Tíminn - 07.03.1964, Síða 15

Tíminn - 07.03.1964, Síða 15
Togari siglir á bát ÁÁ-Vestmannaeyjum, 6. marz. Grimsby-togarinn Lissabon, sigldi beint á fiskibátinn Jónas Jónsson, GK 101, eign Braga h.f., Njarðvík, kl. 19.54 í kvöld, 39 míl- ur norðvestur af Eyjum. Er blaðið var að fara í prentun, var lóðsinn kominn til Jónasar, sem stefndi til Eyja með eigin vélarkrafti. Enginn mun hafa slasazt, en leki kom að bátnum. LEIFUR HEPPNI Framhald af 16. sfðu. enda er Kolumbusar-dagurinn það ekki. Tilgangurinn með því, að láta undimefndina ræða tillöguna er, að útvega nægilegt efni, til þess að hægt sé að rökstyðja hana. Þess vegna báðu þingmennirnir Helge Ingstad um að mæta á fyrsta fundi nefndarinnar í Was- hington til þess að segja frá fund um sínum. Ingstad gaf nákvæmt yfirlit yfir leiðangra sína og þær niðurstöður, sem hann dró af þeim. Þingmennirnir sýndu sér- stakan áhuga á þeirri fullyrðingu hans, að þegar um árið 1000 hafi verið til norræn nýlenda í Ame- ríku. Ingstad sagði, að hann væri viss um, að víkingarnir hafi farið allt suður að Rhode Isl'and — það er að segja næstum því til New York — en bætti því við, að hann gæti ekki sannað það. Saman með Helge Ingstad komu þrír norskættaðir Banda- ríkjamenn, dr. O. G. Landsværk, sem er formaður félagsins Leif- ur Eirxksson h.f. — hópi manna á vesturströnd Bandaríkjanna, sem berjast ákaft fyrir Leifsdegi —, John K. Hagen, sem áður var formaður í norsk-bandaríska fé- laginu „Synir Noregs“, og Henry Brodersen, sem er formaður sömu hreyfingarinnar á austurströnd- inni. Dr. Landsværk gerði grein fyrir hvers vegna áherzla er lögð á að 9. október verði minningardagur um Leif Eiríksson. Hann sagði, að þessi dagur hefði sögulega þýð- ingu fyrir þá Norðmenn, sem hafa valið Ameríku, sem sitt nýja heimaland. Það var þennan dag árið 1895 að 52 Norðmenn komu til Ameríku í bátnum „Restaura-] tion“, sem fyrstu norsku innflytj- endurnir á nýju öldinni. Lands- værk sagði einnig, að líklegt sé, að Leifur og menn hans hafí kom- ið að landi á Labradorströndinni um haustið, og þess vegna myndi 9. október nokkurn veginn sam- svara þeim degi. Það mun taka marga mánuði þangað til tillagan verður tilbúin frá hendi undirnefndarinnar og þá, að öllum líkindum, samþykkt í þjóðþinginu Fyrst verður full- trúadeildin að samþykkja hana. Frá undirnefndinni fer hún til lög fræðinefndarinnar, sem aftur verður að senda hana til fulltrúa- deildarinnar til samþykktar. Því næst fer tillagan til öldungadeild arinnar. Einnig þar fer hún til undimefndar, og síðan að venju til lögfræðinefndarinnar og til samþykktar í öldungadeildinni. MIÐSTJÓRNARFUNDUR Framhaid at 16. síðu. Árnason, framkvæmdastjóri Tím- ans, ræddi um blaðið. Að skýrsluflutningi loknum voru nefndir kjörnar og síðan hóf- ust almennar umræður. Tók þá við fundarstjórn Þorsteins Sigfússon- ar frá Sandbrekku. Nefndarstörf hófust kl. 18 og stóðu í rúman kulkkutíma. Á laugardaginn hefjast nefnd- arstörf kl. 10 f.h., og eftir hádegi, kl. 2, hefjast almennar umræður og afgreiðsla mála. FELLUR ÁMÁLMA Framhald af 16. síðu. er ekki beint falleg núna, sagði Þorleifur, þetta er eins og sem- entsgrautur. Þorleifur og Guðmundur fóru að Hvammi í dag, en ófært er að tveimur efstu bæjunum við Skaftá, Brúlandi og Skaft- árdal. Þeir eru samt ekki í neinni hættu af völdum flóðs- ins. Brýr eru á ánni rétt hjá Skaftárdal, en mikið vatn fellur núna vestan við þær, og einnig flæðir yfir veginn milli Hvamms og Búlands. Jarðfræð- ingarnir voru 2—3 tíma við Skaftá i dag og tóku vatnssýnis horn. Þeir verða á Klaustri í nótt og kanna vatnið nánar á morgun. Sigurjón Rist sagði, að aðal- hættan af völdum flóðsins væri við brýrnar á Eldvatni, og er minni brúin einkum í hættu. Sam- kvæmt mælingum í Skaftárdal er vatnsyfirborðið í Skaftá nú orðið 3,5 metrum hærra en venjulega. í gærdag hækkaði yfirborð um heila tvo metra, í nótt jókst áin lítið en því meira sem lengra leið á daginn, og í kvöld sagði bóndinn á Flögu, að hraðinn á vatninu væri með mesta móti. Sig urjón Rist sagði, að vatnsyfirborð- I£.lPÆÍJj.£]ifóiiÆþka meiraýen^O cm í Eldvatni, þvi að. þá , mundi flæða yfir brýrnar. Skaftá skiptist í tvær kvíslar við Skálarheiði og gætir flóðsins miklu minna í þeirri, sem fellur austur með brekkunni og niður með Klaustri. Þó er áin mikil og litljót hjá Klaustri. Flóðsins gætir hins vegar aðallega í hinni kvíslinni, og er hættan mest við brýrnar á Eldvatni. Er áin þegar farin að flæða á stöku stað yfir veginn austan við vatnið og í Nýja hrauni. Þegar neðar dregur sam- einast áin Hólmsá og fellur í Kiðafljót, þar taka við sandsléttur, og þar breiðir fljótið úr sér og veldur naumast neinum skaða. Sigurjón sagðist mundu fara strax með birtingu í fyrramálið og mæla flóðið. Tíminn hafði tal af fólki á nokkrum bæjum sunnan og norðan jökuls í dag. Fréttaritari blaðsins á Höfn í Hornafirði sagði, að megn brennisteinsþefur hefði legið í loftinu, þegar Hornfirðingar komu á fætur í morgun, en þá var að- eins vestan andvari. Þá tóku menn einnig eftir litabreytingum á málm um, sem stafar að sjálfsögðu af brennisteininum í loftinu. Olíu- skipið Kyndill kom til Hafnar um kl. 11 í morgun, og hafði frétta- ritari blaðsins tal af skipverjum. Þeir sögðust hafa orðið varir við litabreytingu á málmum einhvers staðar á lciðinni frá Ingólfshöfða til Hornafjarðar, en um öskufall var ekki að ræða, eins og flugu fregnir sögðu. í Öræfasveit urðu menn þess einnig varir, að féll á málma, og brennisteinslykt var þar mjög sterk í nótt. Vindur var hægur á vestan í nótt og dag. Brennisteinslyktar gætti víða á Norðurlandi i dag, hún yar sérstak lega sterk í Mývatnssveit um miðj an daginn, en ekki kváðust Mý- vetningar sjá neitt voveifilegt, þótt þeim yrði tíðlitið inn á jökulinn. Þeir eru vanir brennisteinslykt og kippa sér ekki upp við slíka smámuni, en þó fannst þeim lykt- in óvenju kitlandi og mikil í dag enda ekki vanir henni í sunnanátt Á Grímsstöðum og í Möðrudal þóttust menn ekki finna lykt í dag, en í gærkvöldi. Brennisteinsþefur inn angraði fleiri í dag, til dæmis Akureyringa og Raufarhafnarbúa. LÓA VÍGÐI BRAUTINA Framhald af 16. síðu. Guðlaugur Gíslason bæjarstjóri setti hófið og þakkaði öllum vel- unnin störf, og sagði að flugdög- um í Vestmannaeyjum ætti eftir að fjölga meira en menn grunaði. Óskaði hann eyjarskeggjum til hamingju með brautina og sagðist vona, að cngin slys ættu eftir að setja blett á sögu hennar. Næstur tók til máls Ingólfur Jónsson ráð- herra og óskaði hann Vestmanna- eyingum til hamingju með þessa nýju samgöngubót, en að Iokum tók Agnar Kofoed Hansen til máls og bar saman fyrstu komu sína til Vestmannaeyja og þessa síðustu á gamansaman hátt. Um hálf fimmleytið héldu gestir aftur frá Vestm.eyjum, og segist Björn Pálsson vera mjög ánægð- ur með brautina. Aðstoðarflugmað ur hans í þessari ferð var Stefán Jónsson. \ Lóan verður nú látin hefja áætl- unarflug lil Vestmannaeyja fyrir FÍ þegar ekki gefur fyrir vélar félagsins, sem þurfa lengri braut en 350 metra, og geta því ekki notfært sér nýju brautina. Vilja reyna að bjarga Wizlok FB-Reykjavík, 6. marz. Á morgun kemur hingað pólsk ur dráttarbátur, Coral, og er hon um ætlað að reyna að ná pólska togaranum Wizlok út, en hann strandaði á Bakkafjöru fyrir skömmu, eins og menn muna. í dag kom pólski skuttogarinn Peg- az til Reykjavíkur, og mun hann Frámháld ai 16. síðu. fram ferð sinnl. Leikarlnn leit á minjagripi á meSan hann beiS, og keypti síSan eina vodka-flðsku, vakti koma hans til Keflavfkur mikla at- hygii. Pan Am-vélin var ( póstflugi, og hafSi ekki ver- iS ætlunin, aS hún lenti hér, sem hún þó gerði, af ókunn- um ástæSum. ÞAKKARÁVÖRP Öllum þeim, sem á einn eða annan hátt heiðruðu mig og auðsýndu mér vinarþel á níræðisafmæli mínu, færi ég hjartans þakkir. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Anna Adolfsdóttir ,KÓPAVOGSKAUPSRAÐUR" Framhald at 16. síðu. fjarðar, þegar annar hreyfiil vélarinnar bilaði skyndilega. Þegar „Kópavogskaupstaður“ en svo nefnist vélin, var stödd 10 mílur norðaustur af Vest- mannaeyjum bilaði annar hreyf illinn, og tók flugstjórinn það ráð, að byðja um lendingarleyfi á vellinum í Eyjum. Flugvöll- urinn var lokaður vegna veð- urs, en að sjálfsögðu var þetta leyfi veitt, þar sem um nauð- lendingu var að ræða. Ýmsar varúðarráðstafanir voru gerðar, meðal annars var slökkviliðið kallað á vettvang Lt. Com. Treber flugstjórinn á vélinni rómaði hjálp þá, sem flugvélinni var veitt í Eyjum, en með vélinni voru 7 farþegar, auk 5 manna áhafnar. Einn af áhöfn vélarinnar lét þess getið við fréttamann blaðs ins í Eyjum, að hann hefði oft flogið þarna yfir, og langað til að lenda, og nú hefði guð tekið í taumana, en helzt til fast þó, þar sem hann hefði orðið að nauðlenda. ELDUR í VATNAJÖKLI Framhald af 1. síðu. þá, kvað það vera til skamm- ar, að hafa ekki ennþá séð stór viðburð aldarinnar. Við voruen að tala um það, að fólk héldi, að öskufall væri í Öræfum og Hornafirði (kom í Ijós síðar, að var ranghermi) og silfur mundir yrðu þar blakkir. Þá sagði Sigurður okkur, að í síðasta Skeiðarár- hlaujxi, árið 1954, hefðu allir fugl ar í Öræfunum, sem lifðu nálægt jöklinum, steindrepizt. Sigurður var með myndavél, sem hann hafði fengið lánaða, en tösku með kíki í og fleiru gleymdi hann á af- greiðslu Flugsýnar. Nú vorum við komin yfir Kúða fljót og stefndum á Kirkjubæjar klaustur. Skyggnið hafði aftur versnað og smáskúrir buldu á vél inni. Hjá Kirkjubæjarklaustri var Skaftá mórauð og Ijót, en ekki var mjög mikill vöxtur í henni. Þarna byrjuðum við að finna brennisteinslyktina, en ekki þýddi að fást um það. Við flugum í vestur frá Klaustri fyrir Skálarheiði og þaðan upp að jöklinum. Því ofar sem dró, því sterkari gerðist lyktin og því meiri ólga var í ánni. Hún steyptist 8500 hestöfl. Hann er frá pólsku björgunarfélagi, sem mun reyna að ná Wizlok á flot í samvinnu við Björgun h.f., en nú liggur tog- arinn uppi í fjöru og hefur snú- izt þversum og liggur nær því á hliðinni. Pegaz er 28000 brúttólestir að stærð og er verksmiðjuskip. Hef- ur skipið verið á veiðum frá því 4. október, fyrst við Afríkuströnd, en síðan út af Nýfundnalandi og Labrador. Pegaz er í eigu Dalmor- félagsins, sem á 34 venjulega tog- ara, en alls á það 45 fiskiskip. Skipið flytur nú heim 670 lestir af frystum fiski, 180 lestir af mjöli og 30 lestir af lýsi. í því eru fjórir frystiklefar, sem af- kasta 30 lestum á dag, en þaðan er fiskurinn settur í klefa í lest og geymdur þar til heim kemur- Rúmlega 100 manna áhöfn er á Pegaz, og skipstjóri er Brze- zinski, sem á styrjaldarárunum kom hingað oft, þegar hann sigldi á brezkum herskipum. flytja héðan skipbrotsmennina af Wizlok. Dráttai'báturinn Coral er um 2500 lestir að stærð, og er vél hans Iþréttlr nær allan tímann. Svíar sigruðu, skoruðu 15 mörk gegn 7. Öllum íslenzkum leikmönnum líður vel, þrátt fyrir erfitt ferða- lag til Tékkóslóvakiu og þeir senda allir beztu kveðju heim, — sagði Jóhann að lokum. þarna fyrir neðan okkur, kolmó- rauð og straumhörð.. Á mörgum stöðum ruddi hún með sér stórum stykkjum úr bökkunum og ofan á öllu saman dönsuðu jökulflísar. Áin breiddi úr sér á stóru svæði og myndaði margar smá- kvíslar. Hvarvetna flæddi hún yf- ir vegi, og brýr, sem urðu á vegi hennar voru hætt komnar. Við flugum inn í Úlfarsdal, sem er skammt frá Lagagígum, en lengra varð ekki komizt, vegna slæmt skyggnis. Á meðan við hringsól- uðum í Úlfarsdalnum höfðum við samband við Flugvélagsvél, sem var að koma frá Fagurhólmsmýri, og flaug í 10.000 feta hæð, ofar skýjum. Sagði hún okkur, að ekk- ert afbrigðilegt virtist vera á ferð inni fyrir ofan Vatnajökul. Af því dró Sigurður þá ályktun að ef um gos væri að ræða, væri það smávægilegt, því að annars myndi þess gæta ofan skýja. Á leiðinni niður eftir var skotið miskunnarlaust úr ljósmyndavél- unum, á eyðilagða vegi og bæi, er stóðu í vatni upp að túngarði Einna mest flóð sáum við, þegar kom niður að Eldvötnum, en þau eru í beinu áframhaldi af Skaftá, þar sem hún rennur niður Skaftár tunguna. Undir áðurnefndri Skálar heiði greinist Skaftá nefnilega í tvær kvíslar. Önnur, sem áfram nefnist Skaftá, rennur meðfram heiðinni og austur að Klaustri, en hin, Eldvötnin, rennur niður und- ir Nýju Eldhraun, kemur upp aft- ur nokkru neðar og fellur til sjáv ar í Landbrotsvötnum. Það liggur í augum uppi, að hlaupið heldur beint áfram niður Eldvötnin, og það er jafnframt skýringin á því, hve Skaftá er róleg á Klaustri og þar í nágrenni. Sigurður sagði okkur á Ieiðinni í bæinn, að jarðsig eða eldsum- brot í Vatnajökli, mundi ekki leggjast á sveitirnar þarna í kring í neinni annarri mynd en árhlaup- um. Annars væru eldgos á íslandi á þessari öld orðin 12 alls, og færi fjöldinn þá að nálgast meðaltal síðustu alda. Á síðustu öld voru hér 20 eldgos, og var Sigurður óánægður með það, hve þau væru orðin fátíð, en ef í raeðallagi á að vera, eru þau á fimm ára fresti, Að síðustu spurðum við Sigurð, hvort hann héldi, að eitthvað væri til í því, að neðansjávarhryggur, sem lægi hér um bil pólanna á milli, væri að verki. En það frétt- ist af eldgosum,., og jarðskjálftum hinum megin á hnettinum, sem virðist liggja í nokkurn veginn beinni línu við bæði Surti og Grímsvöthum. Sigurður kvað það óneitanlega freistandi, að halda, að einhverjar hræringar væru í þessum neðansjávai'hrygg, en um það væri auðvitað ekki hægt að slá neinu föstu. Loks sagði hann, að hann væri á þeirr skoðun, að ekkert sam- band væri á milli kjarnorkutil- rauna og eldgosa eða jarðskjálfta. En þeirri skoðun hafa margir haldið fram, meðal annars vís- indamenn. v/Miklatorg Sími 2 3136 PILTAR, A EF ÞlD EIGID UNNUSTUNA /f/ ÞÁ Á ÉG HRUfOANA /// T I M I N N, laugardagur 7. marz 1964. — 15

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.