Tíminn - 12.04.1964, Page 15

Tíminn - 12.04.1964, Page 15
NÓTABÁTAR Framhald af 1. síðu. vandræSi. Bílstjórar verða oft að vaka allar nætur við að flytja fisk, en halda svo áfram á daginn líka, þar eð ekki er tvísett á bílana. Þykir mörgum hart, að heimabátar eru ekki alltaf látnir ganga fyrir um landanir. Aflahæsti Grinda- víkurbáturinn er Áskell með 821 lest, en næsthæst Þorkatla með 803 lestir. Margir bátar eru svo með milli 700—800 lestir frá ára mótum. Eins og oft hefur verið skýrt frá í fréttum, hefur orðið að gefa vinnufrí í gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum, enda berst gífur legur afli þar á land dag hvern. Sömu sögu er að segja um Þor- lákshöfn, og þaðan eru keyrðir tugir bíla af fiski marga daga vik unnar, en oft hafa komið þar á land 400—500 lestir á nóttu, þeg- ar bezt gengur, en engin leið er að vinna allan þann afla á staðnum. Veiði Ólafsvíkurbáta hefur ver- ið.ágæt að undanförnu. Hafa bát- arnir fengið frá 10 í 25 lestir á dag. Aflahæsti báturinn er Stapa fellið með um 1100 lestir frá Ára mótum. LISTAMANNALAUN Framhald af 16. síðu. Helgason prófessor, Jón Óskar, Jón úr Vör, Jónas Árnason, Jök- ull Jakobsson, Karen Agnete Þór- arinsson, Kristinn Pétursson list- málari, Kristján frá Djúpalæk, Magnús Á. Árnason, Nína Tryggvadóttir, Ólöf Pálsdóttir, Óskar Aðalsteinn, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigurður A. Magnús- son, Sigurður Þórðarson, Sigurjón Jónsson, Skúli Halldórsson, Stef- án J;úlíusson, Valtýr Pétursson, Veturliði Gunnarsson, Þorsteinn Valdimarsson, Þórleifur Bjama- son, Þóroddur Guðmundsson, Þór- unn Elfa Magnúsdóttir, Örlygur Sigurðsson. 12 ÞÚSUND KRÓNUR: Ágúst Sigurmundsson, Árni Jónsson, Ak- reyri, Egill Jónasson á Húsavík, Einar Bragi, Einar M. Jónsson, Eyþór Stefánsson, Filippía Ki'ist- jánsdóttir (Hugrún), Fjölnir Stef- ánsson, Gísli Ástþórsson, Gísli Ólafsson, Guðmunda Andrésdóttir, Gunnfríður Jónsdóttir, Hafsteinn Austmann, Helgi Pálsson, Helgi Valtýsson, Hjálmar Þorsteinsson, Hofli, Hjörleifur SigurlSsson, Hrólfur Sigurðsson, Hörður Ágústsson, Ingólfur Kristjánsson, Jakob Jónasson, Jórunn Viðar, Karl Kvaan, Kári Tryggvason, Leifur Þórarinsson, Margrét Jóns- dóttir, Oddur Björnsson, Rósberg G. Snædal, Sigríður Hagalín, Sverrir Haraldsson listmálari, Vig- dís Kristjánsdóttir, Þórkell Sig- urbjömsson, Þorsteinn frá Hamri. SJÓNVARPSTÆKI Framhald ai í. síðu. Svo virðist sem ekkert eftir- lit sé haft með því, hvernig sjónvarpstæki eru flutt inn. — Það virðist til dæmis alveg ó- þarfi að flytja inn 525 línu tæk in, og valda þannig kaupendum fjárhagslegu tjóni og óþægind- um, þegar hér á að nota 625 línu tæki, sem jafnframt án fyrirhafnar og kostaðarauka, geta tekið á móti amerískum sendingum. En hér virðist að- eins gilda sjónarmiðið um að selja, og er illa farið að notfæra sér þekkingarleysi kaupenda é þennan hátt. í Evrópu er nú verið að sarr eina móttökuna, þannig að ein ungis verði notazt við 625 línu tæki, eða 5,5 M-rið/s á rnóti 4,5 M-rið/s í amerískum tækj- um. Bretar em nú með 405 línu tæki og segja að það muni kosta um tuttugu pund að breyta þeim fyrir Evrópukerf- ið. Frakkar vora með 19 línu tæki, en era búnir að breyta þeim. SLYS I SVINAHRAUNI Framhald at 16. síðu. var á leið til Reykjavíkur úr Ár- nessýslu. Um sjö í gærkvöldi varð harður árekstur á Þrengslaveginum nýja, rétt á móts við Meitilinn. Rákust þarna saman Volvo vörubíll sem var á leið austur í Þorlákshöfn og Opel Kadett bíll nýr. Opellinn skemmdist mjög mikið, og sömu- leiðis urðu nokkrar skemmdir á vörabílnum. Ökumennirnir voru einir í bílunum og sakaði hvorug- an. STYTTRA EN í DALI Framhald af 1. s(3u. New York, verður aðeins sex tíma flug með Canadair-vélum Loftleiða og þangað er flogið tólf sinnum í viku, eða nærri tvisvar á dag. Til Luxembourg, sem er í hjarta Vestur-Evrópu, stutta leið frá flestum stórborgum þar, eru um það bil daglegar ferðir í sumar, og með nýju Canadair-vélunum tekur flugið ekki 'nema fjórar stundir. Til London fljúga flug- íélögin fjórum sinum í viku. Þar af Flugfélagið þrisvar beint, og tekur flugið ekki nema 6 stundir. Við Glasgow eru einnig góðar sam göngur, því þangað fljúga flug- félögin níu sinnum í viku. í Nor- egi eru átta lendingar í viku, fimm í Oslo og þrjár á vestur- ströndinni. Flugfélögin fljúga einnig til Gautaborgar, Helsinki, Amsterdam og síðast en ekki sízt vikulega til Vogeyjar í Færeyj- um. Þess má einnig geta, að PanAm hefur stofnað til beins þotuflugs frá Keflavík til Berlínar, einna umtöluðustu borgar heims. Ekki má svo heldur gleyma skipafélög- unum, sem hafa á sumrin tíðar áætlunarferðir til Danmerkur, Skotlands og Noregsstranda. Þróunin í samgöngum þjóðar- innar út á við, hefur verið gífur- leg frá því á fyrstu árunum eftií stríð, þegar menn urðu nærri ein- göngu að treysta á stopular skipa- ferðir. Nú er ekki nema fjögra stunda flug ti. miðs meginlands Evrópu, en lengra er að fara vest- ur í Dau. BRÉF FRÁ SKAGASTRÖND Ávarp til alþingismanna Norð, uriandskjördæmis vestra. Hinn 25. janúar s.l., sendi hreppsnefnd Höfðahrepps bréf til allra þingmanna kjördæmisins. í bréfi þessu lýsir hreppsnefndin atvinnuástandi staðarins nú og undanfarin 2 til 3 ár. Einnig bendir hún á leiðir, sem gætu komið til greina og að gagni, ef alþingismennirnir vildu samein- aðir starfa að framgangi þeirra, annaðhvort með frumvarpi á Al- þingi, útvegun fjármagns, eða eftir öðrum leiðum, sem þeir teldu æskilegar. En það sorglega skeð- ur, að enn í dag er okkur Skag- strendingum ekki kunnugt um, að okkar háttvirtu alþingismenn og fulltrúar séu famir að láta svo lítið að koma saman og ræða efni bréfsins, hvað þá svara því. Hvað veldur slíkri framkomu þingmanna gagnvart kjósendum sínum? Telja þingmennirnir, að á þeim hvíli engin ábyrgð né skyldur gagnvart kjósendum, sem komið hafg þeim á þing og treyst þeim til að vinna dyggilega að framgangi mála fyrir kjördæmið? Eða kannske þeir séu uppteknir af öðrum og stærri málum, svo að þeir gefi sér ekki tíma til að ræða slík ,,smámál“ sem þetta. Vandræðaástand ríkir nú í at- vinnumálum staðarins, þótt full- trúar hreppsnefndar hafi átt tal við þingmennina hvern fyrir sig. Þeir hafa sagt, að ekkert væri hægt að gera, sem að gagni mætti koma. Og sennilega búast þing^ mennirnir við, að Skagstrending- ar fagni þeim fjarska vel, næst þegar þeir koma í framboðshug- íeiðingum, brosandi að vanda og ánægðir með sjálfa sig yfir unn- um sigrum og afrekum í atvinnu- og framfaramálum kjördæmisins. Ellefta happdrættisár DAS íbúð eftir vali - hvar sem er á landinu GB-Reykjavík, 11. apríl. Happdrætti DAS hefur starfað í tíu ár og veltan tífaldazt. Seldir happdrættismiðar á þeim tíma fyr ir rúmar 156 milljónir kr., nærri hundraði verið greitt í vinninga og 38 milljónir greiddar til Dvalar heimilis aldraðra sjómanna. Út hafa verið dregnar samtals 142 íbúðir, fjögur raðhús, og eitt ein- býlishús, 246 bifreiðir, auk ann- arra vinninga. Næsti stórvinning- ur verður nýtízku einbýlishús að Sunnubraut 34 í Kópavogi, sem verður almenningi til sýnis á laug ardögum og sunnudögum frá kl. 2—10 síðdegis á næstunni og aðra daga kl. 7—10 síðdegis. En sala á lausum miðum er hafin. Endur- nýjun ársmiða og flokksmiða hefst 13. apríl, Með ellefta happdrættisári verð ur sú breyting á rekstri þess, að 40% hagnaðarins verður varið til bygginga hentugra íbúða fyrir aldrað fólk um land allt, en sá sjóður verður í vörzlu Trygginga stofnunar ríkisins Hinum hluta hagnaðarins verður áfram varið til áframhaldandi uppbyggingar Dval- arheimilisins Happdrættið hefur nú fengið leyfi til að hætta sjálft bygging- um happdrættisíbúða, en íbúða- vinningar munu framvegis verða Nú spyrjum við: Er réttara og æskilegra fyrir ríkisvaldið að leggja svona kauptún í eyði með um 650 íbúum, heldur en leggja fjármagn í iðnað, sem bjargað gæti þá tíma ársins, sem minnst væri að gera? Við höfum t.d. rætt um tunnu- verksmiðju sem byrjunarlausn og, bent á, að ekki mundi þurfa að byggja húsnæði til að byrja með fyrir slíka starfsemi þar sem síld- arverksmiðjur ríkisins eiga hér á staðnum ónotað húsnæði, sem trú- lega mætti notast við fyrst um sinn. Vélar í slíka verksmiðju myndu ekki kosta mikið yfir 2 millj. króna. Sýnist okkur því ekki vera um það mikla fjárfest- ingu að ræða, að ekki sé kleift fyrir það opinbera að hjálpa okk- ur með gangsetningu slíkrar verksmiðju, sem gæti veitt vinnu 30—40 manns. Nú segir e.t.v. einhver, að skynsamlegra væri að reisa tunnuverksmiðju fyrir austan eða sunnan, — þar sé síldin — en þvi er til að svara, að hér er vinnuaflið ónotað og atvinnuleysi, en þar þyrfti sennilega að flytja inn fólk til þess að vinna við þessa grein iðnaðar, og svo hitt, að þó að síldin hafi haldið sig fyrir Austurlandinu á sumrin og svo fyrir Suðurlandinu nú síðari vetur, er enginn kominn til að segja, nema hún taki upp á því, að koma hér á Húnaflóa aftur, og þá væri tunnuverksmiðja ekki talin illa staðsett hér. Á yfirstandandi þingi flytja þrír þingmenn, þeir Björn Pálsson, sr. Gunnar Gíslason og Benedikt Gröndal, þingsályktunartillögu um athugun til úrbóta í atvinnumál- um á þeim stöðum, sem harðast eru úti og atvinnuleysi mest þjá- ir, og er ekki nema allt gott um þá tillögu að segja, verði hún að lögum. En hætt er við að hún muni verða seinvirk, þar sem um rannsókn um allt landið er að ræða. Vart er því að reikna með, að þær ráðstafanir kæmu Skag- strendingum að gagni næstu ár, og þá um seinan. Einnig flutti Ragnar Arnalds þingmaður, til- lögu svipaðs efnis, og benti á leiðir, sem að gagni mættu koma. En hans tillaga miðast fyrst og fremst við Norðurlandskjördæmi vestra og Strandasýslu, því að á þessu svæði mun vera hvað verst atvinnuástand á öllu landinu, eins og sakir standa, og teldum við því að heppilegra hefði verið fyrir alla þingmenn kjördæmis- ins að flytja þá tillögu saman, þar sem hún miðast fyrst og fremst við þá staði, sem hvað verst eru settir í atvinnumálum, og það er þeirra kjördæmi. Að endingu vildi ég- skora á þingmenn kjördæmisins, að koma saman hið bráðasta og ræða efni bréfs þess, sem hreppsnefnd Höfða hrepps sendi þeim, og reyna að finna viðeigandi lausn atvinnu- málanna í samráði við hrepps- nefnd. Verði þeir ekki við slík- um tilmælum okkar, þætti mér ekki ósennilegt, að þeir gætu sparað sér ferðir til Skaga- strandar til fundarhalda og lof- orða, sem góður tími hefur verið til hjá þeim fyrir allar kosning- ar, þótt lítt hafi orðið úr efnd- um, enda trúlega fækkað kjós- endum. * Virðingarfyllst. Skagaströnd, 2. apr. 1964. Gðmundur Lárusson. Landsfíokkaglíman verður háS í dag eftir eigin vali vinnenda sjáífra fyrir tiltekna upphæð, greiddir gegn eignaheimildum (þ. e. af- rit lóða- eða kaupsamninga). Mun þetta öllum til hagræðis, hvar sem er á landinu, þar sem hver og einn vinnandi getur þá keypt, byggt eða breytt eftir eigin vali. Bílar verða samtals 48, 4 í hverj um mánuði, 18 valdir, hinir eftir eigin vali vinnenda fyrir kr. 130 þús. hver. Vinningum fjölgar mikið, eða úr 150 í 200 á mánuði. Mánaðarverð miðans verður kr.! 60.00, ársmiðinn 720.00. Tala út-1 gefinna miða óbreytt. Húsbúnaðarvinningar eftir eigin vali verða að upphæð 5 þús., 10 ; þús., 15 þús., 20 þús.. og 25 þús. krónur. Heildarverðmæti vinninga verður 28.091,000.00. Aðalvinningur ársins, útdreginn í 12. flokki er einbýlishús að Sunnubraut 34, Kópavogi, fullgert með bílskúr og frágenginni lóð. Húsið er 151,8 ferm.. bílskúrinn ásamt geymslti 37,9 ferm. Verð- mæti kr. 1,300.000.00 Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni, byggt af Þórarni Þór- arinssyni. Þórarinn Ingi Jónsson hefur annazt frágang lóðar. Húsgagnasýning verður í hús- inu og verður til sýnis fram til 4. maí. Landsflokkaglíman 1964 verður háð að Hálogalandi í dag og hefst klukkan 16. Þátttaka í þessu glímumóti er mjög góð og bendir til þess, að gróska sé nú áð fær- ast í íslenzku glímuna. Til keppni eru skráðir 35 glímumenn frá 5 télögum og héraðssamböndum. Keppt verður í þremur þyngd- arflokkum fullorðinna og tveimur aldursflokkum drengja. Nýmæli er, að nú verður í fyrsta sinn keppt á tveimur glímupöllum samtímis. Meðai keppenda í 1. pyngdarflokki eru Ármann J- Lárusson, Kristmundur Guðmunds son og Lárus Lárasson. Má búast við skemmtilegri keppni þessara aðila. Það er Glímudeild Ármanns, sem sér um framkvæmd mótsins, og eru mótsstjórar þeir Gunnlaug- ur J. Briem og Rúnar Guðmunds- son. Yfirdómarar eru þeir Ólafur H. Óskarsson og Þorsteinn Krist- jánsson. Þakka innilega öllura sem minntust mín á fimmtugs- afmæli mínu 21. f. m. meS heimsóknum, gjöfum og góð- um óskum. — Lifið heil. Lilja Árnadóttir Hvolsvelli f [ M I N N, sunnudagur 12. apríl 1964. \ 15

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.