Tíminn - 14.04.1964, Blaðsíða 5
T í M I' N N, þrlðjudagur 14. apríl 1964. —*
Frá leik FH og Fram í kvennaflokkl. Þarna brýit ein FH-stúlkan í gegn
um vörn Fram og skorar. F'H vann með 9:6.
Úrslit nálgast
/ kvennafíokki
Tveir leikir fóru fram í
meistaraflokki kvenna á laug-
ardagskvöld að Hálogalandi.
í fyrri leiknum mættust Vík-
ingur ojí BreiSablik, en í þeim
síðari FH og Fram. Hvorugur
þessara leikja hafði áhrif á
baráttuna um efsta sætið, þar
sem Valur og Ármann bítast
um titilinn.
Víkingur og Breiðablik háðu
nokkuð jafna baráttu, og var
leikurinn skemmtilegur. Víkings-
stúlkunum vegnaði betur í fyrri
hálfleik og höfðu yfir 7 : 2. í síð-
ari hálfleik sóttu Breiðabliks-
stúlkurnar sig, en það nægði samt
ekki til að hindra Víkingssigur.
Víkingur vann með 17 : 13.
í síðari leiknum mættust FH
og Fram. Leikurinn varð jafnari
en búizt hafði verið við. FH hafði
yfir í hálfleik 5 : 4, og vann leik-
inn með 9 : 6. Leikur FH-stúlkn-
anna var mjög skemmtilegur og
góð tilþrif sáust.
Þrír frægir sund-
menn í boöi K.R.
65 ára afmælissundmót KR
verður haldið í Sundhöll
Reykjavíkur dagana 16. og 19.
apríl, og hefur sunddeild KR
í því sambandi boðið hingað
heim þremur „stórum“ sund-
mönnum frá Skotlandi. —
Þeiirra frægastur er Bobby Mc-
Gregor, heimsmethafi í 110 y-
skriðsundi. Þá er það Andy
Harrower, bezti alhliðasund-
maður Skotlands, og hefur
einnig getið sér frægðarorð,
sem fjórsundsmaðuir á enskum
mótum s.l. ár. Með þeim fé-
lögum er svo Ann Baxter,
Skot'iandsmeistari í bringu-
sundi
Allt bezta sundfólk lands-
ins tekur að sjálfsögðu þátt í
mótinu og vænta IÍR-ingar
góðs árangurs af heimsókn
hinna erlendu gesta.
Um helgina fóru fram tveir
æfingaleikir í knattspyrnu
milli 1. deilda liða. l’ram og
Keflavík mættust á Framvell-
inum og Þiróttur og Va'lur á
Valsvellinum.
Þó varlegt sé að taka mark
á vorleikjum félaganna, gefa
þeir þó styrkleika félaganna
að emhverju leyti til kynna
Keflvíkingar virðast t.d. vera
til alls vísir. Þeir unnu Fram
á sunnudaginn með 3 : 2, en
höfðu unnið Þrótt helgina þar
á undan með 4 : 0. Keflavíkur-
liðið er mjög ungt og leik-
mennirnir ákveðnir. Óli B. er
byrjaður að þjálfa þá, og virð-
ast Keflvíkingar eiga bjart
sumar framundan, þótt vissu-
lega geti allt skeð.
Valsmenn hafa fengið nokkra
nýja leikmenn til sín frá öðr-
um félögum. Kunnastur þeirra
er Ingvar Elísson frá Akra-
nesi, en einnig eru nokkrir
leikmenn frá Breiðabliki. Val-
ur vann Þrótt með 4 : 0 og skor
aði Ingvar 2 þeirra.
KR-ingar eru nú laus-
ir við fallbaráttuna
KR vann ÍR örugglega á sunnudagskvöld með 29 mörkum gegn 22
Alf — Reykjavík, 13. apríl.
KR-ingar eru ekki lengur aðilar að fallbaráttunni í 1. deild eftir sigurinn gegn ÍR á
sunnudagskvöld, 29:22, MeS þessum sigri hefur KR hlotið samanlagt 8 stig og nægir það
sennilega til að hreppa þriðja sætið í deildinni. í leiknum gegn ÍR á sunnudagskvöld,
sýndu KR-ingar enn einu sinni hvers þeir eru megnugr, þegar mest á reynir. Liðið lék
mjög öruggt og vitaskuld voru það Karl Jóhannsson og Reynr Ólafsson, sem stjórnuðu öll-
um meiri háttar aðferðum, en hinn öruggi bakhjarl var Guðjón Ólafsson í markinu.
Leikurinn var allan tímann
skemmtilegur og nokkuð vel leik-
inn á köflum, en harka var kann-
ski fullmikið á dagskrá og sex
sinnum varð dómarinn, Hannes Þ.
Sigurðsson, að grípa til kælingar-
aðgerða og vísa leikmönnum úr
báðum liðum út af um stundar-
sakir.
KR-ingar náðu yfirhöndinni fljót
lega og héldu. forystu eftir það,
en oft var munurinn aðeins eitt
mark og baráttan tvísýn. KR not-
aði línuspil óspart og var Reynir
sendur á línuna þar sem hann
gerði mikinn usla. Eftir 12 mín-
útna leik var staðan 8:4 fyrir KR
og hafði Reynir skorað sjö mark-
anna — þrjú að vísu úr vítaköst-
uip, en í flestum tilfellum hafði
verið brotið á hann. Gunnlaugur
Hjálmarsson hjá ÍR hafði sig lít
ið frammi í fyrri hálfleiknum, en
mataði cspart meðherja sína og
hann átti mestan þáttinn í því, að
minnka sex marka forskot KR,
16:10 í 16:14 fyrir hlé.
Fyrstu 15 mínúturnar í síðari
hálfleik voru mjög jafnar og eft-
ir þann kafla leiksins var bilið
óbreytt, tvö mörk, 22:20. En mín-
úturnar sem eftir voru sýndu KR-
ingar vel útfærðan leik. Karl sendi
óspart inn á línu og Reynir nýtti
vel tækifærin. Einnig opnuðu línu-
mennirnir hornin fyrir Karl, en
þau tækifæri nýttust illa. En KR-
ingar sýndu festu, voru sterkir í
vörn og Guðjón Ólafsson varði oft
mjög vel Og bilið breikkaði og
Staðan
Tveir leikir fóru fram í 1. delld
á sunnudag:
FH—Víkingur 33:22
KR—ÍR 29:22
Staðan í 1. deild er þá þessi:
Fram 9 8 0 1 237:185 16
FH 9 6 1 2 258:195 13
KR 10 4 0 6 232:288 8
ÍR 10 3 1 6 240:281 7
Ármann 9 3 0 6 176:196 6
Víking. 9 3 0 6 199:227 6
Síðustu leikir í 1. deild fara
fram n.k. miðvikudagskvöld. Þá
leika saman Fram—Víkingur og
Fll—Ármann.
þegar yfir lauk var munurinn sjö
mörk, 29:22, fyrir KR.
Með þessum sigri eru KR-ingar
lausir við fallbaráttuna og rættist
því ekki spá' margra, að KR þyrfti
að leika aukaleik um fal'lið þriðja
árið í röð, KR-Iiðið er misjafnt,
en á alveg hildaust skilið að halda
sæti í 1 deilö. Reynir Ólafsson
sýndi sinn bezta leik í langan tíma
á sunnudaginn og hann skoraði
16 mörk (7 úr víti) sem er vcl af
sér vikið. Kar! var einnig mjög
góður, 'en hans var betur gætt.
Kairl skoraði 9 mörk. Guðjón
Ólafsson sýndi góða markvörzlu
— og allt of snemmt fyrir hann að
kveðja handknattleikinn, þrátt
fyrir aukakílóin. Önnur mörk KR
skoruðu Heinz og Sigurður Óskars
son, 2 hvoir.
Hjá ÍR bar mest á bræðrunum
Þórði og Þórarni, sem skoruðu
flest mörkin, en Gunnlaugur
Hjálmarsson er maðurinn, sem ÍR-
iiðið stendur og fellur með. Hvað
skyldi Gunnlaugur annars vera bú-
inn að halda ÍR-liðinu mörg ár
uppi í 1. deild? Mörk ÍR skoruðu
Þórarinn 6, Þórður 5, Gunnlaugur
4, Gylfi, Hermann og Gunnar 2
hver, og Ólafur 1.
Dómari í leiknum var Hannes
Þ. Sigurðsson eins og fyrr segir.
S.l. laugardagsmorgun fóru reykvlskir sklðamenn utan tll keppnl I Solfon
I Noregl, en þetta er I annað sklptl, sem Islenrklr keppendur eru mei
I borgarkeppnlnnl, sem þar fer fram árlega. Alls fóru utan núna níi
skiðamenn, auk fararstióra, Ellenar Sighvatsson. Þessi mynd var tekln vli
brottförlna. Fremst á myndinni er Ellen Slghvatsson.
Valur og Kefíavík unnu
Um helgina fóru fram tveir
æfingaleikir í knattspyrnu
milli 1. deilda liða. l’ram og
Keflavík mættust á Framvell-
inum og Þiróttur og Va'lur á
Valsvellinum.
Þó varlegt sé að taka mark
á vorleikjum félaganna, gefa
þeir þó styrkleika félaganna
að emhverju leyti til kynna
Keflvíkingar virðast t.d. vera
til alls vísir. Þeir unnu Fram
á sunnudaginn með 3 : 2, en
höfðu unnið Þrótt helgina þar
á undan með 4 : 0. Keflavíkur-
liðið er mjög ungt og leik-
mennirnir ákveðnir. Óli B. er
byrjaður að þjálfa þá, og virð-
ast Keflvíkingar eiga bjart
sumar framundan, þótt vissu-
lega geti allt skeð.
Valsmenn hafa fengið nokkra
nýja leikmenn til sín frá öðr-
um fálögum. Kunnastur þeirra
er Ingvar Elísson frá Akra-
nesi, en einnig eru nokkrir
leikmenn frá Breiðabliki. Val-
ur vann Þrótt með 4 : 0 og skor
aði Ingvar 2 þeirra.
'mzM ‘ mm
íl m 3Ö1 “TIR s& II llttllllllillllllll .... . |. Jf. J| ■