Tíminn - 06.02.1964, Side 7

Tíminn - 06.02.1964, Side 7
Útgefcindl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Tómas Arnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson, Ritstjómarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Banlcastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan. lands. f lausasölu kr. 4.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Orð og gerðir Daginn eftir að stjórnarflokkarnir afgreiddu endan- lega á þingi söluskattshækkunina, fannst Alþýðublaðinu brýn nauðsyn að birta 1 forystugrein alllangan kafla úr stefnuskrá flokksins til þess að minna á, hver bókstaf- urinn væri, þó að flokkurinn hefði nú gengið gegn hon- um. í stefnuskrárkaflanum var eftirfarandi grein: „Flokkurinn stendur vörð um rétt launþega til að bindast samtökum til að tryggja og bæta afkomu sína. Slík samtök skulu hafa fullan samningsrétt við at- vinnurekendur og verkfallsrétt." I forystugrein Alþýðublaðsins á þriðjudaginn er svo rætt um nýafstaðinn flokksráðsfund Alþýðuflokksins- Um Famþykktir hans segir þar m. a. „Á fundinum var rætt um tvær höfuðleiðir í þessum efnum og hefur þeirra verið áður getið, fyrst í áramóta- grein Emils Jónssonar, formanns flokksins, og oft síðan hér í blaðinu. Önnur er sú að færa allt kaupgjald og verð- lag niður t. d. um 10% og gera síðan festingarráðstafanir. Hin er á þá lund að draga línu yfir ástandið eins og það er nú og festa svo". Þetta sýnir gerla, hvert Alþýðuflokkurinn er kominn með því að standa að stefnu núverandi ríkisstjórnar og framkvæma hana. í stefnuskrá flokksins er ákveðið að styðja og virða „fullan samningsrétt1- í nýjustu flokks- samþykkt er lýst stuðningi við stjórnarstefnuna með því að benda á, að þar er „festing" aðalatriðið í öllum leið- um, sem til greina koma. Þetta er kjarninn eftir það, sem á undan er gengið í desember og hrakfarir lögbind- ingarstefnunnar!! Alþýðuflokkurinn virðist sannarlega vera orðinn of gamall til þess að læra af reynslunni. Þetta sýnir einnig, hvað það er, sem stjórnin er enn með í burðarliðnum. Samráð á hættustund Allri þjóðinni er nú ljóst, hve geigvænlega er komið í dýrtíðarmálunum, og með síðustu aðgerðum stjórnar- innar er stefnt í enn meiri hættu. Þegar svo horfir á að leita samráða til úrlausnar- Framsóknarflokkurinn hefur flutt tillögu um það, að þingið skipi átta manna nefnd allra flokka til athugunar á ástandinu og tillögugerðar í úrbótaskyni með varanlegum hætti. Þá leið hafa ýmsar þjóðir farið, t. d. Danir, að hafa slík samráð við stjórn- arandstöðuna, þegar í mikið óefni er komið. Ríkisstjórn- in harðneitar þessari skynsamlegu leið, en stefnir því hraðar og beinna út í nýja ófæru. Stjórn, sem ekki vill aðhyllast slík samráð, þegar svona er komið, á að segja af sér. Hún er hætt að stjórna en lætur reka. ,Veigamesta ályktunin’ Alþýðublaðið segir, að „ein veigamesta ályktun11 flokks- ráðsfundar Alþýðuflokksins hafi verið „á þá lund, að endurskoða verði lögin um verðlagningu landbúnaðar- vöru. Var talið óeðlilegt, að kaup bænda hækkaði sjálf- krafa eftir tekjum vinnandi manna við sjávarsíðuna". En rétt áður er Alþbl. búið að sýna með skýrslum, að bændur séu launalægsta stéttin!"Það er svo við hæfi, að einn af forystumönnum Alþýðuflokksins segir í grein í blaði sínu í gær. „Ógæfa landbúnaðarins á íslandi er ekki sízt sú, að hann hefur farið á mis við jafnaðarstefnuna. Sagan um óvináttu Alþýðufl. í garð bænda er vissulega þjóðlygi". Þetta er víst upphaf þess, að bændur njóti iafnaðar- stefnunnar. Þeir eiga ekki að fara á mis við hana lengur!! nmm ismans Helgi í ALÞÝÐUMANNINUM 21. janúar birtist ritstjórnargrein um landbúnað, „Flóttinn úr sveitunmrr* eftir Helga Sæ- mundsson í Reykjavik. Greinin hefur fyrst birzt í Alþýðublað- inu rétt fyrir jólin. Ritstjóri Alþýðumannsins lætur þess get ið í fororði að greininni, að það sé athygl'isvert, að blöð Fram- sóknarflokksins hafi hvergi svar að greinarhöfundi. Ekki veit ég hvort ritstjóri Alþýðumannsins hefur gert flokksbróður sínum greiða með því að vekja athygli á þessari jólahugvekju hans hér norðan lands, fyrst hann var svo hepp inn að enginn tók eftir henni fyrir sunnan. Greinin er nefni- lega, að mínum dómi, ein hin lítilfjörlegasta í flokki þeirra árásagreina á bændur og land- búnað, sem nú eru svo mjög í tízku. Líklega mun höfundur- inn telja þetta rangan dóm, að kall'a grein hans árás á bændur og hana lítilfjörlega. því að hann mun telja sig sjálfur vin bænda og alls ekki lítilfjörleg- an. Samt eru í greininni þessi og þvílík ummæli: „Flóttinn úr sveitunum stafar af því, að ís- lenzkir bændur, konur þeirra og börn, hafa látið ævintýramenn blekkja sig“. „Minnimáttai-- kenndin hefur (svo) heltekið þessa forustustétt íslenzku þjóð arinnar frá upphafi íslands- byggðar, gert hana trúlausa, vonlausa og rótlausa“. „Hetjur dreifbýlisins vilja vera píslar- vottar. Tekjur þeim til handa dæmast á borð við laun verka- manna, sjómanna og iðnaðar- manna eins og málum er nú háttað. En íslenzkir bændur vilja endilega heita fátækir“. Iíver getur kallað þetta ann- að en ótíndar svívirðingar, jafn vel þótt svo sé látið heita að Framsóknarflokkurinn sé hinn raunverulegi sökudólgur? Því þótt það sé vissulega ótuktar skapur af stjórnmálamönnum. að beita blekkingum, þá er hitt þó stórkostlega miklu ámælis- verðara, ef heil stétt þjóðfélags- ins meðtekur blekkinguna sem heilagan sannleika og tapar ráði og rænu svo að henni finnst mitt í allsnægtum sinum, að hún sé fátæk, vesæl og af- skipt eins og höíundurinn held ur fram að íslenzkir bændur geri. Helgi Sæmundsson er svo ó- heppinn að í sama tölublaði Al- þýðumannsins og þessi grein hans er endurprentuð, og það meira að segja í sömu opnu, er útdráttur úr skýrslu Hagstof- unnar um meðaltekjur ýmissa stétta árið 1962. Þar kemur í ljós, að vegnar meðaltekjur stéttanna, sem hann telur upp, þ. e. áhafnir fiskiskipa, aðrir en yfirmenn, faglærðir menn, stærsti hópurinn, og ófaglærðir verkamenn, stærsti hópurinn, eru kr. 134 þús., röskar. Meðal tekjur bænda eru lægstar eða kr. 99 þús. Þess er auðvitað ekki getið í blaðinu, að þessar 99 þús. krónur eru tekjur allr ar fjölskyldu bóndans. Ilans eigin tekjur eru miklu lægri og auk þess á eftir að draga frá HJÖRTUR E. ÞÓRARINSSON þeim atvinnugjöld eins og vexti af rekstrarlánum, viðhald úti- húsa o. fl'., sem á búrekstrinum hvíla. Og svo er það þessi dæma- lausi skilningur á vandamálum sveitafólksins, sem kemur fram í greininni. Það er að segja, vandamálin eru ímyndun. Sveitafólkið er búið að láta stjórnmálamenn Framsóknarfl æra úr sér allt vit og stendur nú mitt í velsæld sinni og þæg indum nútímans sem trúlaus, vonlaus og rótlaus betlilýður, mænandi.af öfund til kaupstað- anna, bíðandi færis að komast þangað, bændurnir, koViur þeirra og jafnvel blessuð börn- in“. Þó segir höfundur fyrr í grein inni, að flóttinn úr sveitunum sé ekki séríslenzkt fyrirbæri, því að slík sé þróunin um öll vesturlönd að minnsta kosti. „Atvinnuþróunin í fjölbýlinu hefur nær hvarvetna reynzt hraðari og eftirsóknarverðari en úti á landsbyggðinni“. Hvern ig nú er hægt að samræma þetta þeirri meginkenningu greinarhöfundar, að hér á landi sé þessi þróun að kenna lélegri frammistöðu Framsóknarflokks ins „á flóttatímanum mikla“ og „áróðri ófyrirleitinna flokks. gæðinga, sem flúið hafa sveit- irnar og gert sér bændavináttu að atvinnu"? Hverjir eru þeir vondu Framsóknarmenn. sem eiga sökina, t. d. í Danmörku, sem höfundur tekur sem dæmi. eða í öllum hinum löndum vest ursins? Auðvitað er ekki heil brú í þessum málflutrjingi, þetta er aðeins aumleg tilraun manns ins til að skaprauna stétt, sem óumdeilanlega stendur í varnar baráttu fyrir fólki sínu og fjár- munum, en hefur ekki gefizt upp og ætlar ekki að gefast upp þótt við ramman sé reip að draga. Og ef á annað borð einhver vill gera svo litið úr sér að skammast yfir „flóttanum úr sveitunum“ er það þá ekki há- mark lítilmennskunnar, að ganga fram hjá þeim 90% þjóð- arinnar, sem þegar eru „flún- ar“ en ráðast í þess stað á þau 10% sem enn þá halda velli? í lok greinar sinnar lýsir Helgi Sæmundsson því yfir, að hann sé ekki svo heimskulega ósanngjarn að fullyrða að for- kólfar Framsóknarfl. hafi kom- ið sveitafólkinu á kaldan klak- ann af einum saman illvilja, heldur hafi þeim orðið á svo mörg mistök í því, sem þeir hafi gert og þó aðallega í því, sem þeir hafi látið ógert. „Og nú vík ég að raunveruerindi þessarar greinai”1 segir hann. Það kemur þá upp úr kafinu, að höfuðsynd „bændavinanna" íslenzku, þ. e. stjórnmálamanna Framsóknarfl., er sú, að þeir hafa ..afneitað georgeismanum, en keypt í staðinn bindandi vonina i kommúnismanum". Þá veit maður það. Hafa menn nokkurn líma heyrt annað eins endemis þvaður? Þetta minnir mig helzt á þá ófögru sögu, þegar Spánverjar réðust inn í ríki Inkanna í Perú og náðu á sitt vald hinum unga konungi þeirra. Þeir lásu yfir honum á spönsku ákæruskjal, þar sem taldar voru upp ávirð ingar hans. Þar vó þyngst sú höfuðsynd að hann hefði ekki trúað á Krist og heilaga guðs- móður. Fyrir þetta var hann dæmdur til dauða og brenndur á báli. Nú höfum við að vísu einhverjir heyrt getið um Henry heitinn George og hag- fræðikenningar hans og erum því raunverulega sekari en Inkakonungurinn, sem auðvit- að hafði aldrei heyrt um Krist getið, en þó fór ég að glugga í alfræðibók eina mikla, til að fræðast um II. George. Eg hafði ekki mikið upp úr því, annað en það, að kenningar hans um afnot af landi og leigu eftir það, hefðu hvergi verið reyndar í framkvæmd enn þá, þó að flokkar eins og t. d. Restfor- bundet (Réttarsambandið) i Danmörku hefðu eitthvað því líkt á stefnuskrá sinni. Nú sýn- ist mér að Helgi verði að taka rögg á sig og skrifa aðra grein og skilgreina nákvæmlega eðli georgeismans fyrst það er hann sem öllu máli skiptir. Því þó að það sé í sjálfu sér nógu hörmulegt að vera brennd ur á báli, þá er það þó hálfu átakanlegra ef sá dæmdi fær aldrei að vita fyrir hvað hann þarf að líða slíkt píslavætti. Tjörn. 27. janúar 1964. Hjörtur E. Þórarinsson INTB-Somaliu. — Chou En- Lai, forsætisráðherra Rauða- Kína, sagði í ræðu í gærkvöldi, oð Kína vildi senija við Banda- ríkin um lausn Formósu-deil- unnar. NTB-Kaupmannahöfn. — Margrét Einglandsprinsessa og maður hennar, Snowdon lávarð 3 ur, koma í opinbera heimsókn til Danmerkur einhvern tíma í haust. NTB-Helsingfors. — Finnska þjóðþingið kom sarnan tjl síns fyrsta fundar árið 1964 í dag. NTB-Moskva. — Yfirmaður skrifstofu Reuter-fréttastofunn- ar í Moskvu, Peter Johnson, var í dag vísað úr landi, þar eð hann hefði baktalað Sovétríkin í greinum sínum. NTBOttawa. — Heimsókn Elízabetu Englandsdrottningar til Kanada hefur verið aflýst. TÍMÍN N, fimmtudaginn 6. febrúar 1964 — %

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.