Tíminn - 14.02.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.02.1964, Blaðsíða 3
n f’l u DAGBLAÐIÐ Jen Min Jinh Pao er opinbert málgagn kín- verska kommúnistaflokksins og jafnframt eitt leyndardóms- fyllsta dagblað í heiminum. — Enginn hefur nokkru sinni hitt útgefandann og skipt er um rit stjóra á næstum mánaðarfresti, prentsmiðjan er á einum leyni- legum stað og ekki er hægt að fá það uppgefið, hver skrifar aðalgreinarnar í blaðið. ★ Tvær blaseraðár vinkonur tóku mikinn þátt í hinu fjöl- breytta skemmtanalífi Rivier- unnar og einn daginn gengu þær saman eftir Promenade des Anglais í Nice, þar sem þær rákust á barnavagn. Hamingjan góða, segir önnur þeirra, þetta er dóttir mín hún María litla. Ertu viss um það, spyr hin. Já, ég er alveg viss, ég þekkti barn fóstruna aftur. GÖMUL hjón sem búa á Lá- landi í Danmörku, áttu fyrir skömmu gullbrúðkaup og létu þá gifta sig þar í kaþólrj>ri kirkju. Þetta má samt ekki skilja þannig, að þau hafi aldr- ei verið gift, heldur er það göcnul pólsk siðvenja, að gift- ingarathöfnin sé endurtekin á fimmtugsafmælinu. Gömlu hjón KVIKMYNDIN 8%, secn tal- in er ein af beztu kvikmyndum ársins 1963 og gerð er af ít- alska leikstjóranum Federico Fellini, fékk nýlega fyrstu verð launin á alþjóðlegri kvikmynda hátíð í Lissabon. DANSKI myndhöggvarinn Povi Söndergaard lauk nýlega við styttu, sem síðan var af- hjúpuð við Gentofte-ráðhúsið. Þetta er mjög mikið vcrk, sem sýnir Knud Rasmussen. — Há- tiðahöldin t sambandi við opn- unina stóðu yfir í tvo klukku- tíma og var Söndergaard ekki nefndur þar nema einu sinni og þá sem listamaðurinn. — Viðstaddir athöfnina voru 400 manns ásamt konungshjónun- um og tók konungur í höndina á öllum nefndarmeðlimum, en ekki kynnti hann þá fyrir lista- manninum, sem stóð einmana og yfirgefinn einhvers staðar afsíðis. Strax á eftir hélt allur skarinn í morgunverðarboð og síðan hádegisverðarboð, en Sön dergaard stóð einn eftir og fór síðan ásamt nokkrum vinum sín tim á matsölustað og þeir fengu sér brauðsneiðar. Þetta hefur verið mcrkisdagur í lífi lista- mannsins. ★ AGATHA Christie er einhver vinsælasti leynilögreglusagna- höfundur ; heicninum og hún heldur þeim sessi, þó hún sé komin hátt á elliár. Nýjasta bók hennar heitir Steinrunna and- litið og þar er það Miss Marple sem margir munu kannast við, sem leysir morðgátuna. Bækur Agöthu hafa þótt misjafnar og sumar þær seinni verið taldar verri en þær fyrri, en þessi er samt sögð vera í stil við þær albeztu, sem gamla konan hefur gert. in, sem heita Rosalie og Felix Gajba fluttust frá Póllandi til Danmerkur árið 1914 og sama árið voru þau gift í fyrra skipt- ið. Rosalie er nú 71 árs gömul og Felix 72 ára og eiga þau 11 börn. Áðurnefnd siðvenja er nú löngu útdauð í Póllandi, þó hún sé við lýði hjá gömlum Pólverj um, sem búa í Danmörku. ★ LITLA, franska þorpið, Fol, liggur hátt uppi í fjöilunum og er þar oft mjög kalt á veturna. Oft er þar 20—25% frost. Bú- peningurinn þjáist ekki síður af kuldanum en mannskepnan og til þess að hjálpa vesalings dýrunum, þá gefa bændumir þeim rauðvín og rommtoddý í stórum stíl, þá virðist þeicn liða betur. Hvað kúnum viðkemur t. d., þá virðist alkúhóldrykkj an ekki hafa neinar óþægilegar af- leiðingar, nema hvað mjólkin verður áfeng. Áfengismagn hennar verður það mikið, að á vetumar vilja bændumir frek- ar drekka mjólkurglas en eitt- hvað annað létt vín. NÚ LÍTUR út fyrir það, að sérstakir blindraskólar séu úr sögunni, en taka eigi upp kennslu fyrir blind börn í venj'u legum skólum. Þetta mál er til umræffu á skólaráðstefnu nor- rænna blindrasamtaka, sem haldin er í Kaupmannahöfn. — Þar kom m. a. fram, að fjöldi foreldra mundi vera þessu fyrir komulagi feginn, því að þá gætu þeir haft bömin heima. En óvíst var um það, hvort þetta væri mögulegt, bæði væri það, að kennslutæki í fögum væru ekki til handa þessum börnum og svo væri það mjög erfitt fyrir blind börn að vera í skóla með heilbrigðum börn- um, ef tekið væri tillit til sál- arlífsins. DANSKA leikkonan Ghite Nörby, sem íslendingum er að góðu kunn, er ákaflega vinsæl í Danmörku. Það þótti því mik ill merkisatburður, þegar hún um jólaleytið giftist ítalska dæg urlagasöngvaranum, Dario Campeotto, en hann hafði þá dvalizt um lengri tíma í Dan- mörku. Þau Ghita höfðu leikið þar saman i kvikmynd og hafði verið uppi oiðrómur um það, að eitthvað væri í aðsigi á milli þeirra, en enginn kom sér að því að staðfesta það- Jólagifting in kom því eins og þruma úr heiðskíru loiti og nú berast þær fregnir að ungu hjónin eigi von á erfingja og Ghita hafi lagt niður alla vinnu, til að forðast áreynslu. Myndin er tekin af Ghitu og Dario í brúðkaups- veizlunni. KJÖT-kveðjuhátíð var nýlega haldin hátíðleg I Mainz í Þýzka landi og voru þar borin um göt- ur líkneski at ýmsu heimsfrægu fólki. Fyrij’ hönd Englands var líkneski af Christine Keeler lát ið ríða brezka ljóninu um göt- urnar í Mainz og sýnir myndin þá fígúrur. A undan Keeler fór allumfangsmikil mynd af Krúst joff með sprellikar! í fanginu, en sprellikarlinn var Walter Ulbricht. Vakti þetta mikinn fögnuð borgarbúa, svona álíka mikinn og gamanvísur um heimsþekkta menn vekja hiá fs- lendingttm. ÞAÐ er nú nokkuð vandamál, hvort Liberia eigi öllu lengur að kallast vanþróað land. Það renna að minnsta kosti á mann tvær grímur þegar skýrt er frá höllinni, sem forseti landsins, William Vacanaral Shadrach Tubman, hefur nýlega látið reisa sér fyrir 900 milljónir ísl. króna. Þar er að finna ýmsa hluti, sem ekki einu sinni eru í Hvíta húsinu. Þessi slungni stjórnmálamaður lokar heldur ekki augunum'fyrir þeirri stað- reynd, að kjarnorkustyrjöld gæti verið framundan og þess vegna hefur hann látið inn- rétta mjög stórt svæði undir höllinni sem kjarnorkubyrgi. — Þar er m. a. glæsilegur bar, stór sundlaug og kapella, þar sem forsetinn, sem ekki er prestur, gctiir prédikað á sunnu dögum. ALVEG nýlega lézt einn af stærstu skóframleiðendum í De troit, Allister að nafni. Erfða- skrá hans var í hæsta máta merkileg, en hann átti tvo syni, og erfði annar þeirra 87.000 hægriskó, en hinn 87.000 vinstri skó. Það skilyrði fylgdi erfða- skránni, að ef hún ætti að gilda þá mættu bræðurnir ekki skipta á skónum og ekki selja þá. — Gamli maðurinn leyndi því heldur ekki í erfðaskránni, að þessi undarlega ákvörðun væri nokkurs konar hefndarráðstöf- un, því synirnir höfðu aldrei sýnt fyrirtæki föðurins hinn cninnsta áhuga. Hafa skilað 40% af framíeiðsluaukning- unni í ræðu, sem Gunnar Guð- bjairtsson, formaður Stéttarsam bands bænda flutti á 300 manna Bændablúbbsfundi á Akureyri s.l. mánudag, sagði hann m.a.: „Ég hef reynt að gera mér grein fyrir því, hvað bænda- stéttin hafi ski'lað miklu til þjóðarbúsins vegna aukinnar tækni af sinni framleiðsluaukn ingu á árunum 1947—1963. Ég hef komizt að þeirri niðurstöðu að neytandinn getur keypt 140 kg. af kjöti og 140 kg. af mjólk á móti 100 kg. kjöts og 100 kg. mjólkuir árið 1947. Með öðrum orðum: Bændurnir hafa skilað 40% af framleiðsluaukningunni til þjóðarbúsins, án þess að taka gjald fyrir. Geta aðrar at vinnugreinar sýnt jafngóða út- komu?“ spurði Gunnar. Verðmæti ársfram- leiðslu 250 þús. 1 ræðu sinni sagði Gunnar enn fremutr: „Hver bóndi skilaði að meðal tali s.J, ár um 250 þús. kr. verð mæti í framleiðslu. Hver sjó- maður skilaði s.l. ár 300 þús. kr. 300 þús. kr. verðmæti komið á land. Heildarframleiðsla land búnaðarins fyriir verðlagsárið 1963—1964 er áætluð 1570 millj. króna. Heildarverðmæti sjávarafurðanna s.I. ár miðað við aflaverðmæti komið á land varð 1700 millj. kr. Þegar búið er að se'lja land- búnaðarvöruirnar unnar, er heildarverðmæti þeirra um 3 milljarðar króna. En heildar- verðmæti sjávaraflans þegar búið er að vinna hann, er 3,5 milljarðair kr Af þessum tölum má sjá, að það hal'last ekki mjög mikið á með þessum tveim höfuðat- vinnnvegum þjóðfélagsins um heildarafköst". Þessar tölur eru hinar athyglisverðustu og sýna, hve fráleitt það er að telja bændur eftirbáta annarra í framleiðslu aukningu og skilum á sínum hlut til þjóðarbúsins. í þessum efnum eru meiri bræðrabönd milli helztu firamleiðslustétt- anna en menn eins og Gylfi Þ Gíslason halda fram. „Forkólfar Fram- sóknarflokksins" Vísir er þaulsætinn við sama heygarðshornið. Hvað sem taut ar og raular, skulu það bara hafa verið „nokkrir forkólfar Framsóknarflokksins, sem dæmdiir voru í háar sektir“ í olíumá'linu. Þetta tyggur hann dag eftir dag og síðast í gær. Það skiptir hann engu, þó að Framsólinarmenn væru í minni hluta í þeim hópi. Frambjóð- endur og bæjarstjórnarforsetar Sjáifstæðisflokksins skulu vera og beita „nokkrir forkólfar Framsóknarflokksins" í þessu máli. Fólk gæti farið að halda að Vísi yrði ekki skotaskuld úr því að sanna, að sakborning- ar í Vallarmálinu svonefnda í Keflavík, væru 'líka bara „nokkrir forkólfar Firamsókn- ar“. Vísir vill veita Tímanum „vitsmunaorðu". Það fer hins vegar ekki á milli mála, hvaða blað ætti að hljóta „sannleiks- orðuna“ í skrifum um þessi mál, bar kemur ekkert blað til greina nema Vísir. T (MI N N, föstudaginn 14. febrúar 1964 — 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.