Tíminn - 21.03.1964, Síða 7

Tíminn - 21.03.1964, Síða 7
I ?p <£• tmnM Útgefsnoi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjómarskrifstofur f Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7 Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523 Aðrar skrifstoíur, sími 18300 Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan. lands. f lausksölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f — Rógur stjórnarblað" anna nm iaunastéttir í stjórnarblöðunum er nú haldið uppi ákaft þeim áróðri, að verðbólgan sé verk launastéttanna. Þær hafi knúið fram óþarfar og ótímabærar kauphækkanir á und- anförnum árum. Hvað segja svo staðreyndirnar á þessu máli? Þegar „viðreisnarstefnan" kom til sögunnar í febrúar 1960, var framfærsluvísitalan 101 stig. Ríkisstjórnin bað þá um hlé eða á meðan ,,viðreisnin“ væri að sýna sig, enda myndi hún ekki hækka vísitöluna nema um 3 stig. Launastéttirnar ftrðu við þessari ósk og biðu í 15 mán- uði. Þá hafði v itala vöru og þjónustu hækkað um 17 stig, ári þess að nokkur kauphækkun hefði átt sér stað, en það þýddi að ársútgjöld meðalfjölskyldu höfðu aukizt um 8.400 kr. Þá fyrst kröfðust launastéttirnar bóta og knúðu fram kauphækkun, er hækkaði árskaup Dagsbrún- armanns um 4.900 kr.. miðað við 8 klst. vinnudag. Ríkisstjórnin svaraði þessari kauphækkun með gengisfellingu sumarið 1961. Á tímabilinu júní 1961 — júní 1962 hækkaði vísitalan því um 15 stig eða sem svar- aði 7.300 kr. hækkun á ársútgjöldum meðalfjölskyldu. Þá var samið um kauphækkun, er hækkaði árskaup Dagsbrúnarmanns um 4.900 krónur Á tímabilinu júní 1962 — ianúar 1963 hækkaði vísi- talan um 12 stig eða sem svaraði 5.800 kr. hækkun á árs- útgjöldum meðalfjölskyldu. í janúar 1963 varð sam- komulag um kauphækkun, sem svaraði 3000 kr. hækkun á árskaupi Dagsbrúnarverkamanns. Á tímabilinu janúar 1963 — júní 1963 hækkaði vísi- talan um 4 stig eða sem svaraði 1900 kr. hækkun á árs- útgjöldum meðalfjölskyldu. í júní 1963 hækkaði kaupið sem svaraði 4.700 kr. hækkun á árskaupi Dagsbrúnar- verkamanns. Á tímabilinu júní 1963 — desember 1963 hækkaði vísitalan um 17 stig eða sem svarar 8.700 kr hækkun á ársútgjöldum meðalfjölskyldu. í desember 1963 hækkaði kaupið sem svarar 10,100 kr. á árslaun verkamanns. Síðan í desember 1963 hefur svo vísitalan hækkað um 14 stig eða sem svarar 6.800 kr. háekkun á ársútgjöld- um vísitölufjölskyldu. Niðurstaðan er því í stuttu máli sú, að á tímabili viðreisnarstefnunnar eða síðan í febrúar 1961 hafa árs- útgjöld vísitölufjölskyldunnar hækkað um 38.400 kr., en árskaup Dagsbrúnarverkamanns miðað við 8 klst. vinnudag alla virka daga ársins, hefur aðeins hækkað um 27,600 kr. Ársútgjöld meðalf,jölskyldu hafa hækkað um 79%, en árslaun verkamanns um 56%. Þetta sýnir það glöggt, að verðlag hefur hækkað miklu meira á þessu tímabili en. kaupgjald, miðað við umsamda taxta og 8 klst. vinnudag. Kaupgjaldið hefur því ekki sgrcngt verðlágið upp, heldur öfugt Hér hefur verið að verki sú stefna stjórnarinnar að láía verðlagið hækka alltaf meira en kaupgjaldið. Þetta hefur stjórnin gcrt með gengisi'ellingunum, söluskattinum, mörgum tollahækkunum öðrum og vaxtaliækkuninni. Launastétt- irnar hafa reynt að verjast þessum hækkunum eftir á. en farið halloka. Þeim verður því vissulega ekki kennt um, hvernig komið er. Það er dýrtíðarstefna ríkisstjórnarinnar, sem fyrst og fremst hefur verið hér að verki. Það er hreinn rógur um launastéttirnar að kenna þeim um, hvernig komið er. Það eru gamalþekkt vinnubrögð hinna seku, sem reyna að eigna öðrum óliæfuverk sín. nagerðar í fynrakvöld urðu nokkrar um ræður um gatnagerð borgarinn- ar og gatnagerðaráætlun þá, sem samþykkt var 1962, en farið hef- ur mjög úr böndum, bæði að röð verkefna og dregizt um of á langinn, jafnvel svo að á- ætlun um malbikun gatna var um síðustu áramót um 20% á eftir áætlun og gangstéttagerðin um 50% á eftir. Hins vegar lýsti boirgarstjóri því yfir á fundinum, að lokið mundi verða við að nial- bika al'lar götur í Reykjavík vest an Kringlumýirarbrautar fyrir árslok 1965, og er vert að borg- arbúar taki eftir því loforði. Björn Guðmundsson, borgar fulltrúi Framsóknarflokksins, tók til máls um gatnagerðina, og fer ræða hans í aðaldráttum hér á eftir: Ég geri hér að umtalsefni á- ætlun um malbikun gatna í Reykjavík 1964 Skrifstofa borg- arverkfræðings hefir látið geta allýtarlega áætlun og tillögur um hvaða götur skuli malbika í ár. Fyrirhugað er að verja til mal bikunar og gatnagerðar um 60 millj. Kr. á þessu ári. Er því all- mikið hægt að gera, enda verk- efni mikið. Núverandi ástand. Við þekkjum öll núverandi á- stand í gatnagerð borgarinnar, sagði Björn. Mikill meiri hl.uti af götum borgarinnar er gerður úr leir og möl. í rigningum veðst forin upp. í þurrkum ætlar mold rykið alK að kæfa. Það er verk- efni fyrir áhugasama lækna að rannsaka, hve mikið heilsutjón hlýzt af þessum aðbúnaði borg arbúa í árslok 1963 var gatnakerfi Reykjavíkur samt. 167.2 km. Þai af var húið að malbika og steypa 64.3 km Malargötur eru þá á sama tima 102.9 km Það er sama vegalengd eins og austur að Vatnsleysu í Biskupstungum. En eilítið styttra en austur að Hvols velli, eða akleiðin fyrir Hvai f.iörð upp. á Akranes Það er mikið verkefni fram undan. Því núverandi ástand er alls óviðunandi. íbúum engr ar höfuðborgar er það bjóðandi Áætlun fyrir kosningar. I apríl 1962 var gerð umfangs mikil „Ileildaráætlun um gatna- gerð í Reykjavík’*. Er þar gerð sunduriiðuð kostnaðaráætlun um fullnaðarfrágang einstakra gatna borgarinnar. Er þar greint. hver verði kostnaður við ak braut, gangstéttir og annar kostnaður, ennfremur flatarmál gatna og lengd þeirra. Hefir hér rnikil vinna verið innt af hendi og mikinn fróðleik að finna ■ greinargerðinni. Síðan er sett upp áætlun um, hvort skuli malbika, eða full gera. Hvaða götur skuli fullunn- ar 1963, hvaða götur 1964, hvaða götur 1965—68 og að lokum hvaða götur 1969—1971. Þessi áætlun var samþ. í borg- arstjórninni fyrir kosningar 1962. Hún þótti lýsa framkvæmd arvilja og skilningi á brýnum þörfum íbúanna Stóðu allir flokkar að' samþ. málsins, og það fannst a, að meirihlutamönn um þótti verk sín harla góð! En efndirnar? Það kom fram i blaðamanna- viðtali við borgarstjóra, sem var útvarpað 17 febr. s.l., að fram- kvæmdin við gatnagerðina væri 20% á eftir áætlun og við gang- stéttirnar 50% á eftir! Þetta ber að harma, en geta þó verið við- hlítandi skýringar á málinu. En svo er annað atriði, sem vert er að gefa gaum. Strax í fyrra kom fram, að ráðamenn borgarinnar treystu sér ekki tii að fara eftir sinni eigin áætlun með fram- kvæmdirnar og frestuðu megin hluta af þvi, sem átti að gera 1963. í stað þess eru malbikaðar tvær dýrar götur: Suðurgata frá Melatorgi að ■ Fálkagötu, sem var á áætlun 1964. Og Laugarás- vegur, sem var áætl. að malbika á tímabilinu frá 1965 til 1968. Á sömu braut. Enn er haldið áfram á sömu braut, sagði Björn. í áætlun þeirri, sem hér liggur fyrir t’.l umræðu og samþykktar, er alls ekki fyrirhugað að gera allt sem samþ. var fyrir kosningar, að Framhald á 13. slðu. leggst enn gegn brunattyggingum innbús ,,Borgarstjórn Reykjavíkur beinir þeirri áskorun til Alþing is að undirbúa löggjöf um skyldutryggingu gegn eldsvoða á innbúum manna.“ Þessari tillögu borgarfulltrúa Framsóknarmanna í borgar- stjórn Reykjavíkur vísaði íhaldsmeirihlutinn frá með þeim rökstuðningi, að ekki fylgdi tillögunni ýtarleg grein- argerð um framkvæmd málsins í smáatriðum. Björn Guðmundsson mælti örfá orð fyrir till. — Kvaðst hann hyggja, að ekki væru skiptar skoðanir um það, að nauðsynlegt sé, að hver maður brunatryggi þá fjármuni sína, sem brunnið geta, ef eldur verð ur laus. En því cniður mundi það vera óvefengjanleg stað- reynd, að fjölmargir vanræki að gera þessa sjálfsögðu ráð- stöfun- Þegar bruni yrði, fylgdi ósjaldan sú grátlega frétt með að innbú hafi verið óvátryggt Björn minnti á, að borgarful! trúar Framsóknarflokksins hefðu fyrir skömmu flutt í borgarstjórn tillögu um þetía mál, og þá verið bent á þá leið, að möguleikar væru á að leysa málið með frjálsum og skipulegum aðgerðum borgar- innar, og þá á svipaðan hátt i öðrum byggðarlögum. En þá kom í Ijós, að b'orgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins töldu Framsóknarmenn of bjartsýna á frjálsa framtakið, og var mái- inu þá drepið á dreif og vísað frá, Sagði Björn. En Björn kvað þetta mál of mikilvægt til þess að láta það þar með niður falla og ganga þannig fram hjá því sem óvið komandi borgarstjórn. Þess vegna væri nú tillaga flutt urn að skora á Alþingi að taka á málinu. Björn kvaðst vilja benda á, að það er skylda að brunatryggja hús. Mörgum væri það engu síður áríðandi að brunatryggja lausafjármuni sína. Málið væri einfalt og auðskilið og því ekki þörf á miklum rökstuðningi fyrir því, enda hefði enginn mælt í gegn þörf fólks á þessum bruna tryggingum. Á það kvaðst Björn þó að lokum vilja leggja áherzlu, að sterkar líkur bentu til, að samþykkti borgarstjórn þessa tillögu, og þeir alþingis menn, sem sæti ættu í borgar- stjórninni, byndust síðan sam- tökum um að flytja málið á þingi væri iíklegt, að það næði, þar fram að ganga 'Birgir ísleifur Gunnarsson fulltrúi Sjálfstæðisfl. kvaðst hafa gagnrýnt það við umræö- ur um fyrri tillöguna um þetta efni, að ekki væri nægileg grein gerð fyrir hugmyndum flutn- ingsmanna um framkvæmd málsins. Hið sama viTdi ihann segja um þessa tillögu og ekki vera tilbúinn að samþykkja hana, fyrr en flutningsmenn hefðu gert nánari grein fyrir þessu. Einar Ágústsson borgarfull- trúi Framsóknarflokksins tók næstur til máls og kvað það haldlítil rök gegn málinu, að ekki væri unnt að fylgja því, vegna þess að ekki fylgdi grem argerð flutningsmanna um framkvæmd málsins í smáatrið um. Væri það og harla 6- venjulegt að krefjast slíks af flutningsmönnum mála. Fjölda mála væri hreyft með þessum Framhald á 13. síSw. V í M I N N, laugardagur 21. marz 1964. — z 'I !"•

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.