Tíminn - 08.02.1964, Qupperneq 8

Tíminn - 08.02.1964, Qupperneq 8
ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA FRAMSÓKNARMANNA Ritstjóri: Elías Snæland Jónsson. ALÞINGISMENN OG HUGREKKIÐ JOHN F. KENNEDY, einn hinn glæsilegasti forseti, sem nokkur þjóð hefur eisnazt skrif aði eitt sinn bók, sem hann kallaði ,,Profiles in Courage". Sú bók fékk m. a. Pulitzer-verð launin, æðstu bókmenntavcrð- laun Bandaríkjanna. Bókin segir frá lífi og starfi nokkurra bandarískra þing- manna, sem fórnuðu heiðii sínum og starfsferli, með því að berjast fyrir þann málstað, sem þeir töldu réttan. Þeir fylgdu samvizku sinni og börð- ust fyrir hinu rétta, en létu eig- in hag sig litlu varða. Sögumar ran þessa hugrökku menn hljóta að koma ýmsum oft í huga, og vekja aðdáun þeirra. Og þá kemur einnig ó- sjálfrátt fram í dagsljósið spurn ingin: — Hvað með íslenzka alþingismenn? — Eru þeir reiðubúnir að leggja starfsferil sinn í hættu, til þess að berj- ast fyrir því, sem þeir vita að rétt er, og gegn því, sem þeir vita að er rangt? Við skulum athuga málið dá- lítið nánar. Undanfarin ár hefur setið í landinu furðuleg ríkisstjóm. — Stjómarforysta Alþýðuflokks- ins setti stórt, svart strik yfir stefnuskrá sósíalismans, spark- aði rækilega í bak kjósenda sinna og læddist síðan upp í Valhöll og fékk þar skrautritað eintak af stefnuskrá íhaldsins. íhaldið og Alþýðuflokkurinn gengu síðan í eina sæng sám- an og gátu afkvæmi, sem þeir kölluðu með rembingi ,,við- reisn“. Þetta lijónaband hcfur skapað þá ferlegustu óstjórn, sem um getur í íslenzkri stjórn málasögu, og það svo, að jafn- vel nánustu samstarfsmenn í- haldsins liafa ekki lengur hug- mynd um, hvers vegna ríkis- stjórnin gerir þetta eða hitt, og það verður alltaf Ijósara og ljósara, að ráðherramir hafa ekki liugmynd um það sjálfir. Þeir láta stjórnast af ólgandi skapsmunum, en litlu viti. Er hér um að ræða slíkt ábyrgðar- leysi, að þess mun fá dæmi í stjórnmálasögu síðari alda, auk þess sem ráðherrarnir virðast gjörsnéyddir allri framsýni, og sumir hverjir virðast jafnvel illa búnir almennri skynsemi. Á Alþingi sitja 8 þingmenn AlþýðuflokksinS svonefnda, sein síðustu árin hafa notið full tingis nokkurs hluta íslenzks verkalýðs, sem, af ýmsum á- stæðum, hefur átt erfitt með að slíta sig frá sínum gamla flokki, og vona í lengstu lög, að staðreyndirnar, sem við blasa, séu blekkingar. Þessir alþingismenn hafa fylgt ráð- herrum fhaldsins í þykku og þunnu, þeir hafa breytt sjálfum sér úr því, sem við, með nokk- urri virðingu, köllum alþingis- menn, og í eins konar útfyllta kjörseðla. Þeir eru dæmigerð andstæða þess, sem John F. Kennedy með réttu kallaði hugrakka menn. Þeir setja eigin hagsmuni ofar hagsmunum kjósenda sinna og þjóðarinnar. Þcir eru verkfæri í höndum þeirra furðu legustu kenja, sem grípa kann íslenzkt íhald, þeir virðast ekki hika við, að samþykkja frum- varp eftir frumvarp, lög eftir Framhald á 13. sfSu. 8 Elías Snæland Jónsson: HUGSAÐVID GRAFR ..ALÞÝDUFLOKKSINS // Mikið hugarangur virðist nú ríkja í röðum íhaldsaflanna í landinu, vegna þess, að Framsóknarflokkurinn, ólíkt öðr- um íslenzkum stjórnmálaflokkum, forðast öfgar til hægri eða vinstri. Virðist þeim mjög í mun að finna hæfandi „hug- sjónastefnu" fyrir okkur Framsóknarmenn, og er sú leit fremur byggð á óskhyggju þeirra, en þeim köldu staðreynd- sem við blasa. um, Einkum virðast slcrif Morgun- blaðsmanna misheppnuð, enda ekki við öðru að búast úr þeirri átt. Telja þeir okkur hentistefnu- menn mikla, sem annan daginn scum ofstækis-þjóðernissinnar á við nazista fyrr á tímum, og hinn daginn alþjóðlegur, og því oð þeirra skoðun erlendur, jafnaðar- mannaflokkur. Þessi skoðun ílialdsins á sér ein faldar rætur. Nefnilega þá stað- reynd, að ofstækismenn virðast haldnir þeim sálfræðllega kvilla, að álíta, að allir aðrir menn hljóti einnig að vera ofstækisfullir. Er þeim ógerlegt að skilja, að til sé stjórnmálaflokkur, sem líti á öll mál frá sem flestum hliðum, og velji síðan beztu leiðina. Mun ])eini því ógerlegt að skilja, að hægt sé að byggja á „íslenzkri stefnu“, án þess að fyllast þjóð- ernisofstæki á við nazista, eða þá að fylgja alþjóðlegri jafnaðar- stefnu, án þess að leggja niður sjálfstæði sitt og skríða að fótum annarra ríkja. Þessi kvilli íhalds- ins á íslandi — að líta á sérhvert mál frá einungis einni hlið og trúa síðan á það eins og línukommar á Moskvu — hefur m.a. valdið því, að efnahagskerfi landsins í dag — „viðreisnin" — er sá argasti ó- skapnaður, sem nokkru sinni hef- ur verið borinn hér á landi í efna hagsmálum. íslenzk stefna Framsóknarflokkurinn byggir á íslenzkri stefnu. Hann er runn- inn upp úr jarðvegi íslenzku lands byggðarinnar á dögum fátæktar og harðrar lífsbaráttu. Barátta þjóð- arinnar gegn fátækt og erlendum yfirráðum er nátengd baráttu Framsóknarflokksins, ekki sízí' í sambandi við Samvinnuhreyfirig una, sem á skilinn mestan heíðuf- inn af efnahagslegri sjálfstæðis- Daráttu þjóðarinnar. Og Framsókn arflokkurinn byggir enn þá á þess ari íslenzku stefnu. Við eigum að byggja landið okkar, bæta lífs- kjörin í sjálfstæðu þjóðfélagi — og við eigum að vera stolt af því, að halda sjálfstæði okkar stjórn- mála- og efnahagslega, en ekki að fylgja erlendri fjarstýringu, hvort sem hún leiðir til Moskvu eða Brussel. Lýðveldi okkar er ungt. Framsóknarmenn vilja efla það og styrkja, en ekki skerða sjálf stæði þess. Alþjóðleg stefna Framsóknarflokkurinn byggir einnig á alþjóðlegri stefnu. En við erum á móti sameiningu þjóðar- hópa í voldug bandalög, sem vinna gegn hverju ðru, efnahags- og stjómmálalega. Grunntónninn í stefnu okkar til annarra ríkja er: Þjóð með þjóð. Við viljum sam- vinnu við allar þjóðir, hvort sem er í austri eða vestri. Þess vegna hafa Framsóknarmenn valið að reyna að ná tolla- og viðskipta- samningum við Efnahagsbandalag Evrópu í stað þess að fylgja íhald- inu í fáðm evrópskra auðfélaga og franskra stórveldisdrauma, sem leiðir af sér efnahagslegt ósjálf- 'stæði, óg ef til vill samþykkt póli- tískrar stefnu, sem getur verið aridstáeð ákoðunum okkar, og getur stíað okkur frá öðrum þjóð- um. Vinátta allra þjóða og sam- vinna þeix-ra í milli hlýtur að vera það takmark, sem við viljum ná, án þess að steypa sér inn í lokuð bandalög, sem í þessu tilfelli, auk þess að kalla yfir okkur efnahags- og pólitískt ósjálfstæði, munu einn ig leggja í stórkostlega hættu ís- lenzkan menningararf og þjóðar- einkenni. Jafnaðarstefna Saga jafnaðarstefnunnar á Is- landi vekur margan til umhugs- unar um óheillaverk peningavalds- ins, sem í þessu tilfelli hefur geng ið dyggilega til verks. Alþýðuflokkurinn, sem á dögum Héðins Valdimarssonar og Jóns Baldvinssonar, var fulltrúi hinnar róttæku jafnaðarstefnu, er nú fall- inn í valinn. Hann féll þó ekki til foldar í hetjulegri baráttu við ís- lenzkt peningavald. — íhaldið hreinlega keypti Alþýðuflokksfor- ystuna, eins og þegar venjulegt fólk kaupir hlutabréf, sem einhver von er að græða á. Og íhaldið græðir líka á því, að láta Alþýðu- flokkinn haldast við lýði að nafn- inu til, til þess eins að blekkja kjósendur er á kjördag kemur. En enginn, hversu mikla pen- inga, sem hann hefur að bakL sér, blekkir íslenzku þjóðina til lengd- ar. Er Alþýðuflokkurinn hvarf sem jafnaðarmannaflokkur í fs- lenzkum stjðrnmálum, stóð Fram. sóknarflokkurinn, sem áður fyrr hafði samvinnu við Alþýðuflokk- Framhald á 13. sfðu. RAÐSTÍFNA SUF A SELFOSSI •*- SAMBAND UNGRA FRAMSÓKNARMANNA HELDUR ráðstefnu um efnahags- og atvinnumá! Á SELFOSSI UM NÆSTU MÁNAÐAMÓT. — ERU ALLIR FRAM- i 1 %% m. SÓKNARMENN, ELDRI SEM YNGRI, HVATTIR TIL ÞESS AÐ FJÖL- || MENNA Á RÁÐSTEFNUNA, SEM STENDUR YFIR í TVO DAGA. Ráðstefnan hefst laugardaginn 29. febrúar kl. 2A0 e. h. Framsögumenn verða: HELGI BERGS, alþlngismaður, JÓN SKAFTASON, alþlngismaður, KRISTJÁN KARLSSON, erlndreki Stéttarsambands baenda, STEINGRÍMUR HERMANNSSON, framkvæmdastjóri Atvinnudelldar Háskólans. Um kvöldið heldur S.U.F. glæsllega skemmtun I Selfossbíól. SUNNUDAGINN 1. marz, kl. 9—9,30 verður farið ( hópferð, og skoðað- ar framkvæmdir [ Þorlákshöfn, Hveragerði, Selfossi og nágrennl. — Eftir hádegl hefst fundur að nýju, og stendur fram til kvölds. Séð verður um glstingu fyrlr þá, sem þess óska. Framsóknarmenn eru hvattir til að tilkynna þátttöku slna sem fyrst til: GRÉTARS BJÖRNSSONAR, Kf. Rangæinga, Hvolsvelli, SIGFINNS SIG- URDSSONAR, Selfossl, og SKRIFSTOFU SUF, Tjarnargöu 2Ó, Reykja- vík, síml I 2942. JÓN SKAFTASON STEINGRÍMUR HERMANNSSON T f M I N N, laugardaglnn 8. febrúar 1964 —- ! ■:« )' I ! V > ’i I I :. • * 11 i i !

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.