Tíminn - 06.02.1964, Qupperneq 1

Tíminn - 06.02.1964, Qupperneq 1
VORUR BRAGÐAST BEZT 30. tbl. — Fimmtudagur 6. febrúar 1964 — 48. árg. ALMNGIMOH ÞEGAfi STEFNU STðRIDJUMAlA TK-Reykjavík, 5. febrúar. — Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, krafðist þess á Alþingi í gær eftir upplýsingar iðnaðarmálaráðherra um viðræður við erlenda aðila um byggingu alúmíníumvers og olíuhreinsunarstöðvar hér á landi, að Alþingi væru þegar fengin þessi mál til athugun- ar og þingið mótaði stefnuna í þessum málum áður en lengra væri haldið. Umfram allt yrði að leita samvinnu og samstöðu um þessi mál, sem væru einhver þau mikilvægustu fyrir framtíð þjóðarinnar. Fúsir að reisa hér olíuhreins- unarstöð JÓHANN HAFSTEIN, ifínaðar- tnálaráðherra, svaraði einnig fyr- irspurn um hugsanlegan rekstur nlíuhreinsunarstöðvar hér á landi. Upplýsti hann að bandarískt fjár- festingarfyrirtæki, J. H. Whitney i New York hefði lýst sig fúst að reisa hér á landi olíuhreinsunar- Stöð og útvega fjármagn til henn- ar, en reiknað er með að stöðin muni kosta 300 til 350 milljóntr króna. Viðræður hafa átt sér stað við einkaaðila og er gert ráð fyr- ir, að íslendingar eigi stöðina að meirihluta til og jafnvel, að hinn trlendi aðili selji fsiendingum sinn hlut eftir nokkur ár. 100 manna starfslið myndi verða við slíka stöð og miðað við, að greiða stöðina niður á 10 árum enyndi gjaldeyrissparnaður þjóðar- innar af rekstri stöðvarinnar nema 75 milljónum króna á fyrsta ári, 112 milljónum eftir 10 ár og 116 eftir 15 ár. Eysteinn Jónsson 'lagði áherzlu á það, að hann teldi, að slík stöð yrði að vera undir fullkomnum Vilja reisa alúmínium iðjuver hér TVÖ erlend stórfyrirtæki, Swiss Aluminium og American Metal Climax, hafa hug á að reisa , eiga og reka hér á landi í sameiningu aluminiumiðjuver og standa nú yf- ir könnunarviðræður stóriðju- nefndar og raforkumálastjórnarinn ar við stjórnendur þessara fyrir- tækja. Jafnframt standa yfir við- ræður við Alþjóðabankann vegna hugsanlegrar lántöku til að reisa 105 þús. kílóvatta raforkuver í Þjórsá við Búrfelll, sem er skil- yrðið til þess að aluminiumiðju- verið geti starfað. Orkuverið er á- ætlað að muni kosta um 1110 mill- jónir króna og er hugsunin sú, að fjárútvegun til þess verði byggð á orkusölusamningi til langs tíma við aluminiumverið. Reiknað er með 30 þús. tonna aluminium- bræðslu í þessu sambandi og myndi hún nota um helming raf- orkunnar frá orkuverinu en um- framorkan myndi fullnægja hinni almennu raforkuþörf í landinu um langa framtíð. Frá þessum stórtíðindum skýrði Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráð- herra, á Alþingi í gær, er hánn svaraði fyrirspurn hér að lútandi. Eysteinn Jónsson, foirnaður Fram- sóknarflokksins, kvaddi sér hljóðs og markaði afstöðu Framsóknar- flokksins til þessara mála og er hennar getið hér að ofan, en all- ýtarleg frásögn af umræðunum um þetta mál á Alþingi í gær er á þingsíðu blaðsins, bls. 6. Aluminiumverið myndi kosta um 1100 milljónir króna og veita FramhalO á 15 síðu MYNDIN er tekln af goslnu i fyrrlnótt — úr Eyjum. (Ljósm.: Ásmundur). L0GAR Landbúnað- ur í Lídó Landbúnaðarmál eru mikið á dagskrá núna og til marks um það, hefur Stúdentafélag Reykjavíkur boðað til almenns umræðufundar í Lídó á laugardaginn. Fundurinn hefst kl. 2 e.h. og er öllum heim- ilJ aðgangur og þátttaka í umræð um. Umræðuefnið er „Áptandið í íslenzkum landbúnaði“. Frummæl- endur verða þeir Stefán Aðal- steinsson, búfjárfræðingur og Gunnar Bjarnason, kennari á Hvanneyri. Þeir voru báðir á fundi um landbúnaðarmál í Borgarnesi s.l. laugardag og birtir blaðið úr- drátt úr umræðunum á þeim fundi á bls. 8 i blaðinu í dag. Ekki er að efa að umræður munu verða fjörugar, en blaðaskrif frummæl- enda að undanförnu hafa vakið athygli. FB-IGÞ-Reykjavík, 5. febr. ,,ÉG Á ENGIN ORÐ til þess að lýsa því, hvað gosið í Surti var stórkostlegt í dag," sagði Atli, fréttaritari Tímans í Vestmannaeyjum, sem fór út að eyjunni í dag á bátnum Ilaraldi. — Við fórum út á Har aldi klukkan eitt í dag. Með bátnum voru tveir vísinda- menn frá Lundúna-háskóla, annar þeirra er einn af yf irmönnum jarðfræðideildar skólans. Þá var þarna Banda ríkjamaður frá Veðurfræði- félagi Bandaríkjanna, og er hann hér sérstaklega til þess að rannsaka þrumur og eld- ingar, og svo var þarna ann- ar Bandaríkjamaður og einn frá Suður-Rhodesiu. Auk þessa voru á Haraldi íslenzk- ir vísindamenn, fréttamenn og áhugaimenn héðan úr Eyjum. — Við sigldum út að Surtsey og vorum komnir þangað um þrjú-leytið og það eru engin lýsingarorð til til þess að lýsa gosinu. Það sló á það öllum litum og eldsúlan hefur verið um 200 metra há. Við lögðum síðan af stað aftur til Vest- mannaeyja kl. um 6,30, og þegar við vorum að leggja ,if stað urðu skyndilega umbrot niðri í gígunum tveiimur, sem eru nýbyrjaðir að gjósa Framhald á 15. sfðu. og eru á vestanverðri eyj- unni og allt var upp ljómað af eldinum sem stóð upp úr gígunum. Það koma fljúg- andi stórir, glóandi steinar upp úr gígunum, og svo velta þeir glitrandi eins og demantar niður hlíðarnar, það er ekki hægt að lýsa þessu með orðum það er svo stórkostlegt. Tíminn náði tali af Sig- urði Þórarinssyni, er hann kom til Reykjavíkur um eil- efu-leytið í kvöld úr ferð sinni til Surtseyjar. — Hann sagði að gosið hefði verið með fallegasta móti í dag- Undir miðnætti laug- ardaginn 1. febrúar hefði orðið sú breyting á, að þá hefði myndazt nýr gígur á eyjunni vestanverðri. sem spýr eldleðju með alveg sama hætti og Askja. Eini mismunurinn á Öskjugosinu og gosinu í Surtsey, eins og Framhald á 15. sfSu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.