Tíminn - 06.02.1964, Side 2
MIÐVIUDAGUR, 5. febr.
NTB-Brussel. — Hörkudeilur
hafa risið innan EBE, vegna
þeirrar ákvörðunar V.-Þýzka-
lands að banna innflutning á
eggjum. Það er cinkum Holl.,
sem mótmælir þeirri ákvörðun.
NTB-Bankok. — Utanríkis-
ráðherrar Malaysíu, Indónesíu
og Filippseyja komu saman til
fundar i dag um Malaysíudeil-
una.
NTB-Porsgrunn. — Kaupmað
ur einn í Porsgrunn í Noregi
hefur ákveðið að hætta að selja
vindlinga í verzlun sinni, því
að hann vill ekki freista ann-
arra.
NTB-Saigon. — Líklegt er tal
ið, að nýi leiðtoginn í S.-Viet-
nam, Nguyen Khanh, muni
gera grein fyrir hinni nýju
stjóm landsins á morgun-
NTB-Washington. — Banda-
ríska stjómin hefur ákært
stjómina í Ghana fyrir að hafa
hvatt til mótmælaaðgerðanna
gegn USA í Acera í gær.
NTB-París. — Gaston Deff-
erre, forsetaefni franskra jafn-
aðarmanna, hefur boðið þeim
W. Brandt, borgarstjóra i V.-
Berlín, og H. Wilson, form.
brezkra jafnaðarmanna, til
fundar við sig bráðlega.
NTB-Stokkhólmi. — Viðræð-
ur SAS og brezku yfirvaldanna
um löndunarréttindi SAS í
Prfestwick, Skotlandi, hefjast að
r.ýju 17. febrúar n- k.
NTB-Kmh. — R. Butler, ut-
anríkisráðherra Breta, sagði í
Kaupmannahöfn í dag, að de
Gaulle skyldi varast að nálgast
Rauða-Kína á eigin spýtur. —
Butler er í opinberri heimsókn
í Danmörku.
NTB-London. — Valentina
Teresjkova, sovézka geimkonan
fræga, var mjög vel fagnað i
London í dag. Hún fékk áheyrn
drottningarinnar, og var sæmd
heiðursmerkjum.
NTB-Oslo. — Fyrstu viðræð-
ur norsku bændasamtakanna
og ríkisins um endurskoðun
verðs á landbúnaðarvörum
verða á morgun. Samningurinn
rennur út 1. júlí.
NTB-Mineola. — Lögreglan í
Mineola í New York-ríki stend-
ur í mikilli herferð gegn gleði-
konuim bæjarins, og hefur þeg-
ar fangelsað 13 stykki.
NTB-Tuskegee. — Sex negr-
um var í dag neitað um inn-
aöngu í æðri skólann í bænum
Notasulga í Alabama.
NTB-Lima. — 8000 perúskir
bændur, sem allir eru jarðlaus-
ir, hófu mótmælaaðgerðir í
gær. Lögreglan skaut á þá, og
létust 12, þar af 5 konur.
NTB-Buenos Aires. — 1000
manns misstu heimili sín, þeg-
ar um 200 skúrar í fátækra-
hverfi, rétt utan við borgina,
brunnu í gær.
ÍSKYGGILEGT Á KÝPUR
Bandarískir borgarar fluttir frá Kýpur — málið fyrir Öryggisráð SÞ?
NTB-Nicosíu og London, 5. febrúar.
Bandaríkjamenn flytja nú bandarískar konur og börn frá
Kýpur, eftir að nokkrar sprengingar urSu við bandaríska
sendiráðið í Nicósíu í gær. Bandaríkjamenn segja, að rekin
sé á Kýpur skipulögð áróðursherferð gegn Bandaríkjunum.
U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur frest-
að Afríkuferð sinni vegna ískyggilegs ástands í Kýpurdeil-
unni, og mun Öryggisráðið líklega ræða málið innan skamms.
Fyrsti hópurinn. sem fluttur var
frá Kýpur í dag, var eingöngu
konur og börn, 135 talsins. Litlu
seinna fór önnur flugvél frá
Nicosíu með 128 manns. Báðar
flugvélarnar stefndu til Beirut í
Libanon. Bandaríski sendiherrann
á Kýpur, Fraser Wilkins, gaf leyfi
til flutninganna seint í gærkvöld,
eftir að tvær sprengjur voru
sprengdar fyrir utan sendiráðs-
bygginguna í Nicósíu. Alls eru
um 1800 Bandaríkjamenn á Kýpur.
Wilkins sagði í dag, skömínu
áður en fyrsta flugvélin flaug frá
Nicósíu, að svo virtist, sem grísk-
ættaðir Kýpurbúar væru ekki vel
viljaðir Bandaríkjunum, en benti
á, að svo væri alls ekki um ríkis-
stjórn Kýpur farið. — í tilkynn-
ingu frá sendiráðinu í dag er sagt,
að sett hafi verið af stað vel skipu
lögð herferð gegn bandaríska
sendiráðinu, og að þeirri herferð
sé haldið áfram, þrátt fyrir mót-
mæli sendiráðsins við stjórn Kýp-
ur. í gærkvöldi voru tveir bílar
sem Bandaríkjamenn áttu, brennd
ir.
Seinna í dag tilkynnti U Thant,
framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, að hann myndi fresta
ferð sinni til ýmissra Afríku-ríkja
og halda heim til New York á
morgun. Mun U Thant sem var
staddur í Túnis hafa frestað ferð
sinni vegna þess, að ástandið á
Kýpur verður nú ískyggilegra, og
er talið að Öryggisráðið verði kall
að saman til fundar bráðlega, þar
sem Makarios erkibiskup, forseti
Kýpur, heldur fast við fyrri kröfu
sína um, að ef alþjóðlegt lögreglu
lið verði sent til Kýpur, þá verði
það í einhverjum tengslum við
Sameinuðu þjóðirnar.
Kyprianous, utanríkisráðherra
Kýpur, ræddi í dag á nýjan leik
við Duncan Sandys, samveldismála
ráðherra Breta, og gaf honum nán
ari skýringu á ýmsum atriðum
í svari Makaríosar við tillögu
Breta og Bandaríkjamanna um lög
reglulið Nato-ríkja.
Mótmælagöngur voru í Aþenu
í gær til þess að andmæla tillög-
unni um lögreglulið Nato-ríkjanna
og var bandaríska sendiráðinu í
Aþenu afhent mótmælaskjal.
NONA FÉKK VÍRAVIRKI
GB-Reykjavík, 5. febrúar
í gærkvöldi hélt Skáksamband
íslands kveðjuhóf í Þjóðleikhús-
kjallaranum fyrir keppendur í
hinu nýlokna alþjóðlega skákmóti,
og þá einkum fyrir hina crlendu
gesti. Afhenti forseti skáksam-
bandsins, Ásgeir Þór Ásgeirsson,
verðlaun sjö efstu keppendum, en
það eru langhæstu verðlaun, er
hér hafa nokkurn tíma verið veitt
á skákmóti, námu samtals 1200
dollurum. Þar af hlaut sigurveg-
arinn Tal þriðjunginn. í þessum
hópi var ekki kvennaheimsmeist-
arinn Nona Gabrindasvili, en Iiún
hlaut að gjöf frá skáksambandinu
hálsmen og festi úr víravirki sem
þakklætis og viðurkenningarvott
fyrir komuna og þátttökuna, en
hún var eini kvenþátttakandi í mót
inu.
Fyrstu verðlaun hlaut Tal með
12%,vinning, önnur Gligoric með
lli/2, þriðju til fjórðu Friðrik og
Johannessen með 9 hvor, fimmtu
Wade með 7V2, sjöttu Guðmundur
Pálmason með 7 og sjöundu Ingi
R. með 6 vinninga. (Næst í röðinni
varð Nona með 5 vinninga).
Áður en Ásgeir Þór afhenti verð
launin, þakkaði hann þátttakend-
um öllum fyrir góða og drengilega
framkomu, ríki og borgarstjórn fyr
ir örlæti til stuðnings mótinu.
Kvað hann það vaka fyrir honum
og öðrum í sambandsstjórn að
mót sem þetta yrði haldið á
tveggja ára fresti í framtíðinni,
réttindamót, það skyldi hafa rétt
indi til að gera þeim sem engan tit
il hafa, að verða alþjóðlegur meist
ari og einnig að alþjóðlegur meist
ari gæti hækkað í stórmeistara
Hefði sambandstjórn farið á stúf-
ana í haust og þá boðið til hins
fyrsta slíks móts hér þeim Szabo
frá Ungverjalandi, Larsen frá Dan-
mörku og Böök frá Finnlandi. —
Einnig hefði Guðmundi Arnlaugs-
syni, er þá hefði verið á ferð um
Bandaríkin verið falið að leita til
einhvers þarlends meistara og
bjóða hingað. Þessi fyrsta tilraun
hefði farið út um þúfur, af fjár-
hagsástæðum og öðrum. Kvaðst
Ásgeir Þór ekki hafa viljað gef-
ast upp við svo búið, og þá hefði
verið sent boð til þeirra fimm,
er hér væri nú verið að kveðja og
mundi þeirra koma hingað lengi
í minnum höfð. Ekki hefði sízt
verið fengur að fá hingað .jhpims-
meistara kvenha, Nonu Gabrinda-
svili, og vonaðist Ásgéir til að.
koma hennar yrði til að auka á-
huga íslenzku kvenþjóðarinnar á
skáklistinni og yrði þess vonandi
ekki langt að bíða, að konur sigr-
uðu eiginmenn sína við taflborð-
ið.
Þá hafði Ásgeir það eftir Gligor
ic, sem á sæti í nefnd þeirri, er
metur réttindi keppenda til meist
aranafnbóta, að Guðmundur Pálma
son hefði ekki vantað nema herzlu
muninn til að verða alþjóðlegur
meistari. Hann hefði fengið sjö
vinninga, en það sem þarf, er 7,1
sem síðan hækkast í 7,5 og gefur
hálfan titil. Taldi Gliðoric þetta
áreiðanlega verða metið í ljósi
fjarlægðarinnar af nefndinni Guð
mundi til tekna, er hann tæki næst
þátt í alþjóðlegu móti og yrði
heldur fengsælli svo að það nægði
til heils titils.
í veizlufagnaði þessum _voru
nærri hundrað gestir, keppendur,
skáksambandsstjórn, eiginkonur
og borgarstjórahjónin. Fyrr um
daginn hafði menntamálaráðherra
boð inni fyrir þátttakendur móts-
ins og forustumenn skákhreyfing-
arinnar.
Þrír hinna erlendu gesta fóru
Framhald á 15 síJo
16 að taka atvinnu-
fíugprófhjá Flugsýn
FB-Reykjavík, 5. febrúar.
Sextán menn eru um þessar
mundir á námskeiði hjá Flugsýn
og búa sig undir B-próf, sem veitir
þeim réttindi atvinnuflugmanna.
Nýlega lauk öðru námskeiði, þar
sem 20 menn tóku A-próf, og hafa
þeir nú réttindi sem einkaflug-
menn, og mega fljúga með far-
þega án ehdurgjalds.
Þetta eru fyrstu námskeið Flug
sýnar, og að sögn forstöðumanns-
ins Magnúsar Stefánssonar stóð-
ust A-prófið 20 menn með góða
meðaleinkunn, 80 stigum.
B-prófsnámskeiðið er nýbyrjað
og mun það standa fram í apríl.
Ásgeir Þór afhendir NONU hálsmen úr íslenzku víravirki.
Lét fallerast
í eplagarði
IGÞ-Reykjavík, 5. febr.
í gær og í morgun birtist frétt
í Vísi og Mbl. eftir enskum heim-
ildum, um konu, sem hafði verið
rænd í London. Hún heitir Christ-
ine Bungay. Þetta munu hafa þótt
fréttir hér, vegna þess að sögunni
fylgdi að um íslenzk-ættaða konu
væri að ræða.
1 morgun ótti svo Vísir tal við
Christine Bungay, og virðist sem
vel hafi farið á með hinni ræridu
konu og Vísi framan af í viðtalinu.
Gerir hún grein fyrir ætt sinni og
uppruna, sem allt er nú heldur
óljóst samt, íslenzkur faðir sem
flutti til Þýzkalands. En þar kem
ur í þessu símviðtali að stúlkan
lætur fallerast. Segir hún að afi
sinn íslenzkur hafi sagt að þau
hefðu búið í húsi í Reykjavík, sem
var steinsteypt að neðan en timb-
urhús að ofan og svo hefði verið
fallegur eplagarður í kringum hús
ið Virtist Vísi nóg boðið. Setti
blaðið fyrirsögn á fréttina „Er frú
Bungay svikakvendi?" og sagði að
konan seldi hunda o. s. frv. Eru
það ill eftirmæli við þann sem ekk
ert hefur af sér geít annað en
missa sem svarar einni milljón í
hendur ránsmanna.
Starfsemi F.í. evkst
HF-Reykjavík. 5. febrúar
í ljós hefur komið, að á síðasta
ári hafa flogið alls með Flugfélagi
íslands 103.615 manns, en á árinu
þar áður voru þeir 104.043. í því
sambandi verður að minnast þess
að tvö verkföl) voru á síðasta ári,
sem óhjákvæmileg áhrif höfðu á
farþegafjöldann og afkomu félags
ins í heild.
Farþegar í millilandaflugi Flug
félags íslands voru 28,937 á síð-
asta ári,
Fra msók na rvistin
FRAMSÓKNARVISTIN í Súlnasal
Hótel Sög'u hefst stundvíslega kl.
8,30 í kvöld. Húsið verður opn-
hð kl. 8. Aðsóknin er mikil. Upp-
lýsingar og aðgöngumiðar, með-
an til eru, fást í félagsheimilinu,
Tjarnargötu 26, sími 1 55 64. —
Vigfús Guðmundsson gestgjafi
stjórnar vistinni.
T í M I N N , fimmtudaginn 6. febrúar 1964 _
2