Tíminn - 14.03.1964, Page 14
| a^aran, umkringda hermönnum
| sfiram meS brugðna byssustingi
og með svipu stjórnarstefnu sinn-
í ar á lofti . . . á meðan leyndur
j ótti felst í hjörtum þeirra. Ef ör-
I lítlll snefill af hugsun læðist inn
í urnhverfi þeirra, verða hinir
i voldugustu stjórnarherrar slegnir
í ótta . . . “
Þegar haft er í huga, hve yfir-
i lýstar skoðanir hans voru hvassar
og hiklausar, þá er skiljanlegri sú
gleði og ánægja, sem það veitti
Clémentine, er hún fékk í hend !
ur auglýsingabók um ávaxtatré,
sem garðyrkjumaður í Hampshire
sendi henni: Þar var m.a. boðið
upp á eftirfarandi:
„Ábætir Winstons (marz—maí):!
„Þessi nýjung var upphaflega
| kölluð Vetrarkóngurinn, en þá
! kom í ljós, að nafn þetta var þeg-
ar á öðru fyrirbrigði, svo að þess
vegna var það kallað hinu vel við-
eigandi nafni Winston, vegna þess ■
að það stendur af sér alla storma.
Það er á því þykkt hýði. Ávöxt-
urinn meyrnar ekki fyrr en í lok
árstíðar. Dálítið beizkur á bragð-
ið. Safamikill. Ávöxturinn hangir
! á trénu, eftir að laufið hefur fall-
ið af. Það blómgast seint og er gott
til ræktunar.“
Bernard Baruch, vinur Chur-
chillhjónanna hafði þetta að segja
um kvöldverðarboð á heimili
þeirra:
„Allur heimurinn ætti að vera
gestur við borð þitt og heyra þig
tala með vínfiösku stöðugt innan
seilingar. Tala um herstjórnarlist
í amerísku borgarastyrjöldinni,
um ævintýrin, sem þú rataðir í
forðum í Suður-Afríku, um Gib-
bon og Maculay og þá riddara og
fábjána, sem þú hefur fyrirhitt á
lífsleiðinni. Slíkur lífsandi, sem
þú gætir blásið í áheyrendurna!"
Heimurinn ætti líka að fá að
vita um rólegri hliðar lífs þíns,
sem ef til vill koma bezt fram
hjá fallegri og tignarlegri eigin-
konu þinni. Aðeins þú veizt, hve
gífurleg áhrif Clemmie hefur haft
á þinn eigin starfsferil. Ég hef
tekið eftir hve mikla virðingu og
trúnað þú berð til hennar. Ég
hef séð að þú tekur strax tillit til
hóflegrar áminningar hennar:
„Winston, þetta mundi ég ekki
segja!“
9. KAFLI
EIN — SAMAN
Upp á við og niður á við —
hún varð ætíð samferða honum,
þrátt fyrir allt hið óvænta sem
gerðist, og var jafnvel einsdæmi í
stjórnmálalífi Bretlands.
Á meðan hann var í sinni póli-
tísku „lægð“ tíu árin eftir lok
fyrri heimsstyrjaldar, barðist hún
stöðugt við að milda hinn sára
brodd af því að vera í pólitískri
útlegð. í frumskógi stjórnmál-
anna, ganga andstæðingarnir tíð-
ast á lagið, og ráðast af grimmd
gegn stjórnmálamanni — og konu
hans — sem misst hafa fótfestu.
Winston tók fjandskap, áreitni og
illkvittni, sem hefði nægt til að
leggja líf venjulegs manns í rúst,
með karlmennsku og þrautseigju,
enda studdur fölskvalausri trú
konu sinnar á mikla framtíð hans.
Clementine var fullkunnugt um,
að Winston beið aðeins þess dags,
er hann enn á ný hlyti sömu völd
og mannaforráð. Honum var bölv-
anlega við að vera settur hjá við
stjórnarstörfin.
Þetta var í rauninni óvenjuleg,
en um leið góð samvinna, sem þau
áttu. Winston var leikarinn, og
gervi hans vindillinn og pípuhatt-
arnir fjölmörgu. Hann lék fyrir
áhorfendur af mikilli innlifun, —
baðaði sig í ljóma aðdáunarinnar,
sem streymdi til hans frá mann-
mergðinni, sem hyllti hann, Hann
naut þess að kanna heiðursvarða-
röðina, naut þess að sitja í efstu
tröppum mannfélagsstigans.
Og um leið og Winston bætti í
myndina út á við glaðlegum,
frjálslyndum blæ, gaf Clementine
henni meiri fyllingu með töfrandi
framkomu samfara ströngum virðu
leik, eins og til að minna okkur
á, að leikarinn við hlið hennar
væri einnig mjög mikilhæf per-
sóna.
A miðjum þriðja tugi aldarinn-
ar var ekki annað sýnna en hann
hefði „misst af strætisvagninum“.
Hann var einmana úlfur, meistari,
sem glatað hafði fylgi og hollustu.
Ekkert var fjær spámönnum
stjórnmálanna á þeim árum, en að
halda að hann mundi nokkurn
tíma setjast í stól forsæt.isráð-
i herra. Hann hafði eignazt of
marga fjandmenn. Og fleiri bætt-
ust stöðugt í þann hóp. Stöðug
varnaðarorð hans um hættuna af
Hitlersismanum lét allur fjöldinn
eins og vind um eyrun þjóta og
vildi heldur hlýða á orð, sem létu
mjúklegar í eyrum „Látið hann
skrifa söguna“, var sagt. „Það er
of hættulegt að láta hann eiga
þátt í framvindu hennar.“
Enn einu sinni heyrði Clemen-
tine hann kallaðan „hermangara"
af fólki, sem ekki hafði minnstu
hugmynd um þá harma, sem biðu
þess. Og það var á þeim árum,
sem hann var einn fárra manna,
sem sá og skildi, hvað var að ger-
ast. Rödd hans vav hrnnnn''anq i
| eyðimörkinni
Hún var meö hd :
hann fór til Central Ha
j ham í Lundúnum áriu *Ú31.
! Framíköllin við ræðu hans urðu
! að uppþoti í salnum. Hvarvetna
í í salnum var slegizt með hnúum
i og hnefum, um leið og ýmsir á-
heyrendur í salnum reyndu að
brjóta sér leið að ræðupúltinu, á
meðan hann talaði. í áheyrenda-
stúkunum áttu sér stað blóðug
slagsmál. Menn, sem slegnir voru
í rot, voru bornir út úr húsinu
til þess að þeir fengju jafnað sig.
j Þegar þjóðsöngurinn var sung-
jinn, neituðu margir að taka ofan
; höfuðfötin, svo að aðrir tóku þá
itil við að ná þeim af þeim með
j valdi.
Á meðan á öllum hamagang-
inum stóð, hlustaði Clementine á
Winston og athygli hennar beind-
ist óskert að honum, um leið og
hann sagði: „Ég minnist hinna
stórkostlegu veldisdaga Viktoríu
drottningar, er ég var ungur mað-
35
ur að árum. Ég var alinn upp á
veldistíma hennar og var viðstadd-
ur Demantshátíð hennar.
Sem ungur maður leiddi ég
augum vagn hennar umkringdan
fjölda konunga og þrinsa. Þá vor-
um við mikil þjóð og vorum í far-
arbroddi allra annarra þjóða
heims .. Við vorum voldugastir
á sviði iárnvinnslu, ullariðnaðar,
flutninga og verzlunar. Við höfð-
um öll yfirráð bæði á sjó og landi.
Við vorum öfundaðir og virtir af
öilum. Við vorum auðugir og fi’ið-
samir og vorum sjálfum okkur
nógir. Ég mundi vilja sjá ættjörð
okkar skipa þann sess, sem henni
ber. með réttu á meðal annarra
þjóða heimsins.
í dag er Trafalgar-dagurinn. Ég
vil minna ykkur á það, sem Pitt
sagði: England hefur bjargað sér
með áreynslu og erfiði og það
nun bjarga heiminum með því
fordæmi, sem það hefur gefið!“
Um árabil bitnaði á Clementine
og Winston reiði manna, sem
tölu hann aðeins stefna að því,
,.að upphefja sjálfan sig og krækja
í nógu há metorð“, og einnig
þeirra, sem sökuðu hann um, ,,að
tala af fagurgala og mýkt, til þess
að ná sér í ráðherrastól með þögn
inni“, þegar „hann linnti eitthyað
gagnrýninni og árásunum.“
Vinur hennar, Margot Asquith,
greifynja af Oxford og Asquith —
sem hafði lengi verið aðdáandi
Winstons — sagðist halda ráðleg-
ast fyrir Winston að hætta stjórn-
málavafstrinu.
„Hann er mesti stjórnmálasagn-
fræðingur, sem við höfum átt síð-
an Maculay leið, og það er sorg-
legt til þess að hugsa, að hann
skuli eyða tíma sínum í stjórn-
mál, þar sem stífni hans mun ætíð
koma í veg fyrir að hann geti orð-
ið góður leiðtogi ellegar aiður
40
leit við henni. -— En úr því að
þú ert hingað komin, þá væri ekki
úr vegi að spyrja þig eins. Þú
getur ósköp hæglega sagt mér að
skipta mér af því sem mér kemur
ekkert við. . . Hann brosti ertandi.
— Ég er viss um að þú vilt ekki
svara.
— Spurðu bara, samt sem áður
Nú, hvað er það?
— Hvað stóð í erfðaskrá Clives.
. . . . viðvíkjandi verksmiðjunni,
á ég við.
— Eg get svarað því. Ef Clive
dæi á undan mér og við ættum
ekkert barn, átti hans hlutur í
Berengerfyrirtækinu að renna aft-
ur til Simonar eftir dauða minn.
— Aha! sagði hann seinlega. !
Svo kinkaði hann kolli, eins og:
hann hefði búizt við einmitt þess- ;
um orðum. — Og þar af leiðandi, j
ef þú hefðir verið ákærð fyrir i
morðið á Clive, hefði lögfræðing- j
ur Simonar búið svo um hnútana, i
að hann fengi öll yfirráð yfir j
verksmiðjunni.
— Með . . öðrum orðum . . .
morðingi . . . getur ekki . . .
erft...
— Einmitt. Mér þykir leitt að
þurfa að tala um þetta Livvy,
en ég hef á tilfinningunni, að
lögreglan trúi þér . . . og þú
sért öruggari núna. Lögreglan
fylgist vel með því, sem gerist.
Og þar eð þeir eru farnir að trúa
, þér, þýðir það, að nú er það
einhver annar sem þeir gruna.
.— Ó, hvar endar þetta! hrópaði
hún mjóróma.
— Vertu kjörkuð stúlka, Livvy.
Lögreglan veitir þér einhverja
vernd, en þú verður að gæta þess
að vera ekki á ferli eftir að
dimma tekur.
— Hafðu engar áhyggjur. Eg
i ætla ekki að tefla í neina tvísýnu.
— Góð stúlka! Hann virtist ut-
"an við sig.
— Farðu til Adrienne og!Keith.
Ég ætla að skola af höndunum á
mér, svo kem ég líka.
Adrienne sat á litlum skemli
við hjólastól Keiths.
— Halló, þið þarna, hrópaði
Livvy.
Adrienne stökk á fætur.
— Ef þú ætlar að finna Maggie,
þá er hún ekki heima.
— Ég veit það. Ég var að tala
við Rorke. Hvernig líður Keith?
— Honum líður alveg ljómandi.
Hún stóð á milli Livvyar og hjóla-
stólsins eins og til að vernda
Keith.
— Eg sá ykkur úr glugganum
mínum og hélt kannski að eitt-
hvað væri að ....
— Eitthvað að? Hún endurtók
orðin,eins og hún skildi þau
ekki.
— í hreinskilni sagt, Livvy,
livað áttu við? Ég hef verið að
reyna að hjálpa Keith að hreyfa
fingurna.
Ég held að ef við hjálpumst
öll að . . Hún leit af Livvy.
— Hér kemur Rorke. Þú getur
tekið við núna, hrópaði hún til
hans. — Ég verð að fara. Hún
snerist á hæli og gekk óvenjulega
hratt yfir grasflötina.
Livvy sneri sér að Keith. Hún
brosti til hans . . . .en brosið dó
á vörum hennar, og hún hrópaði
skelfingu lostinn:
— Rorke! Fljótur! Sérðu augun
í Keith!
Ungi pilturinn starði galopnum
augum, og í þeim var svo ofsa-
leg hræðsla að Livvy hrökk við.
— Ilann hlýtur að vera veikur
— Hæ, gamli vinur, hvað er
að: Hofðu ekki svona á okkur,
þú ert hjá vinum þínum og nú
fer þér að batna. Þú þarft ekki
að óttast neitt, sagði Rorke sef-
andi og beygði sig yfir hann.
— Það hefur einhver hrætt
hann, sagði Livvy. — Adrienne
hefur sjálfsagt verið að reyna að
f SKUGGA ÓTTANS
KATHRINE TROY
róa hann, þegar ég sá þau út um
gluggann. En hvað . . Og svo
! þagnaði hún snögglega, því að
| sá hún Maggie koma fyrir blett-
■ inn til þeirra.
Jafnvel úr nokkuri fjarlægð j
: fann Livvy reiði Maggiear í sinn
! garð að sjá hana hjá Keith. Hún
í leit rannsakandi á þau og það var
i engu líkara en hún skynjaði að
! eitthvað væri að.
i — Hvað er það? Spurði hún
i stuttlega.
— Ekkert. Við vorum bara að
! tala við Keith, sagði Rorke rólega.
' En Maggie lét ekki leika á sig.
Hún beygði sig að Keith til aðj
tala við hann og sá þá augun í
piltinum.
— Guð minn góður, hvað hefur
komið fyrir hann? Hún sneri sér
eldsnöggt að þeim. — í guðs al-
máttugs bænum, hvað hafið þið
gert honum? Hann er viti sínu
fjær af hræðslu. Ef það ert þú
sem hefur gert það, Livvy . . .
Eg varaði þig við... ég bannað'i
þér að koma nálægt honum.
— Andártak. Rorke lagði hönd-
ina á öxl Maggie. — Livvy hefur
ekki hrætt Keith. En þú hefur
rétt fyrir þér, eitthvað eða ein-
hver hefur gert það. Hann var
alveg eðlilegur, þegar ég var hér
og það eru aðeins örfáar mínútur
síðan Livvy kom...................
— Það er nógu langur tími . .
til að gera hann svona.
— Hverjir fleiri hafa komið
hér?
— Mér sýndist ég sjá Martin
lögregluforingja í grenndinni,
sagði Rorke hugsi.
— Hvað var hann að vilja?
spurði Maggie hvasst.
— Hvemig ætti ég að vita það?
— Keith veit ekki, hver Martin
er, né hvers vegna hann kemur
hingað, sagði Maggie einbeitt.
— Það er bezt að þú hættir að
telja þér trú um, að hann lifi
í rósrauðum draumi, sagði Rorke
kuldalega. — Ég er viss um að
hann veit allt sem gerist og er
jafnskýr í hugsun og við hin,
hann getur bara ekki sagt okkur
hvað hann veit.
— En hvað getum við gert fyr-
ir Keith? sagði Maggie örvænt-
ingarfull. — Þetta tefur batann. .
það sögðu læknarnir . . .Hún
sneri sér cskureið að Livvy. —
hvers yegna þurftir þú endilega
að koma hingað ....?
— Ég hélt. . .
En Maggie vildi ekki hlusta á
hana.
— Viltu hypja þig strax — já,
á stundinni, hvæsti hún.
— Nei, sagði Rorke — það
vill hún ekki. Og hann greip þétt
um hönd Livvyar. — Þér skjátlast,
Maggie. Livvy hefur ekki hrætt
Keith. Einhver annar hlýtur að
hafa gert það. Ifann hugsaði sig
um. — Simon var hérna líka,
sagði hann loks.
— Keith hefur aldrei óttazt
hann.
— Það er ég ekki svo viss um.
Rorke horfði fast á Maggie.
— Kannski er hann ekki hrædd
ur við hann, en ég hef tekið
eftir því, að Simon er aldrei sér-
lega vingjarnlegur við hann. Jæja,
við skulum sjá. Svo kom Adrienne.
— Þau hafa alltaf verið góðir
vinir . . .
— Og svo voru ekki fleiri, sem
komu, sagði Rorke og sneri sér
að Liwy.
— Komdu nú, láttu Maggie
hugsa um Keith . . .
Hann sleppti ekki hönd Livvyar
fyrr en þau komu inn í stofuna.
Svo sagði hann strangur á svip:
— Bíddu hér.
— Það er tilgangslaust, Rorke.
Maggie þolir mig ekki!
Hann ýtti henni niður í stól.
— Vertu kyrr hér, sagði ég,
og reyndu ekki að andmæla.'
Hann gekk út aftur og af ein-
skærri forvitni sat Liwy kyrr.
Mínútu síðar kom hann aftur
inn og nú ásamt Maggie.
— Hér getum við talað saman,
án þess að Keith heyri til og nú
er bezt að fá einhvern botn í
þetta, Maggie. Hvers vegna er þér
í nöp við Livvy?
— Mér er ekki í nöp við hana.
Maggie leit þrjózkulega niður fyr-
ir sig.
— Ó, jú, og ég skal segja þér
hvers vegna. Þú hefur ekki fyrir-
gefið henni, það sem kom fyrir
Keith, er það ekki rétt til getið?
— Það er langt síðan ....
— Ekki í þínum augum,. . . .
þú kvelur þig sí og æ með því
að hugsa um það, það eitrar líf
þitt . . .
— Ég vil ekki tala um það . .
— Þú skalt nú samt gera það,
TÍMINN, laugardaginn 14. marz 1964 —