Tíminn - 14.02.1964, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 13. febrúar.
NTB—Washington. — Sir Alec
Doug'las Home lauk í dag við-
ræðum sínum vi3 L. B. John-
son, forseta Bandaríkjanna, en
hann hefur verið í opinberri
licimsókn þar og í Kanada síð-
ustu dagana.
NTB—Mogadishu. — Bardag-
arnir á landamærum Somalíu
og Eþiópíu hafa aldrei verið
meiri en í dag. Barizt er á 1.100
km. langri landamæralínu, en
landamærin eru 1.500 km. löng.
NTB—Frankfurt. — Dr. Wern-
er Heyde, sem ákæirður var fyr
ir að hafa myrt 100.000 manns
í síðasta stríði, hengdi sig í
belti í fangaklefa í Frankfurt
í dag.
NTB—London. — Bretar lýstu
því yfir í dag, að þeir hefðu
nægilegar birgðir kjarnaefna
til þess að byggja upp eigin
kjarnorkuher.
NTB—Beirlín. — A-þýzka stjórn
in lagði tfl í dag, að komið yrði
á um (páskana sams konar heim
sóknafyrirkomulagi og var um
síðustu jól, þegar V-Berlínar-
búar fengu að heimsækja ætt-
ingja og vini í A-Þýzkalandi.
NTB—Geneve. ■— Austurríki 1
sagði í dag, að það gæti ekki
verið áfram í EFTA, ef það
fengi aukaaðild að EBE.
NTB—París. — Ludwig Erhard,
kanslari V-Þýzkalands, kemnir
til Parísar á morgun til við-
ræðna við de Gaulle.
NTB—Osló. — Viðræðurnar
um lendingarréttindi SAS í
Prestwick, Skotlandi, halda á-
fram 17. febrúar. Talið er að
milljónir séu í veði, að SAS
fái áframhaldandi lendingar-
réttindi þar.
NTB—Moskva. — Soyét-kín-
verski vináttu- og hjálparsamn
ingurinn átti 14 ára afmæli í
dag, og var hans minnzt bæði
í Moskvu og Peking.
NTB—Havana. — 700 kúbönsk
um verkamönnum við banda-
rísku herstöðina í Guatanamo
var sagt upp starfi í dag, og
1800 mun sagt upp bráðlega.
Er það um helmingur þeirra,
sem þar vinna.
NTB—London. — Bretland 1
mun eyða um 24 milljörðum
ísl. króna í hernaðarútgjöid á |i
þessu ári, og er það met í Bret ||
landi.
NTB—Madrid. — 407 prestar |
í Kataloniu á Spáni hafa lýst E
sig samþykka grein ábótans i 1
Mohsserrat í franska blaðinu 4
Le Monde, þar sem hann gagn-
rýnir harðlega Franco-stjórn- !i
ina.
NTB—Djakarda. — 13 brezk |
fyrirtæki í Indónesíu munu §
framvegis vera undir eftirliti
indónesíska ráðuneytisins fyirir 1
ríkisrekstur.
FL0TTI N0SSENK0 HEFUR AHRIF A AFVOPNUNARRAÐSTEFNUNA
Sovét forðast að ræða mál,
sem Nossenko þekkir vel til
NTB-Geneve, 13. febr.
Flótti sovézka afvopnunarsérfræðingsins Juri Nossenko til
Bandaríkjanna Fiefur nú, að því er blaðamenn í Geneve telja,
Fiaft sín fyrstu áFirif á afvopnunarráðstefnuna í Geneve.
Aðalfulltrúi Sovétríkjanna á ráðstefnunni, Semjon Zarapkin,
Fiefur krafizt þess, að tillaga Sovétríkjanna um lækkun út-
gjalda til varnarmála verði tekið fyrir fyrst á ráðstefnunni,
og er talið, að Fiann með því vilji forðast að ræða þau atriði,
sem Nossenko geti gefið Bandaríkjunum nákvæmar upp-
lýsingar um.
Hin upprunalega tillaga Sovét-
ríkjanna lagði höfuðáherzlu á
þi-ennt: Að stórveldin kölluðu
heim allan her í öðrum löndum,
Sú ákvörðun frönsku stjórnar-
innar að hefja stjórnmálasamband
við Kínverska Alþýðulýðveldið hef
ur vakið bæði fögnuð og hörð mót
mæli. En de Gaulle hefur þegar
skipað sendifulltrúa sinn í Peking.
Fyrir valinu varð Claude Chaillet,
fyrrum aðalræðismaður í Oran.
að öll lönd fækkuðu í herliði sínu,
og að útgjöld til hernaðar yrðu
lækkuð. Zarapkin krafðist þess
á fundi í dag, að tillagan um lækk-
un hernaðarútgjalda skuli rædd
fyrst. Er talið, að hann geri þetta
vegna þess, að Nossenko, sem bæði
NTB-Dar-es Salaam, 13. febr.
Utanríkis- og varnarmála-
ráSFierrar meðlimaríkja Ein-
ingarbandalags Afríku sam-
þykkti í dag tillögu frá ríkis-
stjórn Tanganyika um, aS
brezku hermennirnir, sem
verið hafa í landinu síðan
uppreisnin var gerð í síðasta
mánuði, skulu á brott úr land-
inu, og að í staðinn komi her
deildir frá afrískum löndum,
að því er áreiðanlegar heim-
ildír herma í kvöld- Einnig var
gerður samningur milli Tanga
nyika og fjölda afrískra landa,
sem hafa lýst sig reiðubúin
til þess að leggja til hermenn.
Blaðamenn í Dar-es-Salaam segja
var fulltrúi Sovétríkjanna á af-
vopnunarráðstefnunni, og liðsfor-
ingi í Öryggisþjónustu ríkisins,
hafi undir höndum sundurliðaðar
upplýsingar um fjölda sovézkra
hermanna í löndum A-Evrópu og
Sovétríkjunum, og að hann muni
láta Bandaríkjamönnum þessar
upplýsingar í té. Aftur á móti
leikur vafi á, að hann geti frætt
Bandaríkjamenn nákvæmlega um,
hversu miklu fé Sovétríkin verji,
til varnarmála, og ihvernig sú fjáij
málaáætlun er sundurliðuð. Er því
talið augljóst, að Sovétríkin vilji
forðast að ræða í bráð þau atriði,
sem Nossenko geti gefið Banda-
ríkjamönnum upplýsingar um.
Talsmaður bandaríska utanríkis
ráðuneytisins tilkynnti í dag, að
áð þessi samþykkt bandalagsríkj-
anna sé mikill persónulegur sig-
ur fyrir hinn 47 ára gamla for-
seta Tanganyika, Julíus Nyerere.
Það var Nyerere, sem óskaði þess,
að utanríkis- og varnarmálaráð-
herrar Einingarbandalagsríkjanna
kæmi saman til fundar til þess að
ræða óeirðir þær og uppreisnir,
sem átt hafa sér stað í ýmsum ríkj
um A-Afríku, og éinnig landa-
mæradeilur Somalíu og Eþiópíu,
og er búizt við, að það mál verði
tekið til umræðu, þegar umræð-
urnar hefjast á ný á morgun.
Sovézka fréttastofan TASS sagði
í kvöld, að Bretar reyndu að not-
færa sér óeirðirnar í Austur-
Afríku, og að heimsvaldasinnarn-
ir hefðu á nýjan leik náð fótfestu
í Kenya, Uganda og Tanganyika.
Nyerere vinniir sigur á fundi Einingarijandaiagsíns:
Afrísktherliðkemur
Brezktherlið ábrott
FRÉTTIR AF LANDSBYGGÐINNI
PJ-Dalvík, 13. febrúar.
Einn bátur, Dröfn, er byrjað
ur á netaveiðum, dró fyrst í
gær og fékk þá 4 tonn í tvær
trossur. Línuveiðin hefur geng-
ið mjög treglega, og þess vegna
byrja bátarnir nú óvenjú
snemma á netaveiði. Atvinna
hefur verið fremur dauf vegna
lélegrar línuveiði, en nú fer
að verða meira að gera, ef neta
veiðin gengur vel. Togararnir
eru líka farnir að fara út núna,
Björgvin er búinn að koma
tvisvar inn, í fyrra skiptið með
37 tonn, en heldur minna í
seinna skiptið. Björgúlfur fór
fyrst út á mánudaginn var.
GÓ-SAUÐÁRKRÓKI, 13. febrú-
ar. — VeSrið í dag er eins og
júnímánuður væri, logn og sól-
skin. Hins vegar er deyfð i at-
vinnulífi staðarins fremur venju.
Aðeins einn bátur stundar sjó-
inn, hann fær svona 2Va til
3Vi tonn í róðri, og það er ágætur
afli hjá svona liiium bát, en gerir
! ekki nema hrökkva í soðið handa
Ibæjarbúum. Nú stendur til, að
Skagfirðingur fari út um næstu
mánaðamót, og nokkrir bátar
munu stunda netaveiði héðan,
þegar hún hefst, og þá glæðist
atvinnan.
SG-ÞYKKVABÆ, 13. febrúar.
Hér er nú gott veður og mikil at-
vinna í kartöflunum. Það gengur
vel að selja þær og unnið er að
því að ganga frá haustuppsker-
unni og selja hana allan vetur-
inn. Birgðirnar eru samt á þrot-
um og í marzlok verður að byrja
að undirbúa næstu niðursetningu.
Þótt mikil vinna sé við kartöflu-
ræktina er hún ekki nema mátu-
lega mikil fyrir heimafólk, enn
sem komið er.
HS-Hólmavík, 15. febr.
Bátar héðan hafa aflað held-
ur illa, það sem af er þessari
vertíð. Hafa þeir fengið um 2
lestir í róðri að meðaltali. —
Fjórir bátár eru gerðir út héð-
an, en einn Hólmavíkurbátur
er gerður út frá Drangsnesi.
Tveir bátar liggja inni, og hafa
ekki verið gerðir út enn sem
komið er.
HÞ-GRUNDARFIRÐI, 10. febr.
— Ný mjólkurvinnslustöð mun
taka til starfa hér í Grundar.
firði cftir nokkra daga. Mun hún
taka á móti mjólk úr sveitunum
norðanfjalls á Snæfellsnesi. —
Stöðin mun sjá Stykkishólmi,
Grafarnesi, Ólafsvík og HellU-
sandl fyrir gerilsneyddri mjólk.
Einnig mun hún framleiða skyr,
rjóma og eitthvað af smjöri. —
Stöðvarbyggingin er teiknuð af
Skarphéðni Jóhannssyni arkitekt.
Yfirsmiður var Björn Guðmunds-
son, Grafarnesi. Raflögn annað-
ist Júlíus Gestsson, Grafarnesi. —
Vélar eru frá Silkeborg Maskin-
fabrik í Dsnmörku. Mjóikursam-
salan f Reykjavík mun sjá um
rekstur stöðvarinnar. Framkv..
stjóri hennar verður Bent Bryde,
mjólkurfræðingur, áður starfs-
maður Mjóikursamsölunnar í
Reykjavík.
KS-Grímsstöðum,
Fjöllum, 13. febr.
Við erum nú eiginlega ekki
vön svona veðurblíðu á þorran
um hérna á Fjöllum, það má
heita frostlaust dag og nótt, og
alltaf er nóg beit. Að vísu stóðu
kindur inni nokkra daga fyrst í
febrúar, þegar kuldakastið
kom, en aldrei festi mikinn
snjó á okkar mælikvarða,- og
aldrei tók af bílfæri til Mý-
vatnssveitar, en í þá áttina eig
um við nú allt að sækja, lækni
og annað. Vegurinn austur hef
ur ekki verið farinn lengi, og
sennilega er hann ófær, nema
ef frysti verulega.
NOSSENKO
engar upplýsingar yrðu gefnar í
Nossenko-málinu, fyrr en fengizt
hefði heildarmynd af því, sem
skeði. Aftur á móti er talið lik-
legt, að Juri Nossenko sé kominn
til Bandaríkjanna.
! ÓBREYTT LÍÐAN
: KJ-Reykjavík, 13. febrúar.
Sex ára drengur Guðmundur
Árnason, Sólheimum 23, sem varð
fyrir bflnum á Þvottalaugavegi í
gær, er á Barnadeild Landspítal-
ans og er líðan hans óbreytt.
ÓEIRÐIR Á KÝPUR
Framhald af 1. síðu.
sem hafa herstöð rétt hjá bænum,
tóku ekki þátt í bardögunum.
Peter Young, hershöfðingi, yf-
irmaður brezka heraflans á Kýp-
ur, fór í þyrlu til Limassol í dag,
og fékk leiðtoga deiluaðila til
fundar við sig. Náðist þar sam-
komulag um vopnahlé.
Virtist það ætla að bera árang-
ur, en seinna í dag brutust út bar-
dagar við höfnina í Limassol. —
Brezkar hjálparsveitir hafa haft
nóg að gera við að flytja særða og
dauða af vígvellinum.
Upplýsingadeild Kýpurstjórnar
tilkynnti í dag, að tyrknesk-ættað-
ir menn hefðu hafið bardagana
við Limassol, og að stjórnarher-
inn hefði náð á sitt vald þrem
bækistöðvum Tyrkja áður en
vopnahléssáttmálinn var gerður í
dag.
V arautanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, George Ball, átti í dag
viðræður við Makaríos erkibiskup
forseta Kýpur, og ræddu þeir m.
a. tillögur Breta og Bandaríkja-
manna um alþjóðlegt lögreglulið
Nato-ríkjanna. Ball var mjög al-
varlegur, er hann kom af fundi
Makariosar, og neitaði að tala við
blaðamenn. Hann fór til Ankara
í kvöld, og fer síðan þaðan til
Aþenu og London.
Um 6000 brezkir borgarar búa
í bænum Limassol, og 300 konur
og börn — skyldmenni brezkra
hermanna — voru í kvöld flutt
frá bænum. Duncan Sandys, sam-
veldismálaráðherra Breta, sagði í
kvöld, að ástandið á Kýpur hefði
versnað mjög, og að til greina
gæti komið, að flytja alla brezka
borgara á brott frá Kýpur.
Unglingaklúbbur
F.U.F.
FÉLAGSSKÍRTEINI eru afhent i
Tjarnargötu 26 frá kl. 17—18 alla
virka daga.
Ynqri deild:
Bingó og dans laugardaginn is!
febrúar k|. 20.
Eldri deild:
Dansleikur f Glaumbæ miSvikudag.
inn 19. febrúar og hefst hann kl.
20,30.
8
TÍMINN, föstudaginn 14. febrúar 1964