Tíminn - 07.03.1964, Síða 3
ANttA ÁSLAUG
AUTJAN ARA A
SINFÖNIUPALLI
Á æskulýðstónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar íslands á dögunum,
lék 17 ára stúlka einleik með
hljómsveitinni .tilbrigði eftir Cop-
in við stef eftir Mozart, Anna Ás-
laug Ragnarsdóttir á fernum tón-
leiikum, við mikla hrifningu hinna
ungu áheyrenda, meðal þeirra
voru skólasystkin hennar í Mennta
skólanum í Reykjavík, þar sem
hún hóf nám í haust.
Þegar óg bað Önnu um smávið-
tal hahda Tímamim, var henni um
og ó, sagði að einhver blaðamaður
hefði hitt hana að máli á æfingu í
Háskólabíói, síðan hefði blaðið
lagt henni i munn eitt og annað,
sem hún hefði aldrei sagt við
piltinn. Hún vildi alls ekki ræða
við blöð nema með samþykki pí-
anókennara síns, Árna Kristjáns-
sonar píanóleikara.
Ég hafði einmitt hringt í Árna
og spurt um Önnu, þeirra erinda
að leggja fyrir hana nokkrar spurn
ingar. Árni kvaðst yfirleitt hættur
kennslu, hefði sárafáa nemendur í
einkatímum af sérstökum ástæð-
um og nemendur eins og Anna Ás
laug væru ekki á hverju strái. Þeg
ar ég svo hitti Önnu, átti hún ekki
nóg lofsyrði um Árna sem kenn-
ara, sem hún fór fyrst að sækja
tíma hjá i haust, um leið og hún
kom suður og settist í menntaskól-
ann.
En þá var hún búin að sitja
margar stundir við píanóið, sem
faðir hennar byrjaði að kenna
henni á, þegar hún var sjö ára og
hefur gert síðan — í tíu vetur. En
faðir hennar er Ragnar H. Ragnar,
sem nú í rúm fimmtán ár hefur
verið potturinn og pannan í tón-
listarlífi á ísafirði, en þá fluttist
hann heim frá Ameríku, þar sem
hann hafði kennt á píanó og æft
söng í nærri tuttugu ár í íslend-
inga og Norðmannabyggðum í
Norður-Dakota og Minnesota, ef
ekki víðar, og vann maðurinn af
óhemju dugnaði, sögðu mér þar-
lendir menn. Hann kvæntist Sig-
ríði Jónsdóttur frá Gautlöndum,
og þau fluttust til íslands með
Önnu Áslaugu ársgamla. Síðan hef
ur Ragnai kennt á ísafirði söng í
öllum skólum þar, verið orgelleik-
ari kirkjunnar, söngstjóri tveggja
kóra bæjaiins, skólastjóri og aðal-
kennari tónlistarskólans, kennt
börnum sínum píanóleik. Eigin-
lega er óll fjölskyldan á kafi í
músík, því að frúin kvað kenna
tónfræði ! tónlistarskólanum.
Þetta hef ég eftir ýmsum, og ekki
Önnu Ásiaugu, hún er svo hógvær
og yfirlætislaus stúlka. En ég
spurði hana um tónleikahald á
ísafirði. Hún segist fyrst hafa
heyrt og séð Sinfóníuhljómsveit
íslands á tónleikum á ísafirði fyr-
ir fáum árum. Hins vegar hafi pí-
anóleikarar komið þangað nýlega,
vegna þess að þar hafi ekki
A FÖRNUM VEGI
Nýlega heyrði ég sagt frá því,
að eldri maður hér í borg héldl
því fram, að veturinn 1881 hefði
verið álíka mildur og yfirstand-
andi vetur. Þá hefðu frosthörkur
ekki byrjað fyrr en með vordög-
um.
í útvarpinu að kvöldi 2. þ. m.
var sagt, að samkvæmt skýrsium
um veðurfar hérlendis væri þetta
annar mildasti febrúarmánuður,
sem kumið hefði hér á landi, frá
því að byrjað var að skrá veður-
far fyrir 80 árum.
En í Árbókum Reykjavíkur,
eftir dr. Jón Helgason biskup,
stendur þetta um vcðurfar þenn
an vetur: „Ár þetta varð eitt
hið mesta harðindaár og vetur-
inn frá nýári einn hinn frosta-
mesti í manna minnum. Frá 10.
janúar til mánaðarloka vjr
grimmdarfrost dag eftir dag með
bálroki suma dagaa. Komst
frost upp í 14° R á hádegi.
Um miðjan janúar var „genglð af
Akranesi til Reykjavíkur". (Þ.
Thor.). Höfnin var ein samfelld
isbreiða langt út fyrir eyjar. (1.
febr. drógu Engeyingar lík a
sleða til lands, og 4. febr. var
riðið út í Viðey, líklega þó að-
eins yfir Viðeyjarsundl). Um
miðjan febrúar kom asahláka, er
stóð í nokkra daga . . . en brátt
sóttl aftur í sama horfið. Dag
eftir dag kyngdi niður snjó með
hörkufrostum og illviðrum, og
héizt það veðráttufar til marz-
loka (24. marz var hér í bæ
-z- 13° R á hádegi). Mundu ekki
elztu menn annan eins jökul á
jörðu. Með aprílmánuði fór tið-
arfarið að batna, og héldust góð-
viðri alit til maíloka, nema um
hvítasunnuleytlð, þá gerði norð-
anhríðarkast með frostl, er setti
kyrklng í allan grasvöxt. Sumar-
ið var bæði kait og þurrt . . ."
Hinn 19. febrúar þennan sama
vetur stíflaðlst lækurlnn i mik-
illi þorraleysingu. Tjörnin flóði
yfir bakka sína, svo að fara mátti
á bátum um götur austast í mið-
bænum (einkum um Lækjargötu,
sem varð elns og fljót yfir að líta
— en þar fóru allir húsgrunnar i
kaf og kjallarar fylltust vatm)
segir í Árbókum Reykjavíkur. —
Enn fremur segir að Matthías
Jochumsson, sem þá var búsett
ur i Reykjavfk, hafi ort gaman
kvæðið „Þorralok eða vatnsflóð-
ið í Reykjavik 18811" í því hati
verið m. a. þessi erindi:
Æddi hrönn, en hræddist þjóð,
hús og stræti flóa;
Sást ei þvílikt syndaflóð
sfðan á dögum Nóa.
Húsin sýndust selasker
sukku strætamörkin,
fólkið vildi forða sér
fannst þó hvergi örkin.
Ríklsfrúr með rúmfjölum
reyndu að stöðva æglnn;
„séni" tólf með suðvestum
syntu þveran bæinn.
Æpti þjóð með andköfum:
„Ólán vort vér kennum
sumpart leiðu syndunum,
sumpart slæmum rennum".
Hvað er nú hlð rétta um veð-
urfarið þennan vetur? Vill Rikis-
útvarpið leiðrétta frásögn sina
um veðurfarlð, sem skýrt var
frá að kvöldl 2. þ. m.?
Getur veðurstofan skýrt frá
hinu rétta um veðurfarið þenn-
an vetur, ef ekkl má treysta Ár-
bókum Reykjavfkur? Af þvi sem
hér er sagt, virðlst liggja Ijóst
fyrir, að frásögn hlns aldraða
borgara sé ekki óskeikul.
Með fyrlr fram þökk fyrlr góð
og greið svör.
Jón Þórðarson.
T 'í M ?> W N, laugardagur 7. marz 1964. —
verið til konsertflygill, en það
breytist á næstunni, því að tónlist-
arfélagið þar fái nýjan, stóran
flygil innan skamms. En heima hjá
sér hefur Anna hlustað mikið á
músík af plötum og útvarpi. Og
aðspurð um eftirlætispíanóleikara
sína á plötum, nefnir hún fyrst
Artur Rubinstein og Svjatoslav
Richter, og eftirlætistónskáldin eru
Bach og Beethoven, þar næst
Chophin.
Síðan Anna Áslaug kom til
Reykjavíkur, hefur hún sótt alla
þá tónleika, sem hún hefur getað
komið við. Hún varð mjög hrifin
af Proinnsias ’Duinn sem hljóm-
sveitarstjóra, og þótti skemmtilegt
að leika undir stjórn hans. Það var
að vonum mesta ævintýr hennar
hingað til á tónleikasviði. En fyrst
lék hún opinberlega á nemenda-
vortónleikum á ísafirði, sjö ára;
einnig nokkrum sinnum um ferm-
ingaraldur á samkomum í Sjólu-
brekk í Mývatnssveit, þar sem hún
hefur oft verið í sveit.
BORGARFUNÐUR
MENNINGAR og friðarsamband
íslenzkra kvenna gengst fyrir al-
mennum borgarafundi á sunnudag
inn kemur, en það er alþjóða
kvennadagurinn. Fundurinn verð-
ur haldinn í Þingholtsstræti 27
og hefst kl. 15,30. Sverrir Kristj-
ánsson sagnfræðingur flytur ræðu
og Thor VilhjáJmsson rithöfundur
les upp frumsamið efni. Þá verð-
ur kvikmyndasýning
2100 KR. HURFU
KJ-Reykjavík, 5. marz.
í NÓTT var brotizt inn hjá benz
ínafgreiðslu Skeljungs h.f. við
Reykjanesbraut. Var brotin þarna
upp hurð, og peningaskápur rif-
inn upp. Tvö þúsund og eitt hundr
að króna er saknað úr skápnum.
Trúlofunar-
hringar
afgreiddir
samdægurs
Senuum um allt land.
HALLDOR
SkólavörSustig 2
Við seljum
Volkswagen ’64 — '63, — ’62.
N.S.U. Prinz ’64 — ’63.
Opel Caravan ’60.
Mercedcs-Benz 190 — ’57 —
fyrsta flokks bfll, ný influtt-
ur, skipti á minni bfl.
Ford '59- 55.
Chevrolet ’57 í skiptum
Chevrolet ’56 — ’55 — ’53.
Gipsy '63.
Chevrolet 3100 — ’59 sendi-
ferðabfll með stöðvarplássi.
Látið bílinn standa hjá okkur
og hann selst.
^/gamla bílasaiahY
RAUOARÍ
SKÚLAGATA 55—~SÍMl 15112
■mnT'
\
í „Magna" á Akranesi segir
þetta m. a.:
„Þeir stjórnarliðar gáfu
stefnu sinni í efnahagsmálum
heitið ,viðreisn“. Stefnuskrá
þessa birtu þeir þjóðinni i
hvítri bók, er þeir sendu lands-
mönnurn á kostnað ríkisins í
ársbyrjun 1960. Þar var sá
boðskapur fluttur, að fram-
leiðslunni skyld: skapaður
„traustari. varanlegri og heil-
brigðari grundvölluir en verið
hefur*' Síðan hafa þeir stjórn-
arliðar verið óþreytandi tsls
menn þess, að .„viðreisnin"
hafi heppnazt. Hámarki sírju
náði lofsöngur þeirra um hana
við kosningar á s.l. vori. Þá
votru góð aflabrögð, meira að
segja „viðreisninni" að þakka,
og því haldið fram, að tekizt
hefði að leggja svo varanlegan
og traustan grundvöll atvinnu-
og viðskiptalífs landsmanna,
að t'ramundan væri tímabil
framkvæmda og framfara. Til
að undirstrika þetta var gefin
út framkvæmdaáætlun, og það
jafnframt auglýst, að útlendir
kepptust um að vilja lána okk-
f ur fé, og lán tekið hjá Bretum,
sem hlaut nafnið framkvæmda
lán. Eyðsluián höfðu stjórnar-
Iiðar hins vegar kallað Iánið
Itil Sementsverksmiðjunnar og
Sogsvirkjunarinnar o.fl. Stór-
framkvæmdir, frjálsræði í við-
skiptum og framkvæmdum er
tryggt, ef „viðreisnin“ fær
i i notið sín áfram. Ekkert skyldi
fjarri en uppbóta- og styrkja-
, kerfi atvinnuvegunum til
■ handa, ef „viðreisnin“ ræður
Í, ríkjum. Þessi var boðskapur
i stjórnarliða s.l. vor.
Þessi auglýsingaherferð
dugði. Stjórnarliðar héldu
meirihluta, þó að naumur
væri. Viðreisnin lifði af.“
Staðreyndirnar
Ráðherrarnir, sem höfðu
lagt í það mikla vinnu, að telja
þjóðinni trú um ágæti „við-
reisnarinnar" höfðu jafnvel
fest trúnað á þetta að ein-
hverju Ieyti sjálfir. Þeir tóku
sér a'lgert frí frá störfum og
voru allt sumarið að liðnum
kosningum á ferðalögum út
um heim. svo að þjóðin vissi
tæplega, hvert þeir voru að
koma eða fara, þegar hún
heyrði ti! þeirra. Er sumarið
leið, dró úr ferðalögum ráð-
herra i bili. Haustið tók við,
staðreyndirnar fóru að segja
til sín aftuir. „Viðreisnin" rið-
aði ti) falls, dýrtíð stóð sem
skessa við hvers manns dyr.
Atvinnuvegirnir boðuðu stöðv-
un. Kjaradómur hefði metið
kaupgja'ld opinberra starfs-
manna. Almenningur vildi fá
kjör sín leiðrétt eitthvað til
samræmis við niðurstöður þess
dóms Þegair þar var komið
sögu sá ríkisstjórnin, að við-
reisnin var hvorki „örugg né
traust". Hún tók því til að
smíða henni hækjur.
Þessi brast
Fyrsi var gerð tilraun til að
banna þeim tekjulægstu að
hækka iaun sín. Frumvarp vair
flutt um það efni, er skyldi
hafa iagagildi þegar það birt-
ist. Fyrir harðsnúna andstöðu
á Alþingi og i stéttarfélögum
gafst stjórnin upp. Hækjan
brast. áður en hún var full-
gerð Frumvarpið varð aldrei
að lögum Nú voru góð ráð dýr.
Leita varð að öðru efni hald-
Framhald á 13. slðu.
3