Alþýðublaðið - 16.11.1951, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.11.1951, Blaðsíða 6
6 ÁLÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 16. nóvember 1951 Frú Dáriðtu pulheixsu: A ANÐLEGDM VETTVANGI Nú er tunglsljós kvöld eftir kvöld og tunglsljósiö er ekkert lamta að leika sér við á andleg- um vettvangi. t>að er stórhættu legt ungum sem gómlum; það gera geimgeislar- þess, sem smjúga í gegnum hverja flík og gluggarúður og jafnvel veggi. Þeir hleypa 'Siris konar gerjun í tilfinningalífið; þetta er vís- indalega sannað í útlöndum og þar er sama tungl og hér og móttökuhæfni manna fyrir geislunum víst sízt minni. En það er ekki svo gott að gera við þessu; það er ekki gott að byrgja fyrir íunglið, að minnsta kosti. ekki á meðan ó- fundið er einangrunarefni, sem geimgeislarnir komast ekki í gegnum. Það eina, sem hægt er að gera í málinu, er að efla mótstöðu í sálinni gegn áhrif- um þeirra; það er hægt, en það kostar stöðuga andlega þjáifun og sjálfsafneitun. Og það er nú einu sinni svona með þessa sjálfsafneitun, það eru ekki all- ir, sem vilja vinr.a það fyrir þroskann að le'ggja hana á sig. Sízt unga fólkið, sem er þó í mestri hættunni. Maður veit hvernig það lætur í tunglsljós- inu; -— enn verr heldur en við að minnsta kosti, þegar við vor um ung. Bezta ráðið held ég væri að stofha til samtaka. Víðtækra samtaka gegn tunglinu, eða öllu heldur áhrifum þess, — tunglskihsrómantíklnni, ef svo mætti segja. Þessi samtök gætu unnið og starfað ó tvennan hátt. Fyrst með almennri fræðslustarfsemi og svo með skemmtanastarfsemi. Ef til vill væri hægt að sameina þessa starfsemí að meira oða minna leyti, og það væri vitanlega íeskilegast. Skemmtunum mætti haga eitthvað svipað og skemmtun- um góðtemplaranna, — þeir berjast gegn áfenginu, og því eru og þeirra skemmtanir ón áfengis; þessi samtök berðust gegn tunglskinsrórnantíkinni, og því yrðu skemmtanir þeirra án allrar rómantíkur. Bara and legur upplestur og annað þess háttar, andleg fræðsia, andleg skemmtiatriði eins og hugsana- flutningur og ef til vill skemmti legir spilagaldrar; það yrði miklum mun erfiðara með mús íkkina, hún er svo rómantísk í eðli sínu, að það yrai ákafiega örðugt að finna eða velja nokkra þá músíkk, sem ekki gæti eitthvað ýtt við þeim til- finningum; það væri þá helzt eitthvað symíoniskt eftir Jón minn Leifs. Á fræðslufundun- um mætti svo flytja erindi um hættur tunglskinsrómantíkur- innar fyrir þjóðlegt siðferði, og h.vað utanríkismálin snerti, þá gætu samtökin hafið markvísa baráttu fyrir því, að hermönn- um yrði ekki hleypt í bæinn á tunglskinskvöldum.--------- Það veitir ekki af að hefjast þegar handa; það get ég sagt ykkur. Um aldaraðir hefur kariinn í tunglinu glott í mein- legum fögnuði yfir vel heppn- aðri skemmdarverkastarfsemi geimgeislaverltana si.nna á sólir syndugra og breyskra jarðar- barna. Og nú glottir hann enn gleiðara en fyrr vegna þess að nú eru jarðarbörnin enn veik- ari fyrir en nokkru sinni fyrr. Og það yrði íslenzkri þjóð til ævarandi sóma, ef henni auðn- aðist að hafa forgönguna á þessu sviði, með stofnun fyrstu samtaka gegn tunglinu og geislaverkunum þess. Ég þykist þegar hafa sýnt fram á hvernig skipuleggja beri slík samtök og haga starfi heirra, svona í stórum dráttum. Það er bara þetta, — með hvaða aðferð ætti að fá æskuna til að sækja samkomur þar sem engin rómantík kemur til greina; en það vamlamál eftir- læt ég öðrum; það er varla hægt að ætlast til þess af mér, að ég geri allt saman ein.--- í andlegum friði. Dát'íður Ðulheims. ÖRYGGI (Vartappar) 10—15—20—25 ampei;, einnig 50 og 60 amper. Einangrunarband. Tvítengi, þrítengi, snúrutengi, snúrurofar, loftnetsrofar, tengiklær, borðlamparofar, fátn- ingar venjul. og kerta- perufatningar, strau- járnselement, 550 og 750 watta. Könnuelem- ent 600 og 750 watta. Suðuplötuelement, 750 watta. Eldavélaelement. Rofar, inngreyptir og utanáliggjandi. Tenglar, inngreyptir og utanál. Samrofar, utanál. Krónurofar,, inngreyptir og margt fleira. VÉLA- OG RAF- TÆKJAVERZLUNIN, BANKASTRÆTI 10. SÍMI 6456. TRYGGVAGÖTU 23. SÍMI 81279. ■Framhaldssagan IÖS" Helga Moray : Saga frá Suður-Afrfky Hvers vegna giétum við ekki farið eins að hér? Hvers vegna getum við ekki búið í sátt og samlyndi sem ein þjóð, Suður- Afrikanar?11 spurði hún og lét sig hvergi. „Slík lausn gæti aldrei kom- ið til greina. Bretar hafa beitt okkur svo rniklu ranglæti og kúgun, að þeim verður það aldrei fyrirgefið.“ Henni varð litið á hann. Hann beit á vör- ina og starði fram undan sér, hvössum, köldurri augum. Betra að fai’a varlega að öllu, og reita hann ekki til reiði, þegar hann hefur sett upp þennan svip, hugsaði hún. ,,En, vinur minn; þeim virð- ist samt sem áður stöðugt fara fjölgandi meðal Búanna sjálfra, sem skilja sjónarmið Breta,“ mælti hún, ,,ekki hvað sízt hér í nýlendunni.“ „Það er ekki það, að við skilj um þá ekki, heldur hitt, að okkur fellur úr hófi fram illa við þá og öll þeirra sjónarmið. Það ríður baggamuninn. Við skulum aðeins athuga fram- ferði þeirra hérna í nýlend- unni. Hvernig í ósköpunum stendur á því, að þeir skuli leyfa sér að fela einum manni það hlutverk að stjórna okk- ur?“ svaraði hann. „Það stendur til bóta, Páll. Þú sagðir sjálfur, að þú yrðir að telja árangurin.n af samtali. ykkar landstjórans betri en þú hefðir þorað að búast við, og að þú teldir líkur til, að kröf ur þínar um ráðsfulltrúa yrðu teknar til yfirvegunar,“ mald- aði hún í móinn. „Já, það virðist að minnsta kosti ekki með öllu útilokaðv“ Hann varpaði vindlingsstubbn um út um vagngluggann. ,.Það veit guð, að þá yrfti ég glaður ef ég bæri gæfu til að hrekja hvern einasta Breta á brott úr landinu . . . út í hafið .Rödd hans var hörð og hranaleg og svipur hans- myrkur. Hún greip um arm honum. „Vinur nvnn, — það tekst þér aldrei. Til þess- eru Bfetarnir of voldug þjóð. Það væri, dirfskubragð mikið af Bnun- um að leggja til orustu við þá, — en um leið heimskulég of- dirfska. Bretar myndu þá flytja hingað ógrynni liðs og bókstaflega uppræta hersveit- ir ykkar og. tortíma þjóð ykk- ar,“ mælti hún lá^i. „Það veit ég ekkert um,“ mælti hann reiðilega. „Þjóð- verjar eru voldugir, engu siður en Bretarnir, og Þjóðverjar eru hlynntir okkur og okkar máls'tað. Já, hver veit . . . hver veit nema hin þögla slétta berg máli orustugnýinn einhvern góðveðursdaginn . . „Guð minn góður. Til þess má aldrei liomá. vimir minn,“ svaraði hún. Hann færði sig íjær henni í sætinu. „Iiver veit það . . . hver veit það . . .“ tuldraði hann. Skyndilega skók stormsveip ur vagninn Hestarnir tókLi við- bragð og ráku upp hnegg. Páll leit út um vagngluggann. „Út- litið er ekki sem bezt,“ sagði hann. „Ég geri ráð fyrir að suð austanstormur sé í aðsigi.“ „Það væri leið landtaka fyr- ir aumingja mömmu og svstur mínar,“. mælti Katie. ..En þetta verður vonandi ekki nema stutt vindhviða.“ Þegar þau náðLi til Höfða- borgar, réttri klukkustund síðar, var Katie örðin vondauf og döpur. Himinninn var myrkur og hvassviðrið færðist stöðugt í aukana. Stormsveip- irnir skófu sandinn af götun- um, rifu upp tré með rótum eða brutu þau, og ljóskera- staurarnir skulfu og titruðu við átök þeirra. Og svo heitur var stormurinn að hann brann á andliti manns, rétt eins og hann legði frá glóandi kolum. Vagnin skókst og hristist og Jantse átti fullt í fangi með að ráða við hestana. Þau námu staðar hjá af- greiðslubyggingu skipafélags- i.ns. „Bíddu hérna, Katie,“ sagði Páll. „Ég ætla að skreppa og spyrjast fyrir um skipið. Ég kem aftur að vörmu spori.“ Hann hvarf inn í bygginguna og kom aftur eftir skamma stund, en svo vav hvasst, að hann varð að spyrna fast við fótum til að standa af sér stormsveipina. „Þeir búast við skipinu inn á höfnina eftir tvær eða þrjár klukkustundir,“ sagði hann. „Við skulum skreppa hérna inn í kaffihúsið á meðan og fá okkur hressing.u. Svo ggtum við farið niður að liöfninni og horft á skipið leggjast við fest- ar, þegar þar að kemur.“ Hann lyfti henni úr vagrrinum, og það lá við sjálft að stormurinn feykti öllum sex pilsunum, sem hún var í, upp fyrir hné henni. Reyndu að skýla augum hestanna fyrir sandfökinu með einhverju, Jantse,“ kallaði Páll og studdi Katie með sínum sterku örmum gogn s-torm- svedpunum. Svo leiddi. hann hana móti veðrinu inn í kaffí- húsið. Nokkrum stur.dum síðar stóðu þau hlið við hlið á strörid inni í hópi manna, sem störðu með eftirvsentingu og- ótta út á hið stormæsta haf. Holskefl- urnar brotnuðu við bryggjur og kietta; Katie hjúfraðí sig að Páli, miður sín af ótta;og.kvíða 1 og reyndi: að teljfl sér. trú um, ao þessi martröð hlyti senn að vera á enda. Ef Páll hefði ekki stutt hana, myndi hún ekki hafa haldizt þarna vio: hún gat með naumindum haldið opnum augunum fyrir sæarifinu. Hver holskeflan á eftir ann- arri æddi í óslitinni röð upp að klettunLim, þar sem þær brotnuðu með drynjandi gný og löðrið þeyttist hátt í loft upp, þegar faldar þeirra skullu að grjótinu. Seltan. brann á vöngum þeirra, er á ströndinni stóðu, og einhvers staðar úti í þessu ægilega haf- róti, barðist hið stóra seglskip við stormsveipi og sjói. Almátt ugi guð á himnum, haltu vernd arhendi þinni yfir skipi og. á- höín, bað Katie; verndaðu það fyrir þessum válegu brotsjó- um og bjóð storminum að lægja átök sín. Almáttugi guð, leiddu skipið heilt í höfn. . . Nú sá hún seglskipið, þar sem það hófst öðru hverju upp á öldLihryggina, en hvarf svo sjónum hennar, þegar það seig niður í öldudalina. Hægt og hægt miðaði því nær landi; barðist um hvern spöl við æð- andi hafsjói og hvassviðrið, sem virtist haía gengið í fóst- bræðralag í því skyni að tor- tíma skipinu og áhöfn þess. „Heldurðu að það nái í höfn, Páll“, kallaði Katie og reyndi að yfirgnæfa stormhvininn og öldLignýinn. „Það held ég,“ svaraði hann, „en það á enn eftir örðugasta spölinn, —• fyrii* Váboðann.“ Katie virtist hafrótið færast enn í aukana og stormsveipírn- ir sterkari en nokkru sinni fyrr. Var hugsanlegt, að skip- ið stæðist bessi ógurlegu átök höfuðskepnanna, eða .... þær liða það í sundur og tor- tíma jþW? Guð minn góður, verndaðu mömmu og svstur mínar, bað Katie, og starði án afláts út í brimrótið í þeirri veiku von, að sjá skipið skríða fram hjá klettunum. Skipið hófst upp á öldufald- inn, seig síðan hratt niðrir, — svo að síðustu sá ekki einu. sinni á siglutopoana. Löng stund leið, sjóirnir hófust og hnigu, en skipið kom ekki aft- ur í liós. Guð minn góður . . hvað hafði gerst? „Páll . . Páll . . hvað er að?“ „Það má guð viia . . ?“ Einhvers staðar kvað hátt og skerandi óp, nístandi sárt vein. „Þama er skipið,“ kallaði Páll óttasleginn. Katie leit þangað, sem hann benti. Þar lá skipið í hafrótinu og' hall- aðist á hlið eiris og sært dýr, en holskeflurnar æddu að byrðing þess eins og þær vildu brjóta það sem fyfst í spón í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.