Tíminn - 21.03.1964, Page 5
RITSTJORI HALLUR SÍMONARSON
Nýr
landsmóti í handbo
-- Furðulegur dómur kveðinn upp í kærumáli FH, sem orsakar, að
FRAM OG FH VERDA AÐ LEIKA AÐ NÝJU!!
í gærdag var kveðinn upp dómur hjá dómstóli Hand-
knattleiksráðs Reykjavíkur í máli því, sem FH höfðaði
vegna leiks FH og Fram í 1. deild í síðasta mánuði,
en sem kunnugt er, vann Fram lexkinn með eins marks
mun. FH kærði leikinn á þeim fors.endum, að það
væri DÓMARI en ekki TÍMAVÖRÐUR, sem ætti að
flauta leik af, en nokkur ágreiningur varð um mark,
sem FH skoraði eftir að tímavörður hafði flautað leik-
inn af, en það merki heyrði dómari eða leikmenn ekki
strax vegna hávaða áhorfenda.
Dómur sá, sem dómstóll
HKRR kvað upp í gær í
máli þessu, er einn sá furðu
legasti, sem um getur í ís-
lenzkri íþróttasögu, en
hann er á þá leið, að leik-
urinn skuli leikinn að nýju.
Er dómurinn kveðinn
upp þrátt fyrir, að dómstóll
inn viðurkenni, að það sé
tímavörður, sem eigi að
gefa merki í leikslok; þrátt
fyrir, að dómari beri það
fyrir rétti, að knötturinn
hafi ekki verið í leik, þeg-
ar FH skoraði liið umdeilda
mark og jafnvel þrátt fyrir,
að dómstóllinn viðurkenni,
eftir að hafa þlustað á seg-
ulbandslýsingu frá leikn-
um, að leiknum hafi verið
lokið, þegar FH skoraði
markið.
Það hníga sem sé öll rök
að því, að kæfa FH í þessu
máli sé forsendulaus. En
samt er þessi furðulegi
dómur kveðinn upp. Og
þetta verður jafnvel enn þá
furðulegra, þegar litið er
á, að kæra FH snýst ein-
göngu um það hvort það
sé dómari eða tímavörður,
sem eigi að flauta leik af.
Og um það atriði eru allir
aðilar sammála, það er
tímavörður sem gefur
merki í leikslok.
Hvað liggur eiginlega á
bak við þennan furðulega
úrskurð dómstólsins, sem
er greinilega í æpandi mót-
sögn við lögin.
Eftir því sem undirritað-
ur hefur kynnt sér í sam-
bandi við þetta mál, mun
það vera tilgangur þeirra,
sem í dómstól HKRR sitja,
að hnekkja á tímaverði
leiksins og dómara með úr
skurðinum. Með öðrum orð
um, hanh á að vera dóm-
urum og tímavörðum víti
til varnaðar í framtíðinni.
Yfirsjón tímavarðar í þess-
um íeik var sú, að hann
stóð uppi á áhorfendapöll-
um með flautu sína og gaf
merkið þaðan. Yfirsjón
dómarans var, að gera ekki
ráðstafanir til að hafa tíma
vörðinn við hliðarlínu.
Hér skeður því það sem
með eindæmum má telja.
— Framliðið, sem vinnur
sinn leik í heiðarlegri bar-
áttu, verður saklaust þol-
andi í þessu leiðinlega máli
— en ekki tímavörður eða
dómari. Hitt er svo önnur
saga, að yfirsjón tímavarð-
ar og dómara er að minni
hyggju smávægileg. Það
voru áhorfendur, sem
komu í veg fyrir, að merki
tímavarðar heyrðist. Reynd
ar stóð hann ekki það langt
frá hliðarlínu, að það
breytti nokkru.
Fram mun að öllum lík-
indum áfrýja þessum úr-
skurði dómstóls HKRR —
og er það ekki nema skiljan
legt. — alf.
ÞEIR VERJA TITIL slnn á móí-
inu, svelt Þóris SigurSssonar. —
Frá vinstri: Hallur Símonarson,
Símon Símonarson, Eggert Benó-
nýsson, Þórlr Sigurðsson, Þorgelr
Sigurðsson og Stefán Guðjohti-
Fjórtánda fslandsmótið
í BRIDGE hefst í dag
Alf-Reykjavík, 20. marz
íslandsmótið í bridge hefst í Sjómannaskólanum í
dag. Þetta verður fjórtánda íslandsmótið í hridge og cr
þátttaka góð, eru 102 keppendur í sveitakeppni og 112
í parakeppni, en keppt er í meistaraflokki og 1. flokki.
Ráðgert er, að mótið standi yfir frá 21. marz til 30.
marz og verða tvær fyrstu umferðirnar spilaðar í Sjó-
mannaskólanum, en hinar í Khíbbnum og þar verður
haldið lckahóf og mótinu slitið annan í páskum.
í sveitakeppni meistaraflokks
að þessu sinni verða sjö sveitir,
sveit Þóris Sigurðssonar, nú-
verandi íslandsmeistari, sveit
Agnars Jörgenssonar, sveit
Benedikts Jóhannessonar, sveit
Gísla Sigurðssonar, sveit Mika-
els Jónssonar, sveit Ólafs Þor-
steinssonar og sveit Einars Þor
finnssonar. sem varð Reykja-
víkurmeistari nú nýverið og
sigraði þá m. a. sveit Þóris.
f 1. flokki verða tíu sveitir
og fá tvœr efstu sveitirnar rétt
til þátttöku í meistaraflokki
næsta ár.
Dagskráin tvo fyrstu daga
mótsins lítur þannig út:
Sjómannaskólinn klukkan 14,
laugardagur 21. marz.
Meistaraflokkur, 1. umfcrð,
1. og 2. lota.
Einar—Mikae)
Benedikt—Þórú
Ólafur—Agnai
Gísli situr yfir.
Klukkan 20 verður svo spil.
uð 3. lota 1. umferðar.
Sunnudagur klukkan 14,
meistaraflokkur, 2, umferð, 1.
og 2. lota:
Þórir—Ólafur
Mikael—Benedikt
Gísli—Einar
Agnar situr yfir.
Klukkan 20 verður spiluð 3.
lota 2. umferðar.
Dagskrá 1. flokks tvo fyrstu
daga mótsins iítur þannig út:
Laugardagur klukkan 14, 1.
umferð:
Kári—Ragnar
Ólafur—Gunnar
Framhald á 15. síðu.
Svíþjóó vann ísland
í Poíar-Sup í gær
Norðurlandamótið í körfu-
knattleik (Polar-Cup) hófst f
Helsinki í gærdag. íslending-
ar mættu Svíum í fyrsta leik
og töpuðu með sex stiga mun,
59:65. Leikurinn var allan
tímann æsispennandi og jafn
og verður frammistaða ís-
lenzka landsliðsins að teljast
allgóð, en sem kunnugt er,
urðu mikil forföll í liðinu
skömmu áður en farið var í
keppnina, sem veikti liðið til
muna.
Sem fyrr segir var leikurinn
allan tímann mjög jafn og í hálf-
leik skildu einungis tvö stig á
milli, 25:23, fyrir Svía. Síðari hálf
leikur var einnig mjög jafn, en
góður endasprettur hinna há-
vöxnu Svía tryggði þeim sex stiga
sigur, 65:59.
Þá mættu Finnar Dönum og
unnu mikinn yfirburðasigur, 105:
40. í hálfleik var staðan 63:15.
í dag leikur íslenzka landsliðið
gegn Dönum og er almennt búizt
við íslenzkum sigri, en danska lið
ið stóð sig mjög illa gegn Finn-
um. Bezt er þó að spá varlega, því
allt getur skeð í körfuknattleik,
sem öðru.
Síðasti leikur íslenzka liðsins
verður svo á sunnudag gegn Finn-
um, sem eru sigurstranglegastir í
mótinu.
Fréttamenn' Tímans í Helsinki,
Gunnar Gunnarsson og Guðjón
Magnússon, munu senda fréttir
heim af leikjunum eftir helgina
og mun umsögn birtast í þriðju-
dagsblaðinu.
Nýtt met
Guðmundar
Guðmundur Gíslason, ÍR, setti
nýtt íslandsmet í 100 metra flug-
sundi á Ægissundmótinu, sem
fram fór í Sundhöllinni í fyrra-
kvöld. Guðmundur syntf vegalengd
ina á 1:03,8 mín., en gamla metið,
sem Guðmundur átti sjálfur og
setti í fyrra, var 1:04,7 mín. Hinn
bráðefnilegi 16 ára sundmaður frá
Keflavík, Davíð Valgarðsson, sæk
ir sig stöðugt og má segja, að
Guðmundur Gíslason sé ekki leng
ur einvaldur í karlagreinum. —
Davíð sigraði Guðmund í 200 m.
skriðsundi á 2:09,2 mín. og er
hann farinn að liöggva nærri hinu
þriggja ára gamla íslandsmrti Guð
mundar í þessari grein, sein er
2:08,6.
Eins og á sundmótum fyrr í vet-
ur, settu unglingar mikinn svip á
mótið í fyrrakvöld. Elrki var mik-
Framhald á 15. síðu.
T í M I N N, laugardagur 21. marz 1964. —