Mosfellsblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 8

Mosfellsblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 8
Stjóm Heilsu- gæslu burt? Heilbrigðisráðuneytið hefur sent bréf til bæjarstjórna Seltjamamess og Mosfellsbæjar að Heilsugæslustöðvar bæjarfélaganna fari undir stjórn Heilsugæslunnar í Reykjavík. Bæjarstjóm Mosfellsbæjar hefur frestað málinu, en sendi það starfsfólki Heilsugæslu Mosfellsumdæm- is til umsagnar. Starfsfólkið hefur þegar svarað og er jákvætt því að yf- irstjómin færist til Heilsugæslu Reykjavíkur. Mun það vera í ljósi fyrri reynslu af stjómarformanni og framkvæmdastjóra Heilsugæslu Mos- fellsumdæmis, en þau hafa reyndar bæði hrökklast frá Heilsugæslunni, eftir afdrifarika stjómartíð. Iivosin gleymd og gralin Asíðasta kjörtímabili gekk mikið á að koma umhverfisskipulagi og deiliskipulagi Álafosskvosar á endanlegt stig, svo landnýt- ing og húsanýting kvosarinnar mætti vera öllum ljós. Þá átti að gera ýmsar endurbætur í kvosinni, merkja þar vistgötu og gera svæðið aðlaðandi. Þessi markmið virðast með öllu gleymd, þama er ónóg lýsing, dmlla og óaðlaðandi aðkoma, enda er eitt fyritækið, Hús- gagnavinnustofan að fara burt úr Mosfellsbæ, bæði vegna umhverf- isaðstæðna og þrengsla. Ljósi punkturinn er að Varmá virðist vera að hreinsast, sjóbleikjutorfa sást nýlega undir brúnni við kvosina. Um þessa götu er oft hratt og óvægilega ekið, innan um böm, viðskiptavini og vinnandi fólk. Hér á að vera merkt með vistgötu- merki, sem skannað hefur verið inn á þessa mynd, en ekki þeim merkingum sem ranglega hafa verið upp settar. Ef ekki em sett upp vistgötumerki, standast ekki ákvæðin fyrir dómi en þau em m.a. þessi: „Heimilt er að dveljast og vera að leik á vistgötu. Þar ber að aka mjög hœgt, að jafnaði eigi hraðar en 15 km. klst. Ef gangandi vegfatandi er nœrri má eigi aka hraðar en á venjulegum göngu- hraða. Ökumaður skal sýna gangandi vegfaranda sérstaka tillits- semi og víkja fyrir honum. Gangandi vegfarandi má eigi hindraför ökutœkja að óþötfu. “ Samkvæmt gildandi deiliskipulagi þama skal vera vistgata og starfandi og búandi fólk á svæðinu á kröfu til þess að þeim ákvæðum verði framfylgt af hálfu bæjaryfirvalda. Þann 1. október s.l. tók hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands ásamt Hönnu Kristleifsdóttur fyrstu skóflustunguna að nýju íþróttahúsi og sundlaug að Reykja- lundi. Boðið var til kaffisamsætis á Reykjalundi að þessari athöfn lokinni, sem var þessu virta endurhæfingarsjúkrahúsi mjög mikilvæg. Sambýli fatlaðra Þann 27. ágúst s.l. var opnað sambýli fyrir fatlaða í tveimur íbúðum að Hulduhlíð í Mos- fellsbæ. Ibúðimar em í eigu Mosfellsbæjar, en leigðar Svæðisskrifstofu fatlaðra á Reykjanesi. - Sr. Jón Þorsteinsson fór með blessunarorð við þessa athöfn, sem allmargt fólk var viðstatt. Fimm einstaklingar búa í íbúðunum, sem eru smekklega búnar. Þama er um mjög ánægjulegan viðburð að ræða, en þrátt fyrir þessa úrlausn munu urn 13 fatlaðir einstaklingar í Mosfellsbæ bíða enn eftir slíku sambýli. í síðustu bæjarstjómarkosn- ingum hafði enginn framboðslistanna þetta málefni á málefnaskrá sinni, nema M-listinn og er vel að málefnum framboðsins skuli fylgt eftir með þessurn hætti. Frá vígsluathöfn húsnœðis fatlaðra, önnurf.v. er Vibeke Þorbjömsdóttir, forstöðukona. BÍLAVERKSTÆÐI Guðvarðar og Kjartans Önnumst aliar almennar blfreiðaviðgerðir, jeppabreytingar, rennismíði, sprautun o.fl. Flugumýri 16 c, Mosfellsbæ Sími 566 6257 - Fars. 853 6057 Fax 566 7157 FRAMKÖLLUN WMOSFELLSBÆ Þverholti 9 Sími: 5668283 Framköllum bœði lit- og svarthvítar filmur. Tökum eftir slidesmyndum og nú getum við Uka tekið passamyndir. Vönduð vinna - Lipur þjónusta - Opið mánudaga - föstudaga frá kl. 10 - 18

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.