Tíminn - 21.03.1964, Qupperneq 2
I HHOT-
FOSTUDAGUR, 20. marz.
NTB-Phnompenh. — Könn-
unarflugvél frá S.-Vietnam var
í dag skotin niöur yfir Kam-
bodsíju. Herlið S.-Vietnam
geröi samtímis árás á bæinn
Chantrea í Kambodsíju og lét-
ust 16, en 14 særöust.
NTB-Point A'Pitre. — Da
Gaulle, forseti Frakklands,
sagfSI í dag, a3 þjóðir heimsins
lltu á Frakkland sem hina
miklu von mannkynsins.
NTB-Frankfurt. — SS-liðsfor
ingi skaut upp í munninn á lít-
illi Gyðingastúlku fyrir framan
hundruð fanga, sem héldu, að
hann ætlaði að gefa henni
súkkulaði — sagði eitt vitni í
Auschwitzréttarhöldunum í
dag.
NTB-Calcutta. — 28 mem
létu lífið og 59 særðust í hörku
bardögum milli Hindúa og Mú-
hammeðstrúarmanna í ríkiriu
Orissa í Indlandi í dag. Herlið
varð- að koma lögreglunni tii
hjálpar til þess að skakka leik-
inn.
NTB-Vín. — Albanía vísaði
ungverskum sendiráðsstarfs-
manni í Tirana úr landi vegria
þess, að Ungverjar höfðu vísað
albönskum sendiráðsstarfs-
manni úr landi fyrir nokkru.
NTB-Budapest. — Tveir hátt-
settir embættismenn í Páía-
garði hafa rætt við ungverska
ráðamenn um hugsanlega lausn
Mindszentymálsins.
NTB-Geneve- — Allsherjar-
þing Alþjóðlegu heilbrlgðis-
málastofnunarinnar lauk í dag
fundi sínum í Geneve eftir að
hafa samþykkt áætlun lim yfir
yfir 1.000 heilsufræðilegar
framkvæmdir,
NTB-New York. — U Thant,
framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, kom í dag til Geneve
til þess að setja SÞ-ráðstefn-
una um verzlunar- og þróunar
mál.
NTB-Luxemburg. — Jean
stórhertogi, sonur Charlotte af
Luxemburg, mun taka við em-
bætti hennar sem þjóðhöfðingi
landsins einhvern tíma í haust.
NTB-Lagos. — Sir Alec Dou-
glas-Home, forsætisráðherra
Breta, sagði í Nígeríu í dag,
að hugtakið „nýlenduveldi“
væri, hvað Bretum viðvíkur,
löngu dautt.
NTB-Bergen. — Aflamagniö
á vetrarvertíðinni í Noregi er
nú komið upp í rúmlega
2.542.000 hl.
NTB-Cardiff. — Sex manna
fjölskylda fannst í morgun
myrt í litlu húsi í Suður-Wales.
NTB-Dallas. — Lögfræðingar
Jack Rubys lögðu í dag frasn
ósk um, að hafin verði ný rétt-
arhöld gegn honurn- Segja þei<-,
að verjandi Rubys hafi gert
margar vitleysur í réttarhöld-
unum, sem enduðu með dauða-
dómi.
Siðvæðingisi deiSir á kynferðisfræðsBu í danska skólasjónvarpinu
„SIDFERÐISLEG UPPLAUSN"!
NTB-Kaupmannahöfn, 20. marz.
DANSKA skólasjónvarpið sendi
í dag út 25 mínútna þátt um kyi:-
ferðisfræðslu fyrir unglinga á aldr
inum 14—16 ára og nefndist han:i
„Þú og hitt kynið". Þátturinn
vakti fyrirfram mikla athygli
vegna þess að 80 manna hópur
krafðist þess, að þátturinn yrði
ekki sendur. Kröfu þeirra, sem
margir eru Siðgæðismenn, var vís
að frá, og mun þátturinn ekki hafa
vakið almennt hneyksli heldur
telja flestir, að hér sé um mjóg
gagnlega fræðslu að ræða.
Þættinum, sem tók 25 mínútur
var stjórnað af lækninum HenriK
Hoffmeyer, sem er 47 ára gamall.
Hann hefur verið kallaður „maður
inn, sem veit mikið um vesaldóm-
inn“, og það er einmitt vegna
kynna hans af þeim vesaldóm, sem
íáfræði og mistök í kynferðismái-
um valda, að hann hefur tekið að
Stofnað íélag sjón-
varpsáhugamanna
sér þennan þátt, en Hoffmeyer er
nú yfirlæknir hjá dönsku Mæðra
hjálpinni.
Hoffmeyer gerði grein fyrir
hinni kynferðislegu þróun ungl-
ingsins og sjálfsfróun, bæði með-
al drengja og stúlkna, ræddi um
minnimáttarkennd og einmana-
leika unglinganna og síðan var
skorað á drengina að hugsa um,
hversu erfitt það getur orðið fyr-
ir þá, og þó sérstaklega stúlkurn-
ar, ef þau myndu eignast barn. —
Voru í því sambandi sýndar mynd-
ir af 16 ára móður og barnsföðurn-
um, sem einnig var 16 ára gamall
og ekki ennþá búinn með mennta-
skólanám sitt. Að lokum var þátt-
ur um getnaðarverjur og notkun
þeirra.
Þátturinn hafði vakið niikla at-
hygli, vegna þess, að 80 menn
kröfðust þess, að hann yrði ekki
sýndur. Meðal þessara 80 voru 7—
8 prestar, 3—4 læknar og mikill
fjöldi kennara. Aðalhvataniaðurinu
var Asger Höjlund, sóknarprestur
í Kaupmannahöfn, og í viðtali við
kvöldblaðið BT rökstyður liann
kröfu sína með þessum orðum: —
„Siðferðilegum verðmætum okk-
er er ógnað, ábyrgðartilfinning
Framhald á 15. síSu.
Ákveðið hefur verið að efna til
stofnunar Félags sjónvarpsáhuga-
manna, og hefur stofnfundur ver-
ið boðaður í Sigtúni (Sjálfstæðis-
húsinu) á morgun, sunnudag kl.
4 e.h. Tilefni félagsstofnunar þess
arar eru umræður, sem að undan-
förnu hafa orðið um sjónvarps-
mál á íslandi yfirleitt, og áskor-
un 60 þjóðkunnra manna til Al-
þingis, um að það hlutist til um
að lokað verði fyrir sjónvarpið
frá Keflavík.
Undirbúningsnefnd hefur starf-
að nú í vikunni og gert frumdrög
að lögum fyrir félagið, sem gera
ráð fyrir því, að stuðlað sé að
inu geti orðið allir þeir íslerid-
ingar, sem hafa áhuga á að fá not-
ið sjónvarps.
Lagauppkastið gerir eindregið
ÁREKSTUR ilNDIR
INGÓLFSFJALLI |
KJ-Reykjavík, 20 marz.
í gær um kl. þrjú, varð harð-j
ur árekstur undir Ingólfsfjalli á
móts við heimkeyrsluna að Þóru-
stöðum. Rákust þarna saman af
miklu afli Austin Gipsy landbún-
aðarbíll og Volvo langferðabíll,
sem var á leið til Reykjavíkur.
Fór hann á hvolf utan vegarins;
og skemmdist mikið. Ekki urðu.
slys á mönnum.
ráð fyrir því, að stuðlað sé að
stofnun íslenzks sjónvarps hið
fyrsta, og að þeir, sem vilja, geti
notið þeirra sjónvarpssendinga,
sem íslendingum er kleift að ná
til og tækni leyfir á hverjum tíma.
Vonast undirbúningsnefndin
fastlega til þess að þeir, sem á-
huga hafa á og hlynntir eru sjón-
varpi, fjölmenni á stofnfund fé-
lagsins kl. 4 e.h. á sunnudag, en
vísar að öðru leyti til auglýsinga
í dagblöðum og útvarpi. — (Frá
j undirbúningsnefnd 'félags áhuga-
manna um sjónvarp).
BEHAN
LÁTINN
NTB-Dublin, 20. marz
Hinn 41 árs gamli írski
rithöfundur Brcndan Behan
lézt í kvöld kl. 20,40 að ís-
ienzkum tíma. Hann hafði
legið meðvitundarlaus í
marga sólarhringa, en hann
þjáðist af sykursýki og lifra
sjúkdómi.
Wislok fyllist afsjé
FRAMKVÆMDIR við björgun
pólska tog'arans Wisloks hafa nú
legið niðri í þrjá daga. f morgun
fóru þeir svo austur, fulltrúi
pólska björgunarfélagsins og
Bergur Lárusson, og eru þar á-
samt 10 mönnum. Ekkert hefur
samt verið gert í dag.
Tíminn talaði í dag við Jón Ein-
arsson, bónda á Bakka, og sagði
hann, að togarinn væri orðinn full
ur af sjó að aftan. Hann hefði
líka runnið út í sjóinn, en sami
halli væri á honutn og áður. Menn-
ir.a 10 kvað hann hafa vappað i
sandinum í dag, en ekki aðhafzt
neitt sérstakt. Líklega mundu eia
Alþingi frestað
TK-Reykjavík, 20. marz. . að enn er alllangt eftir af þing-
haldinu, því fjöldi stórmála, sem
í dag var fundum Alþingis frest boðað hefur verið, að lögð muni
að fram yfir páska eða til 1. apríl verða fyrir þetta þing, hafa enn
næstkomandi. Fyrirsjáaníegt er, | ekki verið lögð fram.
hverjar framkvæmdir hefjast á
morgun. Gera má ráð fyrir, að
togarinn sé orðinn þó dálítið
skemmdur af sjóganginum.
ANDRÉS ODDSTAD
YNGRILÁTINN
VG-Reykjavík, 20. marz.
Á forsíðu síðasta tölublaðs
Lögberg — Heimskringla, er sagt
frá því, að íslendingurinn Andrés
Oddstad hafi látizt í bílslysi í
San Francisco. Hann var sonur
Andrésar Oddstad eldri. Andrés
yngri var byggingameistari og var
stórtækur á því sviði. Hann var
systursonur Borgfirðinganna er
reistu Stonesons Town, sem er
hluti af San Fransisco. Félag það,
sem Andrés stjórnaði, hafði í
hyggju að reisa 2500 heimilishús
á næstu árum Andrés var höfð-
ingi heima að sækja, og er mikill
skaði að fráfalli hans í blóma lífs-
ins.
Athugasemd um sjónvarpsfundinn
S.l. miðvikudagskvöld sneri for-
maður Stúdentafélags Reykjavík-
ur, Gunnar Schram, ritstjóri Vís-
is, sér til mín og fór þess á leit
við mig sem einn þeirra, er undir-
rituðu áskorun 60-menninganna
um sjónvarpsmálið, að ég yrði ann
ar frummælandi á fundi félagsins
n.k. laugardag og yrði umræðu-
efnið auglýst „íslenzkt sjónvarp".
Eg taldi það heiti fundarefnis með
öllu óeðlilegt, þar sem leitað.væri
til mín sem undirskrifanda fyrr-
nefndrar áskorunar og til fund-
arins augljóslega boðað af tilefni
hennar. í fyrsta lagi fer því alls
fjarri, að í áskoruninni sé lagzt
gegn íslenzku sjónvarpi, þó að
staðhæft hafi verið í sumum blaða
skrifum. Þess vegna væri það vill
andi að láta einn undirskriftar-
manna og útvarpsstjóra, formæl-
anda íslenzks sjónvarps, leiða sam
an hesta sína eins og deiluaðilja
í umræðum um efnið „íslenzkt
sjónvarp". Og í öðru lagi væri það
algerlega óviðunandi fyrir þann,
er ræða vildi hið erlenda herstöðv
arsjónvarp á íslandi, sem fjallað
er um í áskoruninni og er nú af
því tilefni á allra vörum, að þurfa
að biðjast afsökunar á því, að
hann færi út fyrir ramma fundar-
efnisins, enda þótt formaður se^ð-
ist fyrir sitt leyti mundu gefa kost
á því, að það mál yrði einnig rætt.
Af þessum sökum lagði ég til, að
fundarefni yrði auglýst „Sjónvarp
á íslandi1, „Sjónvarpsmálið" eða
öðru áþekku heiti og væri ég þá
fús til að hafa um það framsögu.
Þegar formaður tjáði mér í öðru
samtali stuttu síðar, að hinu fyrr-
nefnda heiti umræðuefnis yrði alls
ekki breytt, neitaði ég að taka að
mér framsögu á fundinum, enda
mun ég ekki hafa af honum önnur
afskipti. Er mér kunnugt um, að
formaður Stúdentafélags Reykja-
víkur leitaði til a. m. k. eins ann-
ars undirskriftarmanns í sömu er-
indum og fékk afsvar á sömu for-
sendu.
Að lokum skal tekið fram, að
undirritaður er hvenær sem er
þess albúinn að eiga orðaskipti um
sjónvarpsmálið, ef á eðlilegan og
hlutlausan hátt yrði til stofnað.
Reykjavík, 20. marz 1964.
Þórhaliur Vilmundarson
ATHUGASEMD
— viS grein Jóns M. Kjerúlf:
„Hvað heyri ég".
Ofannefnd grein birtist í Tím-
anum 6. marz s. 1. Þar ræðst J.
M. Kjerúlf harkalega á Samband
austfirzkra kvenna út af orðsend-
ingu sem lesin var í Ríkisútvarpið.
Orðsendingu þessari var beint til
austfirzkra mæðra og húsmæðra
og voru það tilmæli um að þær
stæðu vel á verði gegn því að
unglingar innan 16 ára aldurs yrðu
skráðir í pólitísk flokksfélög.
Framsóknarmenn á Austurlandi
virðast álíta að þessari orðsend-
ing sé eingöngu beint. gegn þeim,
enda þótt talað sé um pólitísk
flokksfélög, en ekki fl-okksfélag.
Viðkvæmni þeirra í þessu máii
ber ótvíræðan vott um sektarmeð
vitund.
Það sem ég vil taka fram fyrir
hönd stjórnar Sambands aust-
firzkra kvenna er, að vér teljum
ekki réttmætt að óviðkomandi að
iiar ráðist inn fyrir vé heimilanna
og hertaki unglingana meðan þeir
eru enn undir fullum umráðarétti
fcreldranna og skólanna.
! Þessir tveir aðilar eiga að
vinna saman og auka virðing og
tiltrú hvor annars. Skapa traust
an grundvöll handa unga fólkinu
að byggja á er það kemst yfir hið
umtalaða aldurstakmark, 16 ár.
Fyrir imig persónulega, og seni
formaður Sambands austfirzkra
! kvenna, vii ég segja þetta. Eg
! tel mig hafa fullan rétt og jafr-
j framt skyldur til að ræða öll þau
; mál sem heimilin varða og gera
! þær ráðstafanir í samráði við
aðra stjórnarmeðlimi sem oss
jfinnst þörf á hverju sinni.
Skráning 14 ára unglinga í
| f.'okksfélag ungra Framsóknar-
j n:anna á Fljótsdalshéraði mun
: algert nýmæli hér um slóðir. Sé
i þessi regla viðtekin víðar um
Austurland, tel ég að varnaðarorð
Sambands austfirzkra kvenna séu
orð í tíma töluð.
Eg geng þess ekki dulin að eigi
muni langt um liðið þar til aðrir
pólitískir flokkar taka upp sömu
renjur og það verður hefð að
aJlir 14 ára unglingar verði skráð-
ii í pólitísk flokksfélög. Þá verða
unglingarnir nokkurs konar bit-
bein flokkanna.
Þetta er hin rammasta öfugþró-
un, sem ég mun berjast á móti án
tillits til allra pólitískra flokka. Eg
tel mér bað skylt vegna góðs mál-
efnis og einkum vegna trúnaðar-
stöðu minnar innan kvenfélaga-
samtakanna á Austurlandi. r
Önnur atriði ’ áðurnefndri grein
Jóns M. Kjerúlf leiði ég hjá mér-
Tel orðbragð hans og getsakir ekki
umræðuyerðar. Þeir sem lesið
hafa umrædda grein, geta sjálfv
um það dæmt hvort slíkur rit-
háttur telst vera ungmennunum
tiJ fyrirmyndar eða almennt til
menningarauka,
Læt ég svo málið útrætt á þess-
um vettvangi.
Sigríður Fanney Jónsdóttir.
T I M I N N, laugardagur 21. marz 1964. —
‘ /