Alþýðublaðið - 13.10.1951, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.10.1951, Blaðsíða 8
Gerizí áskrifertdur i að Alþýðublaösnu. p* Alþýðublaðið inn á hvert heimili. Hring- ið í srrna 4900 og 4906 Álþýðublaðið Laugardagur 13. október 1951 Börn og unglingar Komið og seljið 1 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Allir vilja kaupa i Alþýðublaði<5 l!i| vonir m nyjar mmm um ■ vopnahléj Kóreu I MII.LIGÖN GUMENN Ridg- . ways og koiTn-núnista áttu með j sér fjögurra klukkustunda fund í gærmorgun og var j)vi yfir lýst á eftir, að nokkuð hefði miðað í átt til samkomulags um a'ð hefja viðræður um vopnahlé á ný, í Panmunjon.- Þó var það viðurkennt, að j enn væri ekki fullt samkomu- ; lag um stærð hins frið’ýsta j svæðis umhverfis þá borg; j . kommúnistar vildu láta það ná j yfir Kaesong og Munsan, þar sem fulltrúar þeirra og Ridg- vvays myndu hafa bækistöðv- ar sínar, en fulltrúar Ridg- uays vilja he’dur hafa frið- þ>sta svæðið minna, svo að hættan sé minni á að hlutleysi þess verði rofið og deilur hljót ist af. Harðir bardagar héldu áfram á Kóreuvígstöðvunum í gær og hafa hermenn sameinuðu þjóð anna öll hin hernarðlega þýð- itigarmil-du hæðadrög norður af Yongpu á sínu valdi. ------------*--------- Reykjavíkurlið á mófi Akurnes- ingum á morgun Á MORGUN kl. 2 fer fram á íþróttavellinum knattspyrnu- ; kappleikur milli íslandsmeist- j aranna frá Akranesi og úrvals liðs úr knattspyrnufélögunum j í Reykjavík. Lið þetta, sem! valið var af knattspyrnuráði Reykjavíkur, skipa eftirtaldirj knattspyrnumenn: Markmaður . Bergur Bergsson KR, hssgrii bakvörður Karl GuðmundssonS Fram, vinstri bakvörður Hauk"* ur Bjarnason Fram, miðfram-§ vörður Einar Halldórsson Val.f vinstri framvörður HaU.dórf Halldórsson Val, bægri fram-j vörður Gunnar Sigurjónssonj Val, hægri útframherji Ól£\jrj Hannesson KR, hægri innframj herji Gunnlaugur Lárussonj Víking, miðfrámherji Sveinn t. Helgason. vinstri innframherjii Gunnar Guðmannsson, vinstri J útframherji Reynir Þórðarson- Víking. Varamenn: Helgi Dan-j íelsson Val, Steinn Steinsson KR, Hörður Fehxson KR, Bjarni Guðnason Aíking og^ Gunnar Gunnarsson Val. runivarp Gylfa um sérsköttun njóna íil fyrsfu umræðu í gær IIJCX ME:Ð 30 ÞÚSUND KKÓNA ÁRSTEKJUR siga s&mfcvæmt núgildandi ekattalögum- cg reglum að jreiða 4120 kr. í skatt og útsvar, en samkvæmt frum- viarpi-GyMa Þ. Gíslaeonar um sérsköttun hjóna ekki nenva 2825. Nemur lækkunin 1295 kr. En hjón með 40 þúis. kr. tekjur mundu greiða 1980 kr. lægri skatta en ácur samkvæmt frumvarpinu. HINN ALMENNI kirkju- fundur hefst á morgun meðj guðsþjónustu, sem fram fer í dómkirkjunni kl. 11, dr.l Kristian Schelderup, biskup; frá Noregi prédikar. Síðan verður fundurinn sett] 'ur í dómkirkj unni kl. 2. Frumvarp Gylfa kom til fyrstu umræðu í neðri deild í gær. Gerði hann þar grein fyr- ir frumvarpinu og drap á höf- uðágalla núgildandi skattaálagn ingarreg’na, sem sé þá, að of lítill munur væri á skattgreiðsl um einhleypra og skattgreiðsl- um hjóna og að atvinnutekjur giftrar konu skuli vera lagð- ar við tekjur manns- hennar til skattaálagningar. En sam- kvæmt frumvarpinu eiga hjón að vera sjálfstæðir skattþegnar ar hvort um sig, hvort sem kon an vinnur utan heimilis eða ekki. DÆMI UM RANGLÆTIÐ. Gylfi tók mörg dæmi, sem sýna hve mikið ranglæti er í því fólgið að skattleggja tekj- ur hjóna sameigin’ega. Skulu hér nefnd hin heLtu: Bæði hjónin stunda laun aða atvinnu og hafa 20 þús- und krónur í árslaun hvort. Þau eiga áð greiða samkv. núgildandi reglum 6720 kr. í skatt og útsvör. Væru þau ógift, greiddi hvort þeirra 2340 kr. eða bæði 4680 kr. Þannig greiða þau 2040 kr. eða 44% meira í skatt, af því að þau eru gift. Ef ei /inmaðurinn hefur 32 þús kr. í tekjur, en kon- an 18 þús. eiga þau að greiða 11.110 kr. í skatt, en væru þau ógift, næmu skatt ar þeirra aðeins 7285 kr., væru 3825 kr. lægri. Hjóna bandið kostar þau 53% skattahækkun. En það er ekki nóg, sagði ylfi, að ráða bót á þessum á- al’a skattalaganna. Það nægir kki að hætt sé að sýna þeim ikonum, sem vinna utan heim- ilisins, sérstakt ranglæti, því ð sé þeim sýnd sú sjálfsagða jsanngirni að telja þær sjálf- istæða skattþegna, verður einn 'g að rétta hlut þeirrar konu, em eingöngu vinnur húsmóð- rstörfin á heimili sínu. Hún vinnur í rauninni fyrir hluta f tekjum manns síns, sparar heimilinu útgjöld og á því luta af tekjum þess, og gildir etta hvort sem maður henn- r er launþegi eða stundar 'sjálfstæðan atvinnurekstur. 'ók Gylfi svo eftirfarandi æmi til að sýna ranglætið á essu sviði; Heildarútgáfa íslenikra forn á ensku er að hefiasf EITT DÆMI ENN. Ókvæntur karlmaður og ógift kona hafa 15 þús. kr. hvort um sig, en það eru að éins þurftartekjur. Má gera rá'ð fyrir, að þau komizt að- eins af með þessar tekjur mcð því að þjóna sér sjálf hvort um sig, matbúa fyrir sig sjálf o. s. frv. Þau eiga að grciða 1410 kr í skatta og útsvar hvort, eða 2820 Framhald á 7. síðu. 18-19 þúsund manns hafa séð kabarettinn í GÆRKVÖLDI kl. 9,15 var 25. sýning Sjómannadagskaba rettsins haldin í Austurbæjar- bíó, og hefur ekki enn þá minnkað aðsóknin. Sýningum lýkur 15. þ. m. Um 18—19 þús und manns hafa nú séð sýn- inguna. Vegna þessarar gífurlegu að sóknar, telja ráðamenn kaba- rettsins að ekki verði nokkr- ir möguleikar á að senda kaba rettinn út á land, eins og ósk- að hefur verið eftir. ♦----------- Tólf sfunda hvíld... Framh. af 1. siðu. 1 hann, svo að fyllilega réttlátt er að lengja hvíldartíma þeiri'a upp í 12 stundir á öllum veið- um. Togarasjómenn og útgerðar menn hafa nú samið um 12 stunda hvíld á sumum veiðum, og er almennt viðurkennt, að útgerðin hafi ekki hlotið neitt tjón af því. Ýmislegt mælir með því, að heppilegast sé, að algert samkomulag náist þeirra í milli um þetta mál. En því er ekki að heilsa. Þvert á móti er ekki annað sýnna en á ný dragi til stórra deilna um hvíld artímann, og til að fyrirbyggja skaðlegar tafir og tjón vegna vinnudeilu, þar sem hvíldar- tíminn væri aðalágreiningsefn ið, væri gleðilegt, ef alþingi bæri gæfu til að samþykkja þetta frumvarp, auk þess sem það viðurkenndi um leið skil- yðislausa réttlætis. og mann- úðarkröfu sjómannanna, sem þeir munu fylgja eftir af mik- illi alvöru og festu. Sigurður Norðdal prófessor og G. Tur- viIle'Petre verða ritstjórar útgáfunnar. ----- -— HAFINN er undirbúningur að útgáfu íslenzkra fornbók-* mennta í enskri tungu fyrir atbeina íslenzkra og brezkra manna, og annast brezkir og íslenzkir fræðimenn útgáfustarfið undir forústu dr. Sigurðar Norda’s prófcssors og G. Turville-Petíe, kennara í íslenzkum fræðum við háskólann í Oxford. Ræddi dr. Sigurður Nordal við fréttamenn í gær um þessa fyrirhug- 1 uðu útgáfustarfsemi, sem hann kvað merkustu tilraun, sem ger8 hcfði veri’ð í því skyni að kynna umlieiminum fornbókmenntir vorar, og væri því mikið í húfi, að liún tækist sem bezt. Fyrir allmörgum árum síðan* ;------------------- athugaði prófessor Nordal mögúleika fyrir líkri útgáfu- starfsemi. Hafði hann „Loeb’s Classical Library“ einkum í huga sem fyrirmynd, en þeirri útgáfu er þannig hagað, að frumtextinn er prentaður á vinstri síðu opnunnar, en enska þýðingin á þá hægri. Ræddi prófessorinn þessa hugmynd við brezka menntamenn og danska bókaútgefandann Munksgaard, sem íslendingar kannast við, meðal annars fyr- ir hinar vönduðu útgáfur hans af ljósprentunum íslenzkra fornsöguhandrita. Skkert varð þó úr framkvæmdum í það skiptið, meðal annars fyrir þá sök, að Munksgaard taldi slíka útgáfu mundu 7erða mjög dýra. Skömmu síðar skall síð- ari heimsstyrjöldin yfir, og var þá þýðingarlaust að hugsa um °Iíkt að sinni til. Þegar styrjöldinni lauk, var hafizt handa þar sem áður var frá horfið, c/j var það Sigur- steinn Magnússon, aðalræðis- maður íslendinga á Skotlandi, sem einkum vann að því, að takast mætti að hrinda hug- mynd þessari í framkvæmd. Kveður prófessor Sigurður Nordal það Sigursteini Magn- ússyni mest að þakka hversu giftusamlega tókst til; hafi fylgi hans reynzt þungt á met- unum, enda sé hann maður með afbrigðum vel látinn, kunnugur flestum málsmetandi mönnum og njóti virðingar allra, er honum kynnast. Síðla í sumar var málinu það vel á veg komið, að prófessor Nor- dal sat fund með Sigursteini og fulltrúa brezka útgáfufyr- irtækisins Nelson & Sons, H. P. Morrison og G. Turville- Petre, og gengu þeir frá áætl- unum og fyrirkomulagi fyrir- hugaðrar útgáfu, að svo miklu leyti sem unnt er að svo komnu máli. Verður útgáfa þessi með svipuðu sniði og „Loeb’s Classical Library11, en í stærra broti og með stærra letri, eða eins og bókaflokkur sá, er Nelsonsfyrirtækið hefur gefið út og nefnist „Medival Classics“. Nokkrar skýringar verða neðanmáls, einkum mið- aðar við brezka lesendur, en hvað íslenzka textann snertir, verður að mestu leyti farið eftir textanum á íslenzku fornritaútgáfunni, tn þó með Framhali á 7. síðu. Síra Hermann Gunn-- arsson á Skúfu- stöðum fellur í stiga og bíður bana ; ÞAÐ SVIPLEGA SLYS varð að Skútustöðum við Mývatn á miðvikudaginn, að presturinn þar, sr. Hermann Gunnarsson, féll í stjga og b/ið bana af nokkru síðar. Slysið gerðist skömmu eftir hádegi. Var síra Hei'mann að bera þungan' mjölsekk niður x kjallara hússins, en.varð föta- skortur í miðjum stiganum og féll niður á steingólfið fyrir neðan. Mun höfuðkúpan hafa. brotnað. Síra Hermann var þó með fullri rænu, og var þegar sóttur til hans læknir og flug- vél pöntuð frá Akureyri, þvf ætlunin var að flyf.ja hinn slasi aða mann í sjúkrahús. En umi það leyti sem flugvélin kom, þyngdi síra Hermanni og lézt hann skömmu síðar. Síra Hermann Gunnarsson var aðeins um þrítugsaldur og hafði verið þjónandi prestur að Skútustöðum í tvö ár. Hannt lætur eftir sig konu og unga dóttur. Umferðarmerki eyðilögð. FYRIR NOKKRUM DÖGUM voru sett upp umferðarmerki eða aðvörunarmerki um gæti- legan akstur á horni Stórholts og Þverholts, einnig neðar við Þverholtið, skammt frá því, þar sem göturnar mætast. Var þetta mjög þörf ráðstöfun, þvi að á þessum hornum er mikil slysahætta. En ekki voru merki þessi fyrr komin upp, en ein- hverjir spellvirkjar byrjuðu að skekja þau til og beygja þau, og í gærmorgun var búið að fullkomna skemmdarverkið og eyðileggja bæði aðvörunar- merkin Þannig er menningiis: í Reykjavík á vorum dögum! ]

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.