Tíminn - 13.03.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.03.1964, Blaðsíða 16
Föstudagur 13. marz 1964 61. tbl. 48. árg. PIPUTÓBAKSSALA HEFUR MÚAUKIZT UM HÆR 3 TONN HF—Reykjavík, 12. marz. sala á píputóbaki. og vind'lum auk- Það sem af er þessu ári liefur izt um 2V2 milljón króna. Er þetta greinilega bein afleiðing af skýrslu þeirri, sem bandarískir vísindamenn gerðu um samband krabbameins og reykinga og vakti mikla athygli um allan heim. Samkvæmt upplýsingum frá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkis- ins hefur sala á píputóbaki aukizt um 2,9 tonn og sala á vindlum aukizt um 226 þúsund stykki. Alls neraur þessi aukning tveimur og hálfri milljón króna. Tölur þessar eiga við söluna í janúar- og febrúarmánuði og eru bornar saman við söluna á sama tíma í fyrra. Á þessum tveimur mánuðum þegar sala á píputóbaki og vindlum eykst um tvær og hálfa milljón króna, minnkaði sala á sígarettum um 7 milljónir króna, Sé^t á því, að þó nokkpð margir virðast alveg hafa hætt að reykja, en aðrir farið yfir í pípu- eða vindlareykingar. f sambandi við vindlana má geta þess, að mest aukning var í sölunni á smávindl- um. Lclkfélag Reykjavíkur frumfluHi Rómeó og Júlíu í þýðingu Helga Hálfdánarsonar á þriðjudagskvöldii — í tilefni af 400 ára fæðingaraf- mæli Shakespeares á þessu árl. Leiknum var frábærlega tekið, og lelkstjóranum, Thomasi Mac Anna frá Dyflinni, þakkað með gjöfum og blómum. Myndin er af Helga Hálf- dánarsyni. — Sjá leikdóm á bls. 9. Di Stefano hérihaust GB—Reykjavík, 12. marz. en þá er ákveðið að hann komi. Guiseippc di Stefano, ítalski Hann hélt tónleika í Kaupmanna- tenórsöngvarinn frægi, seni Pétur höfn nú í febrúar, en þá höfðu Pctursson, forstöðumaður Skrif- Hafnarbúar beðið eftir honum í stofu skenmitikrafta, hefur reynt þrjú ár. að fá hingað til lands lengi undan- Enn nógu að sjón- varpa frá Dallas Það íinnir lítt sögulcgum at- burðum í Dallas. í bandaríska fréttaritinu Time er skýrt m. a. frá réttarhöldunum yfir Jack Ruby. Er jafnframt skýrt frá því að einn dag í síðustu viku hafi sjö fangar, sem geymdir voru í klefum á hæðinni fyrir ofan réttarsalinn, brotizt út meðan verið var að saksækja Ruby á hæðinni fyrir neðan. Fangarnir sjö gátu borið fangavörð ofurliði, og ruddust síðan af stað út úr húsinu í gegnum mannþröngina fyrir ut- an réttarsalinn. Einn þeirra komst áfram með því að veifa skammbyssu, sem hann hafði skorið út úr sápustykki og síð- an litað með skósvertu. Hann rak „sápu“-byssuna í síðu einn ar starfsstúlku réttarins, notaði hana fyrir gísl, á meðan hann var að troðast í gegnum ótta- slegna mannþröngina. „Farið frá mér“, hrópaði konan. „Hann er með byssuna í baki mínu“. I troðningnum, scm þcssu fylgdi, íróðst nítján ára gömul, ólétt nektardansmær nær und- ir. Ilún heitir Karen Lynn Bennett, og gengur undir nafn- inu „Litla Lynn“ í starfi sínu. Þegar Litla-Lynn sá manninn með byssuna, hrópaði hún upp: „Guð minn góður. Hann ætlar að drepa mig“. Litla-Lynn var mætt barna til að bera vitni í máli Rubys. Hins vegar var ótti • liennar við sápubyssuna ástæðu laus. Og rétt á eftir tókst vörð- um laga og réttar að handsama flóttamanninn, sem hélt á sáp- unni og annan til. Hinir fimm þokuðu sér áfram til dyra og sluppu út meðan ringulreiðin stóð sem hæst. Einhverjir þeirra voru gripnir síðar en aðrir 'iafa ekki náðst enn. Eins og áður hefur gerzt í Dallas, \ ar þessum atburðum í forsal réttarins yfir Ruby, sjónvarpað. Fylgdust því þús- undir og aftur þúsundir, sem voru að fylgjast með réttarhöld unum vfir Ruby, með því, þcg- ar fangarnir ruddust frain á sjónarsviðið og beittu sápubyss unni fyrir sig. Meðan þessu fór fram í for- salnum, hélt réttarhaldið áfram yfir Ruby. Sækjendur ákæra hann fyrir að hafa skotið Lee Harvey Oswald „að yfirlögðu ráði“, en ekki, eins og vcrjend- ur halda fram, i augnabliks æð iskasti vegna hryggðar yfir dauða Kennedys. Lltla Lynn (me5 sólgleraugu) farið, kemur liingað í september ti'I tónlcikahalds. Vonir stóðu til, að di Stefano kæmi hingað fyrr, en vegna þess að hann teiur sér ekki fært að koma hingað sérstaka ferð, nema á leið milli heimsálfa, verður ekki NTB-Kaupmannahofn, 12. marz. j leggi hart að dönsku konungsfjol- af íslandsferð hans fyrr en í haust, * MÍ8S líklegt er talið, að brúð- j skyldunni að samþykkja, að brúð að þvi er umboðsmaður hans í kauI> Þeirra Konstantíns Grikkja-j kaupið verði haldið svo fljótt sem London tjáði Pctri fyrir nobkru, konungs og Önnu-Maríu Dana-! mögulegt er. . '■ -mirrrJTpit • prinsessu verði haldio nu þegar 1; Mal þetta er mjog ofarlega Verður Anna María drottning ímaíi Guiseppa di Stefano maí eða í byrjun júní. Það er eink um gríska konungsfjölskyldan, sem vill láta brúðkaupið fara fram svo fljótt, sem mögulegt er, svo að Grikkland verði ekki drottning arlaust lengur en nauðsyn krefur. Anna-María sem nú dvelst í Grikklandi í sambandi við jarðar- för Páls konungs, er einungis 17 ára gömul, og verður því að fá sér stakt leyfi, hið svokallaða konungs bréf, til þess að gifta sig. Anna- María var einungis 16 ára gömul, þegar hún irúlofaðist hinum unga þáverandi Irónprinsi Grikklands, Konstantín, og var ákveðið að þau skyldu gifta sig í janúar næsta ár. En hin skyndilegu veikindi og dauði Páls konungs gerði strik í reikninginn, og er talið, að Grikkir hugum manna, bæði i Danmörku og Grikklandi, og kvöldblöðin tvö, Ekstrabladet og BT segjast hafa það eftir áreiðanlegum heimildum í Aþenu, að brúðkaupið fari fram í maí. Maímánuöurinn mun einkum valinn vegna þess, að Nikita Krust joff forsætisráðherra Sovétríkj- anna kemur í opinbera heimsókn til Danmerkur í júní og það mun ásamt ýmsum fleiri atburðum taka tíma konungshjónanna dönsku. Er því talið tnjög líklegt, að þau vilji að brúðkaopið verði afstaðið fyrir mánaðamót.in maí-júní. Talið er líklegt, að gefin verði út opinber yfirlýsing um málið, þegar dönsku konungshjónin koma Framhald á 15. síðu. Konstantín konungur styður móður sína, Friðrlku, út í beifreið eftir minningarathöfn um Pál konung í dómkirkjunni. Anna-María, heitmey hans, brosir, þrátt fyrir sorgina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.