Tíminn - 13.03.1964, Blaðsíða 3
SPEG
S
ÞESSI MYND ér frá jarðar-
för Páls Grikkjakonungs.
Fremst á myndinni sést Alice
Grikkjaprinsessa, móðir her-
togans af Edinborg eiginmanns
Elizabetar drottningar. Nœst
henni stendur Catherine
Grikkjaprinsessa og þar fyrir
aftan er Anna-Maria Dana-
prinsessa, tilvonandi Grikkja-
drottning.
í LENGRI TÍMA hefur ver-
ið rætt um það í Bretlandi,
hvort vel klæddir karlmenn
eigi að ganga með axlabönd
eða belti. Nú hefur formaður
sambands brezkra klæðskera
kveðið upp dóm um þetta á-
kvæði. Auðvitað dætnir hann
axlabönd það eina rétta,
því, eins og hann segir, ,hanga‘
buxurnar ekki almennilega
uppi, nema axlabönd séu not-
uð. — Hann bendir einnig
réttilega á það, að fyrirmenn
þriggja stærstu stjómmála-
flokkanna í Bretlandi, þeir
Alec Douglas-Home, Harold
Wilson og Mr. Grimond noti
axlabönd, og segir, að axla-
bönd séu eins nauðsynleg hverj
um herramanni og barmurinn
er hverri vel vaxinni konu.
☆
EINS og allir vita, þá er
ekkert eins mikilvægt fyrlr
Englendinga og einn tebolli,
þegar illa stendur á. Það kom
greinilega í ljós í ræðu hjá
ráðherranum Edward Heatli,
þegar hann fyrir nokkrum dög
um hélt ræðu í neðri deild
brezka þingsins. Tilhugsunin
um einhverjar aðstæður, bar-
daga eða vandræði, hver sem
úrslit þeirra verða, er alls ekki
svo hrjdlileg fyrir Englend-
inga, ef þeir geta fengið sér
„a nice eup of tea“ á eftir
— sagði Edward og eru víst
flestir sammála honum.
☆
SKÓLAYFIRVÖLDIN í New
York urðu heldur en ekki undr
andi um daginn, þegar niður-
stöður af skoðanakönnun með-
al skólabarna lágu fyrir. Það
kom nefnilega í Ijós, að flestir
nemendanna kærðu sig frekar
um áfengi en öl, en mikill
minni hluti var í vafa.
ENSKA Ijóðskáldið og rithöf
undurinn, Robert Graves, (I.
Claudius) hélt nýlega fyrirlest
ur í New York, þar sem hanri
útskýrði orsakirnar fyrir því
hve ljóðskáldum hefði farið
mikið aftur beggja vegna At-
lantshafsins. Ein aðalorsökin
sagði hann, að væri sú, að svo
mörg ung skáld, neyddust,
vegna peningavandræða, til
þess að vinna fyrir kvikmynd-
ir og sjónvarp. Hann sagði jafn
framt ,að ekkert væri eins
niðurdrepandi fyrir skáldagáfu
og að vinna að öðru eins létl-
meti.
DAGBLAÐ í Hollywood birti
nýlega trúlofunarfregn íéikara
nokkurs og ungrar óþekktrar
leikkonu. Þar var m. a. haft
eftir einhverjum, sem þekkti
stúlkuna, að hún væri indæl,
ung stúlka, sem mundi verða
prýðileg sem 1. kona fyrir leik-
ara.
BRIGITTE BARDOT tr
heimsfræg kvikmyndastjarna,
það fer víst ekki fram hjá
neinum, enda hugsar hún ekki
í neinum smáupphæðum. —
Nýlega fékk hún skeyti frá
næturklúbb nokkrum í Florida.
Það var á þessa leið: Bjóðum
yður 300.000 dollara fyrir að
skemmta í viku. Svar óskast
strax. Og BB svaraði um hæl:
Ef þið bjóðið mér milljón skal
ég íhuga málið. Og svarið kom:
Samþykkjum milljón. Sú litla
var ekki scin á sér, ekki samt
til að samþykkja, hún sendi
eftirfarandi skeyti: Hugsa mal-
ið.
★
SÍÐUSTU fregnir úr bók-
menntaheiminum herma, að
Franco einræðisherra á Spáni
sé genginn í spánska rithöf-
undafélagið. Það vita það víst
ekki margir, cn Franco hefur
skrifað tvær bækur. Önnur
nefnist Dagbók hermanns, og
lýsir lífinu í spönsku útlend-
ingahersveitinni í spánsk-mar-
okkanska stríðinu í kringum
1930. Hin bókin er handritið
að kvikmyndinni Raza, sem
sem gerð var árið 1940. Einræð
isherrann hefur samt ekki skrif
að undir eigin nafni, heldur
nefnt sig Jaime de Andrade.
★
VÍSINDAMENN við háskóí-
ann í Chicago þykjast nú hafa
komizt að þeirri niðurstöðu, að
mannsaugað sé ekki fært um
að sjá umhverfi sitt í réttu
ljósi. Sem sönnun fyrir þessu
segja þeir, að jafnstórir pen-
ingar virðist í augum fátækra
barna vera stærri en í augum
ríkra barna.
ELISABET Englandsdrottn-
ing hefur nú eignazt son og er
hann fjórða barn hennar. Hiri
eru Charles, 15 ára, Anne, 13
ára, og Andrew 3 ára. — Ný-
fæddi prinsinn er þriðii
til ríkiserfða í Bretlandi.
en á undan honum eru bræð-
ur hans, Oharles og Andrew
Opinberlega hefur ekki verið
skýrt frá, hvað hinn nýfæddi
prins muni heita, en orðrómur
er uppi um það, að nafnið verði
James. Meðfylgjandi mynd er
tekin af drottningunni um miðj
an janúarmánuð á Liverpool-
járnbrautarstöðinni í fylgd
með henni er Andrew sonur
hennar og þrír af eftirlætis-
hundum konungsfjölskyldunn-
ar.
ÞAÐ er líklega óþarfi að
kynna manninn hérna á mynd-
inni, Paul McCartney, einn af
hinum heimsfrægu Bítlum. —
Paul er þarna að koma úr
veizlu, sem Alma Cogan söng-
kona hélt þeim fjórmenningun-
um, eftir að þeir komu úr söng-
förinni um Bandaríkin. MikiS
fjör var í þessari veizlu, sem
haldin var í Kensingtoníbúð
söngkonunnar, og þegar lienni
lauk í morgunmund, sást Paul
fylgja stúlkunni þarna heim. —
Þetta er brezka Ieikkonan Jane
Asher og hafa þau Paul sézt
mikið saman, einkum eftir að
hann kom frá Ameríku-
MIÐDEGISVEIZLA var ný-
lega haldin í Hollywood og þar
mættu 900 manns. Meðal gest-
anna voru allir helztu framleið-
endip: og leikstjórar í borginui
og þar á meðál hinn 81 árs
gamli Sam Goldwyn- Hann hélt
langa ræðu, þar sem hann
varaði leikstjóra við því, að
nota of mikið af kynórum í
myndum sínum og of mikið af
ruddamennsku. Það hefur :
för með sér strangara eftirlit,
en aðalatriðið er, að það mun
eyðileggja kvikmyndafram-
leiðsluna, eins óg hún lfeggur
sig, ef ekki er tekið tillit til
smekkvísinnar. Þessar rudda-
!egu myndir vekja kannski ein-
hverja stundarhrifningu, en
það mun enda með því, að
vandlátir kvikmyndahúsgestir
hætta alveá að fara í kvik-
myndahús.
☆
FORELDRAR í litlu, jap-
önsku þorpi hafa nú sett upp
skilti við innkeyrsluna í þorp-
inu, sem á stendur: Akið var
lega, það er ekki víst að börn-
in hlýði okkur.
Jörð
óskast keypt eða til leigu.
Tilboð sendist á afgr. Tím-
ans fyrír 28. marz, merkt:
JÖRÐ — 10.
Stærsia úrval bifreiða
á einun> staS
Salao et örugg hfá
okkur
RYDVORN
Grensásveg 18, slmi 19945
Rvðverium bílana með •
Tectyl
Skoðum og stillum bilana
fliótt og vel
BILASKOÐUN
Skúlagötu 32. Simi 13-100
SPARH9 T!MA
0G PENINGA
LeitiS fi! okkar
BÍL ASALINN
VIÐ VITATORG
Einangrunargler
Framleitt einungis úr
úrvals gleri. — 5 ára
ábyrgð.
Pantið tímanlega
Korkiðjan h.f.
Skúlagötu 57 - Sími 23200
3 í
TÍ*MINN, föstudaginn 13. marz 1964 —