Mosfellsblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 1

Mosfellsblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 1
Umhverfisverðlaun Mosfellsbæjar vom afhent á fjölskyldudeginum 28. ágúst s.l. Guðný Halldórsdóttir, form. Veitu- og umhverfisnefndar afhenti verðlaun- in. Fjölskyldur (f.v á myndinni) á Hamarsteigi 5, María Hákonardóttir og Erich Köppel, Hamarsteigi 7, Stefán Magnússon og Nína Magnússon og Hamarsteigi 9, Esther B. Gunnarsdóttir og Herberg Kristjánsson, fengu umhverfisverðlaunin í ár vegna upp- græðslu í brekkunni norðan við Teigahverfið, við lóðir þessara húsa við Hamarsteig. Þama hófu þau trjárækt laust eftir 1970 og voru öll samtaka frá byrjun. Stærstu kaupin á trjáplöntum var 1.000 stk í byrjun og síðan var bætt við ár eftir ár. Þama var áður kallað „Vindheimar“ en eftir að skógurinn stækkaði hefur veðurfarið gjörbreyst, enda er skógur- inn orðinn hávaxinn og skemmtilegir göngu- stígar um hann. - Oddgeir Amason, garð- yrkjustjóri mun ætla að skrá tegundir gróð- urs í þessum fallega brekkuskógi. G uðrún Hafsteinsdóttir og eiginmaður hennar Páll Aðalsteinsson í trjágarðinum við heimili þeirra að Bjarkarholti 1. - Guðrún hlaut umhverfisverð- laun í ár vegna mikils framtaks hennar í skógræktarmálum Mosfellinga. Ásamt manni sínum gekk hún í Skógræktarfé- lagið um 1968, en það var stofnað hér í Mosfellshreppi 20. maí 1955. Guðrún varð síðar gjaldkeri þess og þá formaður frá 1983. - Aðalátakið í skógræktarmálum varð 1990, þegar Landgræðsluskóga- átakið hófst. í Lága- felli setti félagið nið- ur um 20.000 plöntur það ár í sjálfboða vinnu og með aðstoð Vinnu- skólans voru alls settar niður um 60.000 plöntur, sem hafa dafnað vel og alls hafa farið niður um 700.000 tijáplöntur. Með starfi sínu hefur Guðrún glætt áhuga og árangur í trjá- rækt Mosfellsbæjar með mikl- um árangri. 7. TBL. 2. ÁRG. OKTÓBER 1999 Urðarholt 3ja herb. Skemmtlleg íbúð. íbúðin skiptist upp í stóra stofu, mjög hátt til lofts, baðherb.sem verður afhent flísalagt í hólf og gólf, barnaherb. með miklum innb. skápum, hjónaherb. m. miklum innb. skápum og eldhús með fulningainnr. Parket á stofu. Skemmtileg íbúð. Áhv. 3,0m. V.8,5m #1120 Markholt - 4-5 herb. Allt sér, allt nýtt. Mikið fyrir lítið. 4-5 herb. íbúð á 1 .hæö í fjórbýli 144 fm. íbúðin er öll endurnýjuð, nýjar innréttingar, nýir gluggar og gler, nýtt baðherbergi, nýtt á gólfum. Sérqarður og bílastæði. Falleg íbúð sem gefur mikla möguleika. Ahv. 6,0m. V. 10,9m. #1103 Stóriteigur endaraðhús. Endarraðhús á 2. hæðum ásamt innbyggðum bílskúr. Niðri er góð stofa, eldhús með borðkrók og búri innaf, stór forstofa með gestawc innaf og sjónvarpshol. Uppi eru 4 svefnherb. m. parket á gólfum og skápum, gengið út á stórar S-svalir úr hjónaherb. baðherb. flísalagt í hólf og gólf og þvottahús og N-svalir út af þeim. Bflskúr 22 fm. Áhv. 4,7m V. 13,5m #1119 Reykjavegur. Óinnréttað húsnæði, 112 fm. með 7 m. lofthæö. Möguleiki að kjallari fylgi með. Með því er hægt að innrétta allt að 250 fm. íbúð. Húsið stendur í útjaðri byggðar og því stutt út í náttúruna. Verð: 9.5m. Ýmsir möguleikar á greiöslufyrirkomulagi. FINNSKT BJÁLKAHÚS Reykjamelur- bjálkahús. 132 fm. einbýlishús - Finnst bjálkahús- með bílskúr. Húsið afhendist fullbúið að utan sem innan, utan innréttinga og gólfefna á baðherb. þvottahúsi og bílskúr. Grófjöfnuð lóð. Húsið skiptist upp í forstofu, 3 svefnherbergi, stofu, borðstofu og eldhús, gestasnyrtingu, baðherbergi, saunaklefa og bílskúr. Stutt út ( náttúruna. Húsið getur verið tilbúið til afhendinar á mjög stuttum tíma. Verð 13,2m # FYRIRTÆKI Húsgagnaviðgerðir-frábært tækifæri. Til sölu er húsgagnaviðgerðaverkstæði í fullum rekstri. Miklar vélar og miklir tekjumöguleikar fyrir laghenta aðila. Fyrirtækið er í eigin húsnæði í dag sem einnig er til sölu samtals 235 fm. Möguleiki er að kaupa hluta húsnæðisins. Allar nánari upplýsingar veitir Ástríður hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar. Verð á rekstri er kr. 3.950.000.- Hagstætt verð á húsnæði. Þverholt Mosfellsbæ- skrifstofu- verslunar- eða íbúðarhúsnæði. 70 fm. húsnæði á jarðhæð með sérin- ngangi. Húsnæðið ertilbúiö með gólfefnum og öllum lögnum. Möguleiki að nýta sem íbúð, skrif- stofur, verslun ofl. Verð 5,5.m. Ahv. 0 Þverholt-Mosfellsbæ- verslunarhúsnæði. Erum með 60. fm. verslunarhúsnæði á 1. hæð til sölu. Húsnæðið snýr út á bílastæði. Húsnæðið er laust nú þegar. Hugsanlegur möguleiki er að leigja plássið. V.4,5m Seljendur - Mosfellingar Vegna mikillar eftirspurnar eftir fasteignum í Mosfellsbæ er eignin stundum seld áður en hún kemst í auglýsingu. Sért þú ert í söluhugleiðingum þá endilega hafðu samband þvi líklegt að kaupandi sé á skrá hjá okkur. flflSTfllCNflSflLfl ÍMmLSflÆJflfl m Kjarna Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, Pósthólf 400 Ástríður Grímsdóttir, héraösdómslögmaður Þorbjörg I. Jónsdóttir, héraðsdómslögmaður

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.