Tíminn - 14.03.1964, Page 16
Laugardagur 14. marz 1964
62. tbl. \ 48. árg.
ÖRIH Á MYNDINNI hér að neðan bendir á væntanlegan miðdepi! viðburðar
ársins hér á íslandi. þegar íslendíngar fá að kynnast af eigin raun stórkost-
legri tækni nútímans. Víkurbúum verður væntanlega tiðförult austur að
Múlakvísl í júlímánuði, en þeir þurfa ekkert að óttast, rannsóknir Frakk-
anna munu ekki hafa neína hættu í för með sér fyrir nálægar byggðir. —
íslendingar fá aðeins ánægjuna af þvi að verða vitni að þessum viðburðum.
Myndina hér að ofan tók Kári Jónasson ofan af Reynisfjalli. HjörleifshöfSi er í fjarska á mlSri mynd og Kötlutangi lengst til hægri. Orln bendir á
staðinn, rétt austan Múlakvíslar, þar sem frönsku vísindamennirnir ætla, samkvæmt siðustu áætlun, að hafa aðalbækistöð sína við rannsóknirnar.
Myndin hér til hliðar er af Centaur-eldflaug, sem er svo tll alveg elns að gerð og Dragon-eldflaugarnar, sem munu hefja sig til lofts af Mýr-
dalssandi einhvern júlídaginn { sumar.
Eldflaugum skotið
frá Mýrdalssandi
KH-Reykjavík, 13. marz
Einhvern daginn í sumar, á thnabilinu frá 8. til 20. júlí, verSur
þjóðveginum austan við Vík í Mýrdal lokað fyrir allri umferð, skip
og bátar á allbreiðu svæði u. þ. b. 400 km suður á haf fá aðvörun
um að halda sig utan við, og flugvélar á leið yfir N-Atlantshafið fá
aðvörun um, að eldflaugarskot sé í vændum frá Mýrdalssandi, u.
þ. b. 7 km fyrir austan Vík í Mýrdal. Einhvern þessara daga, í heið-
skíru veðri, senda franskir vísindamenn upp eldflaug af Dragon-
gerð frá Mýrdalssandi til þess að rannsaka geislabelti, nefnt Van
Allen-beltið, sem er í sambandi við norðurljósabeltið og því hvað næst
okkur hér á íslandi. Þessar rannsóknir geta haft rnikið gildi í sam-
bandi við mannaðar geimferðir framtíðarinnar.
ir tugir tonna á þyngd. sem nærri flaugunum skotið mjög bratt upp,
Dr. Þorsteinn Sæmundsson,
stjarnfræðingur, skýrði blaðinu
frá aðalatriðunum í sambandi við
þennan merka atburð, sem mun
eiga sér stað á Mýrdalssandi í
sumar.
Rannsóknir þær, sem um er aö
ræða, eru gerðar af loftrannsókna
deild Centre National de !a
Recherche Scientifique í París.
Yfirumsjón með þeim er í hönd
um prófessörs Blamont, sem hing
að kom á s. 1. ári til þess að athuga
aðstæður hér með tilliti til þess-
ara rannsókna. Rannsóknarráð rií
isins fckk síðan skriflega umsókn
frá rannsóknarstofnuninni seint á
s 1. ári, og hefur það nú veitt
leyfi til rannsóknanna í samráði
við íslenzk yfirvöld.
Undanfarna daga hafa dvalizí
hér tveir menn á vegum stofnunar
j innar, Le Fevre, verkfræðingur, og
Mozer, geimvísindamaður, til þe?s
að gera nánari áætlanir um fram
kvæmd rannsóknanna Þeir fóru
utan í morgun, og verður ekki um
fieiri íslandsferðir Frakkanna uó
ræða, fyrr en seint í júní eða
snemma í júlí, þegar þeir koma.
sennilega um 20 manns, með allt
sitt ,,hafurtask“, sem verður mare
má geta
Þegar frönsku vísindamennirnir
voru hér að kanna aðstæður til
rannsóknanna, var farið með pá
rneðfram allri suðurströndinni
austur að Kirkjubæjarklaustri, og
eftir þá athugun varð Mýrdals
sandur fyrir valinu- Bækistöð vís-
indamannanna verður u- þ. b. 7
km fyrir austan Vík rétt við þjóo-
veginn austan við Múlakvísl, sa;r.
kvæmt síðustu áætlun, en hún
getur átt eftir að breytast. Þar
munu þeir reisa radarstöð og
skýli, en um miklar byggingai
verður naumast að ræða og engar
varanlegar, sem eftir standa.
Áætlað er að skjóta tveimur eld
fiaugum frá Mýrdalssandi. Þær
verða af Dragon-gerð, sem Frakk
ar smíða sjálfir, meðalslórav
tveggja þrepa eldflaugar, um 7
metrar á lengd, sem draga u. þ. b.
500 km út í geyminn. Þær eru
búnar margvíslegum rannsóknar
tækjum, sem vega alls um 45 kg.
og senda radíómerki til jarðar
scm unnið verður úr þar. Sarn-
kvæmt síðuslu áætlun verð.m
miðað er við, að þær nái upp fyr-
ir 400 km, og þær munu lenda
um 300 km suður í hafi. Engar
ráðstafanir verða gerðar til að ná
þeim aftur upp úr sjónum, upp-
lýsingar frá vísindamennirnir all-
ar með merkjasendingum.
Van Allen-beltið er geislabelti
umhverfis jörðu, sem fyrst upp-
götvaðist árið 1958, þegar fyrst.u
bandarísku Explorer-flaugarnar
voru sendar upp. Þó iná vera
að Rússar hafi orðið þess varir
áður. Beltið er nefnt eftir banda
riska vísindamaninum Van Allen
scm mikið hefur unnið að rani
sóknum á því. Van AUen-beltið
ei myndað úr hraðfara rafögnum,
það er nærri norðurljósabeltinu og
í sambandi við það og því hvað
næst okkur hér á íslandi. Ytra
beltið, sem rannsóknir frönsku
visindamannanan beinast að, er 2
—3 jarðradiar frá miðbaug jarðar.
Þetta belti hefur ekki þýðingu i
sambandi við veðurfar, en getur
haft mikið gildi í sambandi við
mannaðar geimferðir- Rannsókn-
Framh á bls. 15
• -i !í' *' •
:
IliiifiH
HPIi!
.
'
jiil!l.......
;
1
RUBY TALINN FLOGAVEIKUR
NTB-Dallas, 13. marz.
HINN heimsfrægi heilasérfræð-
ingur dr. Frederick Gibbs sagði
í réttinum i dag, að næturklúbbs-
eigandinn Jack Ruby, sá, sem drap
Lee H. Oswald, þjáðist af mjög
sjaldgæfu afbrigði af flogaveiki.
Dr. Gibbs, sem er 61 árs ifamall,
er, að því er verjandi Rubys, Mel-
vyn Belli, sagði, einn af höfundum
heilarafritunar, sem er aðferö við
rafbylgjumælingar á heilanum. —
Gibbs sagði, að hann hefði ásamt
nokkrum öðruin sérfræðingum, —
gert fyrstu tilraunina til þess að
mæla heilabylgjur þegar hann, var
við Harvard-háskólann árið 1932.
Þessi heilabylgjumælingaraðferð
felst í því að mæla rafbylgjur
þær, sem heilinn setui' af stað,
og mælingarnar geta gefið mjög
mikilvægar uppiýsingar um heila-
starfsemi mannsins.
Dr. Gibbs sagði, að mælingar
hans á Ruby hafi sýnt, að hann
þjáðist af vissri tegund flogaveiki.
sem er mjög sjaldgæf. Sjúkdómur
inn lýsir sér ekki ' þeim venju-
legu föllum. sem flogaveikissjúki-
ingar verða venjulega fyrir, og
Gibbs sagði, að einungis um hálft
prósent af flogaveikissjúklingum
hefðu sama afbrigði og Ruby.
Hinn frægi heilasérfræðingur
hafði í fyrstu neitað að bera vitni
í réttinum, en eftir að verjandinn
hafði lagt skoðun hans fram í rétt-
inum og ákæruvaldið ráðist harka-
lega á hana, fékkst hann til þess
aö mæta sem vitni. Hann vildi
ekki segja neitt um það, hvort
Ruby hefði vitað mun á réttu og
röngu á því augnabliki, sem hann
skaut Lee Oswald.
í kvöld átti dómarinn, Joe
Brown, að lesa ákæruna fyrir kvið
dóminn, og siðan hefjast lokaer-
indi verjanda og ákæruvaldsins.
Sjónvarpað verður úr réttarsaln
Framhald á 15. síðu.