Tíminn - 09.04.1964, Blaðsíða 8
riKraunaleikhúsið Gríma:
REIKNIV
Höfundur og leikstjóri: Erlingur E. Halldórsson
Gríma hefur aftur látið til sín
•heyra, og hsfur rnn leið skipt um
yfirskrift, kallar sig tilraunaleik-
hús í stað leikflokks. Orðið til-
raun er vel til fundið í sambandi
við Reiknivélina eftir Erling E.
Halldórsson og fleiri verk, sem
mætti á einhvern hátt draga í dilk
með þessum leik, en „hús“ lætur
undarlega í eyrum (samanber Leik
hús æskunnar) til auðkenningar
á félagsskap, sem hefur ekki sam
nefndu húsi á að skipa. En mjög
er ánægjulegt, að Gríma skuli
vera komin á stúfana. Satt að
segja var maður farinn að undr-
ast um þennan ágæta félagsskap,
sem hefur þegar unnið nokkur
minnisverð afrek.
Gríma hélt „pressusýningu" á
Reiknivélinni á mánudagskvöldið,
en þá var gagnrýnendum boðið.
Áður höfða farið fram tvær sýn-
ingar. Þetta var með ráðum gert
og skal ekki nánar farið út í það
hér, en möguleikinn er fyrir hendi
hjá hverju leikhúsi og kemur til
álita, ef ástæða er til að ætla, að
leikarar hafi gott af að jafna sig
með áhorfendum áður en frum-
sýning eða „pressusýning“ fer
fram.
Erlingur E. Halldórsson er nýr
leikritahöfundur, en reyndur leik
stjóri. Erlingur hefur starfað með
leikfélögum utan Reykjavíkur á
undanfömum árum og nýtur þess
auðvitað sem höfundur og leik-
stjóri Reiknivélarinnar. Viðfang
hans í Reiknivélinni er haldreip-
ið, það sem sumir kalla trú, eitt-
hvað til að reiða sig á. Allir reiða
sig á eitthvað: guð, stjórnvöldin
eða vissar „staðreyndir“ í umhverf
inu. Haldreipin eru skilgreind
með nöfnum, óháð mati, sjálf-
sögð. Lífsgrundvöllurinn riðar,
þegar haldreipin slitna. Menn
verða ráðviltir, dasaðir; einfeldn-
ingarnir skelkaðir og snúast til
vamar. Sumir berja frá sér og láta
einu gilda, hvem þeir lemjá.
Dæmin gefast: Sumir missa móð
inn, ef þeir fá ekki sinn skammt
af pólitízkri inngjöf eða gleyma
því sem stendur í blöðunum.
Það dregur úr mönnum kjark, ef
eitthvað stangast á við viðteknar
staðreyndir, utanaðlærðar formúl
ur eða reglubundið háttalag sjálf-
sagðra hluta. Allt er haldreipi með
an það heldur áfram að vera það
sem það sýnist, eins og það er
talið, bókað, kennt. Það verður
hluti af lífsskoðun, með vöru-
merki ímyndaðs sjálfstæðis.
Ef haldreipin bregðast eða gufa
upp, finnst manninum, að hann
geti í hvorugan fótinn stigið. Það
er því ekki lítið áfall, ef niður-
stöðutalan sem kemur úr óaðfinn-
anlegri reiknivél er yfirleitt önn-
ur en í reyndinni skal vera.
Frægur maður og kirkjunnar
þjón, minnir mig, sagði einhvern
tíma á þá leið, að hann efaðist
jafnvel um tilveru sína, ef hann
lokaði augunum. Þetta hefur
mörgum þótt of djúpt tekið í ár-
inni. Höfundur Reiknivélarinnar
virðist þeirrar skoðunar, að mörg-
um verði hált á því að trúa fast.
Leikurinn gerist á veitingastað
í Reykjavík. Persónur
eru fimm: Þormóður, hjálparmað
ur í húsinu, fyrrmeir eftirsóttur
vinnumaður í sveit og afburða
torfristumaður; Emanuel þjónn,
nokkuð við aldur; Natan B, gest-
ur hússins og mjögþenkjandi um
stjórnarfarið á leiðaravísu (geng-
ur með Morgunblaðið); Lilli og
Didí, ung hjón, komin til að
skemmta sér.
Natan B er kominn til að hitta
nafna sinn (eins konar fyrra sjálf
— gæti eins verið stjórnvöldin
eða blaðið sem hann gengur með),
en nafni Natans B hefur farið inn
í símklefann, fullyrðir þjónninn.
Natan B gengur um gólf og leiðir
þjóninum fyrir sjónir, hvernig þeir
ætla að tryggja jafnvægið: Leggja
skatt á bændur til styrktar sjáv-
arútvegi og öfugt . . . Natan B
rekur í vörðurnar, en þá grípur
hann lesninguna: Bændur eiga að
styrkja sjávarútveg til að sjávar-
útvegur geti styrkt iðnað og þá
ætti iðnaður að hafa eitthvað af-
lögu handa landbúnaði! Nafni
hans kemur ekki úr símanum, en
Natan B fær sér sjússa meðan
hann bíður
Uppi í loftinu hangir merkis-
gripur, ljósakróna, ekki í sam-
bandi við rafmagn, en lifir þó á
henni. Enginn hefur sérlegar á-
hyggju af krónunni nema Lilli,
sem er kominn til að skemmta sér.
Lilli horfir á krónuna og þykir
hún furðuleg, en þjónninn róar
hann og segir ,að krónan beri
einkenni sannra framfara.
Lilli ber þetta upp við konuna
sína, sem segir að veröldin sé
eins og hún er. Krónan tilheyrir
veröldinni, og án hennar væri
konan ekki sú sem hún er. Hún
trúir á guð og vill ekki hlusta
á efasemdir um ljósakrónuna.
Slíkt væri að efast um tilveruna
og guð. Þetta bara er svona. Kon-
an er hamingjusöm og byrstir sig.
Lilli er alveg ráðalaus, en það
sem bagar hann mest er að niður-
stöðutölumar, sem hann fær, þeg-
ar hann er að reikna á skrifstof-
unni, eru ekki réttar. Konan get-
ur upp á mörgu í þessu sambandi,
og síðast að það séu ósýnilegir
víxlar, sem rugla niðurstöðutöluna.
Lilli segir, að krónan hljóti að
vera í sambandi. Konan ljær ekki
máls á því, en verður skyndilega
hrædd við þetta ósýnilégá, sem
hleypur í reikninginn. Hún segir
Lilla að koma og kyssa sig, og þau
drekka áhyggjum sínum í kossum
og dansi.
Þormóði er heldur ekki um ljósa
krónuna og sýnir ótta hins frum- j
stæða manns, þar sem hann stend'
ur frammi fyrir einhverju, sem
hann skildur ekki. En Þormóður
setur traust á meðbróður sinn,
þjóninn, og leggur allt kapp á
að sanna verðleika sína fyrir hon-
um. Hann er sjálfstæður eftir lok-
unartíma og gengur með það skrif-
Emanúel þjónn, Erllngur Gfslason, og Þormóður, Bjarni Steingrímsson.
Lilli, Þorleifur Pálsson.
legt á pappaspjaldi um hálsinn.
Það verða Þormóði sár vonbrigði,
þegar þjónninn tekur spjaldið og,
klippir það sundur í smásnepla
með skærum, en með þessu spjaldi
var Þormóður áður búinn að sanna
gildi sitt og sjálfstæði.
Hér bregðast fleiri krosstré
Natan B lætur örmagnast, þegar
hann kemur að símaklefanum gal-
opnum og kemst að raun um, að
nafni hans er ekki þar og hvergi
í húsinu og hefur heldur ekki farið
út úr því. Þjónninn læzt einnig
furðulostinn yfir þessu, en stend-
ur í raun réttu á sama. Natan B
reiðir sig á Natan, þjóninn á ljósa-
krónuna, en þegar hún bregzt
virðist fokið í flest skjól leikper-
sóna. Það er þá, sem Þormóði hug-
kvæmist að hann gæti haft not
fyrir barefli.
Því er svo haldið til haga, að
ljósakrónan hafi kannski verið í
sambandi við rafstraum, og sam-
kvæmt þessu mætti leiða getum
að því, að Natan B sé hafður að
leiksoppi, og niðurstöðutalan skýr
anleg. Þetta er samt tæpast gefið :
í skyn, hvað þá undirstrikað. Eg
geri ráð fyrir, að þetta hugvitsam-
lega leikrit hefði ekki beðið
hnekki af því að véfengja allar j
þessar efasemdir.
Eg leiði hjá mér að flokka þetta
leikrit eða benda á erlendar hlið-
stæður. Sumir mundu kalla það
absúrd, en slíkt væri absúrd 1
sjálfu sér. Þó er þess að gæta, að
verk sem eru raunsæ í eðli sínu,
hafa fengið slíkt orð, — á hæpn-
um forsendum.
Erlingur Gíslason leikur hér
þjóninn Emanúel, er setur traust
sitt á reglubundið háttalag hlut-
anna í viðtekinni mynd. Erlingur
gerir hlutverkinu minnisverð skil,
og hef ég aldrei séð hann leika
betur. Svipbeitingin og fasið allt
var hnitmiðað og spekúleráð, og
gervi þjónsins, hvítur jakki,, svart
ar buxur og nokkur grá hár, hóf-
samlegt og markvisst. Samleikur
hans og Valdimars Lárussonar í
hlutverki Natans B var á-
ferðargóður í þessum hægferðuga
leik. Valdemar hélt vel á hlutverki
Natans B. óró hans, glóruleysi
og slappleika. Utanaðlærðar stjórn
málatöggurnar og slagorðin —
„við höfum lifað um efni fram“
— „landið er harðbýlt" voru að-
eins hæfilega ýktar, fyrri setning-
in með ábúðarmiklum svip, hin
með grátstafinn í kverkunum og
hönd á hjarta. Þetta kom kunnug-
lega fyrir sjónir.
Bjarni Steingrímsson fór með
hlutverk Þormóðar og varð býsna
drjúgur í velheppnuðu gervi þ,essa
fyrrverandi torfristumanns þótt
nokkur viðvaningsbragur skini í
gegn. Brynja Benediktsdóttir og
Þorleifur Pálsson, nýr leikari, fóru
með hlutverk hjónakornanna, Didi
og Lilla. Brynja fór léttilega með
hlutverkið, skýrt og hófsamlega
ýkt, og Þorleifur sýndi ísmeygi-
lega hægan. næstum frosinn leik,
sem verðskuldar eftirtekt. En
kéluhljóð þeirra !— eins konar
prump — kann ég ekki að meta.
Hér verður sagt að leikarar hafi
yfirleitt farið vel með það, sem
þeir höfðu úr að spila' og verkið
hugvitsamlega gert: samt er leik-
urinn í heild gisinn: Framvindan
í verkinu úlheimtir hægari leiks-
meðferð en efni þess þolir.
Benedikt Gunnarsson gerði leik-
tjöldin og Jón Ólafsson stjórnaði
Ijósum. Leiktjöldin eru sterk,
myndræn, er. sérstakt sjpnarmið
listmálara virðist hafa ráðið full
miklu. Jón Ásgeirsson lagði til
rímnalög, sem Þormóður kyrjar
baksviðs, harla kátlegar rímur.
Baldur Óskarsson
8
T f M I N N, flmmtudaglnn 9. aprfl 1964.