Tíminn - 09.04.1964, Side 13
Við seljum
Volkswagen ’63—’57.
Mozkowitz ’59 station
Caravan ’60
Zhephyr ’62
Zodiac ’58
Simca 31 ’63
Ford ’55 2ja og 4ra dyra
Chevrolet ‘55, 2ja og 4ra dyra
Willys-jeppi ’60. — Glæsilegur
bfll, ekinn 14 hundruð km.
Látið bíiinri standa hjá okkur
og hann selst.
LÁTIÐ SÍL.INN STANDA
HJÁ 0KKU3 CQ UANN
SELST
iir rauðar A
SKÍJLAGATA 55 — SfMl 15812
gbúðlr óskast
Höfum fjársterka kaupeiuV.ir
að íbú'ðum af flestum stærð-
um í borginni og Kópavogi.
TIL SÖLU:
2ja herb. íbúðir við Ásbraut,
Blómvallagötu, Langholtsveg.
3ja herb. íbúð við Shellveg.
Verð 350 þús., útborgun kr.
120 þús., eignarlóð. Bílskúr.
3ja herb. nýstandsett íbúð í
gamla bænum, með harðvið-
arhurðum, nýmáluð, laus
strax, eignarlóð.
3ja herb. íbúð við Miðstræti.
3ja herb. stór rishæð við Sig-
tún, laus eftir samkomulagi.
3ja herb. góð kjallaraíbúð við
Kvisthaga.
3ja herb. góð kjallaraíbúð á
Teigunum, 90 ferm., sér inn-
i gangur.....
3ja herb. hæð I timburhúsi við
Þverveg, verð kr. 360 þús. út-
borgun kr. 130 þús. Eignar-
lóð.
3ja herb. risíbúð við Laugaveg,
sér hitaveita, þvottur og
geymsla á hæðinni.
4ra herb. efri hæð, 120 ferm.,
á Teigunum. Bílskúr, góð
kjör.
3ja herb. ný og glæsileg íbúð
í háhýsi við Sólheima, tvenn
ar svalir, teppi á stofu og
holi, hagkvæm kjör.
5 herb. ný og glæsileg íbúð,
120 ferm., í vesturborginni.
Glæsilegt einbýlishús við Mel-
gerði í Kópavogi, fokhelt
með bílskúr.
Glæsilegar hæðir við Álfhóls-
veg og Hlíðarveg, fokheldar
með allt sér.
Steinhús við Langholtsveg, 4
herb. íbúð í risi og 3ja herb.
íbúð á hæð með herbergi í
kjallara. Stór ræktuð lóð.
Fyrsti veðréttur laus á báð-
um íbúðunum.
Timburhús við Suðurlands-
: braut, 5 herb. ibúð vel stað-
sett. Verð kr. 300 þús., út-
borgun kr. 100 þús.
6 herb. glæsilegar endaíbúðir,
130 ferm., við Ásbraut í
smíðum. Sér þvottahús á
hæð, miðstöð með sér hita,
tvennar svalir, tvöfalt gler.
Sameign á göngum og kjall-
ara fullfrágenginn, húsið
málað að utan með járn á
þaki.
Byggingarlóðir og grunnar í
Kópavogi.
ALMENNA
FASTEIGN ASALAN
LINDARGATA 9 SÍMI 21150
H3AIMTYR PETURSSON
ril SÖ3u:
vönduð 5 herb. íbúðarhæð.
(2: hæð a fallegum stað í Hlíð-
unum. Stærð 140 ferm. Sér hita
veita. Tvöfalt belgiskt gler. —
Harðviðarhurðir. Tvö snyrtiher
bergi. Rúmgott eldhús með
borðkrók. Tvennar svalir. Bíl-
skúrsréttui. Verzlanir rétt hjá.
Laus 14. maí.
2ja herb. íbúðarhæð í 7 ára
gömlu steinhúsi á fallegum
stað í Kleppsholti. Tvöfalt
gler, harðviðarhurðir. Bíl-
skúr.
3ja herb. íbúðarhæð (2. hæð)
í reisulegu timburhúsi
skammf frá miðborginni. —
Rishæðin getur fylgt, ef ósk-
að er, en þar mætti innrétta
4 ágæt herbergi. Sér hiti.
Stór bflskúr, sem mætti nota
fyrir smá iðnað. Eignarlóð.
Góðir greiðsluskilmálar.
Nýstandsett 3ja herb. íbúðar-
hæð í timburhúsi á góðum
stað í borginni. Steingólf.
Tvöfalt gler. Eignarlóð. Út-
borgun 210 þús. Laus strax.
Ný 5 herb. íbúðarhæð, ca. 135
ferm. í Kópavogskaupstað.
Sér inngangur. Góð lán áhvíl
andi. Laus eftir samkomu-
lagi.
Jörð í Skagafirði:
Nýtt steinhús. Tún ca. 9
hektarar. Góðir ræktunar-
möguleikar. Hrognkelsaveiði
og reki. Silungsveiði í heiðar
vötnum. Jörðin á hluta af
laxgengri á með mögu-
leikum til fiskiræktar. Þægi-
legir borgunarskilmálar.
Bændur, sem ætla að selja
jarðir á þessu vori, ættu að
tala við okkur sem allra fyrst,
m. a. með tillili til eignaskipta.
Köfum kaupendur
að húseignum og íbúðum af
ýmsum stærðum og gerðum í
borginni og nágrenni.
Útborganir oft háar. Eigna-
skipti koma stundum til
greina, Hringið í síma 22790,
Málflutningsskrifstofa:
Þorvarður K. Þorsteinsson
Miklubraut 74.
Fasteignaviðskipti:
Guðmundur Tryggvason
Sfmi 22790.
TIL S0LU:
3ja herb. ibúð
í smi'ðum í Kópavogi
4ra nerb íbúð
við Niörvasund
4ra herb íbúð
tilbúin undir tréverk í Kópa
vo&i
3ja herb risíbúð
við Lindargötu
3ja herb íbúð
í Skerjafirði
Einbýlishús
á Grimsstaðaholti.
Einbýlishús
I Kópavogi
Tvíbýlishús
við Óðinsgötu
7 herb. íbúðir í Háaleitishverfi
tilbúnar undir tréverk.
2ja herb. íbúð á Seltjarnarnesi
og Skerjafirði. Vægar út-
borganir og góð lán áhvíl-
andi.
4ra herb. risíbúð i Kópavogi.
Lóð undir tvíbýlishús
í Kónavogi.
3ja herb. sér íbúð
í tvíbýlishúsi í Kópavogi. —
Harðviðarinnrétting og teppi
á stoíu Laus 14. maí.
í SMÍÐUM
3ja og 4ra herb. íbúðir
á góðum stöðum í Kópavogi.
Útborganir frá 100 þús.
Endurskoðunar- oo
fasteignastofa
Konráðs Ó. Sævaldssonar
Hamarshúsinu við Tryggvagötu
5 hæð (lyfta)
Simar 20465—24034 og 15965
RABBAÐ VIÐ HRÓLF
Framhald af 9. síðu.
að ég hefði svikizt um að gæta
ánna.
Um haustið fór ég aftur ofan í
Reyðarfjör'ð til Bóasar á Stuðlum.
Það held ég, að hafi verið sá þakk
látasti húsbóndi, sem ég hefi unn-
ið hjá.
Á þessum árum fékk ég kaup
goldið á þann hátt, að ég fékk
framgengna á á hverju ári og fóð
ur fyrir tvær kindur. Bóas á Stuðl
um borgaði þetta svo rausnarlega,
að hann seldi mér sjálfdæmi að
velja hvaða á, sem ég vildi úr hópn
um. Fatnaðurinn var heldur ekki
skorinn við nögl hjá Bóasi Á þess-
um árum voru jakkarnir kallaðir
sloppar. Væru þeir fóðraðir, hétu
það tvenn föt. Fylgdu buxur með,
þá voru það þrjú föt, bættist vesti
við þá fjögur föt. Ýmist voru
menn ráðnir upp á þrjú eða fjögur
föt.
Ekki vit til að hræðast.
Eg var ekki hjá Bóasi um hríð,
en síðan var það um hausttíma,
að ég hafði ekkert ákveðið fyrir
stafni og var fenginn til að fara
með fé upp yfir Þórdalsheiði upp
að Hryggstekk hér í Skriðdal.
Varð þá úr, að ég réðist þar til
veturvistar og varð þar reyndar
í fimm misseri. Á þeim tíma hafði
ég fest nokkuð rætur í Skriðdal,
en samt höguðu nú örlögin því
þannig, að ég fór aftur ofan í
Reyðarfjörð. í það skipti'ð vann
ég jöfnum höndum á landi og sjó,
eiginlega þó mest til sjós. Lá vuð
úti í Breiðuvík á róðrarbátum, já,
og líka mótorbátum, sem þá voru
farnir að tíðkast hér eystra.
— En þú hefur ekki haft hug
á að ílengjast á sjónum?
— Nei, ég kunni illa við mig
á sjó, og hafi ég nokkum tíma
fundið til óyndis, þá var það
á fyrsta gangnadegi, þegar ég var
staddur úti á reginhafi. Ekki varj
ég þó sjóhræddur, því ég fékk^
an vitnisburð hjá formanni mín
Halldóri í Teigárgerði; að’ég
hefði ekki vit á að hræðast. .
Nei, ég festi sem sagt ekki yndi
á sjónum, og einn góðan veður-
dag axlaði ég mín skinn og hélt
aftur upp í Skriðdal. Fór vinnu-
maður að Mýrum til Stefáns, afa
Vilhjálms í þróttamanns Einars-
sonar. Þar fékk ég 100 krónur á
ári og hálfan mánuð frían. Var
sagður Kaupdrýgsti vinnumaður á
Fljótsdalshéraði á þeim árum, en
Stefán vai góður húsbóndi og
þakklátur
Að eigin búi.
— En þar kóm, að ég fór sjálfur
að búa. Nauðsyn rak mig til þess.
Þannig stóð á, að faðir minn og
móðir voru komin á efri ár og
komu þá bæði á mína vegu. Eg
settist því að að Hátúnum hér í
Skriðdal og hóf búskap upp á eig-
in spýtur. Þar hafði þá verið eyði-
býli í 4—5 ár, hús ákaflega léleg
og túnlaust. Þarna bjó ég nú samt
í fjögur ár. Árið 1912 tók ég svo
upp á því að gifta mig, Guðríði
Árnadóttur dónda í Hóllandshjá-
leigu í Borgarfir'ði.
Eftir tjögurra ára dvöl í Há
túniwn flutti ég mig um set og þá
að Vallaneshjáleigu. Þá var séra
Magnús Blöndal Jónsson í Valla-
neshjáleigu, áhugamaður um bú
skap. Séra Magnús var mikill
nákvæmnismaður í fjármálum.
Eina sögu sagði hann mér sjálfur,
sem sýnir það vel:
Hann gerði upp sjóð sinn um hver
áramót. Einu sinni vantaði hann
2 krónur, sem hann gat ehgan
veginn skilið, hvað hann hefðij
gert við. Hann braut heilann
mikið um það, en komst þó ekki
að neinni niðurstöðu. Nú liðu
nokkur ár . Þá var það eitt sinn,
að kona hans var að taka sundur
gamalt vesti af honum í bætur
Og hvað valt þá þar út úr, annað
en tveggja króna peningurinn,
Hinir margeftirspurðu
\
vestur-þýzku NYLON
sokkar
komnir.
Sendum gegn póstkröfu um land allt.
REGNBOGINN
Bankastræti 6 — sími 22135.
sem saknað haf'ði verið? Svona var
nákvæmnin.
Nú, jæja, ég var í Vallanes
hjáleigu í tvö ár, en fékk þá
byggða Hallbjarnarstaði í Skrið-
dal. Þá jörð keypti ég tveim árum
síðar, eða 1918. Þar bjó ég síðan
til 1951, að ég lét Magnús son
minn hafa jörðina. Og þar komum
við hjónin upp 8 börnum, sem öll
lifa.
Úr norðri og suðri.
— Þú ert búinn að vera Aust-
firðingur í 76 ár, en hvernig er
það, er ekkert austfirzkt blóð í
þér?
— Þa'ð ætla ég, að hafi nú ekki
verið mikið. Móðurætt mín er
vestur-skaftfellsk. Móðir mín var
Málfríður Sveinsdóttir, bónda í
Holti Sveinssonar. Móðuramma
mín var Katrín Þorkelsdóttir.
Þetta voru afkomendur séra Jóns
Steingrímssonar.
Nú, föðurættin er norðlenzk.
Faðir minn var Kristbjörn Guð-
varðarson fæddur í Hléskógum í
Grýtubakkahreppi. Norðlendingur.
Trúir ekki á töluna tíu hundruð
og þrjá.
— Finnst þér ekki hafa orðið
miklar framfarir í mannheimum,
Hrólfur, síðan þú manst fyrst
eftir þér?
— Framfarir? Jú, þær eru nú
svo miklar, að það er alls ekki
hægt að lýsa þeim, svona í fljótu
bragði. Nú setja ræktunin og
byggingarnar -mestan svip á sveit
irnar, og svo vélamenningin. Þetta
er ekkert erfiði miðað við það,
sem áður var, þegar allt var gert
með höndunum að kalla. En þó
er mun erfiðara að byrja búskap
nú en áður var. Nú er ekki hægt
að byrja nema hafa vélar til alls.
— Nú heyrist því fleygt, að
bændur eigi ekki að vera nema
1003, það sé hin eina sanna tala
í þeim efnum?
— Já, en ég get nú alls ekki
fallizt á hana. Eg hefi ekki trú
á að tíu hundruð og þrír bændur
fengju framleitt nægjanlega mikið
handa þjó'ðinni allri, og svo verð
ég nú ekki af þeirri skoðun skek-
jinn á gamals aldri, að heppilegra
sé, að menn búi sem mest að sínu,
en stórbændur drottni ekki ein-
ráðir yfir vinnufólki. Eg held
varla, að það geti verið framtíð-
Eftirmáli
(Góði Hrólfur minn.
Þegar ég bað þig um þetta við-
tal, átti það að koma á afmælis-
daginn þinn 8. marz. Af því varð
þó ekki, og er þar mér um að
kenna og í þetta skiptið urðu ann-
irnar að vegartálmunum. Þetta
vona ég nú, að þú reynir að fyrir-
ge£a um leið og ég þakka þér
ógleymanlegar, en því miður allt
of stuttar samverustundir, og
vænti þess, að gæfan fylgi ferðum
þínum á níunda tugnum, og hvar-
vetna á ökomnum tímum:
Þinn einlægur
Kristján Ingólfsson).
JÖRDIN
Grófargil í Seyluhreppi, Skagafirði, er til sölu og
ábúðar í næstu fardögum. Á jörðinni er gott íbúð-
arhús og nýbyggt fjós fyrir 30 kýr og 2000 hesta
hlaða, ásamt votheysgeymslu fyrir 500 hesta.
Ræktunarskilyrði á jörðinni eru mjög góð. Hey-
fengur jarðarinnar hefur verið um 1500—2000
hestar árlega. Áhöfn getur fylgt.
Tilboð í jörðina óskast, og er áskilinn réttur til
þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Nánari upplýsingar gefur Árni Sigurbjörnsson,
Grófargili, sími um Varmahlíð.
Aðvörun
Að marggefnu tilefni skulu menn varaðir við að
hefja byggingarframkvæmdir í Vatnsendalandi án
leyfis byggingaryfirvalda Kópavogskaupstaðar.
Mannvirki, byggð í óleyfi, verða fjarlægð á kostn-
að eigenda.
8. apríl 1964.
Bæjarstjórinn í Kópavogi
tTmTTTn, fimmtudaginn 9. apríl 1964.
13
\