Tíminn - 14.04.1964, Qupperneq 16
Þriðjudagur, 14. apríl
NTB-London. — Lögð var fram
á alþjóðlegu ráðstefnunni um
S-Afríku í dag tillaga um að
setja S-Afríku í alþjóðlegt við-
skiptabann I því skyni að
þvinga ríkisstjórnina til þess
að iáta af stefnu sinni í kyn-
þáttamálum.
NTB-Kaupmannahöfn — Fundi
utanríkisráðherra Norðurlanda
lauk í Kaupmannahöfn í dag.
Næsti fundur verður haldinn
i Reykjavík í haust.
NTB-Stokkhólmi — í dag lauk
öðrum þætti réttarhaldanna yf-
ir Stig Wennerström, en hann
náði yfir tímabilið 1952—’57.
Á fimmtudaginn hefst þriðji
hlutinn, sem nær yfir njósnir
hans í Svíþjóð.
NTB-London — Reginald Maud
ling, fjármálaráðherra Breta,
iagði í dag fram fjármálaáætl-
un sína.
NTB-Helsingfors — Finnska
þjóðþingið felldi í dag með 104
atkvæðum gegn 80 vantrausts-
tillögu á ríkisstjórnina.
NTB-Þórshöfn. — Landsstjórn-
in í Færeyjum mun krefjast
aukinnar sjálfsstjómar Færeyj
um til handa mjög bráðlega.
NTB-Hamburg — Sovétska ut-
anríkisráðuneytið fór í dag
hörðum orðum um hina röngu
tilkynningu vestur-þýzku frétta
stofunnar DPA um, að Krust-
joff væri látinn.
NTB-Hollywood — Blökkumað-
urinn Sindney Poitier fékk í
dag Oscar-kvikmyndaverðlaun-
in fyrir beztan leik í aðalhlut-
verki karla.
NTB-Maniia — Keith Holyoake,
forsætisráðherra Nýja Sjálands
hefur mótmælt fyrirhuguðum
tilraunum Frakka með kjarn-
orkuvopn á Kyrrahafi. Tilraun
irnar eiga að fara fram 1966.
NTB-Brussel — Ráðherranefnd
EBE ræddi í dag verð á korn-
vörum innan bandalagsins, og
eins og áður, þá stóð Vestur-
Þýzkaland eitt sér gegn hinum
NTB-London. — Utanríkisverzl
unarmálaráðhe^ra Sovétríkj-
anna, Nikolai Patolitsjef, kom
til Lundúna í dag og sagði, að
Sovétríkin myndu kaupa verk-
smiðjuvélar af Bretum.
NTB-Oslo. — 80% af íbúum
Kabylia í Alsír, eru smitaðar
af augnasjúkdómnum Trakom,
og er taiið að 57% þeirra
verði blindir
NTB-Boston. — Sovézki Lenin-
grad-prófessorinn Jurij Asse-
jev, sem fékk hæli sem pólitísk
ur flóttamaður í Bandaríkjun-
um fyrir þrem mánuðum, hef-
ur snúið heim til Sovétiríkj-
anna.
NTB-Dacca. — 1298 menn létu
lífið, og 600 sæðrust, í hvirfil
vindi, sem geysaði í Jessore-
héraðinu í Pakistan. 130 manna
er saknað.
Guiihvarf í SAS-
/ v
NTB-Stokkhólmi, 14. apríl. I nú verið kært til rannsóknarlög-1 Virði gullsins er un
Hið leyndardómsfu'lla hvarf reglunnar í Stokkhólmi. Er hér krónur.
gullpakka nokkuirs, sem fara átti um að ræða þriggja cm. þykka Þeir, sem báru ábyrgð á ferm-
með SAS-þotu frá London til gullplötu, 15 sinnum 15 cm. að ingu flugvélarinnar, fullyrða, að
Stokkhólms s.l. laugardag, hefur I f'latarmáli og 5.3 kg. að þyngd. gullplatan hafi farið með flugvél-
Makarios og Grivas á fundi sínum í fyrradag.
KÝPUR L OGAÐIÍBARDQGUM
í QÆR ■ TVCIR MCNN FCLLU
fiugvél?
i 250.000 ísL
NTB-Nocosiu, 14. apríl
Tveir menn létu lífið í bardög-
um á Kýpur í dag, en alls var
barist á fjórum stöðum í Nicósíu
og þar að auki á fimm öðrum
stöðum á eyjunni. — Makarios,
forseti Kýpur, borðaði í dag mið-
degisverð með Grivas hershöfð-
ingja, og sagði, að þáttur Grivas
’ í vörnum Kýpur yrði ákveðinn
mjög bráðlega.
Grískur lögreglumaður var skot
inn til bana í kvöld í einum út-
,bæja Nicósíu, Trakhonas. Fyrr í
dag var grískur borgari drepinn,
og tveir aðrir særðir, í hálftíma
bardaga meðfram grænu línunni,
sem skilur gríska og tyrkneska
menn að í gamla bæjarhlutanum
í Nicósíu.
Ríkisstjórnin tilkynnti í dag, að
tyrkneskir hryðjuverkamenn hafi
skotið á gríska menn í Ledragaten
sem er helzta viðskiptahverfið í
gríska borgarhlutanum. Alls var
barist á fjórum stöðum í Nicósíu
í dag, og auk þess í. úthverfinu
Omorphita, þorpinu Orta Kuey fyr
ir utan Nicósíu og í úthverfi bæj-
arins Neapolis. Einnig var tilkynnt
um bardaga við fjallstindana þrjá
við Kyreniaveginn, en þeir kallast
j nú Gin, Whisky og Brandy!
Talsmaður Sameinuðu þjóðanna
sagði í kvöld, að Singh Gyani hers
höfðingi, yfirmaður SÞ-herliðsins,
hafi rætt bardagana við ríkisstjórn
ina og yfirvöld tyrkneskra manna.
í Aþenu sagði Makarios forseti,
að þáttur' Georg Grivas hershöfð-
ingja í vörnum Kýpur verði ákveð
inn meðan hann dvelur í Aþenu.
Makaríps borðaði í dag hádegis-
verð með Grivas hershöfðingja.
Talið er ólíklegt að Bretar fari
að áskorun U Thants, framkvæmda
stjóra Sameinuðu þjóðanna, um
að senda lögreglulið til Kýpur.
Telja Bretar, að það muni verða
óvinsælt meðal ' Kýpurbúa, að
bfezkt lögreglulið • komi til eyj-
arinnar.
I Ankara sagði forsætisráðherra
Tyrkja, Ismet Inönu, að samband-
ið milli Tyrklands og Grikklands
verznaði stöðugt. Sagði hann að
grískir menn á Kýpur hafi gert
fjölda árása á tyrkneska menn*
vegna þeirrar afstöðu, sem Grikk-
ir hafa tekið í Kýpurmálinu.
inni, en þeir, sem affermdu hana
í Stokhólmi, segja, að engin gull-
plata hafi komið með vélinni.
— Það er því miður margt, sem
bendir til þess, að gullplatan hafi
á einn eða annan hátt komizt í
rangar hendur — sagði Kaj Juste-
sen, sem er yfirmaður flutninga-
deildarinnar á aðalskrifstofu SAS
i Stokkhólmi. í þessu máli stend-
ur staðhæfing gegn staðhæfingu.
Það var brezka flugfélagið
British European Airways (BEA),
sem bar ábyrgð á því, að pakkinn
færi um borð í SAS-þotuna í Lond-
an, og starfsmenn BEA fullyrða,
að pakkinn hafi farið með þot-
unni. Eins og venjnlega, þegar um
slíkar sendingar er að ræða, var
serit símskeyti til Stokkhólms, þar
sem sagt var til um stærð pakk-
ans og hvar hann væri í þotunni.
Þegar starfsfólk SAS á Arlanda-
flugvellinum í Stokkhólmi ætlaði
að afferma þotuna, fann það enga
gullplötu. Justesen sagði, að þeg-
ar hafi verið tiikynnt um hvarf
plötunnar til London, og auk þess
framkvæmd ný og nákvæm rann-
sókn á farangri flugvélarinnar,
en það bar engan árangur. í dag
var aftur farið nákvæmlega í
gegnum alla pakka, sem geymdir
eru á Arlandto-flugvellinum, en
það bar engan árangur.
Gullplatan var send með áætl-
Framhald á 15. síðu.
Fundur um búfjár-
eignarbannið
í kvöld kl. 8,30 halda sauðfjár-
eigendafélögin í Reykjavík og ná-
grannakaupstöðunum sameiginleg
an fund í Skátaheimilinu til þéss
að ræða frumvarpið um bann við
búfjáreign í þessum kaupstöðum.
Flytjendur frumvarpsins, nokkrum
embættismönnum og öllum búfjár-
eigendum í kaupstöðunum er boð
ið á fundinn. Fjáreigendafélag
Reykjavíkur, Sauðfjáreigendafélag
Kópavogs og Fjáreigendafélag
Hafnarfjarðar standa fyrir fund-
inum.
FRÁ NEYTENDASAMTÖKUNUM
Neytendasamtökin hafa í ára-
tug barizt fyrir breyttri tilhögun
á afgreiðslutímum sölubúða, þann
ig að þeir yrðu sniðnir fyrst og
fremst eftir þörfum neytenda, en
verzlunarfólk og kaupmenn semdu
einungis um kaup og kjör. Enda
á það lögum samkvæmt að vera
í hendi borgarstjórnar að kveða
á Um afgreiðslutíma. Sú hefur þó
orðið raunin á„ að i kjarasamn-
ingum þessara aðila hefur verið
samið um lokunartíma, en ekki
einvörðungu um vinnutíma, eins
og allar aðrar stéttir gera. Því
fer svo fjarri, að Neytendasamtök
in hafi með tillögum sínum ætlað
afgreiðs’ufólki lakari kjör, að
þau hafa þvert á móti bent á leið
ir til hins gagnstæða, enda þótt
það sé ekki í þeirra verkahring.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
er orðið öflug launþegasamtök,
sem ættu að geta gætt hagsmuna
sinna eigi síður en flest önnur.
Þegar frumvarp að nýrri reglu
gerð borgarstjórnar lá fyrir, var
það sent Neytendasamtökunum til
umsagnar. Þau fögnuðu öllu því
í frumvarpinu, sem miðaði að
rýmkun og auknu frjálsræði, en
voru andvíg hinu. Þegar reglu-
gerðin með ýmsum rýmkunarat-
riðum hafði verið samþykkt í
borgarstjórn og beið samþykktar
Félagsmálaráðuneytisins, sendi
ráðuneytið bréf til hinna ýmsu
aðila og óskaði umsagnar þeirra.
Neytendasamtökin munu hafa ver
ið eini aðilinn, sem lagði til, að
TVEIR BÍLAR
GJÖRÓNÝTTUST
í ÁREKSTR!
!N0RÐURÁRDAL
GG-Fornahvammi, 13. apríl.
Klukkan 5,15 í gær, varð árekst-
ur hjá íiúrfelisá í Norðurárdal,
rétt fyrir ofan Fornahvamm. Þair
rákust á tveir nýir fólksbflar,
Volkswagen og Saab. Þeir rákust
á uppi á hæðardragi, þar sem þeir
sáu hvoirn annan ekki í tíma, og
slösuðust fjórir farþegar.
Fjórir farþegar voru í Volks-
wagenbílnum, tveir sluppu ómeidd
ir, en kona skarst á höku og hálsi,
og lítil telpa fékk skrámur og
taugaáfail. Tveir farþegar voru í
Saab-bílnum, og voru þeir meira
og minna skrámaðir og brotnir.
Báðir voru bílarnir úr Reykja-
vík. Volkswagcn-bíllinn vai frá
bílaleigu og kaskotryggður, en
Saab-bíllinn var tryggður venju-
legri tryggingu Báðir eru bílarn-
ir gjöreyðilagðir.
reglugerðin yrði staðfest. Afstaða
stjórnnar Neytendasamtakanna
byggðist á því, að reglugerðin
væri hið merkasta spor í rétta
átt, þar sem í fyrsta sinn væri
tekið tillit til þess, um hvaða
vörur væri að ræða, sem velja
skyldi. Það gildir annað um mat
vörur en fatnað, búsáhöld, hús-
gögn o. s. frv. Það á ekki einugis
að vera á Þorláksmessu, sem hjón
geta valið vörur saman, sem
vanda þarf val til. Með vikulegri
kvöldsölu annarra verzlana en
matvöruverzlana skapaðizt stór-
bætt aðstaða til aukinnar vöndun
ar vöruvals. Þær hinar sömu verzl
anir mættu í staðinn gjarna vera
lokaðar á þeim tímum, sem sann
anlega er verzlað minnst á.
Hvað söluop snertir, hafa Neyt
endasamtökin aldrei fallizt á það
sjónarmið, að takmarka ætti,
hverjar vörutgeundir mætti selja
eftir venjulegan lokunartíma —
og sízt að leyfa skyldi tóbakssölu.
sælgætis og annars þess varnings,
sem halda á unglingum frá. Þeirri
tilhögun sem reglugerðin felur í
sér að þessu leyti, voru Neytenda
samtökin staðráðin í að berjast
gegn. Þau töldu þau svo fráleit,
að þau gætu ekki orðið langlif
Það er skýringin á samþykki sam
takanna á staðfestingu reglugerð
arinnar.
Nú hafa þau tíðindi gerzt, að
framkvæmd reglugerðarinnar
hefur verið stöðvuð að öðru leyti
en því, að um stórminnkaða þjón
ustu við neytendur verður að
ræða. Þetta er það alvarlggt mál,
að borgarbúar geta ekki við unað
og ekki heldur fulltrúar þeirra,
sem er borgarstjórn. Að óbreyttu
ástandj munu Neytendasamtökin
boða til almenns borgarafundar
um málið n. k. laugardag og mun
hann auglýstur sérstaklega.
(Frá Neytendasamtökunum).
Hádegiskl úbburin n
—kemur saman í dag miðvikudag
á sama stað og tíma.
Framsóknarkonur
Félag Fram.
sóknarkvenna
lieldur fund i
dag, miðviku
daginn, kl. 8,30
Tjarndrgötu 26.
fngólfur Davíðs
son grasafræðing
ur flytur erindi:
_Garðagróður. —
Einnig verða rædd mjög þýðingar
mikil félagsmál. Félagskonur fjöl-
mennið. — Stjórnin.
2
T í M I N N, miðvikudagur 15. apríl 1964.