Tíminn - 07.04.1964, Page 14

Tíminn - 07.04.1964, Page 14
CLEMENTI !': AftHKfK KONA CHURCHILLS Enn þann dag í dag minnast margir Frakkar síðustu orða bans: „Og nú býð ég ykkur góða nótt. Sofið til að safna kröftum fyrir morgundaginn. Rísandi sól næsta dags mun varpa geislum sínum á hrausta og dygga menn, verma þá, sem þjást og líða fyrir málstaðinn, sveipa grafir fallinna hetja dýrðarljóma. Þannig mun nýr morgunn rísa. Vive la France. Lengi lifi einnig framsókn hins almenna þegns í öllum löndum til réttlætisins og hinna sönnu erfða liðinna kynslóða, til betri og bjartari aldar.“ Og ,nú var loftárásunum beint út á landið — til Glasgow, Coven- try, Birmingham, Bristol, South- 'hampton, Liverpool, Plymouth, Devonport, Sheffield, Manchester, Leeds. Winston fór í fylgd með Clementine þangað, sem sprengj- umar beindu trjónum sínum. Þau komu í melra en sextíu borgir og á flugvelli, sem fjendurnir höfðu ráðizt á. Hvert sem þau lögðu leið sína, reyndu þau að tala við sem flesta. Á meðan á loftárásunum stóð árið 1941, var Roosevelt forseta mjög í mun að fá sem gleggstar fréttir af áhrifum þeim og skaða, sem loftárásirnar ollu. Hann spurðist fyrir um málið hjá nýskip uðum ambassador sínum í Lund- únum, hr. Jóni G. Winant og bað hann um að ferðast um nokkur þeirra svæða, er höfðu oröið’ verst úti. Winston bauðst til að veita honum leiðsögn í eigin persónu. í aprílmánuði sama ár slóst hr, Winston ásamt sérlegum sendi- boðla Roosevelts, Averell Harri- man, í fylgd með Winston og Clementine. Þau fóru í lest frá London til Swansea. Þar ræddu þau við hafnar- verkamenn í þeim héruðum, sem sprengjurnar höfðu leikið verst. Með bíl fóru þau til stofnunar, þar sem unnið var að leynivopn- um og þaðan svo með lest til Bristol. Lestin var stöðvuð rétt fyrir ut- an Bristol. Versta loftárás, sem gerð hafði verið á borgina stóð einmitt yfir. Sprengjuflugvélar þýzka flug- hersins gengu 1 öldum yfir borg- ina. Fallbyssurnar spúðu eldi og eimyrju og sprengjurnar sprungu með_ ærandi gný. „Ég var með þeim í þessari ferð“, segir Ismay lávarður, „og lestin okkar fékk ekki að fara inn í borgina vegna loftárásanna. Hún var sett inn á hliðarspor og fékk ekki að fara lengra. Winston var ekki ánægður með þetta, en það var einskis annars kostur, svo að við hímdum á hliðarsporinu alla nóttina. Þegar við loks runnum inn á Bristol-brautarstöðina, snemma morguns, og lögreglustjóri borgar- innar hafði leiðbeint okkur á hótelið, óskuðu þau Winston og Clementine þegar eftir að fá að komast í heitt bað.“ Winston er meinilla við það, að fara á mis við baðið. Ótrúlega mikill fjöldi af ákvörðunum hans um heimsmálin hafa verið teknar í baði. Jafnvel þegar hann ferð- aðist fljúgandi, krafðist hann þess að fá að komast í bað. Hluti af vélinni var því afgirtur með tjaldi til þess að hann fengi að sulla eins og hann vildi í sérstöku ferðabaðkeri, sem Clementine bjó alltaf um í föggum hans, þegar hann tók sér lengri ferðir á hendur. Þessi baðást hans á rætur sínar að rekja allt til þeirra daga, er hann var hermaður í fyrra stríð- inu. En þá hafði hann alltaf í far- angri sínum tinker, sem leit út eins og heljarstór sápuskál. Hann lét svo fara vel um sig í keri þessu á meðan glymskratti ýlfraði smeðjulQga hermannasöngva, sem þá voru „efstir á vinsældalistan- um.“ Winston lét vatnið síast inn í skrokkinn á sér, á meðan hann las vasaútgáfu af Shakespeare, eða þá að hann tók undir við glym- skrattann eins hátt og raddbönd- in leyfðu. Það var aðeins, ef fall- byssukúlurnar gerðust of nær- göngular, að hann gerði hlé á — til þess að setja á sig stálhjálm- inn, en síðan hallaði hann sér aftur á bak í kerið á ný og hélt áfram fyrri iðju. Eftir að hafa eytt nóttinni þarna fyrir utan Bristol, fundu þau Cle- mentine og Winston ríka þörf hjá sér til að geta „slappað af“ í, um húsunum og lagaði sér morg- vörmu baði, en þá höfðu sprengj-! unverð, hvar sem unnt var að hita urnar skemmt heitavatnsleiðslur upp ofnræfil. gistihússins. | Öldruð kona kom ti'l þeirra En hótelstjórinn lét sér ekki Clementine og Winstons, þar scrn bilt við verða, og var ákveðinn í þau stóðu á hrúgu af ösku og að veita gestum sínum eins góða gjalli, sem eitt sinn hafði verið þjónustu og unnt var. „Ég skal heimili einhvers íbúans. Lögreglu- athuga, hvað ég get gert“, sagði stjórinn kynnti hana fyrir þeirn hann bjartsýnn og hvarf á braut.1 og þau fóru að spyrja hana út úr Þau urðu þarna vitni að furðu- um loftárásina. Hún byrjaði að legu en skemmtilegu atviki. segja frá, en skyndilega sagoi Starfslið hótelsins var fámennt, hún: „Æ, ég má ekki vera að því | enda flestir, sem vettlingi gátu [ að tala meira, ég verð að fara að I valdið, komnir í herþjónustu. En hreisna til í húsmu mínu.“ Húsið ! nú safnaðist það lið, sem eftir hennar hgfði orðið fyrir sprengju. var, saman ásamt gestum hótels-;Hún hélt af stað, og í humátt á ins, og myndaðar voru heitavatns-, eftir henni komu þau Clementine leiðslur nýjar af nálinni, því að nú og Winston. Húsið var mjög illa komu menn í staðinn fyrir pípur. * farið, og áður en þau yfirgáfu I Gestirnir höfðu frétt um, að Chur-. borgina, sá Clementine um, að chill hefði beðið um kerlaug og gömlu konunni yrðu send föt og nú ætluðu allir að reyna að kippa annar nauðsynjavarningur. hlutunum í lag. | „Ég varð vitni að einhverju Vatn var soðið í fjöldamörguin furðulegasta atviki, sem ég hef kötlum, og síðan var ein vatns- séð um mína daga“, sagði Ismay krúsin á fætur annarri handlöng- uð upp stigana neðan úr kjallara up á aðra hæð, en þar hafði þeim hjónum verið búin laugin. Hver hlekkur þessarar „mannaleiðslu" vann verk sitt hlæjandi og sömu- leiðis þeir, sem tóku við vatninu við hinn endann. Winston var allt- af umhyggjusamur eiginmaður, og lávarður. „Við fórum til einnar hjálparstöðvarinnar, en þangað var komið með fólk, sem hafði misst heimili sin. Þar stóð meðal annarra kona nokkur öldruð, og lýsti af henni ömurleikinn og vesöldin. Hún hafði misst heimili sitt og misst allar eigur sínar, og þarna sat hún, og táraflóðið rann úr aug- nú deildi hann vatninu méð konu,Um hennar í vasaklútinn. Skyndi- sinni til helminga. lega varð henni litið upp. Hún Hress og endurnærð hófu þau kom þá auga á Winston, og þá könnunarferð sína um borgina. Iljómaði allt andlitið. Hún veifaði Það voru fáir á ferli svo snemma [ vasaklútnum og hrópaði: „Húrra!, dags. Eyðileggingin var ógnvekj-t húrra!, húrra!“ Og ég hef aldrei andi og afar víðtæk. Eldar loguðu séð annað eins augnatillit og það, enn í borginni og seinvirkar j sem hún gaf honum — slík áhrif, sprengjur sprungu enn við og við sem þessi eini maður gat haft. Ég víðs vegar þótt flugvélarnar væru hef sjaldan orðið eins hrærður. farnar veg allrar veraldar. Flóðj Þetta hafði sömu áhrif á hann höfðu myndazt í mörgum götum og Clementine. Tárin runnu niður vegna sprengdra vatnsæða.en þrátt kinnar bans. Það var heppilegt fyrir það stóð fólkið í hálfhrund-1 fyrir hann að gera gefið tilfinn- Ungfrú Hiekka starði út um 9 — Svo yður líkar ekki við bók- menntir? Latvala einblíndi á Lindkvist. — Ég hef annað og meira að gera en að liggja upp á bekk og glugga í sorprit, sem ekkert hafa að geyma nema rotið hugarfóstur höfundarins. — Einmitt, sagði Lindkvist. — Og samt sem áður takið þér yður oft í munn orð Paul Morands. — I-Ivaða orö? — Lífið er stutt og flýgur hjá sem kólfi sé skotiö. Það kom óvingjarnlegur glampi í augu Latvala. — Eg heyri, að þér hafið óvenjulegan áhuga á því, sem annað fólk segir. — Taktu það rólega, sagði frú Latvala hvasst. — Þú hefur ein- mitt nýlega sagt þessi orð. Og í borðsalnum básúnaðir þú það yfir allan salinn svo að enginn komst hjá að heyra til þín. Latvala blíðkaðist jafnfljótt og hann reiddist. Hann fann, að hann hafði hegðaö sér, ókurteis- lega gagnvart Lindkvist. Að minnsta kosti yppti hann öxlum, eins og hann gæfist upp. Ilann hóf glasið afsakandi mót Lindkvist — Skál. Við skulum ekki þrátta um smámuni. Og í rauninni hef ég rödd eins og sjálfur Fenidemis . . . eða hvað hann heitir aftur, þessi griski náungi úr fornöld- inni. Þá rödd fékk ég þegar ungur að árum, þegar ég þurfti að öskra á vinnuflokkana hér áður fyrr. Hann á sennilega við Demos- þenes, hugsaði Lindkvisty1 en stillti' _sig. Honum hafði gramizt reiði Lat- vala, en hann mat tilraun hans til sátta og hóf glas sitt. Senni- lega hafði verktakinn minnzt á yngii ár sín til að leggja áherzlu á, að nú væru það undirtyllur hans sjálfs, sem höfðu hans fyrri starfa með höndunum, á meðan hann sat nú á teppalagðri skrif- stofu og hélt öllum þráðum í eigin hendi. — Þú ert búinn að fá nóg. Hranaleg röddin varð til þess, að Lindkvist sneri sér snöggt við. Hann sá, að frú Berg hafði þrifið glasið úr hendi manns síns og lagt hönd sína yfir það til enn ríkari áherzlu og til merjcis um, að allar mótbárur væru tilgangs- lausar. ' Berg verkfræðingur stokkroðn- aði. — Nú en ég hef ekkert drukk- ið. — Alveg nóg, sagði frúin, — En . . . reyndi eiginmaður- inn að malda í móinn. — Þú heyrir víst, hvað ég sagði. — Auðvitað Inga . . . en. . . . — Ekkert en. Þetta er útrætt mál. 'Jaatinen gjaldkeri herpti saman varirnar og leit upp í loftið. Fyrir honum var þetta ekkert nýtt, því að hann þekkti til samlífshátta Bergshjónanna. Lindkvist sýslu- mannsfulltrúi vissi hins vegar ekki hvert hann átti að horfa. Níst- andi rödd frúarinnar smaug hon* um í gegnum merg og bein og hann þakkaði sínum sæla, að það var ekki hann, sem þurfti að búa við slíkan áminningar. Vandræða- legt fum verkfræðingsins, skömmustuleg augun og eldrauð eyru urðu til þess að Lindkvist kenndi sárlega í brjóst um vesa- lings mánninn. — Nú förum við í rúmið, sagði frú Berg. Hun reis á fætur og Berg fylgdi dæmi hennar, án þess að mæla orð af munni, en leit skuggalegu augnaráði á konu sína. Þau gengu bæði út, eftir að frúin hafði kvatt samferðafólkið fyrir hönd þeirra beggja með því að kinka kuldalega kolli. Þvingandi þögn grúfði yfir borð inu, þegar þau hjón voru á braut. Þetta var leiðinlegt, hugsaði Lind- kvist með sér. Hann hafði vænst þess, að einhver yrði til að taka svari verkfræðingins og reyna að brjóta oddinn af oflæti frúarinn- ar með einhverju velheppnuðu spaugsyrði. En enginn hafði gert minnstu tilraun til að opna sinn munn. Ekki einu sinni Latvala hafði séð ástæðu til að brjóta ís- inn með sínu venjulega orðtæki, sem Lindkvist hafði þó vissulega búizt við. Það var ekki fyrr en þau Berg- hjónin voru farin, að Latvala glotti stórkarlalega. Þó skotraði hann augunum varlega til dyr- anna, um leið og hann brá vana sínum og sagði í hálfum hljóðum: — Þetta er ljóta ægivaldið. — Ojá, samsinnti gjaldkerinn þurrlega. í heilagri ritningu stendur eitthvað á þá leið, að betra sé að búa á húsupsinni en í húsi með þrætugjarni konu. — Svo að það er þess vegna sem þú hefur ekki kvænzt, sagði Latvala. — Hm . . Jaatinen léi sér næja að yppta öxlum. Lindkvist hafði ætlað að segja eitthvað, en satt að segja var hann of forviða til að koma upp orði. Enda var hann þegar orð- inn of seinn, því að frú Latvala tók nú til orða. Hún horfði einkennilegu augna- ráði á mann sinn, beygði höfuðið nokkuð, svo að sólargeislarnir glömpuðu á silfurlitu hárinu og sagði mjúkum rómi: — Þú hefur furðu gaman af að ræða um óhamingjusöm hjóna- bönd. — Iívað áttu við? spurði hann hikandi. — Ekkert sérstakt. — Mér heyrðist. . . Frú Latvala brosti við manni sín um. Á bak við fagurt bros hennar bjó einhver hæðni, sem Lindkvist átti erfitt með að átta sig á. — Eg bara sagði svona, hélt hún áfram í sama ísmeygilega tóninum. Hún hóf glas sitt og virti fyrir sér glitrandi veigina. — Tímarnir hafa breyzt furðu- lega. Hinir ógiftu vilja endilega giftast, en þeir sem giftir eru, vilja ekkert frekar en losna. Enginn mæiti orð af vörum. Frú Latvala hélt áfram: Suma menn. kallaði Sankti Pétur aulabárða. Enn þögðu allir. Latvala losaði um flibbann og starði niður í glas sitt eins og þar væri sjálfa lífsgátuna að finna. En fröken Rask var eins og á varðbergi og léttur roði færðist um kinnar henni, sem stöðugt varð dekkri. Frú Latvala hafði hallað sér aftur í stólnum og virti mann sinn fyrir sér af athygli. gluggann og dáðist að kvöldfegurð inni. Til þess að rjúfa þessa óþægilegu þögn, ræskti Lindkvist sig og sagði: — Eh . . . hvað . . . hérna . . hvað á frúin við með þessu um Sankti Pétur . . . ég á við . . er þetta úr einhverri smásögu? Frú Latvala beindi köldum kattaraugum sínum að honum. — Einmitt, herra sýslufulltrúi, viljið þér heyra þá sögu. — Ja, já, gjarnan. Lindkvist brosti hálfvandræðalega. — Það voru nokkrir menn, sem komu til Himnaríkis og báðust inngöngu, byrjaði hún. — Við hliðið stóð Sankti Pétur og yfir- heyrði þá. Hafið þér verið giftur? spurði hann alla, sem inn vlldu. Herra Latvala ræskti sig nú svo hraustlega, að Lindkvist, sem sat spenntur og beið framhaldsins, hrökk ónotalega við. — Ég býst ekki við, að sýslufulltrúinn vilji heyra þessa sögu, sagði hann. Kona hans lét orð hans sem vind um eyru þjóta og hélt hin róleg- asta áfram frásögn sinni. — Ef þeir nýkomnu sögðust hafa ver- ið giftir opnaði Pétur hliðið upp á gátt og beindi þeim rakleitt inn. Hann klappaði þeim vorkunnlát- ur á öxlina og sagði, að þeir, sem hefðu átt sitt helvíti á jörðu, ; væru velkomnir í fögnuð herra síns ... — Já‘ einmitt sagði Lindkvist og gaf Latvala hornauga. 14 TÍMINN, þriðjudaglnn 7. aprll 1964

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.