Mosfellsblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 6

Mosfellsblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 6
Meistaraflokkur Aftureldingar varð íslandsmeistari í 3.deild karla í knattspymu sunnudaginn 5.september síðast- liðinn. Eftir að hafa sigrað Huginn/Hött í undanúrslitum með 6 mörkum gegn fjómm, þá mætti liðið KIB í úrslitum um fslandsmeistaratitillinn á Varmárvelli í Mosfellsbæ. Bæði liðin voru búin að tryggja sér sæti í 2. deild að ári svo að þama var heiðurinn að veði. Veður var hið besta á með- an leiknum stóð og voru um hundrað áhorfendur á vellinum. Leikurinn fór mjög fjörlega af stað og eftir aðeins sjö mín- úta leik þá skoruðu okkar menn fyrsta mark leiksins og var þar á ferðinni Ragnar Egilson. Eftir þessa góðu byrjun bjuggust margir við stórskemmtilegum leik með mörgum mörkum, en svo var nú ekki. Leikurinn þróaðist hins vegar út í miðjuspil og þegar einhver hætta var á ferð- um stóðu vamir beggja liða fast á sínu. Það var ekki fyrr en á 88 mínútu að ann- að mark leit dagsins ljós, þar var á ferðinni Þorvaldur Amason en hann lék mark- vörð KÍB sundur og saman áður en hann lagði boltann í netið. Þar með innsigl- aði Þorvaldur sigur Aftúreldingar þar sem tíminn var orðinn of naumur fyrir KIB. Mikil fagnaðarlæti bmtust út í leikslok enda erfiðri og langri baráttu nú lokið. Það var síðan Geir Þorsteinsson framkvæmdarstjóri KSI sem afhenti Geir R. Birgis- syni fyrirliða Aftureldingar bikarinn að viðstöddu fjölmenni. Utmjón l'('un littff: ■ l'dt) rr-ííJS )ma upplýsingum og fréttum í blaðið geta haft samband í síma 8618003 urelfHng upp í 2. dei Endurhefmtu tftilinn Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ er ekki búinn að vera starfræktur í mörg ár, þrátt fyrir það hafa ótrúlega margir efnilegir kylfingar litið dagsins ljós hjá klúbbnum undanfarin ár. Flestir Mosfellingar ættu nú að vera orðnir kunnir stelpun- um okkar sem hafa unnið hvem sigurinn á fætur öðmm en í dag eru þær allar meðal bestu kven- kylfinga landsins. Þó þær hafi unnið til marga ís- landsmeistaratitla, þá voru þær ekki fyrstar til að vinna titill fyrir golfklúbbinn. Það var ungur piltur að nafni Tómas Jónsson sem gerði það árið 1991 er hann sigraði á Landsmóti unglinga 15-18 ára. Tómas gekk í klúbbinn árið 1988 og aðeins þrem- ur ámm síðar var hann orðinn besti unglingur landsins undir 18 ára aldri. í dag er þó Tómas að mestu hættur og hefur undanfarinn ár verið við nám í Noregi. Mjög góður árangur náðist í sveitakeppni kven- na sem haldin var í Grafarholti í ágúst síðastliðn- um, þær Helga Rut, Nína Björk, Katnn Dögg, Snæfríður og Eva áttu þar titill að verja og stóðu sig afbragðsvel miðað við þá miklu pressu sem mæddi á þeim. Sveit Golfklúbbs Reykjavíkur sigraði en stelpumar okkar náðu öðm sæti á undan Golf- klúbbi Keilis en í því liði er Islandsmeistari kvenna í ár, Olöf María. Eftir þennan góða árangur fóm stelpumar fullar sjálfstrausts saman í sveitakeppni unglinga og þar endurheimtu þær titil sinn sem þær töpuðu í fyrra. A Landsmóti unglinga sem haldið var í Vest- mannaeyjum í ágúst síðastliðnum vom kylfingar úr Golfklúbbnum Kili mjög sigursælir. Hjá stelpum í flokki 15-18 ára varð þrefaldur sigur, Helga Rut Svanbergsdóttir sigraði mjög ömgglega stöllur sín- ar en í öðm sæti var Nína Björk Geirsdóttir og í því þríðja varð Katrín Dögg Hilmarsdóttir. Magnús Lámsson unglingameistari Kjalar stóð sig einnig vel en hann lenti í 3. sæti í flokki pilta 13-15 ára. Enn einn titilmn Handknattleikslið Afturelding- ar sigraði á Reykjavík Open sem haldið var helgina 3-5. september síðastliðinn. Öll helstu hand- knattleikslið landsins voru með og var liðum raðað niður í riðla. Afturelding mætti Víking, Haukum og Fylki í riðlakeppn- inni og vann alla leikina, síðan mætti liðið Fram í 8-liða úrslitum og var sá leikur nokkuð spenn- andi framan af en þá skiptu leik- menn Aftureldingar um gír og unnu yfirburða sigur. I undanúr- slitum var leikið við IR og sigraði Afturelding eftir spennandi leik, en strákamir í Breiðholtinu eru með mjög gott lið undir stjóm Jóns Kristjánssonar og á ábyggi- lega eftir að gera góða hluti í vet- ur. I hinunt undanúrslitaleiknum mættust Valur og KA og marði KA þar sigur með einu marki. IR og Valur léku því um þriðja sætið og vann ÍR þann leik nokkuð ör- ugglega. Fjölmenni var mætt til að horfa á úrslitaleikinn sem háður var í Austurbergi enda margir orðnir mjög spenntir fyrir komandi leik- tímabil. KA menn komu sterkir til leiks en þegar rúmlega 15 mín. vom liðnar af leiknum var Afturelding komið í aksturssætið og ekki aft- ur snúið. Afturelding sigraði KA með 29 mörkum gegn 25 og var Bjarki Sigurðsson markahæstur í leiknum með 13 mörk. Bergsveinn Bergsveinsson var ekki með í leiknunt þar sem fyrr um daginn hafði kona hans fætt þeim annað stúlkubam og óska Mosfellsfréttir þeim hjónum til hamingju. Auk þess sem Beggi var ekki með þá voru þeir Sigurður Sveinsson og Einar G. Sigurðs- son ekki heldur með vegna meiðsla. sunnudaginn 17. okt. kl. 20:00 að Varmá Uppákoma klukkutíma fyrir leik 0 tlosfi'llshliiAIA

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.