykslinu og flokksbróðir
jþíatthþsar, Kjartan Jó-
hannsson læknir, sem var
samþykkjandi víxilsins,
þor'ði ekki annað en greiða
hann.
Matthías lýsir því í Morg
unblaðsgrein sinni, hve lít-
ið mark hann sjálfur taki á
orðum Aiþýðublaðsins, en
því miður virðist aðrir
taka miklu meira mark á
þeim; og því neyðist hann
til að stefna ritstjóra blaðs-
ins'.
Sig
igurvcgarar Þróltar í haustmöti 4, fí.
Sufugos í Banka-
slræli í gærkveldi
ÞAE) var gufugos í Banka-
stræti í gærkvöldi. Ekki svo
aí5 skilja, að þar hafi opnast
hver, heldur var verið að tæma
hitaveituæð, og var vatninu
dælt út í gangstéttarrennuna.
Ástæðan fyrir þessu var sú,
að hitaveituæð bilaði á Skóla-
vörðustígnum og var lokað fyr
ir æðina, en til þess að hægt
væri að framkvæma viðgerð,
þurfti að tæma vatnið úr píp-
unum og var því hleypt út við
hornið á Ingólfsstræti og
Bankastræti. og lagði gufu-
strókinn um allt Bankastræti
og var hann svo þéttur, að
heita mátti, að ekki væri rat-
Ijóst.
Þrír menn af íslenzku
kyni í varnarliðinu
ÞORGRÍMUR JÓHANNS-
SON yfirliðþjálfi, sem sæmd-
ur var bronsstjörnu heiðurs-
merki fyrir vasldega fram-
göngu á vígstöiívunum í Kór-
eu, mun frá fyrsta október
gegna herþjónustu í varnarlið
,inu á Keflavíkurflugvelli, að
því er segir í fréttatilkynningu
frá aðalbækistöðvum varnar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli.
Þorgrímur Jóhannsson er
einn af þremur mönnum af ís-
lenzku kyni, sem eru í varnar-
liðinu. Hinir eru Ragnar Stef-
átisson, ofursti í flugiiðinu, og
Ólafur T. Ólafsson í landhern-
um.
fræðslunámskeið í hausl
-----<-------
Kennsla í málefnum verkalýðshreyfing*
arinnar ýmsum félagsmáíum.
ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS ráðgerir að lialda í liausí
fræðslunámskeið í Reykjavík fyrir félaga verkalýðshreyfing-
arinnar í sögu og Jnálefnum verkalý'ðshreyfingarinnar og ýms-
um almennuin félagsmáum. Mun námskeiðið standa yfir í 10*
til 14 darra.
Efri röð, talið frá vinstri: Gunnar Eyland, þjálfari 4. fl., Jón
Pétursson, Birgir Björnsson, Páll Pétursson, Eðvarð Geirsron,
Kristján Guðmundsson, Einar Erlendsson, Halldór S'gurðsson,
formaður félagsins. N?ðri röð, sitjandi: Ha'ldór Halldórsson,
Haraldur Baldvinsson, Guðjón Oddssön, Ægir Benediktsson,
Helgi. Árnason.
Tryggingar, nýlt vátryggingafé
sem stofnað hefur verið hér í bæ
--------------------.....
Annast hvers konar vátryggingu aðra en
almenna líf- og bifreiðatryggingu.
.................
NÝTT VÁTRYGGINGARFÉLAG hefur vcrið stofnað hér
í bænum og nefnist það Tryggingar h.f. Félag þctta hefur á
hendi livers konar vátryggingarstarfsemi, sem tíðkast hér á
landi, að undanski'Idum bifreiðatryggingum og almcnnum líf-
tryggingum. Hins vegar hyggst félagið á næstunni bjóða við-
skiptavinum sínum ýmis nýmæli í tryggingarmálum, en er-
lendis cr talið nauðsynlegt að tryggingar séu langtum víðtæk-
ari en gerist hér á landi.
Þróllur vann 4. il
méiið.
Tryggingar h.f. eru til húsa
á Vesturgötu 10 og eru skrif-
stofur fyrirtækisins hinar vist-
legustu. Formaður félagsstjórn
arinnar er Othar Ellin/sen
stórkaupmaður, en fram-
kvæmdastjórar fyrirtækisins
eru þeir Erling Ellingsen fyrr-
verandi flugmálastjóri og Jón
Einarsson. Áttu þeir félagar
viðtal við blaðamenn í gær og
skýrðu þeim frá íyrirhugaðri
starfsemi hins nýstofnaða
tryggingafélags, sem um þess-
ar mundir tekur til starfa. Ot-
har Ellingsen hafði orð fvrir
forustumönnum félagsins og
skýrði frá því, að hlutafé fé-
lagsins væri ákveðið 1 milljón
króna, og þar af væri þegar
innborgað 250 þús. krónur.
Framkvæmdastjórarnir
skýrðu frá því, að hið nýja fé-
lag myndi strax annast bruna-
tryggingar, vörutryggingar,
skipa- og flugvélatryggingar,
Lýðræðisríkin
Framh. af 1. síðu.
miklar herælíngar liðsveita frá
sjö þátttökuríkjum Atlants
hafsbandalagsins.
Lét Strachey svo um mælt
við heimkomuna, a3 heræfing-
ar þessar hefðu sannfært hann
um, að lýðræðisríkin væru nú
öflugri en nokkru sinni fyrr.
ferðatryggingar, vatnsskaða-
og jarðskjálftatryggingar,
rekstursstöðvunartryggingar o.
fl. Þeir kváðu Tryggingu h.f.
einnig myndu, svo fljótt sem
því verður við komið, bjóða
viðskiptavinum sínum ýmis ný
mæli í tryggingamálum, en er-
lendis er talið nauðsvnlegt að
tryggingar séu iangtum víð-
tækari en hér gerist, enda
margvíslegar ástæður, sem
valdið geta mönnum eigna-
tjóni, aðrar en t. d. eldsvoði.
Þá vöktu þeir einnig athygli á
þeirri staðreynd, að í almenn-
um tryggingamálum virðist
fólk fylgjast mjög ilia með tím
anum og veldur því hið öra
verðfall peninga, en algengt er
að vörur og innanstokksmunir
séu ekki tryggð hærra verði en
fyrir gengislækkun og kaup-
máttur tryggingaríiárhæðar-
innar því vitanlega allt of lítill
til þess að bæta aftur það, sem
tryggt var. Þeir kváðust óska
þess, að góð .samvinna tækist
með hinu nýja trvggingafélagi
og þeim, sem fvr>r eru. en
kváðust vita að hér væru ærin
verkefni. sem skapa myndu
hinu nýju félagi athafnasvið.
Fyrir milligöngu félagsins
íslenzk endurtrygging, eru
tryggingar hins nýja féiags
endurtryggðar hjá Lloyd’s í
London.
ÞRÓTTUR bar sigur úr bít-
um í haustmóti 4. flokks, með
8-[-l st. I úrslitum sigraði
Þróttur Val með 3:2 mörkum,
eftir mjög harðan og skemmti
legan leik, sem gaf ekkert eft-
ir góðum meistaraflokksleikj-
um.
Einstöku leikar fóru sem hér
segir:
Þráttur—KR 2:1, Fram—Vík
ingur, Vík. gaf leikinn. Val-
ur—KR 2:0, Fram—Þróttur
0:2, Valur—Fram 5:1, KR—
Víkingur 10:0, Þróttur—Vík-
ingur 9:0, KR—Fram 2:2, Val-
ur—Víkingur 11:0, Þróttur—
Valur 1:1, Þróttur—Valur 3:2.
Dómarar í mótinu voru Ingi
Eyvinds (Val), Haukur Bjarna
son (Fram) og Matthías Eyj-
ólfsson (Þrótti).
r
Islandsmynd Linkers -
í síðasfa sinn
í KVÖLD sýnir Hal Linker
Islandskvikmynd sína í Gam'a
Bíó. Er þetta í 20., og síðasta,
sinn, sem myndin verður sýnd
hér á landi. Er þetta í 7. sinn,
sem myndin er sýnd í Gamla
Bíó, en hún hefur einnig verið
sýnd á átta stöðum úti á landi.
Lætur nærri að alls muni 8
til 10 þúsund manns hafa séð
myndina og hefur hún fengið
mjög góða dóma.
Linker er nú á förum til
Bandaríkjanna. Hafa nokkur
kvikmyndahús samið um sýn-
"* Kennslan á að mestu leytii
(að fara fram með flutningi er-
inda. Verður lögð höfuðáherzla
á að kenna sögu. þróun og
skipulag verkalýðshreyfing-
arinnar, hagnýt störf innanj
verkalýðsfélaga, svo sem starf
formanns, féhirðis, trúnaðar-
manna á vinnustöðum, einnig
samningagerðir við atvinnu-
rekendur og annað, sem við
kemur störfum trúnaðarmanna
í félögunum. Þá verða talæf-
ingar ef til vill einn þáttuií
fræðslunnar. Fyrirlestra á acl
halda á námskeiðinu um ýmis
félagsmál, svo sem almanna-
tryggingar, vinnulöggjöf o. fl<
Alþýðusambandið hefur núj
auglýst námskeið þetta og rit-
að um það bréf til sambands-
félaga. Átti Alþýðublaðið í gæffj
tal við Jón Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóra sambandsins, og
lét hann blaðinu í té þessas?
upplýsingar. j
MIKIL ÞÖRF Á FRÆÐSLU-
STARFSEMI. ;
Alþýðusambandið hefur ekkí
haldið slíkt námskeið síðara’
haustið 1943. Var aðsókn þá!
frekar lítil, og gat það meðaí
annars stafað af því, hve mik-
il var þá atvinna um land allta
svo að fáir gáfu sér tíma tij;
að sinna öðru. Komið er nú át
hinn bóginn í ljós, að slíkS
námskeiðs er mikil þörf, ogj
mundi Alþýðusamband íslandg
leggja mikið kapp á auknai
fræðslustarfsemi, ef það brysti'
ekki fé til mikilla umsvifa a
því sviði. |
ingar á myndinni, þar á meðali
New York Tow Hall, Wilshire
Theater í Los Angeles.
Aðgangseyrir að sýningunni
í kvöld verður 10 krónur fyrir
fullorðna, en 5 krónur fyric
börn. !
Verða flugfélögin sameinuð
um næsfu áramóH í
FULLYRT er að flugfélögin verði sameinuð um eða eftir
áramótin. Eins og kunnugt er, hefur stjórnskipuð nefnd rann-
sakað rekstur flugfélaganna, skipulag Eugferðanna og mögu-
leika um sameiningu tveggja stærstu flugfélaganna í eitt. Hef-
ur nefndin starfað óslitið undanfarna mánuði að þessum mál-
um, og fyrst og fremst rætt við stjórnir Flugfélags íslands og
Loftieiða. Mun nú svo langt komið vföræðum, að vænta megi
á næstunni tillögu frá nefndinni um samninga milli flugfélag-
anna um sameiningu þeirra. ’