Tíminn - 13.03.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.03.1964, Blaðsíða 15
LoSnan Frá Alþingi Framhald af 6 síðu. Því miður verður það ekki sagt, að þetta traust sé fyrir hendi i þjóðfélaginu nú. Þvert á móti hefur það orðið almennara á síðari tímum, að tor tryggni gæti um að lögum og regl um sé ekki réttlátlega beitt. Það er fyrir alllöngu orðin a!- menn skoðun manna hér á landi, að ef hinn almenni borgari vilji reyna að tryggja sér framgang sinna mála verði hann með ein- hverjum hætti að njóta stuðnings sterks aðila í þjóðfélaginu. Höfuðmarkmið með stofnun lög sögumannsembættis er að skapa traust almennings á stjórn þjóð- félagsins ■ og eyða tortrýggni. Þetta skal gert með eftirliti, ým ist að frumkvæði lögsögumanns- ins sjálfs eða eftir ábendingum og ucnkvörtunum annarra. Með skyldum lögsögumanns til þess að gefa þinginu skýrslu um störf sín á að vera tryggt, að starf hans sé unnið fyrir opnum tjöldum, en einmitt það er skil- yrði þess, að stofnun slíks embætt is nái tilgangi sínum. Eins og fram kemur í greinav- gerð þingsályktunartillögunnar, hafa Svíar lengsta reynslu af starfi síns lögsögumanns. Slíkt embætti var stofnað þar í landi þegar árið 1809. Stofnanir, cr gegna svipuðu hlutverki eru starf andi í Danmörku, Finnlandi og Noregi. Nýjasta löggjöfin umþessi efni er sú norska frá 22. júní 1962. Höfuðmarkmiðið imeð þessu emb ætti er hvarvetna hið sama að gæta almennings gagnvart opinber um aðilum. Sænski lögsögumaðurinn hefur á ýmsan hátt frábrugðið starfs- svið starfsbræðrum sínum annars staðar. Hann hefur talsvert meiri völd en þeir. í reynd mun jþað þó vera svo, að eigi sé ýkjamikill munur á störfum sænska lögsögumannsins og því hlutverki, secn norska lög sögumanninum er ætlað að gegna, er, að sjálfsögðu er mjög lítil reynsla komin á störf þess síðar nefnda. Sænski lögsögumaðurinn grípur sárasjaldan til þess valds, sem honum er ætlað umfram hina. Sænski lögsögumaðurinn hefur fullt ákæruvald og hefur því rétt til að höfða mál á hendur þeim, sem misbeitt hafa valdi sínu. Norski lögsögumaðurinn hefur hins vegar ekki rétt til að höfða mál eða fyrirskipa réttarrannsókn, en honum er heimilt og skylt að gefa bendingar um réttarrann- sókn eða málshöfðun, ef þurfa þykir. Þegar norsku lögin voru sett var það túlkun formælenda þeirra, að embætti lögsögumanns skyldi fylgja slík virðing, að enginn að- ili teldi sér fært að skorast undan tilmælum hans um leiðréttingar á misfellum. Lögsögumenn Norðurlanda eiga sjálfir að fylgjast með framkvæmd um öllum, er snerta mál borgar- anna. Auk þess getur sérhver, sem tel ur sig eða einhvern annan órétti beittan, kvartað til lögsögumanna þar í landi. Sænski lögsögumaðurinn er skyldur að svara sérhverju bréfi, er honum berst, en slíkt hið sama gildir ekki annars staðar. Sænski lögsögumaðurinn skal árlega ferðast um landið og heim sækja dómstóla, fangahús, geð- veikrahæli, ofdrykkjumannahæli og aðrar stofnanir, er fjalla um frelsisskerðingu manna eða ann ast hana. Lögsögumönnum Norðurlanda er gert skylt að senda þjóðþinginu árlega skýrslu ucn störf sín, þar sem m. a. sé gerð grein fyrir á- standinu í réttarfarsmálum. Enn- fremur ber þeim að gera tillögur um breytingar á lögum og reglu- TÍMItNN, föstudagtnn 13. gerðum, ef þeim þykir ástæða vera til þess. Hvarvetna á Norðurlöndum eru lögsögumennirnir kjörnir af þjóð þinginu. Það er mín skoðun, að hér á landi þurfi að fara aðrar leiðir -i þessu efni en að einfaldur meiri hluti Alþingis kjósi lögsögumann inn. Mætti auðvitað benda á ýms ar aðrar leiðir, en ég skal ekki að þessu sinni fara nánar út í það atriði. Lögsögucnönnum er hvarvetna fengið víðtækt vald til þess að rannsaka mál og hafa þeir aðgang að öllu í því efni, er þeir telja sig við þurfa. Það er skoðun mín, að hér á landi sé brýn þörf á breytingum, er stuðli að aukinni tiltrú almenn ings til framkvæmdavaldsins og dómsvaldsins. Það verður að vera unnt að sannfæra menn um það með rökum, að tortryggni í garð þessara aðila sé ástæðulaus, en slik tortryggni hefur óneitanlega farið ört vaxandi í seinni tíð, að því er virðist ekki alltaf að ástæðu- lausu. Höfuðtilgangurinn með stofnun embættis lögsögumanns á að vera að auka möguleika þess, að lög og reglur þjóðfélagsins gangi rétt látlega yfir alla og að cnenn þurfi ekki að leita réttar síns eftir ann arlegum leiðum. Til þess að stofnun embættis lög sögumanns nái tilgangi sínum verð ur að tryggja, að það verði óháð framkvæmdavaldinu, dómsvaldinu og stjórnmálabaráttunni. Það er því mikil nauðsyn, að víðtæk samstaða náist á Alþingi i:m undirbúning slíks máls sem þessa. f þingsályktunartillögunni er lagt til, að fulltrúum allra þing- flokka og fulltrúa frá Hæstarétti verði falinn undirbúningur löggjaf ar um ecnbætti lögsögumanns. Anna María? Framhald at 16. sfðu. heim 'til Danmerkur, en þau voru í dag viðstödd jarðarför Páls kon- ungs. Byggja yfir veginn? Framhaid at 1. síðu. kaupstaðar, frá Arkitektafélagi ís- lands arkitektarnir Hannes Davíðs son og Aðalsteinn Richter, og Ólaf ur Jensson verkfræðingur, sem er formaður nefndarinnar. Ætlunin er að samkeppnin verði boðin út nú í vor, tillögum verði skilað í haust, og íramkvæmdir geti hafizt á svæðinu vorið 1965. Útboðslýs- ingu er nefndin að semja, en þar verður lega Hafnarfjarðarvegarins ákveðin, en ekki kveðið á um hvernig vegurinn skuli vera í fram tíðinni. Á svæðinu eru fyrirhugaðar op- inberar byggingar, verzlunarhús og annað sem til miðbæjar kaup- staðar heyrir. Þegar er kominn vísir að miðbæ á svæðinu, með Félagsheimilinu, símstöðinni og Heilsuverndarstöð Kópavogs, sem er í byggingu. Þá er Sparisjóður Kópavogs að reisa hús yfir starf- semi sína við Digranesveginn. Út- boðið verður í samræmi við reglur Arkitektafélags fslands og verður nánar skýrt frá skilmálum seinna. Samþykkt um útboðið var gerð á bæjarstjórnarfundi 20. sept. s. 1. Fjallfoss Framhalo af 1 siðu. ar, eftir væri að athuga skemmd- irnar til hlítar en það væri ekki hægt fyrr en búið væri að losa skipið, en það verður væntanlega í kvöld. Reynt verður að fá gert við Fjallfoss eins fljótt og mögulegt er, en væntanlega fæst leyfi til að hafa einhvern farm í skipinu þegar því verður siglt til viðgerð- ar. Fjallfoss er smíðaður hjá Bur- meister & Wain. í Kaupmanna- höfn og var afhentur 1954. Hann er 1800 brúttólestir. Hér er um stórfellt tjón að ræða. ■Z 1964 Tugur telpna uppvís aö ótal þjófnuðum KJ—Reykjavík, 12. marz. f vetur hafa 10—12 stúlkur á aldrinum 10—14 ára oirðið upp- vísar að mörgum smáþjófnuðum. Hér er ekki um að ræða néinn þjófahring, heldur hafa stúlkurn- ar verið tvær og þrjár saman eða þá einar við hnuplið. Ekki er í neitt hús að venda þar sem hægt er að koma stúlkun- um fyrir og hefur ein stúlkan þannig þrívegis í vetur komizt undir, manna hendur vegna hnupls Verðmæti þýfsins, sem þær hafa stolið, nemur mörgum tugum þús- unda, en stærsta þjófnaðinn framdi 12 ára stúlka frá óaðfinn- anlegu heimili. Stal hún átta þús- und króna verðmæti, og þar af töluverðu magni af erlendum gjaldeyri, sem hún gat selt í banka, án þess að nokkrar athuga TJÓN í BEZT KJ—Reykjavík, 12 marz. Á tólfta tímanum í morgun kom upp eldur í kjallara hússins að Klapparstíg 44 hér í borg. Þar á götuhæðinni er til húsa kvenfata- vezlunin Bezt og urðu töluverðar skemmdir á varningi verzlunarinn- ar af völdum reyks. Eldurinn kom upp í litilli skonsu í kjallaranum, og var töluvert bál er slökkvilið- ið kom á vettvang. 4 ÁRA FYRIR BÍL KJ—Reykjavík, 12.. marz. Fjögurra ára drengur Vilhjálm- ur Pálsson Skipasundi 83 varð fyrir bifreið á móts við Drekavog 8 um hádegið í dag. Lærbrotnaði drengurinn og var fluttur í Slysa- varðstofuna og þaðan á Landa- kot. Líkfylgdin sertjdir væru gerðar. Stúlkurnar hafa farið í ólæst hús, stolið úr veskjum kvenna í verzlunum, bæði viðskiptavina og afgreiðslu- stúlkna. Hafa þær þá gjarnan haft þann háttinn á að fá að máta töt bakatil í verzlunum þar sem veski hafa verið geymd. f sacnbandi við þjófnaði þessa er vert að gefa því gaum, að ekkert heimili er til fyrir stúlkur sem þessar og því leika þær laus- um hala, og draga fleiri með sér. Slæmt siðferði fylgir stúlkum þessum, lauslæti og ýmiss konar gjálífi. Mikið rask Framhaid at 1. síðu. , vatnið í henni er ennþá kol mórautt. Hlaupið hefur kom ið undan jöklinum á sama stað og hlaupið, sem varð í ánni árið 1955. Sigið sjálft er nú sporöskjulagað að sjá, 50—100 metra djúpa og 1 kílómetri í þvermál. Framhald af 1. $ÍSu. ferð, sem unnt er að veita honum, því allt annað gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir gæði framleiðslunnar. Samkvæmt athugunum yf irfiskmatsmanna og annarra aðila undanfarið getur mik il hætta skapazt fyrir fisk- fraleiðsluna, vegna þess að fiskurinn er meira og minna fullur af rotnandi æti, og því um að gera að ísverja fiskinn og slægja hann eins fljótt og hægt er eftir að hann er veiddur. Bergsteinn Bergsteinsson fiskimatsstjóri tjáði blaðinu í dag, að aðvörunin til fisjc framleiðenda kæcni eins og venjulega, þegar Fiskimat ríkisins áliti einhverja hættu á ferðum, en þá væri reynt að gera hlutaðeigend um skiljanlegt, hvað gera skuli til þess að bægja hætt unni frá. Sagði Bergsteinn, að fiskmatið treysti því, að allir hugsandi menn gerðu það, sem í þeirra valdi stæði til þess að bægja þessati hættu frá, sem gæti haft al varlegar afleiðingar fyrir gæði framleiðslunnar. Innilega þökkum við öllum þeim, sem vottuðu okkur samúð vegna andláts Ðavíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi, og heiðruðu minningu hans á margvíslegan hátt. Sérstaklega þökkum við bæjarstjórn Akureyrar, sem annaðist og kostaði útförina af frábærri rausn og höfðingsskap. Fjölskyldan. Þökkum samúð og hlýhug við andlát og jarðarför, Mafthildar Hólmfríðar Jóhannesdóttur frá Hofsstöðum. Sérstakt þakklæti skal fært læknum og starfsfólki Borgarsjúkrahúss- ins. Ennfremur þökkum við Miklhreppingum vinarhug. (Framhaid af 2. síðu). gengu fram hjá kistu hans, meðan hún lá í dómkirkjunni. Konstantín konungur og Frede- rika drottning komu ásamt öðrum úr konungsfiölskyldunni fyrst til dómkirkjunnar. Konstantín, Frede rika og prinsessurnar tvær, Irene og Sophia, stóð um stund fyrir framan kistuna, áður en hún var borin út, og Frederika drottning kraup grátandi í 4 mínútur. Undir messunni leið yfir einn af þeim 50 prestum, sem aðstoðuðu erki- biskupinn. Meðal þeirra, sem komu til þess að votta Páli konungi síðustu virð ingu sína var Baldvin Belgíukon- ungur, Júlíana Hollandsdrottning, Gústaf Adolf Svíakonungur, Ólaf- ur V. Noregskonungur, Heinrich Lubke, forseti V-Þýzkalands og Makarios erkibiskup, forseti Kýp- Áslaug Sigurðardóttir, Matthildur Kristjánsdóttir. Maðurlnn minn Oddur Valgeir Guðmundsson verður jarðsunginn frá Keflavikurkirkju, laugard. 14. þ. m. kl. 2. e.h. Fyrir hönd vandamanna, Vilhelmina Jónsdóttir. Jarðarför föður og tengdaföður okkar, Gamalíels Jónssonar, Stað, fer fram laugardaginn 14. marz kl. 14 frá Grindavikurklrkju. — Bíl ferð verður frá B.S.f. kl. 13. Börn og tengdabörn. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðárför eig- inkonu minnar og móður okkar, Kristrúnar Jónsdóttur, Brúnastöðum, Fljótum. ur. Bandaríska flugvélin Jóhannes Friðbjarnarson Sigríður Jóhannesdóttir, Ólafur Jóhannesson. (Framhald af 2. síðu). styrjöld með góðum árangri. A-Þýzka fréttastofan ADN end urtók í dag fullyrðingu sína þess efnis, að bandaríska flugvélin hafi verið í njósnaferð. Fréttastofan gaf engar upplýsingar um flug- mennina þrjá, en orðrómur er á kreiki um, að þeir séu ennþá í yfirheyrslu hjá sovézkum yfirvöld um, og að þeim verði tæplega sleppt lausum í bráð. ADN sagði, að bandarískir áróðursmenn reyndu að draga dul á hina raun verulegu ástæðu þess, að flugvél- in flaug yfir a-þýzkt land, en það væri þýðingarlaust. Sjónarvottar segja, að einn flug mannanna þriggja hafi meiðst eitt hvað í fæti, en þó líklega ekki al- varlega. Hinir 2 sköðuðust efckert. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför bróður okkar, Sigurðar Jónassonar, Syðri-Brekkum. Læknum og starfsfólki sjúkrahúss Sauðárkróks flytjum við alúðar þakkir fyrir veitta hjálp og umönnun í velklndum hans. Margrét Jónasdóttlr Sigrfður Jónasdóttlr Pétur Jónasson Hermann Jónasson Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför sonar míns og bróður okkar. Jóhannesar Einarssonar frá Dunk. Guðrún Kristjánsdóttir, Jóhanna Elnarsdóttir, Kristján Einarsson, Daníel Einarsson. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.