Tíminn - 11.04.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.04.1964, Blaðsíða 1
 IIÉlliiH ■■ ■ /7 , í ■/^V^V'Í1 -: %/. •■■...... Hér á líkaninu fyrir neðan má má sjá legu hins nýja mið- bæjar og afstSSu hans til þeirra hverfa, sem fyrir eru í borginni, en hann á að liggja sunnan Miklubrautar með- fram Kringlumýrarbraut í Fossvog, eða þar sem Ijósu mannvirkin eru á myndinni. Það skal skýrt tekið fram, að þetta er aðeins tillaga, en ekki endanleg ákvörðun. (Ljósm.: Tíminn, K.J.) NYI MIDBÆRINN VID KRINGLUMÝRARBRAUT KJ-Reykjavík, 10. apríl. Drög að heildarsklpulagi fyrir Stór-Reykjavik, fram tfl ársins um, og í dag voru blaðamönnum 1983, er um þessar mundir mikið tU umræðu hjá borgaryfirvöldun- kynntar þær meginlínur í skipu- Iaginu, sem nú eru til umræðu. Kennir þar margra grasa, og er margt þar sem borgarbúum leikur cflaust forvitni á að fá vitneskju um. Umferðarkönnun, sem fram fór í september 1962, er ein megin undirstaðan, sem byggt er á í sam- bandi við skipulagið. Eltt af því sem fram kom á fundinum, er, að í undirbúningi er gerð nýs miðbæjar í Reykjavík. og á hann að liggja sunnan Miklu- brautar, meðfram Kringlumýrar- brautinni, sem nú er unnið að, og niður í Fossvog á móts við Borgarsjúkralmsið. Þessum nýja miðbæ er ætluð 30 ha. landsspilda, en til samanburð- ar má geta þess að núverandi mið- bær stendur á 18 ha. svæði. Þarna a að vera verzlunar- og skrifstofu hverfi. Borgarleikhúsi, Útvarpshúsi og Veðurstofu er ætlaður þarra staður og einnig er gjört ráð fyrir félagahúsum þarna. Stjórnaraðset- ur ríkis og borgar verða eftir sem áður í gamla miðbænum, en kom ið getur til mála, að tæknideildir borgarinnar fái húsnæði þama. Með því að koma upp nýjum miðbæ á þessu svæði,, léttir mikið a gamla bænum, en þó eru uppi miklar ráðagerðir um núverandi rniðbæ. Ætlunin er að gera Suðux- götu að mikilli umferðaræð frá höfninni og miðbænum. Verður hún í því skyni lengd í sjó fram bramhaio a 15 síðu. TÍZKUKJÓLAR ■ ••--r:.- ■ —' ** UR PAPPIR A 500 KRÓNUR! Nú geta konur farlð að kaupa sér pappírsföt, og þegar þær verða leiðar á þeim, má alltaf henda þelm í pappirskörfuna. Þetta er alveg tilvalin nýjung fyrlr þær stúlkur, sem ekki geta verið oftar en eitt kvöld í sama kjólnum. Myndin sýnir japanska fyrirsætu í glæsiiegum pappíra- kjól, sem grelnilega mundi sóma sér vel við hvaða tækifæri sem væri. Jafnvel í veizlunum, sem haldnar verða prins Philip til heið urs hér f sumar. Ekki vitum við, hvennig kjólarnir eru viðkomu, eða hvort þelr bresta, þegar frúrnar hneigja sig fyrir prinr- inum, og skrjáfa. En þetta er alla vega mjög skemmtileg nýj- ung fyrlr fátæka eiglnmenn ekki síður en hégómagjarnar stúlkur, þvi að verðið á einum svona síð- kjól er ekki nema rúmar 500 krónur. Myndin er tekin á tízku- sýningu, sem haldin var í Tokyo í Japan fyrir fjórum dögum, en þar voru eingöngu sýnd pappirs- föt teiknuð af frægum japönskum tízkuteiknara. ANASTASÍU-MALIÐ ER FYRIR RÉTTIENN Á NÝ EJ-Reykjavík 10. apríl. Anastasiu-málið svonefnda er cnn cinu si.nni komið fyrir rétt, að þessu sinni í Hamborg. Rúss- neski prófessorinn Sergius Rod- new, sem var góður kunningi Anastasíu prinsessu, yngstu dóttur síðasta iússneska zarsins, studdi í dag fuilyrðingu Anna Anders- son um, að hún væri Anastasía og því hinn rétti erfingi Roxan- off-milljonanna, sem nú eru gcymdar í Englandsbanka. Anastasiu-málið hófst árið 1928, þegar frú Tschaikowsky — seinna kallaði hún sig Anna Andersson — reyndi í fyrsta skipti að sanna að hún væri dóttir Nikulásar ann- ars, Anastasía Nikolajevna Rom- anova. En þessi krafa hennar kom illa heim við þá fullyrðingu, að allar dætur zarsins hafi verið drepnar í Jekaterinburg 17. júlí 1918. Anna Andersson sagði, að hún hefði aðeins særzt, og að henni hefði síðan tekizt að flýja til Þýzkalands. Fjöldi lögfræðinga, mannfræð- inga, sagnfræðinga og annarra, hefur öll þessi ár reynt að hjálpa frúnni fil þess, að sanna þessa frásögn sína Meðal þeirra var danski sendiherrann í Berlín, Her- luf Zahle, kammerherra, sem kom fram með, eftir langa og ná- kvæma rannsókn. fullyrðingu um, að frú Andersson væri Anastasía. Ætlunin var, að Zahle yrði kall aður í réttinn á sínum tíma. til þess að leggja fram rök sín, en hann dó í maí. 1941, áður en hægt var að kalla hann sem vitni. En lögfræðingar frú Andersson telja, að Zahle hafi með rann- sóknum sínum fundið mörg rök — og jafnvel sannanir — fyrir því, að frú Andersson væri Ana- stasía, og hafa því gert ítrek- aðar tilraunir til þess að fá af- hentar minnisbækur þær, sem hann sknfaði rannsóknir sínar í Framhald á 15 síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.