Tíminn - 07.04.1964, Qupperneq 6

Tíminn - 07.04.1964, Qupperneq 6
TÓMAS KARLSSON KÍSILGÚRVERKSMIÐJAN Framhaid at 1. siðu. um á íslandi. Sölufélagið verður erlent fyrirtæki með aðsetur í Hollandi og skal hafa einkarétt á sölu á framleiðslu kísilgúrsfé- lagsins. Kísilgúrfélagið skal þó eiga rétt á því að eignast allt að 40% af hlutafé sölufélagsins. Fé- iögin skulu gera með sér samkomu lag um skiptingu hagnaðar félag- anna. fslendingum skal veitt tæki •æri til að starfa í sölufélaginu. Frumvarpinu fylgir ýtarleg greinargerð og sem fylgiskjöl með frumvarpinu eru álitsgerðir Baldurs Líndal efnaverkfræðings, frásögn af rannsóknum AIME og kostnað, framleiðslukostnað og arðgjöf, álitsgerð Ólafs Jóhannes- hollenzku rannsóknarstofnunar- innar TNO, álitsgerð um stofn- sonar, prófessors um eignarrétt að kísilgúr á botni Mývatns. Komst prófessorinn að þeirri nið- urstöðu, að kísilgúr í netlögum tilheyri þeirri jörð, er netlög fylgja. Vatnsbotn í stöðuvötnum utan netlaga sé almenningur landsmanna allra — sé ríkiseign og geti löggjafinn því ráðstafað honum að vild sinni, en verði veiðiréttarhafar fyrir tjóni vegna kísilgúrtökunnar, eigi þeir rétt á fullum bótum. Þá er áiitsgerð vegamálastjóra um flutningaleið- ir fyrir kísilgúr frá Reykjahlíð til Húsavíkur og loks samkomulagið við AIME um stofnsetningu hinna þriggja hlutafélaga. Hér fara á eftir nokkrir kaflar úr athugasemdum þeim, sem fyigja frumvarpi ríkisstjórnarinn- ar: Stofnsetning kísilgúrverksmiðju ▼ið Mývatn getur orðið upphaf mjög mikilsverðs útflutningsiðn- aðar. Það er því mikið í húfi, að vel takist um alla framkvæmd og undirbúningur sé svo vandað- Tir sem verða má. Hér er um nýja framleiðslu að ræða hér á landi, sem leita þarf markaða víða um lönd í harðri samkeppni við öfluga framleiðendur, sem lengi hafa húið um sig á heimsmarkað itium. Þótt árangur þeirra athug- ana, sem fram hafa farið til þessa, sé jákvæður, er hér ekki um svo arðvænlegt fyrirtæki að ræða í upphafi, að það geti tekið á sig veruleg áföll. Fyrirtækið þarf því að vera fjárhagslega vel upp byggt og vera stutt sterku sölukerfi er lendis. Takist hins vegar þessi íyrstu skref giftusamlega eiga öll skilyrði að vera fyrir hendi til þess, að kígilgúrverksmiðjan verði vaxandi þáttur í útflutningsfram leiðslu þjóðarinnar og geti jafnvel náð margfaldri þeirri stærð, sem gert er ráð fyrir í upphafi. Ytri skilyrði slíkrar þróunar virðast vera hin æskilegustu, þar sem ann ars vegar er hin mikla og nær ó- þrjótandi kísilgúmáma í Mývatni, en hins vegar markaður sem allt bendir til að muni fara ört vaxandi r.ieð aukinni iðnþróun og batnandi lifskjörum. I frumvarpinu, er eingöngu fjall aö um mál, er beinlínis varða skipu lag kísilgúrverksmiðjunnar sjálfr ar. Á hinn bóginn er rétt að benda á. að stofnun slíks fyrirtæk is við Mývatn mun kalla á ýmsar aðrar aðgerðir af hálfu ríkisstjórn ai og Alþingis. Er þá fyrst þess að minnast, að kísilgúrverksmiðjan mun verða þess valdandi, að upn rísi yerksmiðjuþorp vjð Mývatp, sem stuðlað gæti að myndun veru legs þéttbýlis er fram líða stundir. Skilyrði til bæjarmyndunar við Mý vatn eru að mörgu leyti ákjósan leg. Mundi slíkur bær vera í þjóð braut milli tveggja landsfjórðunga. nærri nægum jarðhita og á einum fegursta stað landsins, setn vafa- laust á mikla framtíð sem eftirlæt isstaður ferðamanna. Það skipti? því miklu máli, að sú byggð, sem Valtýr Guðjónsson Fimm varaþingmenn tóku sæti á Alþingi í gær vegna fjarveru þeirra þingmanna, sem farnir eru utan í boði brezka þingsins. Gunn ar Guðbjartsson tók sæti Halldórs F Sigurðssonar Gunnar er 2. vara þingmaður Framsóknarflokksins 1 Vesturlandskjördæmi, en 1. var.v maður, Daníel Ágústínusson, sá sér ekki fært að sækja þingó Val Gunnar Guðbjartsson týr Guðjónsson tók sæti Jóns Skaftasonar. Bergur Sigurbjörns- son tók s.æti Einars Olgeirssonar Steinþór Gestsson tók sæti Sigurð ai Óla Ólafssonar og Sverrir He’- mannsson tók sæti Jónasar Péturs sonar. Þeir tveir síðastnefndu hafa ekki átt sæti á Alþingi áður og undirrituðu þeir drengskapar yfirlýsinguna í gær. þar rís upp, verði eins fögur og vel skipulögð og hæfir hinu glæsta um hverfi og tækni og kunnáttu þess arar aldar. Vill ríkisstjórnin kapp- kosta, að svo geti orðið, og hafa um það nána samvinnu við hlutað- eigandi sveitarfélag og aðra aðila. Annað mál, sem upp kemur i sambandi við stofnsetningu kísil- gúrverksmiðju, eru áhrif hennar á þróun vegakerfisins og þarfir henn ar í því efni. í þeim áætlunucn, hefur verið gert ráð fyrir því, að lagður verði nýr vegur frá Mývatni austanverðu til Húsavíkur, er stytti flutningaleiðir verksmiðjunn ar mjög verulega. Þetta mál þaií sérstakrar athugunar við, og þarf þá jafnframt að hafa í huga þarfir hinnar nýju byggðar, sem rísa mun í nágrenni verksmiðjunnar. Ríki.- stjórnin telur hins vegar eðlilegf, að verksmiðjan njóti um þetta svip aðrar aðstöðu og önnur atvinna fyrirtæki hér á landi, en þau munu yfirleitt ekki hafa þurft að leggja í vegaframkvæmdir af eig in fé. Hér er hins vegar um mál- efni að ræða, sem kanna þarf frek ar en orðið er, en rétt hefur þótt að minna sérstaklega á í sambandi við frumvarp þetta. Um alllangt skeið hefur verið kunnugt, að leðju þá, sem safnazt hefur fyrir á botni Mývatns og að- allega er leifar af skeljum ör- smárra þörunga, sem lifa í vatn- inu, má að verulegu leyti nýta til framleiðslu, á kísilgúr., sem i*r notaSúr mjög míklo í riðtimá efm iðnaði. 11 £ Meðan frumrannsóknir á kísil gúrnum úr Mývatni stóðu yfir, sendi Baldur Líndal ýmsum aðil um erlendis sýnishorn af gúrnum. Af því leiddi, að áhugi á þessu máli vaknaði hjá hollenzku fyrir tæki, Algemene Industriéle, Min eraal- en Ertsmaatschappij (skammst. AIME) í Amsterdam, og sendi það fulltrúa sína hingað til lands vorið 1961 til að kanna málið- Varð niðurstaða þeirra at- hugana sú, að fyrirtækið lét í ljós ósk um að mega verða aðili að væntanlegri kísilgúrframleiðslu, ef lramhald rannsókna á gúrnum gæfi jákvæðar niðurstöður. Vegna tækniaðstoðar þeirrar, sem þýzka sambandslýðsveldið lét í té við rannsókn kísilgúrsins, fylgdist þýzka sendiráðið mjög vel cr.eð allri framvindu málsins. Fyrir milligöngu sendiráðsins varð kunn ugt um áhuga þýzks fyrirtækis, Oberoher Kieselgurwerke, Unter- líiss, Niedersachsen, á þessu máli. Óskaði fyrirtækið að mega fylgjast. með málinu og ef svo bæri undir gerast aðili að verksmiðjunni. Síð ar lýsti fyrirtæki þetta yfir því, að það hefði ekki lengur áhuga á þátttöku. Með bréfi, dags. 31. ágúst 1961, setti AIME fram ákveðna ósk um að verða hluthafi í væntanlegu fé- lagi um kísilgúrverksmiðju og bauðst jafnframt til að kosta rann sóknir þær, sem gera þyrfti erlend ís, áður en ákvarðanir yrðu teknar um byggingu verksmiðjunnar. Jafn framt setti fyrirtækið skilyrði, sein það taldi þurfa að fullnægja af hálfu íslendinga til að úr slíkri samvinnu yrði. Kom fulltrúi AIME siðan hingað til lands og tóku full trúar ríkisstjórnarinnar upp við- ræður við hann um málið. Það skal tekið fram, að á meðan á við ræðum þessum stóð hóf AIME samvinnu um mál þetta við hol- Framhald á 13. siðu. Atkvæðagreiðsla eftir 2. umr. um jarðræktarlögin fór fram í efri deild í gær. Allar breytingatillögur Framsóknarmanna voru felld- ar með 10 atkv. gegn 8 og frumvarpið, samþykkt óbreytt til 3. umr. Þá fór fram 2. umr. um Stofnlánadeildarfrumvarpið. Bjartmar Guð niundsson mælti fyrir áliti meirihlutans, sem leggur til að frum- varpið verði samþykkt óbreytt. Páll Þorsteinsson mælti fyrir áliti minnihlutans(P.Þ. og Ásgeir Bjarnason) sem fylgir frumvarpinu, svo langt sem það nær, en flytja all margar breytingartillögur við Crumvarpið, þær sömu og Framsóknarmenn fluttu í neðri deild, en þar voru þær allar felldar. Páll gerði grein fyrir breytingartillögun- um og minnti á nokkur atriðl i þróun Iandbúnaðarmálanna undan- farna áratugi. Ingólfur Jónsson svaraði ræðu hans í löngu máli, en ekkeU nýtt kom þar fram. Viija visa menntaskóla- Frumvarp Einars Agústssonar cg fl. um 2 menntaskóla í Reykja vík var til 2. umr. í neðri deild í gær. Einnig voru á dagskrá til 2. umr. frumvönp um stofnun menta skóla á Austurlandi og Vestfjörð- um. Meirihluti menntamálanefndar deildarinnar leggur til að öllutn lrumvörpunum þremur verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Benedikt Gröndal mælti fyrir áliti meirihlutans og taldi nauðsynlegt að kanna þessi mál til hlitar og taldi meirihlut- ann vísa málinu til ríkisstjórnar- í innar í trausti þess að hún a*t- hugaði málin vel og hæfist handa Óskar Jónsson mælti fyrir áli*i minnihlutans (Ó. J og Sigur- vin Enarsson), sem mælir með samþykkt frum- varpsins. Óskar Jónsson sagði, að brýna nauðsyn beri til að reisa sem allra fyrst nýj an mennntaskóla í Reykjavík. í menntaskoia í Reykjavíkur eru nú rúmlega 900 nemendur, og er hús- næði skolans fyrir þann fjölda nemenda mjög ábótavant. málunum frá Það er álit margra skólamanna, að menntaskóla ættu ekki að hafa fleiri en 500—600 nemendur Miðað við þann nemendafjölda gætu tveir menntaskólar verið fuil setnir í Reykjavík innan eins til tveggja ára. Sjá því allir, að brýna nauðsyn ber til að setja nú þegar löggjöf um nýjan menntaskóla ' Reykjavík til að mæta þeim stór aukna nemendafjölda, er hlýtur í hraðvaxandi mæli að sækja um menntaskolavist í ört vaxandi höfuðborg og fjölmennum byggð um í nágrenni hennar. Breyttir þjóðfélagshættir stór- auka þörfina á sérmenntuðu fólki til starfs i margvíslegum grein um. Þess vegna má ekki dragast úr hömlu, að hafizt verði handa um byggingu nýs menntaskóla i Reykjavík, ef vísindi og tækni- menntun eiga að geta blómgazt og orðið sá hornsteinn, sem at- vinnuvegir þjóðarinnar og öll framtíðarbygging verður að vera reist á. Þá er ekki nema sjálfsagt, að heimildum þeim, sem verið hafa i gildi í lögum til starfræksiu menntaskóla á Akureyri og á Laugarvatni og notaðar hafa ver íð fyrir löngu, verði breytt í það form, er ástandið, setn nú ríkir og ríkt hefur, gefur tilefni tíl. Óskar Jónsson sagði, að málín lægju ljóst fyrir. Nauðsynlegt væri að upp risu menntaskólar á Vestfjörðum og Austurlandi. Óum deilanleg væri þörfin fyrir 2 menntaskóla í Reykjavík. Því væii fráleitt og fyrir neðan virðingu Alþingis að vísa málinu frá sér — og ríkisstjórniijni er varla nokk ui greiði gerður með þeirri af- greiðslu. Lúðvík Jósepsson mælti með sam- þykkt frumvarp- anna. Sagði hann, að ekki væri unnt að skilja af- greiðslu meiri- hlutans á annan veg en þann, að hann væri andvíg ur þv' að orðið yrði við óskum Vestfirðinga og Austfirðinga um mentnaskóla í þeirra landsfjórð ungucn. Benedikt Gröndal sagði, að af- greiðsla meirihlutans væri mjög vinsamleg í garð Austfirðinga og Vestfirðinga Meirihluti nefndar- innar væri síður en svo á móri því að þeir fengju sína mennta- skóla Kvaðst Benedikt meira að segja vera því fylgjandi að upp risi háskóli utan Reykjavíkur!! Umræðunni var frestað 6 T í M I N N, þriðjudaginn 7. apríl 1964

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.