Tíminn - 14.02.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.02.1964, Blaðsíða 1
VFLBYSSUÓGNARÖLD Á KÝPUR: Skjóta hver annan niður ‘i NTB-Nicosia, 13. febrúar Minnst 50 manns hafa látið lífiö og 100 særzt í bardögunum sem geisað hafa í bænum Limassol á Kýpur undanfarið, og þótt samið hafi verið um vopnahlé var enn þá í kvöld skothríð á svæðinu. Lík- lega er tala dauðra miklu hærri en 50, því að ekkert er vitað fast- ákveðið um dánartölu tyrkneskra manna. Brezkir borgarar i Limas- sol hafa verið fluttir þaðan, og er ástandið á Kýpur nú mjög alvar- lcgt. Mörg hundruð manns tóku þátt f bardögunum við Limassol. Flest- ir þeirra voru, að sögn sjónarvotta borgaralega klæddir, en mjög vel vopnaðir, m. a. með sjálfvirkum skotvopnum. Grískættaðir menn óku í brynvörðum jarðýtum um götur borgarinnar, og gerðu NÝTT MILLI. MAL? í GÆJRKVELDI frétti blaðið, að nýtt mál væri á döfinni á Keflavíkurflugvelli. Er talið a5 pósthúsið á vellinuin hafi keypt ávísanir af Jósafat Arngríms- syni, að verðmæti svo hundr. þús. skipti og látið þær liggja, unz Jósafat hentaði að leysa þær út aftur. — Jafnframt er talið að um mikla fjármálaó- reiðu sé að ræða hjá pósthús- inu. jafnvel svo milljónum skipti. — Það mun hafa verið starfsmaður í þjónustu hins op- inbera, sem benti á að athuga þyrfti fjármálastarfsemi póst- hússins. — Þetta nýja mál er a byrjunarstigi. ■ýc GRISKIR þjóðernissinnar fara I tlokkum um götur Nicosiu og láta ofriðlega. hverja vélbyssuárásina á fæt- ur annarri inn í tyrkneska bæjar- hlutann. Brezku herdeildirnar, Framhald á 15 siðu ★ STANZLAUS réttarhöld eru nú í Vallarmálinu, en lítið hefur enn heyrzt rrá þeim, sem um mál ið fjalla. Einn situr enn í gæzlu- varðhaldi af þeim þremur, sem stungið var inn í upphafi. í gær fóru fram yfirheyrslur yfir þess- um eina í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Þetta er glugginn á þingsalnum. Tjöld voru dregin fyrir hann í gær, sem verður að kallast táknrænt fyrlr þá þögn, sem hingað tii hefur ríkt um mál- Ið. En þessir veggir eru gamlir og kynnu frá mörgu að segja, ef þeir mættu mæla, líka því, að aldrei hafa verið eins mörg af- brotamál á döfinni og nú. RETTVI KJ-REYKJAVÍK, 13. FEBRÚAR. — Fjársvikamálin, sem komið hafa upp að undanförnu, eru í stöðugri rannsókn og cndurskoðun eftir því sem yfir verður komizt. Eru sum þeirra umfangsmikil, þar sem margir koma við sögu og rannsókn því erfið og flókin. Hér á eftir er sagt frá níu helztu málunum. ★ AÐ UNDANGENGINNI húsrannsókn hjá einum forsvarsmanni Eimskipafélags Reykjavíkur, Faaberg, sem framkvæmd var á ár- inu 1961, var ákveðið að bókhald fyrirtækisins skyldi sent til end urskoðunar. Grunur lék á að maðurinn hefði skotið undan gjald- eyri, sem fyrirtækið hafi aflað og að gefnar hefðu verið rangar skýrslur til yfirvaldanna um gjaldeyrinn. Endurskoðuninni lauk svo ekki fyrr en í september 1963, og um þessar mundir stendur yfir dómsrannsókn í máli þessu. Mál þetta hefur verið yfirgripsmikið og endurskoðunin því tekið langan tíma. ★ í SUMAR varð uppvíst urn sölu töluverðs magns af íslenzkum peningum erlendis. Var hér um að ræða upphæðir, sem skiptu hundruðum þúsunda. Mál þetta er hjá Sakadómi Reykjavíkur og verður að öllum líkindum tekið þar fyrir innan skamms. ★RÍKISENDURSKOÐUNIN hefur haft með hið svokallaða Frí- jj hafnarmál að gera, og hefur farið fram endurskoðun á sfarfsemi 1 Fríhafnarinnar nokkuð aftur í tímann- Mál þetta heyrir undir I Varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins. en deildarstjóri í Varn- 1 armáladeild er erlendis og því ekki hægt að fá frekari upplýsingar utn málið. Starfmaður Fríhafnarinnar var grunaður um fjárdrátt, sem hann játaði við yfirheyrslur. Var þar um að ræða erlenda mynt, sem hann hafði dregið úr sjóðum Fríhafnaiinnar. ★ STARFSMAÐUR Eimskipafélags Islands afhenti á árinu 1963 fyrirtækinu Raftækni hér í bæ 24 bíla, án þess að tilskildum þlögg- um með áritun tollstjóra væru framvísað. Rannsókn þessa máls er nú lokið, en starfsmaðurinn fékk eina flösku af áfengi fyrir hvern bíl, sem hann afhenti á þennan hátt. Það voru aðeins tveir menn, sem komu við sögu í tnáli þessu, fyrrnefndur starfsmaður og forstjóri Raftækni. Málið verður innan skamims sent saksókn ara, sem ákveður, hvort höfða skuli mál á hendur mönnum þess- um. ★ UPPVIST varð um stórfelldan fjárdrátt hjá einum starfsmanni Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis við endurskoðun hjá fyrirtæk- inu um síðustu áramót. Grunur féll strax á starfsmann sparisjóðs- ins, setn þá var nýlátinn, og þótti þegar sannað, að hann væri sekur um fjárdráttinn. Nokkrir kunningjar mannsins munu vera viðriðnir málið, sem er enn í höndum rannsóknarlögreglunnar og Framhald á 15. sfSu. Bæði atvinnurek- endurog laun- þegar vilja afnám bannsins á verð- fryggingu kaups SJÁ ALÞINGIS- FRÉTTIR BLS. é

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.