Tíminn - 07.04.1964, Side 15
íþrétfir
Framhald af 4. siðu
hann varð 11. í fráköstum,
hann, bakvörðurinn!
Cincinnati Royals hefur ver-
ið óheppið með leikmenn yfir-
leitt, einn og einn leikmaðuv
hefur átt að hefja liðið
en árangurslaust, þannig var
það t. d. með Jack Twyman á
sínum tíma.
Það var ekki fyrr en með
Robertson, að félagið fór a'ð
bera sig, og nú með kaupunum
á Jerry Lucas virðist það loks
ins vera að lifna við og bar-
áttan um 2. sætið, sætið, sem
er í rauninni eins og stjórnar
andstaða, verður hörð milli
Los Angeles Lakers og Cincinn
ati Royals.
(G. G. þýddi og tók saman).
VÍÐAVANGUR —
Framhalc aí bls 3
við þau vöruskipti að láta
manngildi fyrir kúgildi."
í fullu gildi enn
„Ef vér hugsum til að eyða
hásveitir íslands að fhönnum,
þá er oss miklu nær að leggja
í eyði landið allt. Enn er rými
nóg í auðsælli löndum fyrir
ekki tápminna fóík en fslend-
ingar eru. En ef þjóðin kemst
að þeirri niðurstöðu, að hér
eigi hún að standa, af því að
hún geti ekki annað, — að hér
sé sá hólmur, sem hún hafi
verið sett á, af því að hlut-
verk hennar í heiminum verði
ekki annairs staðar af hendi
leySt, — þá verður hún að
fylgja þeirri trú eftir. Land-
vörn þjóðarinnar fer ekki ein-
ungi.s fram úti á miðunum og
í ipólitískum ræðustólum. Nú
er þörfin brýnust og bairáttan
hörðust til dala og fjalla, þar,
sem heiðabóndinn slendur gegn
því að býggðin færist saman og
landið smækki.“ Þetta voru
spakleg orð og sitjöll. Þau eru
það enn. Sú hugsun, sem í þeim
felst, má aldrei gleymast. Það
má ekki seinna vera, að við
fslendingar gerum okkur fulla
grein fyrir því, að við megum
ekki halda áfram að láta landið
„smækka.“
GLÓÐIN SÁST
Framhald af 1. síðu.
Það kom dálítið af þessu gjalli
niður á bátinn, sem ég fékk
svo til rannsóknar.
— Hraunið rennur glóandi
alla leið út í brimið, og þar
leggur mikla gufu upp af því,
en blámóða er yfir gígnum
sjálfum á daginn og stæk lykt
er þarna. En á nóttinni er
þetta eins og mcsta „fyrverk-
erí“.
— Við athuguðum dálítið
aðstæður til landtöku, og enn
er mjög djúpt að þarna, svona
100 metra frá eyjunni er hyl-
djúpt, en ég tel ekkert vit í
því að fara á land, eða að
minnsta kosti ekki upp á gíg-
barmana, því að sletturnar eru
það háar.
— Rennslið frá gígnum virð
ist tiltölulega lítið, en hraunið
rennur hratt. Það rennur í 2
lænum, sem mynda eins og
þríhyrning. Þær eru fárra
metra breiðar, en maður getur
ekki um það sagt, hve djúpar
þær eru. Enn sem koinið er
rennur hraunið aðeins suðvest-
ur úr gígnum, en vel getur
verið, að það fari að þrengja
sér út víðar, þar sem lausara
\
er fyrir, og þegar hraunið fer
að þrýsta að þarna megin.
— Við fórUm í land í nótt
i Þorlákshöfn og ókum síðan
til Reykjavíkur. Á sjötta tím-
anum vorum við á heiðarbrún
inni í Kömbunum, og þá sáum
við vel glampana og þaðan
sést glóðinfré Surti vel í myrkr
inu. r
SMYGLVARA?
Framhald af 1. slðu.
það skipstjóri viðkomandi skips,
sem ber ábyrgð á, ef einhver
varningur er ólöglegur í skipinu
og ekki finnst eigandi að. Eftir
yfirheyrslunar og leitina á Akur-
eyri sigldi Drangajökull utan og
kom hingað svo til lands í síðustu
viku frá rússneskum Eystrasalts-
höfnum. Ekkert ólöglegt áfengi
fannst í skipinu núna við heim-
komuna, en þráðurinn tekinn upp
þar sem frá var horfið vegna
sterks gruns um frekara smygl
en fannst við heimkomuna úr
næstsíðustu ferð skipsins. Þær 132
flöskur sem þá fundust áttu tveir
vélstjórar, smyrjari og matsveinn.
Sjö skipverjar voru hnepptir í
gæzluvarðhald í Hegningarhúsinu
við Skólavörðustíg, og hafa stöð-
ugar yfirheyrzlur verið þar í dag
yfir mönnunum. Það, er Gunnlaug-
ur Briem sakadómari og rannsókn-
arlögreglumennirnir Haukur
Bjarnason og Njörður Snæhólm,
sem hafa rannsókn málsins með
höndum.
ÖLVAÐUR VELTI
Framhald af 16. sfSu.
ir áhrifum, settist undir stýri til
að koma bílnum í gang. Eftir
mikið þras fór bíllinn í gang, en
þá harðneitaði eigandinn að fara
frá stýrinu og sagðist ætla að
aka í bæinn, sem hann líka gerði.
Segir svo ekki af ferðum þeirra
fyrr en á beygjunni fyrir neðan
Grafarholt, að - þar fór -bíllinn -út
af véginum óg lenti í lækjarfár-
vegi.
Bjarki Elíasson varðstjóri hafði
ásamt fleiri lögreglumönnum ver
ið við eftirlitsstörf að Hlégarði þá
um kvöldið og lögðu þeir af stað
frá dansstaðnum skömmu eftir
hinum níu ungmennum. Er þeir
komu niður fyrir Grafarholt
heyrðu þeir angistarvein og óp ut-
an úr myrkrinu. Fóru þeir að at-
huga hverju þetta sætti og gengu
á hljóðin við vasaljós sin. Sáu
þeir hvers kyns var en þá var allt
fólkið komið út úr bílnum og
sex þeirra meira og minna sködd-
uð. Allt fólkið var flutt á Slysa-
varðstofuna, þar sem gert var að
sárum þess. Bíll þessi er ekki ætl
aður til farþegaflutninga og er
ekki útbúinn með það fyrir aug-
um, sæti flest laus. Inni i bíln-
um var gírkassi stór og mikill,
tjakkur og fleira laust drasl, og
hreinasta mildi að drasl þetta
skyldi ekki hafa stórskaðað fólk-
ið, er bíllinn hentist út af vegin-
um.
WIZLOK
Framhald af 1. sfðu.
lagzt af sjógangi. Þeir gátu
þó ekkert aðhafzt og sneru því
aítur um borð í dráttarbátinn.
Bergur Lárusson, sem stjórnaði
björgun togarans af sandinum,
sagði blaðinu í kvöld, að togar-
inn hefði verið kominn úr höndum
björgunarmanna er hann sökk.
Hann taldi líklegustu ástæðu þess,
hvernig fór, vera þá, að dráttar-
vírinn milli skipanna hefði festst
í botni og dregið Wizlok niður..
Togarinn Wizlok var byggður
arið 1958 og vátryggður fyrir um
32 milljónir íslenzkra króna.
STOKKSEYRI
I rátnnain al 2 siðu)
að pípuorgel, sem Páll ísólfsson
mun vígja innan skamms.
Bændur hafa nú lokið undirbún
ingsvinnu við rófna- og kartöflu-
garða. Er það algert einsdæmi
hér að rófnaakrar hafi verið full-
unnir á góu. Sáning mun fara
fram um eða upp. úr miðjum
mánuðinum, ef tíðin versnar ekki.
Rófnafræið má ekki frjósa í görð-
unum, þá er hætt við að rófurn-
ar tréni, og eru menn því var-
kárir við sáninguna.
INNBROT í NAUSTIÐ
urðu missti maðurinn númerið á
gólfið, og fann það svo ekki aftur,
er hann var laus við fyrirferða-
mikla náungann. Er að var gætt,
var frakki mannsins og pels kon-
u.nnar horfinn, og hefur ekki sézt
síðan. Frakkinn var bláköflóttur
úr nælon, og pelsinn var einnig
úr nælon grár að lit.
Þeir, sem kynnu að geta gefið
upplýsingar um framangreinda at
burði eru vinsámlegast beðnir að
hafa samband við rannsóknarlög-
regluna hið fyrsta.
KRÚSTJOFF
stjórn, er á móti styrjöld. Við
viljum frið“.
Seinna sagði Krústjoff: — „Við
höfum leyst okkur undan ánauð
og við höfum útrýmt stóreigna-
mönnum auðvaldsins og öðru úr-
þvætti. En hver á að gera líf
okkar betra? Hver á að framleiða
ríkidæmi okkar? Við getum ekki
gert það með bænum né kné-
beygjum. Við verðum að vinna
meira og framleiða vörurnar
sjálf. Við segjum, að þetta sé
hin raunverúlega uppbygging
sósíalismans og kommúnismans,
og við erum gagnrýndir fyrir þá
skoðun. Þið hugsið ekki um neitt
annað en ríkara líf, er sagt við
okkur. _En hvers vegna.. geroum
við eiginlega byltinguna? Við
börðumst ekki til þess að við
skyldum hafa það enn þá verra,
þegar við kæmumst til valda“.
Síðan ræddi Krústjoff um af-
stöðuna til Bandaríkjanna og
taldi að leiðtogar USA væru ekki
alveg lausir við heilbrigða skyn-
semi. — „Þið megið ekki taka
þá frumstæðu afstöðu, að segja
að bara við séum skynsamir, en
allir óvinir okkar séu hálfvitar.
Það er of frumstætt" — sagði
hann, og taldi, að Dean Rusk,
utanríkisráðherra, Johnson for-
seti og Fulbright, öldungadeildar-
þingmaður væru skynsamir menn
með raunsæar skoðanir.
Deilurnar milli Sovétríkjanna
og Rauða-Kína hafa vakið mikla
athygli og hafa mörg kommúnista-
ríki látið í ljósi afstöðu sína. A.
Novotny, forseti Tðkkóslóvakíu,
sagði um helgina, að tékkneskir
kommúnistar styddu einhuga
Sovétríkin og kvað Kínverja hafa
hagað sér eins og nazistar á ráð-
stefnu Afríku- og Asíuríkja í Al-
gier nýlega. Málgagn pólskra
kommúniista birti í dag yfirlit
yfir árásir Sovétríkjanna á Kína,
en hefur enn þá ekki birt árásir
Kínverja á Sovétmenn. Blaðið
Politika í Belgrad skrifaði í dag,
að Kínverjar reyni að stöðva hina
framfarasinnuðu þróun alþjóða-
kommúnismans. Ög ítalskir komm
únistar gengu í dag harðlega
gegn stefnu Kínverja.
í sjálfum Sovétríkjunum er haf
in áróðursherferð í því skyni að
fylkja þjóðinni einhuga til fylgis
við stefnu Krústjoffs. Hefur mál-
gagn flokksins, Pravda, birt bréf
frá 44 gömlum bolsévikkum, þar
sem þeir ákæra Kínverja fyrir að
fara rangt með orð Lenins.
Mótmæla kjara
démi einróma
Á fjölsóttum fundi, sem B.S.
R.B. hélt í Austurbæjarbió í gær
kveldi vegna nýfallins úrskurðar
Kjaradóms um launamál ríkis-
starfsmanna, var einróma sam-
þykkt eftlrfarandi ályktun:
„Almennur fundur Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja, hald-
inn í Austurbæjarbíói 6. apríl
1964, lýsir yfir fullum stuðningi
við mótmælaályktun þá, sem
stjórn B.S.R.B. gerði Vegna dóms
Kjaradóms frá 31. marz s. 1. og
birzt hcfUr I blöðum og útvarpi.
Fundurinn tclur, að ríkisstarfs-
menn hafi sartikvæmt 7. gr. samn-
ingsréttarlaganna átt ótvíræðan
rétt á launahækkun til samræmis
við kauphækkanir annarra stétta
á liðnum vetri. Telur hann víta-
verða þá röskun, sem með dómin-
um er gerð á launahlutfallinu
milli ríkisstarfsmanna Og annarra
launþega.
Um. Ieið og fUndurinn mótmælir
harðlega niðurstöðu dómsins, skor
ar hann á opinbera starfsmenn
að styrkja samstöðu sína um rétt
sinn og hagsmunasamtök".
Nánar verður skýrt frá fundin-
um í blaðinu á morgun.
Skrifstofustúlka
Óskum eftir aS ráða stúlku til almennra skrifstofu-
starfa. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg.
Umsóknir, er greini menntun og fyrri störf, send-
ist oss fyrir 10. þ. m.
OSTA- og SMJÖRSALAN s/f,
Snorrabraut 54.
Almennur
féiagsfundur
apríl kl 20.30.
Fundarefni: Lokunartími matvörubúða.
Verzlunarfélag Reykjavíkpr
Vélbundln taða
3—400 hestar er til sölu á tilraunastöðinni á Sáms-
stöðum í Fljótshlíð til afgreiðslu í þessum mánuði
eða síðar eftir samkomulagi.
Þökkum hjart»nlega samúð og vináttu vlð lát og útför móður okkar
Jóhönnu Þorgrímsdóttur;
Hólmfríður Pálsdóttir, Lárus Pálsson.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vlnarhug við andlát og jarðar
för mágkonu minnar og systur okkar,
Júlíönu Jónsdóttur,
Mófellsstöðum Skorradal.
Gúðfinna Sigurðardóttir ón systur.
Innllegar þakklr fyrlr auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og
jarðarför bróður okkar
Meyvants L. Guðmundssonar,
Hrlngbraut 56.
Systkintn.
VANDIÐ VALIÐ - VELJIÐ VOLVO
T í M I N N, þrlðjudaginn 7. apríl 1964
15