Tíminn - 07.04.1964, Síða 9

Tíminn - 07.04.1964, Síða 9
I , V X . _ - , .< >■/'% ■ ' í\ W%£m; wmm var ráð fyrir áður en þessar mælingar hófust. Lengi var tal- ið að misvísunin (vestlæg) minnkaði um tólf bogamínút- ur á ári, en mælingarnar gefa til kynna, að hún minnki að- eins um sex bogamínútur ár- lega. Þessi breyting er mjög hægfara, en hún orsakast af einhverjum breytingum inni í jörðinni. Um þessar breytingar er lítil vitneskja, en gert ráð fyrir, að hinn bráðni kjarni jarðarinnar skapi segulsviðið, og þar mundi orsakanna að leita. Segulsviðið verður stund- um mjög órólegt; það kallast segulstormar og stafa frá rafstraumum í háloftunum. í Van Allen-beltunum eru hlaðn- ar eindir, elektrónur og prótón- ur, sem hafa áhrif á jörðu niðri. Segulstormar eru mis- tíðir, eftir því hvemig stend- ur á sólblettum. Frá sólinni berast hinar hlöðnu eindir í átt til jarðarinnar og trufla seg- ulsviðið. — Koma þessi áhrif fram á kompás? — Já, þau geta munað nokkr um gráðum. Sólin skein í heiði, þegar við fórum úr bækistöðinni í Þjóð- minjasafninu. Þorbjörn sagði, að nú væri rólegt þar efra, það er að segja litlar truflanir frá sólblettum ,og kyrrð á segul- sviðinu, en sólblettir hafa víð- tækari áhrif. Þegar stuttbylgju sambönd rofna, má geta sér til, að segulstormar hafi slegið bylgjurnar niður. Hér á raunvísindastofnun framtíðarinnar að rísa. rannsóknarstofuna, segir Þor- björn, þar fer rafg eining vants ins fram. Hún er liður í triti- ummælingunni, til þess ' gerð að auka tritiumhlutfallið í vatn inu áður en það er mælt. Við Kennslustund í verklegri eðlisfræði. í gömlu loftskeytastöðinni er massaspektrómeterinn, sem mælir þungt vatn. Þar er vatni breytt í vetni, sem er jónað, jónarnir sendir gegnum seg- ulsvið, þar sem þungir og létt- ir jónar fara hver sína leið og lenda á rafskautum. Þunga- vatnshlutfallið í vatninu er fundið með því að mæla raf- strauminn frá þessum skaut- um. Hver mæling tekur um hálfa klukkustund. —Þetta tæki, ásamt mörg- um öðrum, er gjöf frá Alþjóða- kjarnorkumálastofnuninni, seg- ir Þorbjöm. Við fengum það í sumar. Við massaspektrómeterinn vinnur Pálína Kristinsdóttir, út skrifuð frá stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík, en mælingunum stjórnar Bragi Árnason, efnafræðingur. Hann vinnur einnig við rafgreiningu á vatni og mælingar á geisla- virkum efnum i matvælum. Við það starf hefur hann sér til að- stoðar Guðmund Örn Árnason, sem er skógfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum í Ási í Noregi -—- Við skulum líta á efna- byrjum með einn lítra og raf greinum hann þar til ekki er eftir nema einn millilítri eða svo. Allt að helmingur tritium magns í lítranum verður eftir í þessum millílítra. Hann verð- ur fimm hundruð sinnum sterk ari upplausn, og fimm hundruð sinnum auðveldara að mæla hana í geigerteljaranum. Hér fer líka fram efnafræðileg vinna i sambandi við mælingar á geislavirkum efnum í mat- vælum. Við erum rétt að byrja á þessum mælingum, en þær beinast aðallega að strontium og cesium í mjólk, efni sem stafa frá kjarnorkusprenging- um. — Hvernig svara þessar mæl ingar? — Síðast liðið sumar var all mikið af geislavirkum efnum í mjólkinni. 7 — Nærri hættumörkunum? — Þau mörk eru yfirleitt miðuð við langan tíma. Ef kjarnorkusprengingum á borð við þær sem Rússar fram- kvæmdu haustið 1962 hefði verið haldið áfram, má gera ráð fyrir, að verkana hefði gætt á heilsu manna — Hvaða hætta kemur fyrst til greina? —Við lága geislun eru það áhrif á erfðaeiginleikana. Þar er ekki um beint heilsutjón þeirra, sem verða fyrir geisl- uninni að ræða, heldur kemur það niður á afkomendum. Um slíka hættu er erfitt að full- yrða því reynsla er ekki fyrir hendi. — Hvað er hæft I því, að sjálflýsandi úr geti haft áhrif á erfðaeiginleikana? — Sjálflýsandi úr og klukk- ur innihalda geislavirk efni; ef tölurnar sjást til lengdar í myrkri, eru það geislavirk efni, sem lýsa. Þessi efni geta reynzt hættuleg, ef mikið er af þeim, en ég býst ekki við að því sé til að dreifa með úrin nema í því tilfelli að glerið á úrinu brotni og krakki fari að sleikja það. Ef þessi geislavirku efni komast þannig ofan í barn, þá getur það verið hættulegt. Við höfum mælt geislun frá úrum og hún reynist allmismunandi, en nú er þess að vænta að kom ið verði upp eftirliti með tækj- um, sem innihalda geislavirk efni, lög um slíkt eftirlit hafa nýlega verið sett. f loftskeytastöðinni gömlu er sérstakt búr, vatnsbúrið, en þar eru sýnishorn af vatni allt frá 1960. Þorbjörn lofar okkur að koma í búrið, sem er sneisafullt af vatnsbrúsum og flöskum. Úr búrinu förum við í íþróttahús háskólans, en höfum þar stutta viðdvöl því Páll Theódórsson er þar fyrir með hóp stúdenta að kenna verklega eðlisfræði. — Að lokum skal ég sýna ykk ur grunninn að raunvísinda- stofnun framtíðarinnar, segir Þorbjörn Við göngum yfir Melana að byggingarstaðnum, þar sem bú ið er að grafa fyrir þessari ný- byggingu, hjá Háskólabíói. — Hér eiga að fara fram rannsóknarstörf í stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði og jarð- eðlisfræði. segir Þorbjörn. — Fyrsti áfanginn verður tvær hæðir og kjallari, rúmlega 500 fermetra grunnflötur. Bygging arframkvæmdir munu hefjast á næstunni. Við gerum ráð fyr ir, að húsið verði fokhelt, ein- angrað og gengið frá hitun í nóvemberlok á þessu ári. Ef haldið verður rakleitt áfram að ganga frá byggingunni, ætti að vera hægt að flytja þar inn sumarið 1965. Síðan er gert ráð fyrir annarri byggingu, er þörf krefur og ástæður leyfa. vatnsbúrlnu. (Ljósmyndir: TÍMINN-GE). — Hvað verða þessi rann- sóknarstörf lengi að sprengja utan af sér fyrsta áfanga bygg ingarinnar? — Eg vil engu spá um það, segir prófessorinn, þróunin hef ur verið mi'klu örari en menn gerðu sér í hugarlund fyrir nokkrum árum. — BÓ. TÍMINN, þriðjudaginn 7. aprll 1964

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.