Tíminn - 11.04.1964, Síða 7

Tíminn - 11.04.1964, Síða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastióri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Simdrung eða samstarf Þegar frumvarp ríkisstjórnarinnar um hækkun sölu- skattsins var til meðferðar á Alþingi í janúarmánuði s.l., lögðu Framsóknarmenn til, að tekin yrði inn í frumvarp- ið eftirfarandi tillaga: „Ríkisstjórnin skipi átta manna nefnd — tvo frá hverjum þingflokki eftir tilnefningu þeirra — til að rannsaka efnahagsmál þjóðarinnar og leita samkomulags um aðkallandi ráðstafanir í þeim efn- um, er miði að því að hindra vöxt dýrtíðarinnar, halda atvinnulífinu í fullum gangi, auki framleiðslu og fram- leiðni og tryggi öllu vinnandi fólki viðunandi tekjur fyrir hæfilegan vinnutíma." Tillögu þessa rökstuddu Framsóknarmenn með því, að ástandið í efnahagsmálunum væri orðið svo alvarlegt, að nauðsynlegt væri að sameina alla krafta um lausn þeirra,' ef hægt væri. Stjórnarsinnar og stjórnarandstæðingar ættu að reyna að vinna að sameiginlegri lausn þeirra, þótt leiðir skildu að öðru leyti. Hér ætti að reyna að leita að því, sem sameinaði, en ekki sundraði í þessum málum. Þessi tillaga Framsóknarmanna hlaut stuðning Alþýðu- bandalagsins, en stjórnarflokkarnir höfnuðu henni með storkunar- og lítilsvirðingarorðum. Þetta var í samræmi við þau vinnubrögð, sem stjórnar- flokkarnir hafa fylgt síðan ,,viðreisnin“ kom til sögunn- ar. Þeir settu ,,viðreisnarlögin“ 1960, án þess að ráðgast nokkuð við stéttarsamtök bænda, launafólks eða útvegs- manna. Þeir réðust í kaupbindingarfrumVarpið á. síðastl. hausti, án þess að ræða nokkuð við samtök launþega áð- ur. Stefna þeirra hefur verið að stjórna með valdboðum | og þvingunarlögum í stað þess að leita samkomulags. Þetta er öfugt við þá aðferð, sem forsætisráðherra Dana hafði á síðastl. vetri, þegar efnahagslöggjöf var sett þar í landi. Hann náði samkomulagi við launþegasamtök- in áður en hann lagði lögin fyrir þingið. Skýringin á þessum vinnubrögðum stjórnarfloklcanna er sú, að forustumenn þeirra líta fyrst og fremst á sig sem fulltrúa stórgróðastéttarinnar og óttast að geta síður þjónað hagsmunum hennar, ef þeir þurfa að semja við stéttasamtök bænda og launþega. Þess vegna er valdboðs- leiðin tekin fram yfir samningaleiðina. Ef áðurnefnd tillaga Framsóknarmanna hefði verið samþykkt, hefðu fulltrúar allra þingflokka, ásamt full- trúum stéttanna, getað unnið að því undanfarna þrjá mánuði að athuga þessi mál og undirbúa lausn þeirra. í stað þess hefur bókstaflega ekkert verið gert. Þetta hlýzt af því að kjósa heldur leið sundrungar en samstarfs. Búfjártryggingar Ásgeir Bjarnason og þrír Framsóknarmenn aðrir lögðu fram á þingi í fyrra tillögu um búfjártryggingar og trygg- ingar gegn uppskerubresti og öðrum áföllum í landbún aði. Tillöguna dagaði uppi. Efni tillögunnar var það, að fimm manna milliþinga- nefnd yrði falið að undirbúa löggjöf um þessar trygging- ar og hafi hún til hliðsjónar lögin um aflatryggingasjóð sjávarútvegsins. Framsóknarmenn fluttu þessa tillögu í byrjun yfir- S standandi þings og hafði málinu nú vaxið svo fylgi, að einnig komu fram tvær aðrar svipaðar tillögur. Þessar tillögur hafa nú verið sameinaðar og samþykktar. Þess ber að vænta, að nefnd sú, er nú fær þetta má’ til athugunar, skili sem fyrst áliti. Iíér er vissulega ur mikilsvert mál að ræða. i Karl Kristjánsson, alþm.s Hvernig verður búsetu bezt hagað á isiandi? i. MIÐSTJ ÓRNARFUND'UR Framsóknarflokksins, sem hald- inn var 6.—8. marz sl., sam þykkti einróma svohljóðandi á- lyktun, sem er í fullu samræmi við yfirlýsingu flokksþingsins 1963: ,„Þjóðinni er lífsnauðsyn að byggja vel landið allt. í því skyni skal tryggja skipulega efl- ingu atvinnuveganna og stuðla að -jafnvægi í byggð landsins Unnið verði að því á næstu ár- um að gera heildarskipulag fyr ir öll héruð landsins og landið í heild, þar sem sérstök hliðsjón verði höfð af: að stuðla að sem beztri hagnýl ingu gæða lands og sjávar. að efla þéttbýl'iskjarna í dreif- býlinu, þar sem aðstæður leyfa. að stuðla að því, að landið verði byggt þannig og ræktað, að auðveldað verði samstarf og samhjálp í sveitum og skil yrði batni þar til menninga- og félagslífs. að á hverjum stað byggist helzt upp þær atvinnugreinar, sem þar hafa sérstök skilyrði til að blómgast. að unnið sé gegn því, að lífvæn- leg byggðarlög fari í eyði. 11 í framanritaðri ályktun kem- ur glöggt fram stefna Framsókn- arflokksms í búsetumálunum og afstaða hans til dreifbýlisins Þjóðin á að kappkosta að sitja, svo vel sem henni er unnt, land sitt allt. Hún á að vinna skipu lega að eflingu atvinnulifs á hverjum stað i þeim atvinnu- greinum, sem þar henta bezt. Viðurkenna ber þá þróunarþörf — og koma til móts við hana — að í héruðum eflist þéttbýl- iskjarnar, er verði viðskiptamið- stöðvar og iðnaðarhverfi og strjálbýlinu umhverfis til margs konar þjónustu og öryggis. Gera þarf áætlun um skipu lag byggðanna og haga fram kvæmdum i meginatriðum eftir því. Hraði framfaranna með stórvirkri tækni og kunnáttu. sem er komin til sögunnar, ger ir nú orðið slíkar áætlanir og skipulagningu nauðsynlega og aðkallandi. Fólki er mikilsvert að vita að hverju er þjóðfélagslega stefnt á hverjum stað. Ætti áætlunargerð um búset una meðal annars að geta orðið til þess að draga úr fólksflóttan um, sem á undanförnum árum hefur átt sér stað frá ýmsum stöðum. Búferiaflutningur til Reykja víkur og grenndar hennar ægir öðrum landshiutum. Fólkinu fjölgar orar í höfuðborginni en hún getur eðlilega tekið á móti Strjálbýlið geldur afhroð vegna fólksfækkunar, — og missir krafta til uppbygginga’ og framfara. III. Nýlega hefur Valdimar Krist insson, viðskiptafræðingur, birt athyglisverðai hugleiðingar um „Þróunarsvæði á íslandi“. Hanr er annar ritstjóri tímaritsin: Fjármálatíðindi", sem Seðla banki ísland. gefur út. Greii hans kom út í síðasta hefti tíma ritsins 1963, og hefur verið end urprentuð í sumum dagblöðun um. Valdimar Kristinsson lýsir því í nefndri grein, hvernig hann telur skynsamlegt, að byggðin á íslandi þróist. Ræðir hann þessi mál skýrt og rólega Dregur markalínur á kortum til glöggvunar, en er þó alls ekki einstrengingslegur. Sá, sem kann að vera honum ósammála — meira eða minna — hefur Karl Kristjánsson enga ástæðu til að ýfast, heldur telja þakkarvart að málin eru reifuð svo skilmerkilega. Ég vil ráðleggja mönnum að lesa grein V K. með athygli Hér er ekki rúm til að endur- segja hana, nema í örfáum drátt um. IV. V. K. talar um þróunarsvæði með þéttbýliskjörnum, en það er búsetuskipun, sem Framsókn arflokkurinn hefur fyrir all löngu talið æskilega. Reykjavík er mesti þéttbýlis kjarninn Þróunarsvæði Reykja- víkur relur V. K. að segja megi að nái , frá ofanverðum Borgar firði út á Reykjanes og austui undir Eyjafjöll.“ Á þvi svæði búi nú um tveir þriðju lands manna. Um Reykjavík sjálfa sem þétt býliskjarna segir hann: „Reykjavík og nágrenni er a góðri leið með að verða að 100 þús. manna borg. Þá mun hún á flestum sviðum geta boðið UPP á eins góð skilyrði til fjölbreytts atvinnuiífs, menningar og mennta eins og borg með 150 eða jafnvel 200 þús. íbúum. En það er einmitt sú stærð, sem Reykjavík gæti náð a næstu ára tugum. Því mun ör stækkun Reykjavíkur í framtí'ðinni ekki hafa sömu þýðingu fyrir þjóð félagið eins og verið hefur enda fara nu fólksfjöldans vegna að skapast skilyrði til myndunai annarrai borgar í landinu, auk höfuðborgarinnar.“ V. Borgin. sem V. K. vill mynda :il jafnvægis, er Akureyri. l " í sambandi segir hann: „Þegai mynda skal þróuna. >væði utan Suðvesturlands, hlýl ur miðbik Norðurlands að koma fyrst í hug Þar er mannfjöldinn mestur atvinnulííið fjölbreytt ast, stærstur bær utan Reykja- víkur og aðstæður að mörgu leyti svipaðav og í höfuðborg- inni, með minni bæi í nágrenn- inu og iandbúnaðarhéruð á báð- ar hliðar Bendir í rauninni flest til, að Akureyri sé- eini staður- inn á íandinu, þar sem hægt væri að mynda fullkomlega sjálfstæða borg á þessari öld aðra en, Reykjavík, enda myndi borg i nágrenni höfuðstaðarins verða mjög í skugga hans. Á hinn bóginn er Akureyri langt í burtu, og þar hefur þegar skap- azt mikilvægur grundvöllur fyr- ir borg.‘ Þróunarsvæði Akureyrar hugs- ar V K sér svæðið frá Suð- ur-Þingeyjarsýslu til Skag«* fjarðarsýslu, að báðum þeim sýslum meðtöldum, þar með að sjálfsögðu taldir, auk Akureyr- ar, kaupstaðirnir Húsavík, Ól- afsfjörður, Siglufjörður og Sauð- árkrókur Á þessu landssvæði telur hann að nú búi um 13.5% lands- manna Akureyri, sem er með rúm- lega 9 þús íbúa, segir hann að auka þurfi að sjálfsögðu mann- fjölda sinn verulega til þess að geta gegnt jafnvægishlutverki sínu. Skilyrði til þess eigi hún að hafa. Þar megi koma upp um- boðsstjórn í ýmsum málum fyr- ir Norður og Austurland. Margs konar iðnaður skipti þar miklu máli Staðsetja mætti þar í grennd stóriðju Efla þar menntastofnanir, hafa þar mið- stöð ferðamála o. s frv VI. V. K. segir, að „fleiri borgir en tvær geti ekki myndazt á ís- landi í næstu framtíð “ Hins vegar telur hann, að „þegar íitið er á aðstæður um allt land, virðast fjögur svæði vera líklegust til að geta fallið undir það. sem kalla mætti minni þíóunarsvæði Það er mið- hluti ýestfjarða með innan við 6 þús íbúa, norðurhluti Aust- fjarða. ásamt Fljótsdalshéraði, með yfir 6 þús. íbúa, norður- hluti Snæfellsness með 3 þús. íbúa og Vestmannaeyjar með tæpa 5 þús íbúa, en þæi hafa að sjálfsögði sérstöðu sem eyj- ar ‘ ‘ Utan við pessi sex þróunar- svæði taiar V K. um fjóra „mik- ilvæga athafnastaði.“ Þeir eru: Vatneyri og Sveinseyri (sem einn staður), Blönduós og Ilöfða kaupst. (einnig sem einn stað- ur), Raufarhöfn og Höfn f Hornafirð. Enn fremur segir þar: „Þróuuarsvæðin sex ásamt hinum fjórum athafnastöðum, sem ræti hefui verið um, höfðu 1. desembei i960: 159.500 íbúa eða 90% þjóðarinnar, og hefur þeim fjölgað að tiltölu síðan. Það eru því ekki margir, sem skildir tru útundan. ef svo má segja.“ Þá segir V H. einnig:: „Hér er að sjálfsögðu ekki verið að gefa í sxyn. aí) 10% þjóðarinnar eigi angrar þ.iónustu að njóta og þurfi sem fyrst að flytja til hinna 9'10 hlutanna En þjón- ustan við þessar dreifðustu byggðii yrði eðlilega mun minni en við ibúa þeirra svæða, sem ákveðið vær’ að byggja örast upp.“ Framhala á 13 slðu. T f M I N N, laugardagur 11. apríl 1964. 7

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.