Tíminn - 14.04.1964, Side 14

Tíminn - 14.04.1964, Side 14
57 Þetta virðist mér afskaplega at- hyglisverð ættfræði. Hingað til hafði ég ekki veitt athygli neinum sérstökum mormónskum einkenn- um í fari ykkar — en hér eftir mun ég endurskoða hug minn þar að lútandi. Ég hef miklar mætur á Mormón- um — þar sem þeir eru mjög góðir og gegnir þegnar lands síns.. Samt sem áður líður mér aldrei úr minni sú stund, er foreldrar mínir urðu að hafa stutta viðdvöl í Salt Lake City, þegar ég var drengur. Þau gengu fram og aftur á brautarpallinum á járnbrautar- stöðinni og þá komu þau auga á tvær ungar konur, sem báðar ýttu [ á undan sér barnavagni. í þeim i lágu tvö kornabörn og voru bæði á sama aldri, u.þ.b. eins árs. Fað- | ir minn spurði þær, hvort þær ! væru að bíða eftir einhverjum, og þær svöruðu: „Já, við erum að bíða eftir eigin- manni okkar. Hann er vélamaður lestarinnar.“ Ef til vill var þetta upphafið að stjórnarstefunni, sem kennd hefur verið við góða sam- fcúð! Ykkar einlægur." Kyrrlátt kvöld nokkurt gerðu Clementine og Winston heimsókn sína á heimili Roosevelt við Hyde Park. Þar sátu þau fjögur og nutu samvistanna eins og gamlir og góð ir vinir. Eleanor sat og prjónaði. Bæði hún og Clementine skelltu upp úr er forsetinn hallaði sér áfram og sagði: ,Kæri Winston. Brezka heimsveldið er ekki lengur til. Það er ekki annað en uppspuni ímynd- unarafls þíns.“ Winston reis hægt á fætur og strákslegur glampi kom í augu hans. Hattn lét sem hann bæri þunga byrði á útréttum örmum sínum og síðan lét hann sem hann sleppti henni í kjöltu forsetans. „Langar þig í Indland?“ sagði hann. „Hérna færðu það.“ Þau voru eins og ein fjölskylda. Churchill-hjónin og Roosevelt voru ekki sammála í öllum efnum, en þau áttu mjög vel saman. Eft- ir að Eleanor hafði heimsótt Bret- land í pví skyni að kanna áhrif loftárásanna, skrifaði Winston henni: „Heimsókn yðar varð þjóð okk- ar til mikillar ánægju og hughreyst ingar og þar sem þér komuð og töluðuð urðuð þér áheyrendum yð- ar mikil hvatning til nýrra dáða. Þér hafið vissulega látið eftir gull- in spor að baki yðar.“ Og að baki lét hún einnig örþreytta Clemen- tine. 13. KRAFTAVERK f MARRAKESH. Okkur er sagt, að þeir sem haldi um ríkisstjórnvölinn beri svo þungar bvrðar að þær séu mann- legum kröftum næstum um megn, og að erfiðleikar og strit í sam- bandi við forsætisráðherraem- bættið geti haft afar alvarleg áhrif á heilsuna, ef embættinu er haldið meira en í örfá ár. „Þetta er ósköp þægileg kenn- ing, á meðan enginn leggur til, að lausn frá störfum verði beitt sem eina meðalinu, er að gagni mætti koma. Kenningin þaggar niður í gagn rýnisröddunum og slævir skörp- ustu brodda andstöðunnar. Eng- inn vill ráðast á særðan mann og sjúkan, og þá sízt af öllu á mann, sem hefur fórnað sér í þágu fóstur jarðarinnar, og einmitt þess vegna misst heilsuna. En er það sannleikur, að stjórn- málin séu eitthvert hættulegasta viðfangseíni, sem unnt er að velja sór? Er Downing Street raunveru- lega aðeins biðsalur dauðans?" Þannig fórust Winston orð fyr- ir nokkrum árum um erfiði það og strit, er fylgdi í kjölfar opin- berra virðingarstaða. Þegar 4iöfð er í huga sú ægimikla ábyrgð, er honum hefur verið lögð á herðar og jafnframt haft í huga, að hann hefur látið næstum allt eftir sér, sem mæður okkar hafa sagt okk- ur, að við ættum ekki að gera, þá er ótrúlegt að hann skuli vera of- ar moldu enn þann dag í dag, hvað þá snillingur um áttrætt, sem enn hefur sína skörpu dómgreind. Samt sem áð*r hefði ekki orðið honum Váag leiðin til grafar frá Downing Street, hefði hann ekki notið ástríki og umönnunar konu sinnar. Winston er í rauninni sá sjúkl- ingur, er erfiðast er að sinna, en Clementine hefur sinnt honum, er 15 andartak. Þá reis hún á fætur og kinkaði kolli. Þau hurfu inn á dansgólfið jafn fljótt og hin skötu hjúin. Þau, sem sátu, horfðu hvert á annað. Lindkvist horfði á Jaatin en. Frú Latvala horfði á frú Berg og virtust bæði jafn illa snortin. — Það er í rauninni yndislegt veður I kvöld, sagði Lindkvist eftir stundarþögn. — Já, svaraði Jaatinen þurr- lega. Konurnar létu hjá líða að lýsa skoðun sinni á málinu. — Konjakið er ekki sem verst heldur, hélt Lindkvist áfram. — Það gæti verið verra, svar- aði Jaatinen, sem nú hafði skipt á liebfraumjólkinni og fengið sér sterkara í staðinn. Hann virtist hafa gleymt sínum háa aldri og varnaðarorðum læknanna og á- kveðið að skemmta sér nú einu sinni reglulega vel. Konurnar létu einnig vera að skála. Þær horfðu aðeins hvor á aðra. Og um leið beindu þær sjón- um sínum að dansgólfinu. Þar var að sjá líf og fjör. Fjörugur vals og gestirnir í sínu bezta skapi á þessum tíma kvöldsins. Hlæjandi andlit, líkamir, sem hreyfðust í takt við dunandi tón- list, allavega lit ljós og skrautlega búin hljómsveit. Jaatinen stalst til að horfa á Lindkvist þýðingarmiklu augna- ráði. Lindkvist skildi, hvað hann átti við. Gjaldkerinn vlldi, að lög- fræðingurinn byði upp annarri þessari þungbúnu kvenna við borðið. Lindkvist hristi höfuðið glottandi. „Nei takk“, sagði hann með augunum. „Við skulum bíða og sjá, hvað setur. Ef til vill skeð- ur eitthvað skemmtilegt fyrr en varir. . .“ „Án vafa“ svöruðu augu Jaatin ens og var áminning í svipnum ''kommtun er afstæður hlutur hann hefur legið í botnlangabólgu, | fengið taugaveikibróður, þrisvar sinnum lungnabólgu og eftir ó- teljandi slys og óhöpp hvarvetna í heiminum. Og samt segir Win- ston: „Lifið lífinu hættulega Tak- ið hlutunum eins og þeir koma fyrir. Hræðizt ekkert. Allt mun lagast.“ Á stríðsárunum átti Clementine í sérstöku stríði fyrir fósturjörð- ' ina. Stríðinu fyrir heilsu og heil- ; brigði manns síns. | Hún hafði löngu gefizt upp á 1 að reyna að fá mann sinn til að ] halda góðri heilsu með líkamleg- | um þjálfunum og æfingum. Álit ! hans á óþarfa ofþreytu kom ljós- j lega fram í þeim orðum, sem hann lét falla er hann horfði á kapp- róður í sjónvarpi: „Margur góður, heilsuhraustur pilturinn hefur eyðilagt i sér hjartað á svona- löguðu," sagði hann. Vetur nokkurn vonaðist hún til að geta fengið hann til að gera ! nokkrar leikfimisæfingar. Hún vél( ritaði því upp á lista nokkrar slik- ar æfingar og skrifaði fyrir ofan yfirskriftina ,,Æfingar“. Síðan -stakk hún seðlinum í spegilhornið í svefnherbergi hans, en þar setti I hún allt, er hún vildi, að hann hefði sérstaklega í huga. | En til allra óhamingju breytti ! herbergisþjóninn yfirskriftinni í ! „Æfingar á meðgöngutíma." Næsta j morgun las Winston gaumgæfileya j líkamsæfingatillögur Clementine, á meðan hann batt á sig bindið. Því næst kallaði hann á herbergis- þjóninn og spurði: „Lít ég út fyrir að vera vanfær?" Clementine, sem gat verið fullt eins ákveðin og stíf í skapi og eig- inmaðurinn, gafst upp á að reyna að gera Winston að unnanda fim-1 leika a. m. k. hvað sjálfan hann snerti. Hann sinnti engum slíkum tilmælum. • • í febrúar 1943 barst út frétt, sem kom illa við alla þjóðina. Winston hafði fengið lungnabólgu. Honum var strax gefið töfralyfið M&B. 693, en líf hans var samt sem áður í hættu — og var það honum sjálfum að kenna. í fyrft.u neitaði hann aö skeyta nokkuð um líðan sína og krafði -t þess að geta sinnt skylduverkum s'nuin á alveg sama hátt og fyrr, þrátt fyrir niikla öndunarerfiðleika. Það var aðeins einn maður, sem gat tjón'íað við Winston — „erf- iðasta sjúkling heims", eins og vin- ir hans kölluðu hann — og það var eiginkona hans. Læknarnir skipuðu honum að leggja niður alla vinnu og halda sig í rúminu, en því neitaði hann staðfastlega Öllum mótmælum svaraði hann á einfaldan en ákveð inn hátt: „Eg verð að gera það. Það er svo mikið að gera.“ Clementine var sú eina, er gat fengið hann til að fara í rúmið og vera þar um kyrrt. Henni tókst þetta með því að beita því eina ráði, sem unnt var eins og allt var í pottinn búið. Hún fékk hann ttl að halda áfram herstjórn sinni úr rúminu. Ráðherrar, opinberir starfsmenn, x-áðuneytisstjórar o. f). komu hver á eftir öðrunr að rúmstokknum hjá honum til að eiga við hann viðræður eða fá fyr irmæli: Þrátt fyrir hækkandi hila, hélt hann þessu áfram og lét færa sér öll þau ríkisskjöl, er hann venju lega sinnti um og afgreiddi. Hann íór ekki á mis við neitt og vildi ekki láta fresta neinu. Clementine tókst jafnvel að fá læknana til að sýna þessari vinnu- gleði hans umburðarlyndi. „Ef hann fær ekki að beita sín um einstæðu gáfum og hugmynda- fiugi, fyllist hann ólund, verður eirðarlaus og það mundi ekki flýt.a DAUDINNIKJOLFARINU MAURI SARIOLA eins og annað í þessum heimi. Andlit Jaatinens var jafnalvar- legt og hugsanir þær, sem flugu um huga hans. Hann var langt frá því að vera ánægður með rás viðburðanna og velti því fyrir sér hjá hvorri kvennanna mundi fyrst sjóða upp úr. Jaatinen hefði veðj- að á frú Berg. Hún var sjálfstæð kona í þýðingarmikilli stöðu, þar sem hún þoldi ekki að nokkur segði henni í mót. Hún var einnig illskeytt og ofsafengin í skapi, svo að úr þeirri áttinni gat maður átt von á hverju sem var. Auk þess virt- ist frúin ekki aðeins vera komin í æst skap, heldur vera orðin fjúkandi reið. Eiginmaður hennar virtist hafa tekið upp á svo óvenjulegum skolla, að hún hefði áreiðanlega ekki orðið meira forviða, þótt hún hefði séð mús draga ljón á skottinu. Frú Latvala var einnig ofsareið, en Jaatinen vissi, að hún átti hæg- ara með að stilla sig. Hún öskr- aði aldrei, en athugasemdir henn- ar voru á hinn bóginn svo eitrað- ar, að engum gat dulizt hvað bjó á bak við hunangsblíðuna. Um leið og Jaatinen velti fyrir sér þessum óheillaboðum öllum varð hann smám saman gremju- fyllri. Hann blygðaðist sín fyrir að hafa dregið Lindkvist inn í allan þennan ófögnuð. Curðu- blandinn og jafnframt ha*slegur munnsvipur lögfræðingsins sýndi, hvað hann hugsaði. Hann var áreiðaniega vanur að umgangast fólk, sem kunni að halda tilfinn- ingum sínum í skefjum og létu þær ekki flæða yfir lönd og lýð eins og hraunflóð úr eldgíg. Og nú virti hann fyrir sér borðfélaga sína bæði háðskur og undrandi. Jaatinen andvarpaði, en reyndi að bæla niður leiðindin, er bjuggu með honum. Af hverju í fjáran- um þurfti nú allt að fara svona? Og þetta var áreiðanlega aðeins upphafið . . . Valsinn var orðinn óþarflega langur og þegar honum loks lauk, birtust verktakinn og ungfrú Rask þar sem þau fikuðu sig út úr þrönginni á gólfinu í átt að borð- inu. Jaatinen fannst sem andlits- drættir þeirra hefðu tekið á sig einhverja allt aðra mynd. Þegar þau gengu út á gólfið höfðu þau verið þrjózkufull og þungbúin á svip. Nú hafði munnsvipur Lat- vala hins vegar harðnað og andlit hans lýsti frekar hörku en þrjózku. Hann hafði rétt úr feit- um líkamanum. Bakið var beint og axlirnar slöptu ekki eins og áður. Aulikki Rask tiplaði léttfætt við hlið honum eins og hind i fylgd með fíl, en þótt undarlegt kynni að virðast voru þau á eng- an hátt hlægileg. Þvert á móti virtust þau hæfa hvort öðru þrátt! fyrir aldursmun og ólikan líkams- i vöxt. I Jaatinen beit sig í vörina. Með honum vaknaði grunur um, að þau hefðu orðið ásátt um eitthvað mjög mikilvægt. á meðan þau stigu dansinn, og augsýnilega kom izt að einhverri sameiginlegri 1 niðurstöðu, sem veitti þeim kraft og hugrekki. — Var gólfið hált? spurði frú Latvala, þegar þau höfðu setzt. Latvala virti hana ekki svars, en spurði þess í stað Rask, sem sat gegnt honum: — Má ég ekki bjóða þér eitthvað reglulega gott? Frú Latvala skipti litum og hún spurði á ný með öllu hærri raust: — Heyrðirðu ekki, að ég var að spyrja þig? — Ef til vill gott kampavín? stakk Latvala upp á. Einkaritarinn kinkaði kolli. ún var hnarreist og varkárni hennar var öll á burt. — Þjónn, kallaði Latvala á finnsku, en þeir skildu samt sem áður. Hvítklæddur herra skundaði -tH þeirra. Latvala pantaði kampa- vínsflösku á lélegri sænsku og hélt síðan áfram að ræða við einkaritara sinn. Nú blandaði frú Berg sér inn í samtalið. Hún sagði hvasst: — Albert. Vertu ekki ósvifinn. Latvala lézt ekki heyra. Jaatinen vætti þunnar varirnar. Hann sá, að Lindkvist beygði sig áfram fullur áhuga, en enn greinilegar tók hann eftir hörku- legum svip frú Latvala. Hún var orðin blóðrauð í and- liti og beit á vör. Og á sama ! andartaki brast stíflan, — hún ! opnaði munninn og greip andann á lofti En frú Berg varð fyrri til. Hún hafði svipazt um i sálnum og spurði nú með ískulda í röddinni- — Sáuð þið, hvað varð af Allan og Kirsti? Jaatinen hrökk við. Hann hafði ekki tekið eftir, að Berg verk- fræðingur og Hiekka höfðu ekki komið aftur til borðsins að lokn- um dansinum. Latvala lét svo lítið að vakna: — Hveð segirðu? — Ég spurði, hvað hefði orðið af manninum mínum. — Á ég að gæta karlsins þíns? Rödd Latvala var háðsk og frú Berg varð ofsareið. Stífur líkam- inn öðlaðist skyndilega líf. Augna ráðið varð stingandi og hún hækk aði raustina, svo að heyra mátti um allan salinn. — Manstu við hvern þú ert að tala? — Það man ég ofur vel, rumdi í Latvala. — Þú munt vera frú Berg. Nú tók Jatinen eftir að Lat- avia var orðin nallölvaður. Auk þess virtist hann ölvaður af ein- hvers konar sigurgleði eða sjálfs- ánægju. —Það var rétt, sagði frú Berg og var ískuldi í róddinni. — Það er einmitt það, sem ég er. — Hvers vegna varstu þá að spyrja? — Það má vera, að þú fáir að spyrja um eitt eða annað, áður en langt um líður. — Hvað þá? —Breitt glottið á andliti Latvala varð heldur minna og hann varð öllu gætnari — Nú skil ég ekki . . . — Það verður ekki langt þang- að til þú færð að skilja. i.l T í M I N N, þrlðjudagur 14. apríl 1964. —

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.