Alþýðublaðið - 13.10.1951, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.10.1951, Blaðsíða 4
4 ALEÝÐUBEAÐFEM* Laugiii-diigurn döio oKtóborí lö-Sív: Svarað spurningum um skóla- og fræðslumál. ALÞÝÐUMAÐÍIB SKKIF- Norðmanna, hvar sem þeir annars standa í flokki. Hann hefur unnið traust þjóðarinnar sem forsætisráðherra og for- maður stærsta stjórnmála- flokksins á sama hátt og félaga sinna í mótspyrnuhreyfing- unni gegn Þjóðverjum á her- námsárunum. Norðmenn vita, að Gerhardsen er maður, sem gerir skyldu sína og ber hrein- an skjöld. En hann hefur not- ið fjö’margra mikilhæfra sam- verkamanna, sem einnig eiga mikinn þátt í sigrum flokks- ins og jafnaðarstefnunnar í Noregi undanfarin ár Norski Alþýðuflokkurinn er mjög vél skipulagður og starfar af kappi og fjöri. Þess vegna hef ur honum hönd í hönd við verkalýðshreyfinguna tekizt að áorka glæsilegu starfi. * Því er stundum ha’dið fram, að jafnaðarstefnan muni hafa lifað sitt fegursta. Slíkt eru aðeins vonir og óskir íhalds- manna og kommúnista. Jafn- aðarstefnan hefur aldrei mátt sín meira en einmitt nú, þó að alþýðuflokkarnir eigi við að etja mikla erfiðleika, sem ekki eru þeirra sök á neinn hátt. Feigðarspárnar yfir þeim í íha’dsblöðunum hér eru úr lausu lofti gripnar. Norsku kosningarnar eru aðeins eitt dæmi þess. Þar á í hlut gagn- menntuð Norðurlandaþjóð, þjóð, sem með Iífi sínu og starfi hefur kallað nafn Noregs út yfir heiminn. Hún skoðar ekki huga sinn um að efla Al- þýðuflokkinn til aukinna áhrifa og valda. Hún hefur fengið reynslu af úrræðum hans og jafnaðarstefnunnar og vill ekki breyta tO. Henni er Ijóst, að þróunin, sem átt hefur sér stað í Noregi undir forustu Alþýðu flokksins, stefnir í rétta átt og að nýrra og stórra sigra er að vænta, ef haldið verður áfram á hinni mörkuðu braut jafn- aðarstefnunnar. Norski Alþýðuflokkurinn á fótfestu sína umfram allt því ! að þakka, að verka’ýðshreyf- ingin þar í landi er óklofin. Ivommúnistar hafa ekki átt þess kost að gera sundrung hennar að vatni á myllu afturhaldsins eins og svo víða«annars staðar. Og Alþýðuflokkurinn og verka lýðshreyfingin í Noregi er eitt og hið sama. A’þýða Noregs llítur á eflingu Alþýðuflokksins sem meginþáttinn í sókn sinni jfyrir bættum hag og auknu ör- ! yggi. Og einmitt þess vegna jræður hún landi sínu og hefur j í hendi sér það vald, sem í allt of mörgum öðrum löndum er hjá auðstéttunum. Norðmenn eru sú þjóð, sem er skyldust okkur Islending- um. Þess vegna skiptir það vissu lega miklu máli, að þeir, sem vilja aukin áhrif jafnaðarstefn unnar og meiri völd Alþýðu- flokksins á íslandi, gefi gaum að þróuninni í Noregi. Megin verkefni þeirra er að sameina verkalýðshreyfinguna undir því merki, sem frændur okkar í Noregi hafa þegar borið í jstórum áföngum til sigurs og ! cru staðráðnir í að bera enn lengra fram á leið. ----------V..---- Sagan hans afa og fleiri ævinfýri SAGAN HANS AFA og fleiri ævintýxi nefnist nýútkomin barnabók eftir Sólveigu Egg- erz Pétursdóttir. í bókinni, sem er 88 blaðsíður að stærð,' eru 6 ævintýri og nefnast þau: Sagan af litlu hvolpunum, Sag an hans afa, Karlssonurinn með fiðluna, Ella litla og jóla- dvergarnir, Fósturdóttir gömlu mannanna gráu og Ævintýri. AR: „f*ar eð mikið er rætt og skrifað um skólamál og skála- setningar þessa dagana, langar mig að biðja þið að fræða okk- ur „kunnjngja“ þína svolítið um skólaskyldu og fræðslulög. Svona í stuttu máli, en þó skil- merkilega, eins og þín er von og vísa. Á ég þar við t. d.: VIÐ HVÆÐA ALDURSÁR bjTjar skólaskyldan? — og lýk ur? Hve margir .,bekkir“ eru í barnaskólunum? Er tekið fulln aðarpróf úr barnaskólum? Hvað er svokallað unglingastig eða skyldustig? Hve mövg ár? Er það skyldunám? í hvaða skólum er það stundað? Hva margir „bekk ir ‘ eru í gagnfræðaskóLunum? Eru þeir líka nefndir miðskól- ar? ■— eða eru það aðrir skól- ar? Er héraðssltóli sama og gagn fræðaskóli? Veitir iniðskólapróf réttindi til setu í öðrum æðri framha'ídsskólum? Er kennsla undir miðskólapróf sú sama og undir landspróf? — nema hvað þarf hærri aðaleinkun til þels að ná landsprófi? Eða er lengra nám undir landspróf? ER TEKIÐ MIÐSKÓLAPRÓF landspróf eða gagnfræðapróf upp úr verknámsdeild? Er gagn fræðapróf meira en landspróf? Hvaða próf þarf nemandi að hafa til þess að fá inngönug í menntaskóla? Hve margir „bekk ir“ eru í menntaskólanum nú á dögum? Er ekki lengur tekið gagníræðapr/f í menntaskólan um? Þarf lanaspróf til þess að fá inngöngu í verzlunar- eða * kvenn^skblann? Kennaraskól- ann? Hve margir ,,bskkir“ eða deildir eru í Háskólanum? Hað ®r B.A. próf? Hvað þýðir. B.A.? Hve víðtæka kennslu veit' ir háskölinn, geta menn t. d. brottskrifast þaöan sem verk- fræðingar? Vegna nvers leita svo margir til útjanda til há- skólanáms, er það vegna þrengsla í háskólanum hér heima, betri kennslu erlendis, eða hver er ástæðan? IIANNES MINN, ég vona nú að heyra frá þér bráðlega um gang menntabrautarinnár, ég er viss um að mörgum óskólagegn um. eins og mér, muni þykja fróðlegt að vita nokkurn veginn hvernig í „þessu öllu liggur‘‘, ÉG LEITAHI TTL forustu- manns. í fræðslumálum og bað hann að svara öllum þessum spurðningum. Hér er svar hans: ..1. Við hvaða eldursár byrjar skólaskvlda? — Svar: Á því ári, sem barnið verður 7 ára. — 2. Hve margir bekkir eru í barna- skólunum? — Svar: 6 bekkir (aldursflokkar) — 2. Er iekið fullnaðarpróf úr barnaskólum? Svar: Lokapróf barnaskóla heit ir barnapróf og er almennt ek- ið á því ári, sem barnið verður 13 ára. Þá það eft:r að afljúka tveggja vetrar skólaskyldu. Feluleikur með staðreyndir Útgefandl: AlþÝöuCokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emilía Möller Ritstjórnarsími: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4Ö06. Afgreiðslusími: 4900. Kosningasigur norska Alþýðu- flokkksins SÍÐAST LIÐINN MÁNU- DAG fóru fram kosningar til bæjar- og sveitarstjórna um gervailan Noreg. Fullnaðarúr- s’it eru enn ekki kunn í öllum kjördæmum, þegar þetta er ritað, en niðurstaða kosning- anna liggur þó glöggt fyrir. Megin staðreynd hennar er nýr stórsigur norska Alþýðuflokks ins. Hann hefur átt auknu fylgi að fagna um allt land og er nú orðinn á ný forustuflokk urinn í bæjarstjórn Oslóborg- ar. Þar hefur hann nú tvo bæj- arfulltrúa umfram íhaldsflokk inn, sem hafði einum fleiri en Alþýðuflokkurinn á síðasta kjörtímabili. Andstöðuflokkarnir til hægri hafa haldið fyrra fylgi sínu og jafnvel unnið nokkuð á við kosningarnar í Noregi. Hins vegar hafa kommúnistar farið miklar hrakfarir og hlotið sama hlutskipti og í síðustu þing- kosningum. Verkámannafylgi kommúnista hefur leitað til A1 þýðuflokksins auk þess sem straumur aukningarinnar hef- ur runnið til hans svo til allur. Alþýðan í Noregi hefur borið gæfu til að slá órjúfandi skjald borg um jafnaðarstefnuna og flokk hennar, en kommúnistar eru orðnir fámenn og áhrifa- laus klíka, sem naumast getur átt sér viðreisnar von í Noregi, nema þá að svo hörmulega tæk ist til, að það yrði með líkum hætti og raun varð á um völd Quislingsflokksins á hernáms- árunum. * Norðmenn hafa átt við mik’a erfiðleika að etja eftir að styrjöldinni lauk og Alþýðu- flokkurinn borið einn ábyrgð á stjórn landsins nær allan þann tíma eins og á árunum fyrír styrjöldina. Samt leiðir reynsl an í ljós, að norski Alþýðu- flokkurinn á auknu fylgi að fagna við hverjar nýjar kosn- ingar. Ástæðan er sú, að al- þýðan í Noregi er sannfærð um, að hag hennar sé bezt borgið undir stjórn AJþýðu- flokksins. Hann tryggir henni þær félagslegu framfarir, sem hægt er að efna til á erfiðleika tímum, réttlátan arð vinnu sinnar og öryggi. Þess vegna hefur þróunin í Noregi á ár- unum eftir styrjöldina reynzt heillavænleg, þrátt fyrir fjár- hagslega erfiðleika. Þjóðin hefur ekki látið mótganginn buga sig. Framleiðslan hefur aukizt í stórum stíl, þjóðin heL ur lagt hart að sér við vinn- una og stil’t öllum óþörfum kröfum í hóf. Hún hefur fund- ið, að fyrir einhverju væri að vinna, og stælzt í viðureign- iTmi við erfiðleikana. Norski Alþýðuflokkurinn á og vissulega mikilhæfan for- ustumann, þar sem Einar Gerhardsen er. Hann nýt- ur. álits og vinsælda meðal HVER SKYLDI VERA Á- STÆÐAN, önnur en rökþrot, að Morgunblaðið fæst a’drei til þess að ræða það, sem um er deilt í verzlunarmálunum, en skrifar dag eftir dag út í hött um eitthvað allt annað? — Það, sem um er deilt nú, er það, hvort verð’agseftirlit skuli tekið upp á ný, eða verzlunarokrið, sem skýrsla verðgæzlustjóra um verzlun- arálagninguna hefur afhjúp- að, látið halda áfram. Og eins og kunnugt er, er það Al- þýðuflokkptíinn og A’þýðu- blaðið, sem krefjast þess, að hámarksverð verði aftur sett á allar vörur og strangt verð- lagseftirlit tekið upp á ný til þess að binda enda á okrið; en stjórnarflokkamir, með Morgunblaðið í broddi fylk- ingar, mega ekki heyra ann- að nefnt en að okrið fái að halda áfram. ÞETTA ERU STAÐREYND- IRNAR. En auðvitað vill Morgunblaðið ekki viður- kenna það, að það berjist fyrir frelsi til að okra á al- menningi. Það segist vera að berjast fyrir frjá’sri verzlun, og vitnar í gær í nágranna- þjóðir okkar, sem líka vilji frjálsa verzlun og margar hverjar séu nú búnar að „leyfa frjálsan innflutning á yfir 75% á inpíluttum vör- um“. En þessi „rökserod“ er alveg út í hött í þeífri deilu um verzlunarmálin, sem um er að ræða hér á Iandi. Hér er nefnilega ekkert verið að deila um það, hvort innflutn- ingurinn skuli vera frjálsf he’dur um hitt, hvort okrið skuli vera frjálst innanlands, þ. e. álagningin á hinar inn- fluttu vörur, eins og verið hefur síðan verðlagseftirlitið var afnumið í sumar. OG í ÞESSU SAMBANDI stingur Morgunblaðið þeirri staðreynd alveg undir stól, að þó að nágrannalönd okkar hafi undanfarið rýmkað all- verulega um innflutninginn, hafa þau öll haldið fast við verð’agseftirlitið og sum þeirra meira að segja hert verulega á því til þess að halda dýrtíðinni í skefjum. Og það eru ekki aðeins stjórn. ir jafnaðarmanna á Englandi, í Noregi og í Svíþjóð, sem haldið hafa fast við verðlags- eftirlit innanlands, he’dur og borgaralegar stjórnir, eins og í Danmörku og Bandaríkjun- um. Það er máske meira að segja hvergi í lýðræðislönd- um strangara verðlagseftirlit í dag en í Bandaríkjunum. En hér á íslandi hefur núverandi ríkisstjórn afnumið a’.lt verð- lagseftirlit og þar með gefið verzlunarokrið algerlega frjálst með þeim afleiðingum, sem allir þekkja. Með öðrum orðum: í nágrannalöndum okkar er okrinu og dýrtíðinni haldið í skefjum með öflugu verðlagseftirliti; en hér á landi er hvort tveggja látið leika lausum hala! UM ÞETTA ÞEGIR MORGUN- BLAÐIÐ alveg. Það fæst ekki til að minnast á verðlagseftir- litið í nágrannalöndum okk- ar. í srtað þess fimbulfambar það dag ettir dag, alveg út í hött, um „frjálsa verz’un“ og „frjálsan innflutning“, sem það sé að berjást fyrir, sam- tímis því, sem Alþýðuflokkur inn „krefjist verzlunarhafta, svarts markaðs og nefnda- valds“, eins og það lýgur nú aftur einu sinni í gær, eftir að það hafði í fyradag viður- kennt, að „enginn . . . héldi því fram, að æskilegt sé að hverfa aftur til þess ástands, sem hér hefur ríkt undanfarin ár, vöruskortsins, svarta markaðsins, bakdyraverzlun- arinnar og brasksins“, eins og blaðið orðaði það þá. — Þann ig skrifar Morgunblaðið eitt í dag og annað á morgun af því að það er komið í rökþrot í deilunni um verzlunarokrið. En umfram allt leikur það feluleik með allar staðreynd ir í þessu máli og varast eins og heitan eldinn að minnast á verðlagseftirlit’ð í ná- grannalöndum okkar, sem varið hefur þjóðirnar okri og dýrtíð þar, en hér hefur ver- ið afnumið, af núverandj rík isstjórn, með þeim afleiðing- um að við höfum nú heims- metið bæði í okrí og dýrtíð. 4. S.P.: HVAÐ ER SVOKALL AÐ unglingastig eða skvldu stig? Svar: Eftir barnaskóla tekur við gagnfræðastig. Skóli, sem annast kennslu tvo fyrstu vetur þess, heitir samkvæmt fræðslulögum unglingaskóli. Ef skólinn er þriggja vetra skóli, nefnist hann miðskóli, ef hann er fjögurra vetra skóli, nefn- ist hann gagnfræðaskóli. Unglingastig eru 2 fyrstu vetur gagnfræðaskóla oft nefndir, óg nær skólaskyldan yfir þá vetur báða. eins og áður er sagt. Skóla skyldunni líkur með unglinga- prófi á því ári, sem unglingur- inn verður 15 ára. 5. sp. Hve mörg ár? Svar: 2. 3. sp. Er það skyldunám. Svar: Já. 7. sp. í hvaða skólum er það stundað? Svar: Skólum gagnfræðastigsins (þ. e. unglingaskólum, miðskól um og gagnfræðaskólum). 8. sp. Hve margir „bekkir“ eru í gagnfræðaskólunum? Svar: 4. Sbr. svar við 4. sp. 9. sp. Eru þeir líka nefndir miðskölar? Svar: Sbr. svar við 4. sp. 10. sp. Er héraðskóli sama og gagn fræðaskóli? Svar: Já, enda nefndir héraðsgagnfræðaskólar. 11. SP. VEITIR MIÐSKÓLA- PI$ÓF réttindi til setu í öðrum framhaldsskólum? Svar: Mið- skólapróf er próf upp úr 3. bekk gagnfrægðastigsins og veifi ir réttindi til setu í 4. bekk gagnfræðaskóla. En tii er sértök reglugerð um landspróf rhið- skóla. Með landsprófi er átt við próf, þar sem sömu verke\aí eru lögð fyrir nemendur um al\f land. En þetta Vmdspróf mið- skóla er nú orðið almennt nefnt „Iandspróf“. Þeir, sem ná aðal- eirtkunni 6 I bóklegum riámum Framh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.