Tíminn - 14.04.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.04.1964, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Xndriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jórnas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Ur ræðu J. W. Fulbrighfs oldungadeildarjiingmanns:*****^"^* Gamlar kennisetningar verða að víkja fyrir nýjum staðreyndum Djöfullinn býr ekki óaflátanlega í Moskvu Skipuleg byggðaþróun Fyrir nokkrum dögum birtist hér í blaðinu grein eftir Karl Kristjánsson alþm., þar sem rætt var um, hvernig búsetu yrði bezt háttað á íslandi. í greininni var m. a. rætt um tillögur Valdimars Kristinssonar viðskiptafræð- ings um þróunarsvæði á íslandi, en þær birtust nýlega í Fjármálatíðindum. í tillögum Valdimars er m. a. lagt til, að Akureyri verði efld sem stórborg og auk þess sex þróunarsvæði önnur. Þá verði sérstaklega styrkt fjögur tiltekin athafnasvæði utan þróunarsvæðanna. Þessar tillögur Valdimars eru á ýmsan hátt svipaðar og tillögur þær, sem Framsóknarmenn hafa borið fram undanfarið um myndun þéttbýliskjarna og aukið jafn- vægi í byggð landsins. Um tillögur Valdimars segir Karl m. a.: „í tihögunum er gengið á sjónarhól, en varla skyggnzt nógu langt. Það er nærtækt að hugsa sér og sjá í andá kerfisbundna byggðarþróun. Og áreiðanlega þarf að leit- ast við að hafa skipulag á þróun byggðarinnar. Hingað til hefur þróunin verið að kalla mætti sjálfvirk. En hún gæti líka hins vegar orðið um of stjórnvirk. Hún gæti leitt til aleyðingar mannabyggðar utan „þróunarsvæð- anna“, ef of geyst er farið í kerfisbindingu. Þjóðinni fjölgar ört. Talið er að um næstu aldamót sé líklegt að hún verði orðin hátt á fjórða hundrað þús. manna eða meira en helmingi fjölmennari en hún er nú. Að því ber að stefna — að mínu áliti — að tryggja í höfuðatriðum jafnvægi í byggð landsins með þéttbýlis- kjörnum — og vöxt borgar norðan lands til mótvægis aðdráttarafli höfuðborgarinnar syðra. En jafnframt á, eins og segir í ályktun miðstjórnar Framsóknarflókksins, „að vinna gegn því að lífvænleg byggðarlög fari í eyði“. Það víðsýni er nauðsynlegt að hafa í þessum málum. Hin öra fólksfjölgun 1 landinu á að geta gert kleift að fullnægja báðum þessum sjónarmiðum, sé vel á haldið“. Varðsveitirnar I grein Karls Kristjánssonar, sem getið er um í fyrri forustugreininni, er vakin athygli á því, að takmarkið sé, hvað mikið sé hægt að auka fiskveiðar á íslandi og sama gildi um iðnaðinn. Karl segir síðan: „Sagt hefur verið, að aðeins 3% af hinum ræktanlega hluta íslands séu komin 1 rækt. í þessu virðist liggja rpesta framtíðaröryggi íslenzku þjóðarinnar. Þjóðir, sem búa við landþrengsli, ‘munu telja það mikil auðæfi að eiga 97% af stóru landi ótekin til ræktunar. Strj álbýlisfólkið er aðalvarðsveitir þessara landkosta okkar. Það verndar og viðheldur þeim verðmætum, sem búið er að ,,festa“ í strjálbýlinu, — og helgar áfram þjóð- inni sjálfri hin lítt numdu svæði landsins. Ekki ætti að vera ofætlun fyrir 90% þjóðarinnar að búa þannig að þeim 10%, sem eru í varðsveitunum, að þær haldist við á varðstöðvunum, ef þær annars geta unað búsetunni þar og metið nægilega eftirsóknarvert það, sem strjálbýlið hefur að bjóða fram vfir þéttbýlið í ýmsum efnum. Tækni og verkkunnátta hljóta\fljótlega — ef allt er með feUdu — að gera níu tíundu hlutum þjóðarinnar, sem á þéttbýlissvæðunum búa, áuðvelt að standa undir hinum skylda varðsveitarkostnaði, þangað til fólksfjölg- unin kemur út í hinar „lífvænlegu“ byggðir og leysir þannig varðmennina af hólmi. Svo langt verður að horfa inn í framtíðina að sjá þess þörf og þróun líka“. Fyrir nokkru flutti Fulbright, fonnaður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkja- þings ræðu, er vakið hefur at- hygli um allan lieim. Þar sem líklegt er að hún verði upphaf mikilla umræðna um breytt við horf í utanríkismálum, bæði í Bandaríkjunum og víðar. Telur Tíminn rétt að birta megin- kafla hennar og fer sá fyrsti hér á eftir. MILLI HEIMSINS eins og hann er í raun og veru og þess heims, sem við skynjum, er langt bil. Þetta bil stafar af skeikulleika mannlegrar hugs- unar. Meðan myndin, sem við skynjum, er tiltölulega lík veru- leikanum getum við brugðizt við'vanda okkar á skynsamleg an og viðhlítandi hátt. En þeg ar skynjun okkar er hætt að fylgjast með því, sem gerzt hef ir, þegar við neitum að trúa ein- hverju vegna þess, að við erum óánægðir með það eða hræddir við það, eða ef til vill aðeins af því, að það kemur okkur annar lega og ókunnuglega fyrir sjón ir, verður bilið milli skynjunar og staðreyndar að gjá og við- brögð okkar verða óviðeigandi og óskynsamieg. Nokkurt bil héfir alltaf og ó- hjákvæmilega verið milli stað- reyndanna í utanríkismálunum og hugmynda okkar um þau. Að vissu leyti hefir þetta bil farið breikkandi en ekki mjókkandi, og þess vegna hamlar okkur stefna, sem byggð er fremur á gömluim hugmyndum en stað . reyndum veruleikans. Að mínu viti er þetta bil bæði hættulegt og ónauðsyn- legt. Það er hættulegt vegna þess, að það getur gert stefnu okkar í utanríkismálum að svik ulli sýndar- og gervistefnu. Ó- þarft er það vegna þess, að hátt settir menn geta brúað það, ef þeir eru ákveðnir og eyða rikj andi misskilningi með því að kynna hinar óþægilegu en óum flýjanlegu staðreyndir. ÁÐUR en ég minnist á sum hinna tilteknu svæða, þar sem mér virðist utanríkisstefna okk ar vera fremur byggð á skrök sögum en hlutkennduim stað- reyndum, langar mig til að benda á tvær hugsanlegar ástæð ur fyrir vaxandi bili milli veru leikans í heimsmálunum og þeirrar myndar, sem við gerum okkur af honum. Önnur ástæðan ,er sú mikla breyting, sem á er orðin, bæði milli kommúnistaríkjanna og hins frjálsa heims og innan þessara heimshluta. Hin ástæð an er hneigð margra okkar til þess að halda fast við ríkjandi aðferðir af þeirri ákefð, sem hæfir óhagganlegum grundvall aratriðum einum. ■ Auknar Hkur benda til, að atburðir síðustu ára hafi vatd ið miklum breytingúm á eðli ar stöðunnar mill.i Austurs og Vesturs. enda þótt of snemmt sé að kveða upp úr skurð ucn þetta efni. Þegar áreksturinn varð í október 1962 út af eldflaugastöðvunum á Kúbu, sönnuðu Bandaríkja- i iwi1 — iiiiiin n «nir——mmm FULLBRIGHT menn Sovétríkjunum að áleitin ævintýrastefna fæli í sér óvið- unandi áhættu. MEÐ undirskrift sanlningsins um tilraunabannið fullvissaði hvor aðili um sig hinn í raun og veru um, að hann væri reiðu- búinn að bjóða hvaða boð sem væri til þess að komast hjá póli- tísku og hernaðarlegu uppgjöri. Því má bæta við, að þegar þetta gerðist lágu fyrir aðstöðuyfir- burðir Bandaríkjamanna, en ekki yfirráð þeirra. Af þessum sökum virðist sanngjarnt að álíta að eðli kalda stríðsins sé að minnsta kosti utn orðið annað en var, vegna afturhvarfs Sovétríkjanna frá á leitnustu árásarstefnum, vegna fráfalls beggja aðila frá kröf- unni um „algeran sigur“, og vegna staðfestingar bandarískra aðstöðuyfirburða, sem Sovétrík in virðast hafa sætt sig þegj- andi við af því, að fullvissa fylgdi um að Bandaríkin myndu beita þeim af ábyrgðar tilfinningu og varfærni. I. KAFLI Svo kann að fara, að sögu- skýrendur síðari tíma telji þess ar mjög svo mikilvægu breyt- ingar helztu afrek Kennedy- stjórnarinnar í utanríkismálum. Áhrif þeirra hafa orðið til þess að beina okkur inn á utanríkis- stefnu, sem einmitt má kenna við „satnhliða tilveru í friði.“ ÖNNUR afleiðing rénancti spennu milli Austurs og Vest- urs er aukið færi hvors um sig á að leyfa sér munað vaxandi erja og hnippinga innan sinna eigin vébanda. Þær hugsjóna legu eJdingar, sem áður leiftr- uðu milli Moskvu og Washing ton og virtust til skamms tíma vera sjálfsagður hluti af hvers dagslífi okkar, eru nú ekki orðn ar annað en svipur hjá sjón.^Nú bíða Bandaríkjamenn í þess stað i ofvæni eftir goðsvörunum sem útganga frá París á sex mánaða fresti. Og nú svara Rússar stóryrðum valdhafanna í Peking með ásakandi glósum um „þá, setn vilja hefja strið ' gegn öllum.“ Þessar furðulegu breytingar á heiminum eftir stríðið hafa ruglað bæði almenningsálit og opinber viðhorf í Bandaríkjun- um. Hér veldur að mínu viti nokkru um sú staðreynd, að við erum vanir að líta fremur á heiminn og okkur sjálfa frá sjónarhóli siðfræði en reynslu. Við erum fyrirfram gjarnir á að skoða alla baráttu sem á tök milli góðs og ills, fremur en árekstra andstæðra hags- muna. Við erum gjarnir á að rugla saman frelsi og lýðræði, — sem* við álítum hugsjónaleg grundvalláratriði, — og kapí- talisma, lýðveldis og tveggja- flokka kerfi, sem ekki eru hug sjónaleg grundvallaratriði, held ur aðferðir, sem Bandaríkja- menn hafa valið sér og viður- kenna- ÞETTA minnir verulega á trúarafstöðu fjölmargra æru- kærra manna, sem „yrðu jafn hneykslaðir á að heyra efasemd ir um kristna trú og að sjá hana framkvæmda", eins og Samuel Butler komst að orði. í þjóðlegum orðaforða olckar úir og grúir af „sjálfsögðum sannleika", jafnt um „líf, frelsi og hamingju" og ótöluleg per- sónuleg og opinber efni, þar á meðal kalda stríðið. Meðal hinna „sjálfsögðu sanninda" eft irstríðs tímans er það til dæm is, að alveg eins og forsetinn býr í Washington og páfinn í Róm, hljóti djöfullinn óaflátan lega að búa í Moskvu. • Við erum orðnir því vanir að líta á Kreml sem valdastól hans og heita má að við kunnum orð ið vel við þá ógn, sem hefir að vísu verið óumræðilega ill, en bætt það upp að nokkru með því að vera óbreytileg, fyrirsjá anleg og kunnugleg okkur með djöfuliinn brúgðizt okkur með því að flytja búferlum, og það sem verra er, hann hefir tvístr azt, kemur ýmist fram á þess um staðnum eða hinum og jafn vel mörgum í senn, af djöful- legu tillitsleysi til þeirra hug- sjónalegu landamæra, sem búið var að ákveða með ærinni fy:- irhöfn. VIÐ stöndum andspænis kviku og síbreytilegu ástandi i heimsimálunum og getum ekid vanið okkur við það. Við höld um dauðahaldi í gamlar kenni- setningar frammi fyrir nýjum staðreyndum og reynum að kom ast hjá mótsögnunum með því að þrengja mörk leyfilegra um ræðna á opinberum vettvangi og draga fleiri og fleiri hug- myndir og sjónarmið í sístækk- andi dilk þess „óhugsandi“. Eg hygg, að þessu þurfi að snúa við og eigi að snúa viö. Okkur sé unnt og tvímælalaust fyrir beztu að losa okkur und an oki viðurkenndra kennisetu- inga, fara að „hugsa“ ýmislegt af því „óhugsandi", bæði um kalda stríðið viðhorfin milli Austurs og Vesturs vanþróuðu löndin, — sérstaklega í Mið- og Suður-Ameríku, — breytt eðli Framhald ð 13. sfðu f] T I M I' N N, þriðjudagur 14. apríl 1964. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.