Tíminn - 07.03.1964, Síða 5
ÍÞRDTTIR
iiiuMí
mm
RITSTJÓRI HALLUR SÍMONARSON
I TEKKOSLÓVAKÍU
Yfirburðasigur gegn Egyptum
Alf—Reykjavík, 6. marz
ísland vann yfirburðasigur gegn Egyptalandi í fyrsta leik
sínum í Bratislava. 16 sinnum sigldi knötturinn í egypzka
markið, en íslenzka liðið fékk einungis 8 mörk á sig — og
hefur til þessa aldrei fengið jafn fá mörk á sig í landsleik
innanhúss. Leikurinn náði aldrei að verða spennandi utan
10 fyrstu mínúturnar, en á þeim tókst Egyptum að ná
tveggja marka forskoti, 4:2. Mikil taugaspenna var á dagskrá
hjá íslenzku landsliðsmönnunum til að byrja með, en smám
saman náðu þeir sér á strik og þrumuskot Ragnars og Gunn-
laugs höfnuðu nú hvert af öðru framlijá egypzka markverð-
inum í netið. í hálfleik hafði ísland tryggt sér þriggja marka
forskot 8:5, og síðari hálfleikurinn var alger einstefnuakstur,
þá skoraði ísland 8 mörk gegn 3.
Lokakeppni 16 landa í heims-
meistarakeppninni í handknatt-
leik hófst samtímis í fjórum borg
um í Tékkóslóvakíu í gærdag, —
höfuðborginni Prag, Bratislava,
Gottwaldov og Pardubice. — ís-
lenzka liðið leikur í Bratislava í B-
riðli ásamt Svíum, Ungverjum og
Fgyptum. Keppt er í fjórum riðl-
um og komast tvö efstu liðin á-
■WMMunnnflM'
ÚRSLIT í GÆR
Úrslit í einstökum leikjum í heimsmeistarakeppninni
í handknattleik í gær urðu, sem hér segir. (Innan sviga
er staðan í hálfleik, og einnig é'r getíð'HjéÝganna, þar
sem leikið er):
A-RIÐILL (Gottwaldow)
V-Þýzkaland—Júgóslafía 14—14 (8—8)
A-Þýzkaland—USA 20— 9 (9—4)
B-RIÐILL (Bratislava)
Svíþjóð—Ungverjaland 15—8 (8—4)
ísland—Egyptaland 16—8 (8—5)
C-RIÐILL (Prag)
Tékkóslóvakía—Frakkland 23—14 (12—7)
Danmörk—Sviss 16—13 ( 8—5)
D-RIÐILL (Pradubice)
Rúmenía—Sovétríkin 16—14 (7—8)
Japan—Noregur 18—14 (9—4)
íslenzka liðið sigraði með 16:8 í slökum leik. - Egyptar
höfðu yfir framan af. - Gunnlaugur og Ragnar markhæstir
iram í úrslitakeppnina. Eftir leik-
ina í gær er mjög sennilegt að
taráttan uen annað sætið í B-riðl-
inum komi til með að standa á
milil fslendinga og Ungverja.
Blaðið hafði samband við Jó-
hann Einvarðsson eftir leikinn í
gærdag. Hann sagði svo frá, að
íslenzka liðið hefði átt slakan leik
og byrjunin hefði verið afleit. —
Egyptar hafa mun betra liði á að
skipa en t. d. Bandaríkjamenn,
sagði Jóhann, og byrjunin hjá
þeim var ekki svo slæm. Þeir léku
icikandi létt og fyrr en varði mátti
sjá á markatöflunni 4:2 fyrir Eg-
ypta. Taugaóstyrks gætti meðal
íslenzka landsliðsins í byrjun og
hafði það mikið að segja. Smám
saman hvarf þó taugaspennan og
Gunnlaugur og Ragnar tóku að
ukora, þrátt fyrir að egypzki
rnarkvörðurinn, snaggaralegur ná-
ungi, sýndi mjög góða mark-
vörzlu. ísland sigldi framúr um
miðjan hálfleik, 4:4, og í hálfleik
var staðan 8:5. Þessi fyrri hálf-
leikur-yar. alls ekki góður af hálfu
íslands. Vörnin var opin fyrstu
mínúturnar, en hún þéttist þegar
a leið og Hjalti greip þá oft mjög
vel inn í.
Síðari hálfleikur var alger ein-
stefnuakstur af hálfu íslands- Þó
tókst ekki að skora nema 8 mörk
gegn 3 og eftir gangi leiksins hefði
ekki verið ósanngjamt að ísland
skoraði a. m. k. 12—13 mörk. En
livað sem öllu leið, lék íslenzka
landsliðið undir styrkleika. Gunn-
laugur, Ragnar og Hjalti voru
beztu menn liðsins, Gunnlaugur
og Ragnar skoruðu hvor 4 mörk,
en Öm Hallsteinsson og Sigurður
Einarsson þrjú mörk hvor og
i áttu þeir líka allgóðan leik. Hörð-
ur Kristinsson og Karl Jóhannsson
skoruðu sitt markið hvor.
Það er athyglisvert, að ein
helzta skyta íslenzka landsliðsins,
Ingólfur Óskarsson, lék ekki með
í þessum fyrsta leik. Ingólfur verð
ur hins vegar með í leiknum gegn
Svíum, sem verður í dag og or
ekki ólíklegt, að hin hættulegu
gólfskot hans eigi eftir að velgja
Svíum undir uggum, en þeir liaía
ekki áður séð íngólf leika. Ekki er
reiknað með sigri gegn Svíum, en
pó verður barizt af alefli og ekki
leikið upp á annað en sigur.
Svíar og Ungverjar léku fyrri
ieikinn í B-riðli í gær og varð
leikurinn mjög sögulegur. Jóhan-i
sagði okkur, að verstu slagsmál í
Hálogalandssalnum væru barna-
leikur miðað við það sem skeði í
leiknum, en segja má að barizt
hafi verið með hnúum og hnefur.i
Framhald á 15. síðu.
Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ, afhendir Ríkharði Jónssyni silfurbikar frá
ÍSÍ fyrir frábæran árannur í knaltspyrnu, en Ríkharður iék á s. I. sumri
sinn 30. landsleik.
STORAUKIÐ STARF HJA ISI
FJÁRSKORTUR hefur ávallt staðið starfsemi íþróttasambands ís-
lands fyrir þrifum, en nú hefur sambandið fengið nýjan tekjulið, sem
hefur í för með sér, að hægt verður að stórauka starfsemi ÍSÍ. Þetta
kom fram f ræðu Gísla Halldórssonar, forseta ÍSÍ, í hófi, sem haldið
var í Þjóðlcikhúskjallaranum í fyrradag. Hér á eftir fara nokkrir
kaflar úr ræðu Gísla.
Á undanförnum árum hefur
fjárskortur staðið mjög fyrir
þrifum auknu íþróttastarfi í land-
inu. Framkvæmdastjóm ÍSÍ hef-
ur því lagt áherzlu á það að bæta
fjárhag sambandsins og sambands
aðila.
Á síðasta ári raknaði nokkuð úr
þessum málum þar sem Alþingi
hækkaði verulega fjárveitingu t.il
ÍSÍ og einnig veitti Reykjavíkur-
borg nokkurn styrk sambandinu
til handa, svo að kleift var að
auka námskeiðahald og út-
breiðslustarf. Á s. 1. ári var því
tekinn upp nýr þáttur í starf
seminni, en það var að styrkja
sérsamböndin með beinum fjár
framlögum, svo að þau gætu
l-.aldið námskeið úti um lands-
byggðina.
Fyrir sérstakan velvilja ríkis-
stjórnar og Alþingis, hefur svo
tekizt til að fyrir utan hinn beina
styrk á fjárlögum frá Alþingi,
mun íþróttasambandið nú njóta
rýs tekjuliðar i starfi sínu, sem
væntanlega mun gefa verulegar
tekjur, og þar með bæta fjárhag
sambandsins svo að það verði þess
umkcmið að hrinda í framkvæmd
ýmsum nauðsynlegum og aðkall-
andi verkefnum.
Sérsamböndin munu verða
styrkt eins og aðrir, í sambandi
við námskeið þau. sem þau
munu halda, einnig mun á þessu
ári verða veittur styrkur til hér
aðasambanda vegna úthreiðslu
starfs þeirra og erindreksturs.
Námskeið og fræðsla.
Mikið hefur það háð íþrótta
starfinu í landinu hversu mikill
skortur hefur verið á leiðbeinend
um og þjálfurum. Nokkur tilraun
hefur verið gerð til þess að leysa
þennan vanda með námskeiðum,
sem haldin hafa verið í íþrótta-
kennaraskólanum með samvinnu
við skólastjóra og íþróttafulltrúa,
námskeið, sem sérsamböndin hafa
staðið að.
Þessi námskeið hafa gefið góða
raun, en meira þarf ef duga skal.
Fræðslustarfið þarf að vera marg
þætt, það er varðar hið félagslega
inn á við í félaginu, það er efling,
samheldni og þekking á félags-
lcgu starfi, kynning út á við til
elmennings á gildi trausts félags
starfs og íþróttaiðkana. Þá varðar
það rekstur námskeiða fyrir leið
beinendaefni og hæfni eða upp-
rifjunarnámskeið fyrir þá, sem
starfa að leiðbeiningum og þjálf-
un. Síðast en ekki sízt, hlýtur
meginkjarninn að vera íþrótta-
iðkanirnar sjálfar og undirbúning
ur undir ferðir, mót og sýningar.
Skipað hefur verið nú nýlega i
Fræðsluráð íþróttasambands ís-
lands. í því eiga sæti: Benedikt
Jakobsson, sem er formaður þess,
Stefán Kristjánsson og Karl Guð-
mundsson. Þetta ráð mun vinna
að því að undirbúa námskeiða-
hald á vegum íþróttasambandsins,
einnig mun það vinna að því að
undirbúa undir prentun ýmiss kon
ar fræðslubæklinga varðandi i-
próttastarfið, bæði hið félagsle.ga
og þá einnig varðandi íþróttaþjá’.f
un.
Sumarbúðir ÍSÍ.
í ráði er að reknar verði á veg-
ucn íþróttasambands íslands sum
arbúðir á sumri komanda að
T í M I N N, laugardagur 7. marz 1964.
Reykholti í Borgarfirði, og að
þeim veiti forstöðu Sigurður Helga
son, skólastjóri í Stykkishólmi.
Slíkar sumarbúðir hafa áður vsr
ið reknar af ýmsum aðilum og
Iþróttasambandi íslands fyrir
r.okkrum árum síðan, þóttu nauð
synlegar og áttu miklum vinsæld
um að fagna, enda ómetanlegar
fyrir það æskufólk, sem svo lán-
sacnt verður að fá vist á slíkum
stöðum.
llúsnæðismál íþróttasam-
bandsins.
Svo sem kunnugt er, stendur
yfir bygging á skrifstofuhúsi
Iþróttasambands íslands og
íþróttabandalags Reykjavíkur. Hús
ið er við hliðina á hinni miklu .-
þróttahöll, sem nú er risin upp í
Laugardalnum. Ef áætlanir stand
ast, er gert ráð fyrir því að hús
þetta verði það langt komið á
þessu ári, að hægt veröi að flytja
Framhald á 13. síðu.
s