Tíminn - 08.02.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.02.1964, Blaðsíða 6
BORGARMÁL BORGARMÁL BORGARMÁL — Reykvíkingar fá engar nýjar íbúðalóðir fyrr en undir haust? Á fundi borgarstjórnar Reykja- víkur í fyrrakvöld urðu allmiklar umræður um 'ióðamál, og vöktu þær upplýsingar boirgarstjóra einna mesta athygli, að borgaryfir- völd munu engar ióðir hafa tilbún- ar til úthlutunar á þessu ári, fyrr en í maí-júlí, en eftir að úthlutun færi fram, yrðu að Iíða um þríir mánuðir þangað til unnt væri að befja byggingar á lóðunum. Er því Ijóst, að húsbyggjendur í Reykja- vík geta ekki byrjað byggingafram- kvæmdir á neinni lóð, sem úthlut- að verður í sumar, fyrr en í haust. Auk þess verður aðeins unnt að verða við h'luta af þeim lóðabeiðn- um, sem nú liggja fyrir. Er því IJóst af þessu, að þótt frammistaða borgarstjórnarmeirihlutans hafi oft verið léleg í lóðamálum, hefur ástandið lítið batnað, og jafnvel sjaldan verið bágbornara. — Borg- arfulltrúar Framsóknarflokksins, Einar Ágústsson og Björn Guð- mundsson, sem stofnuðu til þess- ara umræðna um lóðamá'lin með fyrirspurnum, gagnrýndu þetta háttalag harðlega. Fyrirspurnir þær, sem borgar- fulltrúar Framsóknarflokksins báru fram um lóðamálin, voru á þessa lund: I. Hve margar byggingarlóða- umsóknir eru nú óafgreiddar í Reykjavík, þ. e. fyrir hve margar íbúðir: a. í einbýlishúsum? tw f tvfbýlishúsum? c f fjölbýlishúsum? II. Hve margar lóðaumsóknir til annarra nota, og þá hverra? III. Hvað líður undirbúningi að byggingarlóðaúthl'utun á þessu ári? a. Hvar verða lóðirnar? b. Hvenær getur úthlutun farið fram og hvenær getur bygging á þeim hafizt? c. Mun verða hægt að fullnægja eftirspurninni? Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, svaraði þessum fyrirspurnum tölu- vert ýtarlega með alllangri ræðu. Hann kvaðst fyrst vilja benda á það, að hann teldi, að fjöldi óaf- greiddra lóðaumsókna segði alls ekki til um raunverulega lóðaþörf í borginni. í því efni kæmi til, að óafgreiddar lóðaumsóknir frá 1962 mætti telja að mestu úr sögunni, ef þær hefðu ekki verið endurnýj- aðar, þar sem umsækjendur mundu þá hafa gert aðrar ráðstaf- anir. Auk þess reyndi lóðanefnd jafnan að kanna, hve mikil alvara og geta lægi að baki lóðaumsókn- um og það reyndist ætíð svo, að nokkuð gengi til baka, þegar á ætti að herða. Kvað hann það álit lóða- nefndar nú, að svo væri ástatt um töluverðan hluta þeirra umsókna, sem nú lægju fyrir. Upplýsingar borgarstjóra um umsóknirnar voru þær, að alls lægju fyrir 1706 umsóknir óaf- greiddar, en þar af væru um 330 á Fossvogssvæðinu, en það mundi ekki verða tilbúið á þessu ári. Því væru umsóknir til álita á þessu ári nú um 1400. Af þeim taldi borgar- stjóri, að ekki væru nema svo sem 885 „alvöruumsóknir" að mati lóða nefndar. Umsóknirnar skiptast svo, að 482 eru um einbýlishús en hin- ar um tvíbýlis- og fjölbýlishús. Fyrirspurninni um undirbúning að úthlutun á þessu ári svaraði borgarstjóri svo, að lóðirnar mundu aðallega verða í Klepps- holti við Elliðavog, i Selási og Ár- bæjarblettum. Alls taldi borgar- stjóri, að þarna mundu verða til úthlutunar lóðir undir rúmar 900 íbúðir, þar af 722—756 í fjölbýlis- húsum, 52—84 í tvíbýlishúsum, 39 í raðhúsum og 87—107 í einbýlis- húsum. Enn fremur væri gert ráð fyrir 1100 íbúðum 1 Fossvogi, en það svæði ekki byggingarhæft á þéssu ári. Þá' sagði borgarstjóri, að unnt mundi verða að úthluta lóðunum á tímabilinu maí—júlí, en eftir að úthlutun hefði farið fram, teldi borgarverkfræðingur sig þurfa þrjá mánuði til undirbúnings, áð- ur en bygging gæti hafizt. Taldi borgarstjóri, að með þessu ætti að vera unnt að fullnægja raunveru- legri lóðaþörf og unnt að byggja eins mikið og vinnuafl mundi frek- ast leyfa. Einar Ágústsson, borgarfull- trúi Framsóknarflokksins, tók EINAR ÁGÚSTSSON næst til máls og þakkaði borgar- stjóra greinargóðar upplýsingar. Hann kvað það ekki hafa verið til- ganginn með fyrirspurnunum að hefja allsherjargagnrýni um þessi mál að þessu sinni, heldur reyna að fá fram upplýsingar, sem menn gætu áttað sig á og gert sér þannig grein fyrir því, hvers vænta mætti í málinu á þessu ári. Einar kvaðst þó verða að gagn- rýna það hairðlega, hve seint undir- búningur að lóðaúthlutun væri á ferðinni, og augljóst væri af upp- iýsingiun borgarstjóra, að harla fáir mundu geta byggt í sumar á þeim lóðum, sem úthlutað yrði í ár. Væri því sýnt, að enn mundi hall- ast á ógæfuhíiðina í húsnæðismál- unum í borginni í stað þess að nauðsyn hefði verið að sækja á. Ef ekki er unnt að gefa mönnum fyirirheit um Ióð fyrr en í maí, júní eða júlí og síðan verður þriggja mánaða töf til viðbótar, þá er það allt of síðbúin lóðaúthiutun, sagði Einar. Það er of seint að úthluta lóðum undir haust. Brýn nauðsyn er hér að lóðaúthlutun fari fram snemma að vori, svo að menn geti notað sumarið. Þá benti Einar á, að alltaf fjölg- aði ófullnægðum lóðaumsóknum hjá borginni. í fyrra á sama tíma hefðu þær verið á þrettánda hundr að, nú væru þær rúmlega 1700. Þá kvaðst Einar ekki geta gert mikið úr því mati, sem lóðanefnd teldi sig gera á „alvöru" þeirri, sem byggi að baki lóðaumsóknunum. Áskorun til borgarstjóra í sambandi við umræðumar um lóðamálin, létu borgarfull- trúar Framsóknarflokksins bóka eftirfarandi: „Borgarfulltrúar Framsókn- arflokksins telja mjög alvar- lega horfa í lóðaúthlutunarmál- um borgarinnar eftir upplýsing um borgarstjóra, þar sem fram kemur, að nálega engar bygg- ingarlóðir verða tilbúnar fyrr en síðla sumars eða n.k. haust, og skora á borgarstjóra að beita áhrifum sínum til þess að ráð stafanir verði þegar gerðar tfl úrbóta. Einar Ágústsson Bjöm Guðmundsson" að innbústryggingum „Borgarstjórn Reykjavíkur ákveð ur að láta fara fram athugun á því meða'l borgarbúa, hvort þeir hafi innbú sín bmnatryggð, — og ákveð uir jafnframt að beita áhrifum sín- um til hins ýtrasta til þess að allir tryggi innbú sín“. Þessa tillögu fluttu borgarfulltrú ar Framsóknarflokksins á borgar- stjórnarfundinum í fyrradag. Björn Guðmundsson fylgdi henni úr hlaði og kvaðst ekki ætla, að þess gerðist þörf að hafa um hana langt mál. Á því virtist þvi miður lítill vafi, að allmargir, ein- staklingar og fjölskyldur, létu und ir höfuð leggjast að brunatryggja innbú sín. Svo oft er þess getið, þegar bruni verður, að innanstokks munir hafi verið óvátryggðir, og í hvert sinn væri það ömurleg fregn. Ærin væri skapraunin að missa fatnað sinn, bækur og allt innbú, þótt beint fjárhagstjón bætt ist ekki við. Það hlyti að vera mikil þolraun fyrir þá, sem fyrir því verða. Og ekki er hægt að verjast þeirri hugsun, sagði Björn, að það sé einnig mjög leiðinlegt fyrir sveit- ar- og bæjarfélag, eða borgina, þar sem þetta gerist hverju sinni. Sam borgararnir reyndu oft að bæta fólki tjónið að einhverju leyti með samskotum, en það hrykki oft skammt, og það væri ekki eins að- laðandi og að fá eigin tryggingu greidda. Mjög gæti komið til álita að lög- bjóða skyldutryggingu innbús, en ýmsir væru á móti lögboðum. Þaði BJÖRN GUDMUNDSSON ætti að vera unnt, að borgin léti athuga, hve mikill hluti íbúanna vanrækti þetta. Það væri að vísu nokkurt verk, en þar sem um sam- eiginlegt öryggi borgarbúa væri að ræða, mundu fáir mæla því í gegn, þótt einhver kostnaður yrði af framkvæmdinni. Það hlyti einnig að vera harla fróðlegt að afla öruggra stað- reynda um það, hve almennt menn tryggja fjármuni sína gegn eld- hættunni, og þegar upplýsingar um það væru fengnar, yrði hægara um vik að finna leiðir til þess að beita áhrifum sínum til þess að menn hætti að vanrækja trygg- ingu. Sjálfsagt virðist og, sagði Björn, að iðgjöld af brunatryggingu inn- bús væru frádráttarbær við skatt- framtal, en svo mun ekki vera nú, og er það úfnhugsunarefni. Slíkan frádrátt mætti þó skoða sem hvatn ingu af opinberri hálfu til þessara trygginga, þótt ekki skipti miklu fjárhagslega fyrir menn. Framhald á 15. síðu. Til slíks hefði nefndin mjðg tak- markaðar aðstæður, og mætti ekki byggja á því, þegar lóðaþörfin væri áætluð. Einnig mætti ekki gera ráð fyrir því, að lóðaumsókn- ir frá 1962, sem ekki hefðu verið endurnýjaðar, væru úr sögunni. Borgaryfirvöldin hefðu aldrei geng ið eftir því, að menn endumýjuðu umsóknirnar, og því -mundu margir halda, að þær væru enn í fullu gildi og biðu svars. Einar sagði, að upplýsingar borg arstjóra hefðu verið greinargóðar en gæfu hins vegar heldur ófagra mynd af ástandinu í þessum þýð- ingarmiklu málum. Greinilegt væri, að mjög skorti á, að unnt yrði að fullnægja þörfinni og um- sóknunum, enda hefði reynsl'an orðið sú á s. 1. ári, að þótt lofað hefði verið í febrúar að úthluta Framhaltí á 15. sfðu Gaf ádrátt um auglýsingu léða Borgarfulltrúar Framsóknar. flokksins báru fram eftirfarandi fyrirspurn til borgarstjóra á fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld: Hinn 4. apríl f.á. flutti borgar- fulltrúi Kristján Benediktsson svo hljóðandi tillögu: „Borgarstjórn Reykjavíkur sam þykkir að taka upp þá reglu í sam bandi við úthlutun lóða að aug- lýsa hverju sinni eftir umsóknum um lóðir þær, sem úthluta á. Skal í auglýsingunni tilgreina, hvar umræddar lóðir eru, svo og hvers konar gerð húsa þar á að byggja. Eigi koma aðrir til greina við úthlutun lóða hverju sinni, en þeir, sem sækja um í það skiptið". Að umræðunni lokinni var sam- þykkt að vísa tillögunni til borgar ráðs og umsagnar borgarverkfræð ings. Spurt er um, hvað hafi gerzt í málinu og hver sé umsögn borg- arverkfræðings? Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, sagði að borgarráð og borgarverk- fræðingur hefðu haft þessi mál til athugunar, og væri þar vilji fyr ir hendi um að framkvæma tillög- una. Staðið hefði á því að ekki hefði verið unnt að hafa heil- leg byggingasvæði tilbúin svo snemma, að auglýsa mætti eftir umsóknum. Kvað hann borgaryf- irvöld hafa í huga ein 3 svæði í þessu augnamiði og stæðu vonir til að tvö þeirra yrðu tilbúin á næsta ári og yrði þá athugað hvort unnt væri að auglýsa eftir um- sóknum um lóðir þar. Einar Ágústsson þakkaði svörin og kvaðst vona, að af þessu gæti orðið, því að hér væri að sínum dómi á ferðinni mjög\ mikilvæg tillaga. 6 TÍMINN, laugardaglnn 8. febrúar 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.