Tíminn - 08.02.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.02.1964, Blaðsíða 3
HEIMA OG HEIMAN Leikaramir tárfelldu uadir /estri skáldsins ÞESSI MYND var tekln, er Arthur Miller las lelkurunum fyrir hið nýja leikrit sitt, sem um getur í greininni. Skáldið við borðið yzt t. v. Næstur honum er leikstjórinn Elia Kazan, Yzt t. h. er gagnrýnandinn Harold Clurman. Engin frumsýning í leikhús- unum í New York hefur vakið aðra eins athygli 'eða verið beðið með slíkri eftirvæntingu um árabil sem nýjasta leikritið eftir Arthur Mill- er, „After the fall“, er varð fyrsta verkefni hins nýja leikfélags Lin- coln Center Repertory og frum- sýnt var á dögunum. Sú sýning önnur, sem helzt mætti jafna við þessa að forvitni var hér um árið, er flutt var leik- ritið „A long day’s journey into night“ eftir Eugene O’Neill. Og hvað olli svo þessari miklu eftir- væntingu? Jú, það var svo sem auðvitað, að fyrst og fremst væri það af persónulegum frekar en listrænum ástæðum. Eugene O’Neill lét svo fyrir mælt, að leik ritið „Along day’s journey“ yrði ekki sett á svið fyrr en 25 árum eftir lát hans, dró ekki dul á það, að fyrirmyndir leikritsins væri hann sjálfur og hans nánustu. En ekkja skáldsins hafði þetta að engu og leyfði, að leikritið yrði tekið til flutnings (það var sýnt hér í Þjóðleikhúsinu uncjir heit- inu „Húmar hægt að kvöldi“. Og svo er aftur um leikrit Millers, að það spurðist út, að hið nýja leik- rit hans fjallaði um hann sjálfan og hjónabönd hans, þar á meðal þá eiginkonu hans, sem frægust hefur orðið, kvikmyndadísina Marilyn Monroe. Það er fátítt, að leikrit fái svo langan æfingatíma — fulla þrjá mánuði. Venjulegur æfiriga- tími leikrits í New York er aft- ur á móti aðeins fjórar vikur. E. t. v. hefur skáldið ætlað enn lengri tíma til æfinga leikrjtsins. Miller var einn þeirra leikskálda, er þoð- ið var að taka þátt í leiklistarþing- inu, er haldið var síðustu viku Edinborgarhátíðarinar í sumar eð A FORNUIW VEGI SUÐUR í Barcelona á Spáni var uppi byggingameistari, sem Gádi hét. Hann var mikilvirkur um sina daga, teiknaði og ráðslagði um sam býlishús og opinberar byggingar. Gádi var innblásinn af náttúrunni og hrjfinn af surrealisma eips og fram kemur í verkum hans, þar sem venjulegum byggingaformum er varpað fyrir borð, en húsin bera keim af stokkum og steinum nátt- úrunnar. Sum þessara húsa eru mikil undur túristum, en því hvim ieiðari heimamönnum, sem urðu fljótt leiðir á veggjum með tllviij- unarkennda lögun og gólfum, sem hallast eftir duttlungum Gádis. Þó eru heimaménn sammála um, að Gádi hafi byggt sitt hvað fallegt og skrjngilegf, ef þeir aðejns mættj komast hjá að búa í slíkum húsum. Þegar aldurinn færðist yfir Gádi ákvað hann að reisa monument, sem ætti engsn sinn tíka í veröld- inni. Hann teiknaði kirkju, hvirf- ingu af þvengmjóum himingnæfandi turnum og marglitum dúllum, hið neðra útflúraða með höggmyndum og flygildum, ormum og skrýtnum púkum, sem reka út úr sér tuing- una. Kirkjusmiðin var hafin og Gádi vann að henni sjálfur, hjó steininn og lagði dag við nótt því maðurinn var ólatur að taka til hendinni. Kirkjan var reist fyrir „samskotafé" og kölluð Iglesia de ia Sagrada Familia. Þegar kirkjusmíðin var komin vel af stað, safnaðist Gádi til feðra sinna, útslitinn maður, fyrir nokkr um áratugum. En kirkjusmíðinni var haldið áfram. Vinir Krists héldu áfram að kreista lýðirsn um skildinga og smlðirnir rembdust eins og rjúpan við staurinn. Nú smáfór kirkjan að rísa, og hvílik feikn. í mörg ár hafa frómar kon- ur, sem iögðu eyri í kirkjusjóðinn starað í orðlausri forundran á turn virkið eða rjómatertuna með þeim löngu kertum, eins og grínagtugir borgarar suður þar kalla fyrirbær- ið. Og túristarnir skella upp úr. En kirkjan reis óstöðvandi. Það sem vinir Krlsts og frómar konur vildu nú fyrir hvern mun hafa var azt, það er komið yfir þá og lýðinn og ekkert er hægt að gera nema leggja síðustu hönd á þennan ó- skapnað. Ég er sannfærður um, að slík mlstök gætu aldrel átt sér stað í Reykjavík — og þó? ■ —O— Sú kemur tíð, að handritin verða flutt til íslands og landsmenn fagna, en Danir horfa á eftir þeim með saknaðarblandinni ánægju yf ir því að hafa skilað því sem okk- ur bar án þess að verða meðnokkru móti skikkaðir tll þess. Það má leið. Það boð afþakkaði Miller og bar við, að hann væri önnum hafinn vegna þess að æfingar væru að hefjast á hinu nýja leikriti hans. Þetta var í septemberbyrj- un. En hvað sem því líður, hófust leiksýningar mánuði síðar, í fyrstu viku október. Áður en höfundur átti fyrsta fund með leikendum, tók hann á móti fréttamönnum, lét nægja að segja það um efni leiksins, að hann gerðist í hugar- heimi og minninga Quentins, sem væíi aðalpersónan. Að svo búnu var gestum boðið að hafa sig á brott. Þá hófst fundur höfundar, leik- stjóra og leikenda og nokkurra náinna vina. Höfundur ætlaði að lesa leikritið allt fyrir hópinn, sem hann og gerði. Ekki einu sinni leikstjórinn, Elia Kaza, var kunn- ugur leikritinu svo heitið gæti. En frá þessari stundu skuldbundu all reiða slg á, að Dönum þykir nokk- ur missa í handritunum, þeim fáu sem láta sig þessa gömlu bjóra nokkru skipta, varla fleiri en með- limir í elnum kirkjusöfnuði hér í Reykjavik, en nógu margir til að vekja stundlegar kenndir í brjósti þjóðarinnar. Hvað gera Danir? — Munu þeir nú flá kálf og setjast við að semja nýjar fornsögur til að bæta sér upp menningararf, sem þeir hafa aðeins verið í fram- andlegri snertingu við í tvær ald- ir? Líkast til ekkl. Og líkast til mundu þelr brosa, ef þeir vissu, að safnaðarmeðlimir í Reykjavík eru að koma sér upp eftirlíkingu af dómkirkjunni í Hróarskeldu í bland við eitthvað, sem enginn veit hvað er, til að bæta sér upp, að gotneskar kirkjur hafa aldrei verið hlaðnar í Reykjavík og verða aldrei, því smiðir Háteigskirkju völdu sér möl og sement eins og hentugast þótti í Landakoti Mér segir hugur um að Danir vlti, að þeir geta ekki bætt sér upp gömul menningarverðmæti, sem aðrlr hafa skapað og láti kyrrt liggja að farga nautpeningi i þeim tilgangi. En þegar tunglið fæðist glottandi í turnklofinu á Hróars- keldukirkiu við Sjómannaskólann, mun bað segia í Hátejgsp-estakalli: einn fyrir viðleitni. — B.Ó. ir viðstaddir sig til að Ijóstra engu upp út á við um efni leikritsins unz frumsýning færi fram. „Ég kæri mig ekkert um, að skriffin- ar dæmi leikritið áður en það er flutt á leiksviðinu. Eg hef and- styggð á slíku“, sagði Miller. í vikunni fyrir frumsýningu fengu ýmsir að koma á æfingar með því loforði að halda efni leikritsins leyndu fram yfir frumsýningu. En það var meira en einn af brezku fréttariturunum gat staðið við. — Hann sendi blaði sínu skeyti um efnið í leikritinu. En þetta var ekki aðeins dýrkeypt fyrir þennan mann, heldur neitaði leikfélagið öllum brezkum blaðamönnum um aðgang að æfingum upp frá því. Það er í minnum haft meðal við staddra, er Miller lás fyrst leik- ritið fyrir leikendur sína. Allir hlustuðu með öndina í hálsinum og sumir gátu ekki tára bundizt. Lesturinn stóð lengi dags. „Að honum loknum vorum við öll ör- magna og furðu lostin", segir einn leikenda. Svo runnu þeim til rifja Örlög persónanna við fyrstu heyrn. Margir þykjast þekkja höfund- inn sjálfan í aðalpersónunni. Quen- tin, þegar hann kemur gangandi stórum skrefum fram á sviðið í upphafi leiks, haldandi höndum fyrir eyrun til að útiloka raddirn- ar frá skuggalegu baksviðinu, sem er fortíð mannsins. Síðan tekur hann til máls, beinir tali sínu til ímyndaðs trúnaðarmanns á með- al fremstu áhorfenda í salnum, fer að segja frá afturkomu sinni úr örvæntingarumsátri. Saga hans er samfelld, því að atvik úr fortíðinni skjótast inn á milli og fleyga ein- talið. Móðir Quentins þirtist og lætur til sín heyra og það svo i}m munar, er hana grýpur móðursýki og hún lætur dæluna ganga að manni sín um, sem misst hefur atvinnuna. En Quentin, þá barn að aldri, lokar sig inn í baðherberginu og skrúfar frá vatnskrananum til að heyra síður í mömmu sinni. Síðar, þegar Quentin er ungur orðinn lögfræð- ingur, heyrist hann eiga harða orðasennu við fyrri konu sína, sem er býsna þurr á manninn en kvart- ar undan því, að maður hennar sé tilfinningalaus og kæri sig ekki um hana til annars en nota hana fyrir áheyranda að köflum úr málaskjölum sínum. Quentin er fyrrverandi kommúnisti, sem nú blygðast sín fyrir trúgirnina. Vin ur hans einn ætlar að ljóstra upp um slíkan mann fyrir þing- deild, en þetta þolir hapn ekki og slítur vináttu við hann, býðst til að vera verjandi eins fórnarlambs þessgrar nefndar, en sleppur frá þeirri fyrirhöfn og hættu, því að skjólstæðingur hans fremur sjálfs morð. Quentin ásakar sjálfan sig fyrir að hafa orðið feginn við frétt- ina um dauða hans. Annar þáttur leikritsins fjallar Framhald á 13. siðu. Reis úr hafi óvænt eyja Risin eyja er úr hafi efni dregið neðra frá. Gulu slegin glóðafrafi, greidd og þvegin köldum sjá. Dagur var risinn úr dimmbláum öldunum, dreymandi nóftin að þoka frá völdunum. Árdegis geislarnir glóðu á Eyjunum, gjálfruðu bárur við kinnunga á fleyjunum. Snögglega vábrestur kvað við í kyrrðinni knúði fram bergmálið lengst útí firðinni. Tröllaukin reyksúla hóf sig úr hafinu, hraundröngum þeytti úr sjóðandi kafinu. Það var, sem Loki hefði losnað úr böndunum, liðtækur reyndist og þreif nú til höndunum, jarðskorpu bcrglögum bylti og rótaði, byggingu á hafsbotni ákvað og mótaði. í Lærður og alvanur eldmennsku störfunum, ólmast hann lengst niðri í hyldýpis h/örfunum, hóstandi, hvæsandi, herðir á kraftinum, hrækjandi stórbjörgum langt upp úr kjaftinum. Sporðdrekar úthafsins spyrna við uggunum, spyrja hvað valdi þeim ferlegu skruggunum. Líta upp úr hafinu, lízt ei á biikuna, lafhræddir flýja þeir sjóðandi kvikuna. Loghærðum eldmeyjum laust uppúr dökkvanum, leiftrandi kvikar, þær dönsuðu í rökkvanum. Risu og hnigu með rjúkandi leglnum, runnu út í flauminn og hurfu að deginum. Gosmekkir þeyttust úr gapandi fjallinu, gneistarnir sindruðu af brennandi gjallinu. Tugþúsund metra sig hófu f hæðunum, hér og þar lýsti af rafblossa-glæðunum. Bólstrarnir hringuðust, hnykluðust, sundruðust, horfendur agndofa staðnæmdust, undruðust. Sprengingar buldu á heyrenda hlustunum, hæst uppl kvöldroðinn Ijómaði á burstunum. Fræðimenn alis konar, flugtækni beitandi flykktust á gosstaðinn, tíðinda leitandi. Hugstæðum spurningum hreyfðu á vörunum, hér mátti trúlega þúast við svörunum. Vesturey heitirðu, vaxin úr öldunum, verða mun lyft af þér eimyrju-földunum. Fjórtándi nóvember, frumvaxtar dagur þinn, sem fæðingarvottorð þitt gilda skal bragurinn. Sveinbjörn Á. Benónýsson. Kvæði þetta er birt aftur, þar sem nokkrar villur urðu, þegar það var fyrst birt. TÍMINN, laugardaginn 8. febrúar 1964 — 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.