Tíminn - 08.02.1964, Síða 13

Tíminn - 08.02.1964, Síða 13
DRAUMAKENNINGAR Framhaid at 9 sífiu. leg meðvitund geri vart við sig jafnskjótt og manninn syfjar. — Fyrst komi myndir líkt og skugga- myndir — því að litirnir komi ekki fyrr en seinna. Má þannig skilja að litfylling draumsýnanna og ljósmagn, fari eftir því, hversu fullkomið er hverju sinni sambandið við draum gjafann, sem sýnirnar stafa frá! Sé sambandið ófullkomið eins og t.d. í byrjun svefnsins vantar litina. En þegar gott samband kemst á, koma litirnir. — jÞá er þarna haft eftir einhverjum vísindamönnum, að „draumurinn taki jafnlangan tíma og það atvik sem mann dreym ir, myndi taka í veruleikanum“. Samrýmist þetta vel kenningu dr. Helga um að í draumi fái hver þátt í vökulífi annars, og því um veruleika, eða samband við veru- leika að ræða. Amerískir vísindamenn eru þarna sagðir „hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að við fylgjumst með því, sem skeður í draumun- um með augunum allan tímann. Vöðvar okkar hreyfa sig líka, en þær hreyfingar eru mjög ógreini- legar og ekki sjáanlegar berum augum. Við rannsóknir kom í ljós hjá einum manni, að hann hreyfði fyrst vöðvana í vinstri hendi og loks í fótunum. Þegar hann var vakinn skýrði hann frá því, að hann hefði verið að enda við að lyfta einhverjum hlut upp með hægri hendi, flytja hann yfir í vinstri, og síðan hefði hann byrj- að ganga“. Kemur í þessu draumgjafasam- bandið enn fram. Augnhreyfingar og ýmsar vöðvahræringar dreym- andans munu vera meiri og minni eftirlíking af hreyfingum draum- gíafans og framleiddar einmitt fyr ir áhrif geislanar frá honum eða líkama hans. í greininni er því einnig, haldið fram, að einstaklingurinn geti ekki verið án draumanna sér að skað- lausu, og reynt er að skýra þettá út frá kenningu Freuds um útrás niðurbældra hvata í draumi, sem ekki megi hindra án slæmra af- leiðinga fyrir hlutaðeigendur. Miklu nær mundi þó vera að setja þær óheppilegu afleiðingar, sem það virðist hafa á heilsu manns að svipta hann draumnum sínum í sambandi við rofnun draumsam- bandsins og þá einnig svefnmagn- anarinnar í heild, sem verður við það að vekja mann í hvert sinn er draumar hefjast. En í svefni fer, eins og dr. Helgi sýndi frarn á, fram magnan líkamans af utanað komandi magni, lífmagn og vit- magn kallaði hann það. Þáttur þeirrar magnanar eru draumarnir. Ihugunarvert er það, að rannsókn- ir hafa leitt í ljós, að alla dreymir á hverri nóttu, en „flestir af draumum okkar ná aldrei meðvit- undinni, svo að við gleymum þeim áður en við vöknum“, eins og seg ir í greininni. Þessir erfiðleikar á að muna draumana eru þá líka eitt af því sem bendir til þess að dreymand- inn sé ekki sjálfur höfundur drauma sinna, heldur séu þeir hon um frá draumgjafa komnir. Það er staðreynd að við að sofna, gleymir maður sjálfum sér, hættir að hugsa. Og er því hið ólík- legasta að í því óvirknisástandi skapi hugurinn sér sýnir og at- burði slíka sem í draumum verða Þetta mun Freud að einhverju leyti hafa gert sér ljóst, og því var það að hann bjó sér til eða tók upp eftir öðrum hugtakið dulvit- und og ætlaði henni að skapa draumana. En þar mun hann hafa verið helzt til fljótfær og ekki skoðað huga sinn nógu vandlega. Því hefði hann gert það, þá hefði honum orðið ljóst, annars vegar, að jafnvel vel vakandi huga er um megn að láta sig sjá, með 'iimhugsun einni saman, hlut eins og þegar horft er á hann, og hins vegar, að það að sjá í draumi er einmitt eins og að horfa á hann, en ekki aðeins umhugsun um hann. En hvernig dulvitundin gæti skapað skynjanir reyndi Freud aldrei að sýna fram á, og auðvitað af þeirri ástæðu, að honum mun aldrei hafa orðið ljóst að sýna þyrfti fram á slíkt. Ýmsar fleiri athuganir og álykt- anir hinnar sannvísindalegu draumafræði dr. Helga mætti nefna, sem sýna fram á ómögu- leika þess, að .upptaka draumlífs- ins sé að leita í dreymandanum sjálfum, þó að ekki skuli hér lengra haldið um það að sinni. Sveinn Ilaraldsson Veftvangurinn inn í ýmsum helztu umbótamálum þjóðfélagsins, einn uppi, sem for svari og fulltrúi vinnandi manna og kvenna í landinu. Hann er flokk ur allra, sem hafna öfgastefnum íhalds og kommúnisma. Hann er hinn eiginlegi jafnaðarmanna- flokkur á íslandi í dag, flokkur- inn, sem berst fyrir umbótum á öllum sviðum þjóðfélagsins, um- bótum, sem byggjast á hinum al- mennu borgurum landsins, og eru fyrir þá, en ekki fyrir örfáa stórgróða- og stóreignamenn, eins og á sér stað í dag, undir stjórn núverandi íhaldsflokka. Framsókn armcnn hafa barizt fyrir, og berj- ast fyrir ýmsum þeim sömu um- bótamálum og t. d. norskir jafn- aðarmenn, sem hafa á síðustu 30 árum skapað velferðarþjóðfélag af rústum langvarandi íhaldsstjórn ar, sem barðist fyrir sömu „hug- sjónum" og núverandi ríkisstjórn á íslandi. Sigurganga Framsóknarflokkurinn er sá armur íslenzku þjóðarinnar, sem j nátengdastur er flokkum jafnaðar manna í Vestur-Evrópu, og þó eink um jafnaðarmönnum í Skandinav- íu, því að þær þjóðir eru ísléndiná' um líkastir. Um gjörvalla yeátur-. Evrópu er sú fylking jafnaðar- manna í stöðugri framsókn: Glæsi legur kosningasigur í Noregi, auk- ið fylgi í Svíþjóð, Vestur-Þýzka- landi og Bretlandi, stjórnarmynd- un á Ítalíu o. s. frv. Hinir frjáls- lyndu jafnaðarmannaflokkar auka fylgi sitt hvarvetna, eins og Fram- sóknarflokkurinn, sem siglir í sterkum meðvindi' í íslenzkum stjórnmálum í dag, því að þjóðinni hefur skilizt að hann er hinn rétti fiokkur allra vinnandi stétta. Þrjú öfl láta til sín taka í íslenzkum stjórnmálum. Einungis eitt þeirra, Framsóknarflokkurinn, er hinn sanni f’okkur allra vinnandi stétta þjóðfélagsins. Hann er sá flokkur, sem stendur á milli öfganna: _ Kommúnismans annars vegar og íhaldsaflanna hins vegar. Framsóknarfl okkurinn á fylgi sínu að fagna meðal sömu stétta og jafnaðarmenn í öðrum löndum, og fylgi flokksins meðal verka- lýðsins eykst stöðugt og hratt, og það svo, að íhaldsöflin og komm- únistar grípa til örvæntingarráða í hlægilegum áróðri, og reyna að spyrna gegn hinni augljósu og sjálfsögðu þróun. Sigurganga Framsóknarflokksins meðal ís- lenzks verkalýðs er ómótmælan- leg. VETTVANGURINN lög, sem þeir vita ósköp veL að er tíl stórskaða fyrir þjóð- ina í heild sinni, en til gróða fyrir örfáa einstaklinga, hina vel öldu kjúklinga íhalds- ráðherranna. Hversu langt láta þessir þing menn leiða sig út í sorann og vitleysuna? Við höfum ekkert svar við þeirri spurningu. Svarið ligg- ur í höndum þeirra sjálfra. Alþingismenn Alþýðuflokks- ins: Hversu lengi ætlið þið að þjóna niðurrifsöflunum í ís- lenzka þjóðfélaginu? Hversu lengi ætlið þið að vera kjörseðl ar, útfylltir af ráffherrum íhaldsins? Hversu lengi ætlið þið að setja eigin hagsmuni of- ar hagsmunum þjóðarheildar- innar? ( Vonandi megum við vænta svars ykkar. ELr-JO. HEIMA OG HEIMAN Framhalc at bls. 3. um konuna, sem verður Quentin að falli. Hún nefnist hér Maggie, ljóshærð dægurlagasöngkona með enga hæfileika, en gefur af sér drjúgan dollar sem kynbomban dæmigerð. Hún varð til þess að vagga lendunum framan í Quen- tin einmitt þar sem hann var í þungum þönkum út af fyrra hjóna bandi sínu og andlegu skipbroti. Hann stenzt ekki freistinguna, Maggie er eins og blóm, sem gerir lífið heillandi á ný. Hann verður sér til skammar að hafa þótzt sjá virðuleika og dýpt í persói^u henn en Maggie lítur á sjálfa sig eins og brandara og dáist að honum sem föðurlegum velgerðarmanni. Eitt sinn sitjandi' á rúmstokknum seg- ir hún honum hörmule'gar minn- ingar úr bernsku, örvita móður hennar, sem eitt sinn reyndi að kæfa hana í svæfli, föðurnum, sem 'ýfirgaf heimilið, þegar hún var sniábarn. Hún vill nú endilega fara með Quentin til Washington, þar sem hann á að mæta fyrir óamer- ísku nefndinni, svo það mætti verða til þess að gefa honum hug- rekki við yfirheyrsluna, að vita af henni nakinni bíða heima í hótel herberginu. Alla ævi herfur hún veitt mönnum blíðu sína af ein- skærri góðgerðarsemi, einungis þeim sem þurftu, og þáði aldrei fé fyrir. Á brúðkaupsdaginn þeirra segir hún Quentin frá því, að hún sé undir læknishendi af því að hún var tveim mönnum góð sama daginn. Þar sem hún stendur and spænis honum í brúðarkjólnum varar hún hann við því, að hann verði að athlægi og gefur honum tækifæri til að hætta við hjóna- bandið. Skömmu eftir brúðkaupið fer Maggie að fara öll úr skorðum. Alveg eins og fyrri konan fer hún að klifa á því, að hann geti ekki elskað konu eða veitt henni full- nægingu. Hún drekkur sig fulla og talar þá eins og portkona. Hvað eftir annað auðmýkir hún Quentin með því að draga í efa kynferði hans. Og það gerði hún einnig til að kvelja hann, að gera sjálfs- morðstilraun. Quentin er ekki lengur fær um að hugsa eða vinna og verður að lokum móðursjúkur sjálfur. Það nær hámarki leiks- ins, þegar hann reynir að kyrkja konu sína á rúmstokknum. Hann áttar sig í tæka tíð —en gerir sér um leið ljóst, að þrátt fyrir háleitar hugsanir getur hann drep- ið. Þessu lýsir hann yfir rétt fyrir leikslok, þegar hann gengur upp stigann til Helgu, evrópsku stúlk- unnar, sem allt bendir til, að verði þriðja kona hans. Quentin kveðst hafa horfzt í augu við lífið, segir, að hafi maður getað horft óbrjál- uðum augum á ljótleika lífsins, hljóti maður að hafa hugrekki til að vakna vonglaður að morgni. Leikritið fékk mjög misjafna dóma eftir frumsýninguna í New York Tónninn er heldur vonbrigða legur í flestum blaðadómum, eink- um fyrir þá sök, að þarna tali höfundur svo opinskátt um sjálfan sig og konur sínar og komi fyrir eins og einhver afsökunarbeiðni á mistökum í lífinu. Flest í leikrit- inu komi heim við höfundinn sjálf an og hans nánustu. Hann fæddist í velmegun, en hún varð að engu í kreppunni. Móðir hans minnir mjög á móðurina í leiknum. Svo er og um eiginkonurnar. Sumir ráðast á skáldið fyrir að hafa not- fært sér fyrrverandi konu sína Marilyn Monroe sem persónufyrir- mynd, þegar, eins og einn leikhús gesta komst að orði móðgaður „nár hennar varla orðinn kaldur“. Aðrir telja þetta þroskaðasta vejrk Millers. Sjálfur þvertekur hann fyrir, að leikurinn eigi að lýsa vissum persónum og atvikum, lield ur hafi aðeins fyrir honum vakað að virkja á leikrænan hátt tiltek- in öfl í sjálfum sér — og öðr- um. Það verður forvitnilegt að sjá þetta umdeilda leikrit á sviði Þjóðleikhússins okkar, þegar þar að kemur. SAMBÚÐ RÍKJANNA Framhald af 7. síðu. menn séu þeim vinsamlegir og hafist ekki að. Þetta ætti að gera okkur Bandaríkjamönnum kleift að bægja kínversku hætt- unni frá í nálægð, en öðlast þó aukið mótvægi gegn Sovétríkj- unum, ef svo færi að þau gerð- ust sek um alvarleg afbrot á farlægum hlutum hnattarins. FJOLFÆTLAN ÞÓR HF REYKJAVÍK Hafnárstræti 8 Þorrablót Framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður haldið að Glaðheimum, Vogum, laugardag- inn 8. febrúar n.k., og hefst kl. 20. Hljómsveit Svavars Benediktssonar leikur og skemmtir með leikþáttum inn á milli Einnig skemmtir Baldur Georgs Miðar fást hjá eftirtöldum aðilum: Helga Ólafssyni, Kópavogi, sími 40647 Vilhjálmi Sveinssyni, Hafnarfirði, sími 51173 Sigfúsi Þorgrímssyni, Keflavík, sími 2263 Sigurði Jónssyni, Seltjarnarnesi, sími 15260 Guðlaugi Aðalsteinssyni, Vogum, sími 10 B. Miðanna sé vitjað fyrir fimmtudag, 6. febrúar. Nefndin LÖGTAK Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undan- gengnum úrskurði verða lögtökin látin fram fara án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þess- arar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miða- gjaldi, gjöldum af innlendum tollvörutegundum, matvælaeftirlitsgjaldi og gjaldi til styrktarsjóðs fatlaðra, skiplagsgjaldi af nýbyggingum, lesta- gjaldi, vitagjaldi og skoðunargjaldi af skipum, sölu skatti 4. ársfjórðungs 1963 og hækkunum á sölu- skatti eldri tímabila, útflutnings- og aflatrygging- arsjóðsgjaldi, svo og tryggingaiðgjöldum af skips- höfnum ásamt skráningargjöldum. Yfirborgarfógetinn í Reykjavík, 7. febrúar 1964 KR. KRISTJÁNSSON SNÚNINGS 0G DREIFIVÍL FÆST AÐEINS HJÁ TÍMINN, laugardaginn 8. febrúar 1964 — 13

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.