Tíminn - 14.03.1964, Síða 3

Tíminn - 14.03.1964, Síða 3
HEIMA OG HEIMAN Sjórinn sverfur ströndina sí og æ, og þegar fáryiðrin geisa, gleypir hann enn stærri ekkert er eftir. bita landinu, unz EYJflR, ER HAFID GlfYPIR HVERJfl A FÆTUR ANNARRI Eftir svo sem 80—100 ár verða hinar rómantísku norður-frísnesku Halligen-eyjar ekki lengur kunnar nema sem þjóðsaga eða af bókum skáldsins Theódórs Storm, sem nefndi þær „fljótandi drauma“. Þessar fallegu smáeyjar undan Norðursjávarströnd Þýzkalands eru dæmdar til glötunar. Stormarn ir um síðustu vetrarsólhvörf gerðu enn svo mikinn usla í þessum varnarlausu eyjahólmum út af vesturströnd Slésvík-Holstein, að sýnt þykir, að dagar þeirra verði senn taldir. Á síðustu 450 árum hafa átján þessara eyja horfið í hafið. Á því herrans ári 1597 voru enn til kortlagðar 27 Halligeneyjar, en í dag eru aðeins níu þeirra eftir ofansjávar. Og þær minnka með hverju ofviðri, sem geisar á þess- um- slóðum, þangað til einn góð- an veðurdag, að ekki verður urm- ull eftir. Tlvar er t. d. Beenshallig, sem enn var til á landabréfinu árið 1880? Hún er horfin í gin- ið á „Blanke Hans“, eins og Norð- ursjórinn nefnist á þessum slóð- um. Og hversu lengi verður hinn eyhólminn Hallig Habel byggileg- ur fólki? Þegar Bismarck féll frá var hann enn fjórðungur úr kíló- metra að stærð, en í dag hefur svo saxazt á hann, að einungis sjöttungur þess er eftir upp úr brimrótinu, þar sem eyjan reis hæst og nefnist Warft, þar stendur aðeins eitt hús eftir. Habel er eins konar smámynd af hinum Halligen-eyjun- um. Þær voru að mestu sandflat- neskjur, og aðeins einstöku grjót- garðar, sem íbúarnir hlóðu upp, veru vörn þeirra fyrir briminu. En sífellt gengur á þá varnar- garða. Fólk og fénaður, sem bygg- ir þessa hólma, er á sífelldu und- anhaldi, og loks fer leikurinn að- eins á eina leið, allt kvikt verður að flytjast á brott áður en allt sekkur í hafið. Enn önnur eyja nefnist Hallig Hooge, út af Langeness, dálítið minni en hin, en hún verst af grjóthrygg, sem liggur meðfram allri ströndinni. Samt gengur stór straumsflóðið á hverjum vetri upp undir hólana tíu, þar sem um tuttugu manns hafast enn við í torfkofum. Halling Groede var samkvæmt jarðatali 1877 einir 285 hektarar á stærð, en af því landi hafa ekki sorfizt nema um 15 hektarar, þar eru íbúar aðeins færri en á Halling Nordstrandisc hmoor, sem er álíka stór. En sá nágranni þykir öfundsverður af lóninu, sem tengir eyjuna við meginlandið. Þar gengur „Frissi snarfari" (Schnelle Fritz), eini siglandi járnbrautarvagn heims, milli lands og eyjar — flytur póst, smámatvælasendingar og annan farangur út í eyjuna Oland, sem er 70 hektarar á stærð og hefur 80 íbúa. Hallig Norderoog, einir 20 hekt- arar á stærð, er aðeins svipur hjá sjón miðað við hina blómlegu byggð, sem þar var hér áður fyrr. Eyjan stendur berskjölduð fyrir hinum miklu hafveðrum. Fátt er þar fólk annað en það sem dvelst þar í sumarbústöðum. Þar hafast við um þrettán þúsund sjófuglar og einn vörður er ráðinn af eig- anda eyjarinnar til að hafa um- sjón með þessari paradís máf- anna. Þar er e.k. fuglaverndunar- stöð. Vörður fuglanna er sá eini, sem þar dvelst allt árið. Ekki er ástandið öllu betra á Hallig Suefal, sem minnkað hefur um helming af þeim 55 hektur- um, sem eyjan var 1877, því að skjól er þar sáralítið fyrir sjó- ganginum. Eigandi þessarar eyju er Reventlow greifi, en flestar eru þessar eyjar í einkaeign. Á Sued- erog eru búsettar þrjár manneskj- ur. Hallig Habel var fyrir löngu Framhald á 13. síðu. Magnús Á. Árnason flytur ræðu um mexikanska málara. Hjá honum standa Einar Egilsson ræðismaður og Antonio Armendariz sendiherra Mexico i London. (Ljósm.: TÍMINN-KJ). 2 MEXIKANSKAR LISISÝNINSAR / REYKJA VÍK GB-Reykjavík, 11. marz. Opnaðar hafa verið í Reykjavík tvær sýningar á mexikanskri list, á vegum Arkitektafélags íslands, en það er sýning sú, er Tíminn komst á snoðir um fyrr í vetur og hefur nú loks verið opnuð eftir að hafa beðið hér eftir heppilegu húsnæði í heilt ár. Mexikönsk byggingarlist er sýnd á fjölda ljósmynda í Bogasal Þjóð- minjasafnsins, en í ■ hinum nýju húsakynnum Byggingaþjónustu A. f. að Laugavegi 26 (Olympíu- húsið, 3. hæð), þar sem sýndar eru litprentanir af 23 múrmál- verkum þriggja frægustu mál- ara Mexikó á þessari öld, Rivera, Orozco og Siqueiros. í tilefni opn- unar sýninganna kom hingað sendiherra Mexico í London, Ant- onio Armendariz, sem og greiddi fyrir því, að myndirnar yrðu sendar hingað. Við opnun sýning- arinnar að Laugavegi 26 fluttu ávörp Aðalsteinn Richter (for- ! maður A.f. og Einar Egilsson (ræðismaður Mexikó í Reykja- vík). Þá flutti Magnús Á. Árnason . stutt erindi um málarana, sem Ikynntir eru þar. Ekki kvað hann hægt að flytja þessar myndir þeirra með öðrum hætti milli landa, því að þær væru málaðar beint á múrinn í nokkrum helztu opinberum byggingum í Mexikó- borg, og saknaði þó Magnús sumra beztu slíkra málverka Ri- vera, sem sé þeirra, er hann mál- aði á veggina í búnaðarháskóla mexikanska ríkisins. Margar myndirnar, sem sýndar eru, fjalla um efni úr mexikönsku bylting- unni gegn einræðisstjórn Diazar, sem allir þessir þrír listamenn mundu gjörla, tveir voru fullorðn- ir er hún stóð, Diego og Orozco, en Siqueiros þá unglingur. AHir voru þessir listamenn líka bylt- ingarsinnaðir, en þeir höfðu frjáls ar hendur á meðan þeir gerðu þessi málverk Síðan eru tveir látnir, en sá yngsti, Siqueiros, sit- ur í fangelsi fyrir óeirðir og þátt- töku á manndrápi, sem áður hefur verið frá greint hér í blaðinu. Magnús Á. Árnason er sá ís- lenzkra listamanna, sem mest hef- ur kynnt sér mexikanska list Hann og Barbara kona hans, fóru þangað í fyrra að heimsækja Vífil son sinn, er nemur byggingalist í Mexikó. Vísir og forsætÍ5- ráðherra Vísir eir að reyna að klóra í bakkann í gær eftir þá ein- stöku óheppni sína að fiytja þá yfirlýsingu forsætisráðherr- ans á dögunum, að hann teldi að ekki kæmi tiJ mála að ís- lendingar færðu landhelgi sína út fyrir 12 mílur, nema til væri skýlaus heimild í alþjóðalög- um, og þar með að hann vildi al'ls ekki láta íslendinga not- færa sér þann rétt, að það er ekki bannað. Vísir segir í gær: „Forsætisráðherra benti á það í viðtaii hér í blaðinu í fyrradag, hve fráJeit þessi skoð. un er. Hann benti á, að samn- ingsákvæðið um úrskurðarvald Haag-dómstólsins er trygging fyrir þann minnimáttar, sem ekki getur farið Iengra en rétt lög heimila og hindrar að hann verði beittur ofbeIdi“. Forsætisráðherra veit það vonandi, þó að Vísir viti það ef til vill ekki, að þetta er rök- leysa og óhaldbær kenning. Bæði borgarar og þjóðir „geta farið 'lengra" en skýr heimild er tii í lögum, jafnt alþjóða- lögum sem þjóðarlögum, EF ÁKVÆÐl BANNA EKKI VERKNAÐINN, OG HANN BYGGIST AÐ ÖÐRU LEYTI Á RÉTTARLEGU SIÐGÆÐI. Þetta gerðum við og margir aðr ir í landhelgismálinu hvað eft- ir annað. f þessu er fólgið það sem við hðfum kallað EIN- HLIÐA ÚTFÆRSLURÉTT okkar, og honum afsalaði nú- verandi ríkisstjórn með undan- haldssamningnum 1961. Hann er og hefur verið helzta vopn okkar í 'landhelgismálinu. Spurnina til Vísis og Forsætisráðherra En tyrst Vísir fiytur svo skelegglega þá kenningu for- sætisráðherra, að það sé okkur fyrir mestu og raunar eina bjálpræði að eiga víst máls- skot til Haag-dómsins á land- helgisaðgerðum okkar, þá er ekki úr vegi að spyrja þá Vísi og forsætisráðherra, hvers vegna ríkisstjórnin, sú sama og nú situr, vísaði ekki deil- unni við Breta umsvifalaust til Haag-dómsins árið 1961, þar sem þá stóð opið tilboð Breta um það og lét dóminn dæma herskipin og togarana út úr landhe'lginni í stað þess að gera samninginn og veita þriggja ára veiðileyfi í landhelgi? Hefði það ekki verið bezta „tryggingín fyrir þann minni máttar,“ sem Vísir bg Bjarni tala nú um? Og hvers vegna neituðu þrjár íslenzkar ríkis- stjórnir ágreiningslaust því til- boði Breta liver eftir aðra að leggja málið fyrir í Haag? Að hvaða léyti er líklegt, að betra yrði að leggja nýjan ágreining við Breta um stækk- un íslenzkrar landhelgi fyrir Haag- dóminn, lieldur en deil- una um tólf mílurnar? Þessu ætti forsætisráðherrann að sjá sóma sinn í að svara, áður en hann flytur meiri iofsöng um afsalsákvæði brezka landhelgis- samningsins. TÍMINN, laugardaginn 14. marz 1964 —■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.