Tíminn - 07.03.1964, Qupperneq 13

Tíminn - 07.03.1964, Qupperneq 13
Matthildur Jóhannesddttir í dag er til moldar borin að Fáskrúðarbakkakirkju merkiskon an Matthildur Jóhannesdóttir fyrrverandi húsfreyja að Hofs- stöðum í Miklaholtshreppi. Matthildur var fædd að Ber- serkjahrauni í Helgafellssveit 1. maí 1879 og hefði því orðið átta tíu og fimm ára í vor. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhannes Einarson bóndi að Ber- serkjahrauni og kona hans Stein- unn Jónsdóttir. Matthildur missti föður sinn þriggja ára að aldri. Stóð þá móð- ir hennar uppi í mikilli fátækt með stóran barnahóp. Steinunn giftist aftur ekkjumanni Þorsteini Bergmann og ólst Matthildur upp með þeim að Dældarkoti, sem nú heitir Borgarland. Systkini Matthildar, sem upp komust voru: Kristín húsfreyja á Saurum í Helgafellsveit, Karolína, sem bjó um skeið í Innri-Drápu- hlíð, Jóhanna er fluttist til Amer- íku og Jón, sem bjó lengi á Helli- sandi. Matthildur lifði lengst sinna systkina, en hún dó á Borgar- sjúkrahúsinu 28. f. m. eftir lang- vinna sjúkdómslegu. Eftir að Matthildur varð full- tíða fór hún að vinna fyrir sér eins og þá gerðist. Nam hún saumaskap og vann að því verki um skeið í Reykjavík. Þá var hún líka í þjónustu í Stykkishólmi m.a. hjá Sæmundi Halldórssyni kaup- manni. Taldi hún sig hafa mikið af því lært og hefði sú starfs- þjálfun er hún fókk á þessum árum orðið henni farsæll skóli undir það lífsstarf er síðar féll í hennar hlut. Matthildur varð fyrir því áfalli að veikjast af berklum á unga aldri og varð að dveljast á Vífils stöðum um árabil. Fór hún þang að fyrst árið 1914 og aftur síðar og nvun hafa dvalizt þar a. m. k. þrjú ár alls. Urðu þessi veikindi til þess, að hún naut ekki beztu ára ævi sinnar eins og jafnaldar hennar í móður og húsfreyjustarfi. Eftir að Matthildur kom frá Vífilsstöðum og heilsa hennar fór batnandi dvaldist hún um skcið hjá systur sinni á Saurum í Helgafellssveit. Og þaðan kom hún, sem ráðs- kona til Hjörleifs bónda að Hofs- stöðum, sem bjó þar ekkjumaður og börn hans öll uppkomin og farin að heiman að mestu. Þau Hjörleifur og Matthildur gengu í hjónaband í marzmán. árið 1927. Þá var Hjörleifur 62 ára að aldri, en Mattthildur tæplega 48 ára. Þá bjó Hjörleifur í tvíbýli með Sigurði Kristjánssyni tengda syni sinum en hann flutti um vor ið eftir að Dal. Bjuggu þau Hjörleifur og Matt- hildur ein á Hofsstöðum og hófst nú nýr blómatími í búskap Hjör- leifs. Það sýndi sig fljótt að húsfreyj- an var mjög myndarleg til allra verka, hagsýn og ráðdeildarsöm. Var heimili þeirra rómað fyrir myndarskap í hvívetna. Gestrisni var mikil. Jörðin lá 1 þjóðbraut og á þeim árum var minni hraði í ferðum manna en nú er orðið og ferðamenn nutu þess að æja, þar sem vel var veilt og vegurinn lá um túnið. Bílar voru þá að ryðja sér braut ir, en þær voru seinfarnar og skeið komust bílar ekki lengra vestur en að Hofsstöðum. Af þeessum sökum var gestkvæmt mjög í búskapartíð þeirrar Hjör- leifs og Matthildar á Hofsstöð- um, enda var viðmóti þeirra beggja aðlaðandi. Þau hjón tóku til fósturs tvær stúlkur, sem báðar voru dóttur- börn Hjörleifs. Þær eru Áslaug Sigurðardóttir, gift Sveinbirni Bjarnasyni lögregluþjóni í Reykja vík. Matthildur Kristjánsdóttir, gift Guðmundi Alfonssyni bifreið- arstjóra í Ólafsvík. Matthildur missti Hjörleif eftir 11 ára hjónaband, en hún hélt áfram búskap með sömu rausn og myndarskap til ársins 1942. Þá seldi hún jöi’ðina Eggerti Kjartans syni á Gerðubergi, sem búið hefur á Hofsstöðum síðan. En Matthild- ur fékk að halda hluta af íbúð arhúsinu í 10 ár og bafði nokk- urn bújtofn áfram, og hélt j heim- ili með fósturdætrum sínurh til vorsins 1952. Var sambýli hennar og fjöl- skyldu Eggerts með ágætum. Hélzt BÆNDUR HART LEIKNIR 'Framnaxa ai ö siöu . tölur tala, sínu máli og sýna, að hlutdeild ríkisins í uppbyggingu sveitanna er smánarlega lítil. — Flestar þessar framkvæmdir verða komandi kynslóðum nytsöm og holl arfleið, ef bændastéttinni tekst, með nægilegri og sjálfsagðri aostoð frá ríkinu, að halda byggð sveitanna við og efla hana í sam ræmi við kröfur tímans. Því sama er því miður ekki hægt að spá um allar hinar fjárfreku framkvæmd ir í þéttbýlinu. Skipin ónýtast á 20 árum, og þröngbýlið, sem nú er verið að skapa í óða önn í höf uðborg landsins, mun þurfa að gresja og rífa niður að miklu leyfi að fáum áratugum liðnum, vegna þess að fólkið þarf þó vonandi ekki að sætta sig við þau lóða- þrengsli sem því er nú ætlað að fcúa við. Raddir heyrast enn um það, að ríkið eigi að eiga allar jarðeignir og bændur að vera landsetar þess. Þessi kenning hefur við ýmis fræðileg rök að styðjast, þótt margir séu ófúsir að aðhyllast hana. Þetta gæti þó vel orðið þrautalending fyrir ríkið, ef for ráðamenn þess halda áfram að þrengja svo kjör bændanna, að flestir þeirra verði að gefast upp cg yfirgefa jarðir sínar slyppir og snauðir. — Tölurnar hér að fram an sýna, að það hefði í för með sér hundruð milljóna króna auka útgjöld fyrir ríkið, ef það yrði að taka á sína arma það aldagamla hlutverk bændastéttarinnar, að byggja og rækta landið. En er hinu opinbera trúandi fyrir því hlutverki? — Eg held ekki. 3.3. 1964. Páll Magnússon. vinfengi gott og skilningur á aðstöðu á báðar hliðar, svo að til fyrirmyndar var. Matthildur var félagslynd og átti þátt í stofnun Kvenfélagsins Liljan og var áhugasöm um starf þess og þroska öll þau ár, sem hún bjó á Hofsstöðum. Matthildur flutti til Reykjavíkur vorið 1952 og dvaldist eftir það á heimili fósturdóttur sinnar Ás- laugar að Miklubraut 82. Var hún fósturdætrum sínum sem ástrík móðir og börnum þeirra sem bezta amma. Matthildur hafði mjög þroskaða og trausta skapgerð. Hún var ágætlega greind og gerði sér ljósa grein fyrir öllum málum, myndaði sér sjálfstæðar skoðanir og hélt fast við þær. Hún var afar trygg- lynd og vinaföst. Hún var góður vinur vina sinna og rækti vinátt- unar til hinztu stundar. Mér er í barnsminni vinsemd hennar í garð foreldra minna og hélzt sú vinátta á meðan þau lifðu. Matthildur sýndi tryggð sína og greind í verki á ýmsa lund. Þannig lét hún ekki fjárvon teygja sig til að selja jörð sína hæst- bjóðanda. Hún vildi tryggja henni góðan ábúanda og hagaði sér eftir því, þegar hún seldi Eggert Hofsstaði. Og nú að leiðarlokum sýnir hún tryggð sína við fóstur- sveit sína með því að kjósa sér legstað í hennar mold. Gamlir sveitungar hennar þakka tryggð hennar og vinsemd alla og blessa minningu hennar. Gunnar Guðbjartsson. Á víðavangi betra í hækju „viðreisnarinn- ar“. Nýsmíðuð í janúar si. birti stjórnin hækjufrumvairp sitt í annarri útgáfu. Þar segir, að ríkissjóð- ur gireiði til frystihúsanna 43 milljónir. Ríkissjóður greiði til togaranna 51 millj. Enn fremur greiði ríkissjóður í viðbót á fiskverð ca. 55 millj. kr. Hvað vair hér á ferðinni? Ríkisstjórnin hafði ekkert efni í hækju „viðreisnarinnar“, I nema nýtt uppbótakerfi. Beina styrki úr ríkissjóði til sjávar útvegsins og til að fu'llkomna hækjusmíðina var því lýst yfir, að „varanlegu úrræðin" væru orðin að bráðabirgðaúrræðum, að „heilbrigði grundvöllurinn væri fólginn í því að greiða togurum styrk fyrir að vera bundnir við bryggju jafnvel allt árið 1963. Að „trausti grundvöllurinn, sem viðreisnin hafði skapað atvinnulífinu“ væri ekki traustari en svo að breyta varð nýuppkveðnum gerðardómi um fiskverð með beinum uppbótum firá ríkissjóði til að reyna að firra vandræð- um. Allt á hækjum Ríkisstjórnin, sem tekur í á- lögum á þjóðina yfir þrjá millj arða, fær lagaheimild til að stöðva allar framkvæmdir, sem Alþingi hefur nýsamþykkt með fjárlögum að skuli gerðar, og ekki nóg með það, hcldur ætl- ar ríkisstjórn frjálsræðisins að tefja fyrir þegnum þjóðfélags-j ins um framkvæmdir. Allt þjóðlífið skal nú staulast á- | fram á hækjum, og ríkisstjórn „viðreisnarinnar" ætlar að fleyta sjálfri sér áfram á hækj- um uppbóta og styrkja.“ T f M I N N, laugardagur 7. marz 1964. ROKBLÁSARINN Drlfskaftsdrifínn relmdrlfínn. RokbfÍ* arann má nota tll margra hluta: 1. FLYTJA HEY f HLÖÐU 2. FLYTJA VOTHEY f TURN (a. m. k. 12 m h«8) BLÁSA HITA ÚR. HEYI I LfTLUM HLÖDUM EÐA HEYI ÚTI Bændur eru vinsamlega beðnlr um »5 panta Rokblásarann snemma. KAUPFÉLÖCIN UM LAND ALLT SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLACA Véladeild — símf 17080 — Reykfavfk ÍJjróttfr í það. _Munu þar verða skrifstofur fyrir íþróttasamband íslands og öll sérsambönd þess. Mun það a'5 siálfsögðu stórbæta aðstöðuna til starfsins ásamt því, að þar yrði komið á íþróttamiðstöð þar sem yfirstjórn íþróttamálanna er öll á einum stað. Mun verða leitazt við að búa öllum sérsamböndunum þar hin beztu starfsskilyrði, og þeim lagðir til starfskraftar. Rétt þykir í þessu sambandi að þakka íþróttabandalagi Reykjavíkur fyr- ir góða samvinnu og mikinn stuðxi ing við þetta húsbyggingarmál íþróttasambands íslands. íþróRamerki ÍSÍ. Á s. 1. ári var gert átak til þess að koma á keppni um íþróttamerki íþróttasambands íslands. Sendir voru bæklingar og upplýsingar um sllt land, og fyrsta keppnin fór fram 17. júní í Reykjavík. — Á nokkrum öðrum stöðum á landina hafa margir einstaklingar unnið merkið. Á þessu ári verður lögð enn frekari áherzla á það að auka þátttöku á keppni um merkið, en til þess að von sé um árangur, hyggst framkvæmdastjórnin ráða menn til þess að fara um landið og örva til þátttöku, kenna félög- um að undirbúa þjálfun og keppni fyrir íþróttamerkið. Tilgangurinn með því að auka svo áróður fyr;r íþróttamerki íþróttasambands ís- lands, er sá að gera íþróttaiðkan- ii' sem almennastar, það er að som flestir taki þátt í íþróttaiðk- unum, jafnt ungir sem gamlir. íþróttablaðið. íþróttablaðið hóf göngu sína að nýju á s. 1. ári. Sérstök ritnefnd annaðist stjórn blaðsins. Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, Bene- aikt Jakobsson og Sigurgeir Guð mannsson. Ritstjórar voru Örn Eiðsson og Hallur Símonarson. 10 eintök af blaðinu komu út. Er sérstök ástæða til þess að þakka ritstjórunum fyrir þeirra starf þar sem þeir hafa átt við marga byrjunarörðugleika að stríða, en sigrað þá á viðunandi hátt. Á þessu ári hefir blaðið ekki verið eins fjölbreytt og fram- kvæmdastjórnin hefði kosið. Kem ur þar margt til, m. a. að sér- sambönd og héraðasambönd hafa ekki notfært sér það sem skyldi, en éftir samþykkt Haukadalsfund arins standa vonir til að breyting verði á því, þar sem einhugur er um að styrkja biaðið og sjá um útvegun á meira efni frá lands- byggðinni. íþróttablaðið byrjar á þessu ári með febrúarheffi, sem verður að því leyti sérstakt, að það verður um leið Árbók íþróttamanna 1963 Verður febrúarhefti blaðsins því meira en helmingi stærra en venjulega, og er þar raunverulega sameinað tvennt, sem verið hefur þýðingarmikill liður í útgáfustarf semi íþróttasambandsins, þ. e. út,- gáfa á blaði og Árbókarinnar. Útgáfa og útbreiðsJa íþrótta- blaðsins verður það viðfangsefni, sem lögð verður mikil áherzla á Það er ómetanlegt fyrir íþrótta menn og íþróttaunnendur að fá blað eins og íþróttablaðið. Það er sömuleiðis mjög mikils virði í starfi íþróttasambandsins að koma út blaði. Slíkt málgagn mun, eí vel tekst til, létta íþróttastarf- ið að miklum mun, ásamt því, sem það hlýtur óhjákvæmilega að auka áhrif íþrótta meðal landv manna. Slysatryggingasjóðínr fsf. Á s. 1. ári var komið á laggimar Slysatryggingasjóði íþróttasam- bands íslands. Þar með var merK um áfanga náð, og þar hefur fram kvæmdastjóm ÍSÍ orðið við óskum héraðasambanda úti á landsbyggð inni, og má ætla að sjóður þessi tnuni skapa öryggi, sem skort hef ui á varðandi þá, sem iðka íþrótt ir, því að þótt sjóðurinn sé enn ekki umkominn að greiða háar bætur, þá mun hann samt geta orðið léttir þeim, sem verða fyrir því óhappi að verða óvinnufærir stuttan eða langan tíma vegna siyss við íþróttaþjálfun eða íþrótta keppni. Lögð verður mikil áherzla á að efla sjóðinn, og mun framkvæmda stjórnin leggja fram tillögu á næsta íþróttaþingi um að leggja sjóðnum til verulegt stofnfjárfram lag, svo að hann geti fyrr en ella gegnt hlutverki sínu. Hér hefur r.ðeins verið gefið nokkurra af viðfangsefnum þeim, sem framkvæmdastjórn ílþrótta- sambands íslands glímir nú við, og raunverulega þá um leið lýst þeim viðfangsefnum, sem blasa við í náinni framtíð. Mikið er í búfi að vel takist til, en fram- kvæmdastjórnin er bjartsýn 4 að árargur verði góður og byggir þá bjartsýni sína á því, að vorhug ur er varðandi íþróttahreyfinguna í landinu. Stærð og starf íþróttahreyfing- srinnar gefur einnig bjartar von- ir um árangur. íþróttasambandið er nú fjölmennasta æskulýðshreyf ing landsins. í því eru nú 230 fé- lög, 27 héraðasambönd, 7 sérsam bönd, með um 25.000 meðlimum, og þar af eru 16.200 virkir féleg ar. En þrátt fyrir allan þennan fjölda, sem æfir og leggur stnnd á íþróttir í frístundum sínum, er það staðreynd að áherzlu þarf að leggja á það að ná til enn fleiri, og mun framkvæmdastjóm fþrótta sambands íslands gera alit sem hún getur til þess að auka uiit starf íþróttasambandsins. Hún rcun leggja áherzlu á þau atrih'i, sem hér hefur áður verið drepið á Hún veit hversu þýðingarroiklu hiutverki íþróttasambandið gegi:ir i þjóðfélaginu fyrir allan æskvt- lýð þessa lands. JÁRNAGI í GHANA Framhald af 7. síðu. metnaðui' haris befir eflt fram- sækni Afiikiibúa veruiega. og hroki hans eiídurvakið stolt k?a þáttarin.s. Il3nn iiefir iagí af mörkum ótvíræðan skerf ó'l framþróunar álfu sinnar, og :á skerfur Hefð: orð’.O enn mei:i, ef homm; hefðu cki ’/erið á- skapaðir aiveg óvenjuiegir eig- inleikar til sjáifeeyðileggingar. 13

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.